Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/RAX VARÐANDI staðsetningu koma einkum tvær hugmyndir til álita. Önnur er staðsetning í miðborginni við höfnina og Faxaskála. Morgunblaðið/RAX HIN hugmyndin er staðsetning við Suðurgötu, austan Hótels Sögu. Nýja húsið myndi þá tengjast hótelinu. Forsendur tónlistarlífs treystar Ríki og Reykjavíkurborg bundust í gær böndum um að beita sér fyrir bygginffli tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í miðborginni. Endanleg staðsetning hússins, sem meðal annars verður heimili Sinfóníuhljómsveitar Islands, liggur ekki fyrir en áætlaður bygging;- arkostnaður er á bilinu 3,5-4 milljarðar króna. Talið er að mannvirk- ið verði í fyrsta lagi tekið í notkun eftir fímm ár. Orri Páll Ormars- son sat í gær blaðamannafund, þar sem þetta var gert heyrinkunn- ugt, og kynnti sér greinargerð VSÓ ráðgjafar um málið. Morgunblaðið/Þorkell FRÁ blaðamannafundinum í Háskólabíói. Árni M. Mathiesen formaður nefndar um ráðstefnumiðstöð, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur og Stefán P. Eggertsson verkefnissljóri. AÐ ER ekki á hverjum degi sem Sinfóníuhljóm- sveit Islands leikur Hátíð- armars eftir Pál Isólfsson á blaðamannafundum. Það er held- ur ekki á hverjum degi sem stórt tónlistarhús rís á Islandi. Tilefnið var því ærið. Eftir þessum tíðind- um hafa tónelskir Islendingar beð- ið í áratugi. Biðin er á enda! Ríkis- stjórnin og Reykjavíkurborg stað- festu í gær vilja sinn til að beita sér í sameiningu fyrir því að mannvirki af þessum toga verði byggt hér á landi. Mun það einnig rúma ráðstefnumiðstöð. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði á blaðamannafund- inum í gær að með samþykkt rík- isstjórnarinnar hefði náðst mikil- vægur áfangi á langri leið. „Þegar ég tók við störfum menntamála- ráðherra fyrir tæpum fjórum ár- um lýsti ég yfir því, að nota ætti þetta kjörtímabil til þess að taka um það ákvörðun á vettvangi rík- isstjórnar, hvort ríkisvaldið kæmi að því að reisa tónlistarhús. Fram til þess tíma hafði ríkisstjórnin ekki átt aðild að viðræðum um þetta langþráða hús. Ákvörðunin liggur nú fyrir - ríkisstjórnin hef- ur lýst vilja sínum til að eiga aðild að því, að hér rísi tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð.“ I máli Björns kom fram að und- irbúningur menntamálaráðuneyt- isins vegna málsins hefði verið tví- þættur. Fyrri áfanginn fólst í því að nefnd undir formennsku Stef- áns P. Eggertssonar verkfræðings greindi þörfina fyrir tónlistarhús. Var nefndin einhuga um þá tillögu að reist yrði hús, sem yrði heimili Sinfóníuhljómsveitar íslands. Tveir salir ættu að vera í húsinu, annar fyrir 1.200-1.300 manns og hinn fyrir 300-400 manns. „Þörfin fyrir tónlistarhús af þessari stærð er ótvíræð," sagði ráðherra. „Nálægt 30 þúsund manns iðka tónlist í landinu. Um þrennir tónleikar á dag, alla daga ársins, eru boðnir á höfuðborgar- svæðinu. Þar sækja um 200 þús- und manns tónleika ár hvert. Talið er að árlega sé velta íslenskrar tónlistarstarfsemi í heild ekki undir 5 milljörðum króna.“ Björn nefndi einnig að Sinfóníu- hljómsveit Islands, bakhjarli ís- lensks tónlistarlífs, hefði aldrei verið boðin viðunandi starfsað- staða. Með því að bæta aðbúnað hennar væri jafnframt verið að treysta almennt forsendur alls tónlistarlífs í landinu. Síðari áfangi undirbúningsins fólst í því að sérstakur stýrihópur með fulltrúum ráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Hótels Sögu vann nýtingar- og hag- kvæmnismat á tillögum nefndar- innar um þrjár hugmyndir að tón- listarhúsi, það er hvort reisa ætti það í Laugardal, hvort semja ætti við eigendur Hótels Sögu um að húsið yrði tengt fyrirhugaðri ráð- stefnumiðstöð hótelsins og loks hvort tónlistarhús yrði neðanjarð- ar við Perluna. Varð enginn þess- ara þriggja kosta iyrir valinu. Björn sagði að í síðari áfangan- um hefði tekist gott samkomulag um að reisa bæði tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð en sérstök nefnd á vegum samgönguráðherra vann að tillögum um hana. Hjá Birni kom fram að af hans hálfu hefði verið lögð rík áhersla á, að hvergi yrði gengið á hlut Sin- fóníuhljómsveitar Islands og tón- listarmanna við það, að reisa sam- eiginlegt mannvirki af þessum toga. Vitnaði hann í greinargerð VSÓ ráðgjafar, sem unnin hefur verið um málið, en hún „tekur mið af kröfum mikilsmetinna sérfræð- inga um hljómburð, Artec-ráðgjaf- arfyrirtækisins í New York. Er mér engin launung á því, að við val á þeim sérfræðingum fór ég að ráði Vladimirs Ashkenazys píanó- leikara sem um langt árabil hefur hvatt mjög til þess, að hér rísi tón- listarhús. Er hann sá maður sem ég þekki og hefur mesta reynslu af því að leika í bestu tónlistarsöl- um heims.“ Þar sem höfuðáhersla verður lögð á gæði mannvirkisins, hljóm- burður í tónlistarhúsinu á að vera eins og best verður á kosið, sagði menntamálaráðherra brýnt að fara sér í engu óðslega. „Við setj- um markið hátt og ljóst er að framkvæmdin verður stærri en við gerum okkur grein fyrir, því við höfum aldrei átt svona mann- virki áður. Reykjavíkurborg mun breyta um svip þegar það mun rísa - landið allt mun breyta um svip.“ A fundi ríkisstjórnarinnar kynnti menntamálaráðherra einnig tillögu um að ríkisstjórnin skipi nefnd til að undirbúa bygg- ingu menningarhúsa á lands- byggðinni. Er sú tillaga til með- ferðar í ríkisstjórn og verður kynnt síðar. Þverpólitísk samstaða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að sögulegur dagur væri upp runninn. Þá væri ánægjulegt að náðst hefði þverpólitísk samstaða um bygg- ingu tónlistarhúss og ráðstefnu- miðstöðvar. I því fælist trygging fyrir því að mannvirkið verði reist óháð því hvaða pólitísku vindar blása á næstu misserum. Hvað staðsetningu varðar sagði Ingibjörg Sólrún Reykjavíkur- borg leggja þunga áherslu á mið- borgina, „því nær miðborginni, þeim mun betra“. Sagði hún það sjónarmið þyngst á vogarskálun- um í þessu efni en auðvitað væni fjárhagsleg sjónarmið einnig ofar- lega á baugi. Þess má geta að í greinargerð með tillögunni, sem samþykkt var í ríkisstjórn og af borgarráði í gær, kemur fram að erlendur ráð- gjafi um ráðstefnumiðstöðvar, sem leitað var til, mælir með því að tónlistarhús og ráðsteftiumið- stöð verði staðsett í miðborginni við höfnina og telur mögulegt að fá rekstraraðila og fjárfesti að hóteli ef opinberir aðilar beita sér fyrir og fjármagna byggingu tón- listarhúss og ráðstefnumiðstöðvar þar. Borgarstjóri fagnaði þvi einnig að sjaldan eða aldrei hefðu ríki og sveitarfélög lagt eins mikla áherslu á að renna stoðum undir menningarstarfsemi í landinu. Það væri engin tilviljun, sú starfsemi stæði í miklum blóma. Þá gegndu menning og listir veigamiklu hlut- verki varðandi lífsgæði í landinu. Ingibjörg Sólrún sagði einnig að hús af þessu tagi væri brýn fjár- festing í atvinnumálum. Bygging þess væri álíka mikilvæg og upp- bygging Reykjavíkurhafnar á fyrstu áratugum aldarinnar. „Það var tímabært að hrökkva eða stökkva og ríki og borg ákváðu í dag að stökkva." „Þetta er merkur dagur. Lang- þráður draumur er að rætast." Með þessum orðum hóf Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Sin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.