Morgunblaðið - 06.01.1999, Side 24

Morgunblaðið - 06.01.1999, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/RAX VARÐANDI staðsetningu koma einkum tvær hugmyndir til álita. Önnur er staðsetning í miðborginni við höfnina og Faxaskála. Morgunblaðið/RAX HIN hugmyndin er staðsetning við Suðurgötu, austan Hótels Sögu. Nýja húsið myndi þá tengjast hótelinu. Forsendur tónlistarlífs treystar Ríki og Reykjavíkurborg bundust í gær böndum um að beita sér fyrir bygginffli tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í miðborginni. Endanleg staðsetning hússins, sem meðal annars verður heimili Sinfóníuhljómsveitar Islands, liggur ekki fyrir en áætlaður bygging;- arkostnaður er á bilinu 3,5-4 milljarðar króna. Talið er að mannvirk- ið verði í fyrsta lagi tekið í notkun eftir fímm ár. Orri Páll Ormars- son sat í gær blaðamannafund, þar sem þetta var gert heyrinkunn- ugt, og kynnti sér greinargerð VSÓ ráðgjafar um málið. Morgunblaðið/Þorkell FRÁ blaðamannafundinum í Háskólabíói. Árni M. Mathiesen formaður nefndar um ráðstefnumiðstöð, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur og Stefán P. Eggertsson verkefnissljóri. AÐ ER ekki á hverjum degi sem Sinfóníuhljóm- sveit Islands leikur Hátíð- armars eftir Pál Isólfsson á blaðamannafundum. Það er held- ur ekki á hverjum degi sem stórt tónlistarhús rís á Islandi. Tilefnið var því ærið. Eftir þessum tíðind- um hafa tónelskir Islendingar beð- ið í áratugi. Biðin er á enda! Ríkis- stjórnin og Reykjavíkurborg stað- festu í gær vilja sinn til að beita sér í sameiningu fyrir því að mannvirki af þessum toga verði byggt hér á landi. Mun það einnig rúma ráðstefnumiðstöð. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði á blaðamannafund- inum í gær að með samþykkt rík- isstjórnarinnar hefði náðst mikil- vægur áfangi á langri leið. „Þegar ég tók við störfum menntamála- ráðherra fyrir tæpum fjórum ár- um lýsti ég yfir því, að nota ætti þetta kjörtímabil til þess að taka um það ákvörðun á vettvangi rík- isstjórnar, hvort ríkisvaldið kæmi að því að reisa tónlistarhús. Fram til þess tíma hafði ríkisstjórnin ekki átt aðild að viðræðum um þetta langþráða hús. Ákvörðunin liggur nú fyrir - ríkisstjórnin hef- ur lýst vilja sínum til að eiga aðild að því, að hér rísi tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð.“ I máli Björns kom fram að und- irbúningur menntamálaráðuneyt- isins vegna málsins hefði verið tví- þættur. Fyrri áfanginn fólst í því að nefnd undir formennsku Stef- áns P. Eggertssonar verkfræðings greindi þörfina fyrir tónlistarhús. Var nefndin einhuga um þá tillögu að reist yrði hús, sem yrði heimili Sinfóníuhljómsveitar íslands. Tveir salir ættu að vera í húsinu, annar fyrir 1.200-1.300 manns og hinn fyrir 300-400 manns. „Þörfin fyrir tónlistarhús af þessari stærð er ótvíræð," sagði ráðherra. „Nálægt 30 þúsund manns iðka tónlist í landinu. Um þrennir tónleikar á dag, alla daga ársins, eru boðnir á höfuðborgar- svæðinu. Þar sækja um 200 þús- und manns tónleika ár hvert. Talið er að árlega sé velta íslenskrar tónlistarstarfsemi í heild ekki undir 5 milljörðum króna.“ Björn nefndi einnig að Sinfóníu- hljómsveit Islands, bakhjarli ís- lensks tónlistarlífs, hefði aldrei verið boðin viðunandi starfsað- staða. Með því að bæta aðbúnað hennar væri jafnframt verið að treysta almennt forsendur alls tónlistarlífs í landinu. Síðari áfangi undirbúningsins fólst í því að sérstakur stýrihópur með fulltrúum ráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Hótels Sögu vann nýtingar- og hag- kvæmnismat á tillögum nefndar- innar um þrjár hugmyndir að tón- listarhúsi, það er hvort reisa ætti það í Laugardal, hvort semja ætti við eigendur Hótels Sögu um að húsið yrði tengt fyrirhugaðri ráð- stefnumiðstöð hótelsins og loks hvort tónlistarhús yrði neðanjarð- ar við Perluna. Varð enginn þess- ara þriggja kosta iyrir valinu. Björn sagði að í síðari áfangan- um hefði tekist gott samkomulag um að reisa bæði tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð en sérstök nefnd á vegum samgönguráðherra vann að tillögum um hana. Hjá Birni kom fram að af hans hálfu hefði verið lögð rík áhersla á, að hvergi yrði gengið á hlut Sin- fóníuhljómsveitar Islands og tón- listarmanna við það, að reisa sam- eiginlegt mannvirki af þessum toga. Vitnaði hann í greinargerð VSÓ ráðgjafar, sem unnin hefur verið um málið, en hún „tekur mið af kröfum mikilsmetinna sérfræð- inga um hljómburð, Artec-ráðgjaf- arfyrirtækisins í New York. Er mér engin launung á því, að við val á þeim sérfræðingum fór ég að ráði Vladimirs Ashkenazys píanó- leikara sem um langt árabil hefur hvatt mjög til þess, að hér rísi tón- listarhús. Er hann sá maður sem ég þekki og hefur mesta reynslu af því að leika í bestu tónlistarsöl- um heims.“ Þar sem höfuðáhersla verður lögð á gæði mannvirkisins, hljóm- burður í tónlistarhúsinu á að vera eins og best verður á kosið, sagði menntamálaráðherra brýnt að fara sér í engu óðslega. „Við setj- um markið hátt og ljóst er að framkvæmdin verður stærri en við gerum okkur grein fyrir, því við höfum aldrei átt svona mann- virki áður. Reykjavíkurborg mun breyta um svip þegar það mun rísa - landið allt mun breyta um svip.“ A fundi ríkisstjórnarinnar kynnti menntamálaráðherra einnig tillögu um að ríkisstjórnin skipi nefnd til að undirbúa bygg- ingu menningarhúsa á lands- byggðinni. Er sú tillaga til með- ferðar í ríkisstjórn og verður kynnt síðar. Þverpólitísk samstaða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að sögulegur dagur væri upp runninn. Þá væri ánægjulegt að náðst hefði þverpólitísk samstaða um bygg- ingu tónlistarhúss og ráðstefnu- miðstöðvar. I því fælist trygging fyrir því að mannvirkið verði reist óháð því hvaða pólitísku vindar blása á næstu misserum. Hvað staðsetningu varðar sagði Ingibjörg Sólrún Reykjavíkur- borg leggja þunga áherslu á mið- borgina, „því nær miðborginni, þeim mun betra“. Sagði hún það sjónarmið þyngst á vogarskálun- um í þessu efni en auðvitað væni fjárhagsleg sjónarmið einnig ofar- lega á baugi. Þess má geta að í greinargerð með tillögunni, sem samþykkt var í ríkisstjórn og af borgarráði í gær, kemur fram að erlendur ráð- gjafi um ráðstefnumiðstöðvar, sem leitað var til, mælir með því að tónlistarhús og ráðsteftiumið- stöð verði staðsett í miðborginni við höfnina og telur mögulegt að fá rekstraraðila og fjárfesti að hóteli ef opinberir aðilar beita sér fyrir og fjármagna byggingu tón- listarhúss og ráðstefnumiðstöðvar þar. Borgarstjóri fagnaði þvi einnig að sjaldan eða aldrei hefðu ríki og sveitarfélög lagt eins mikla áherslu á að renna stoðum undir menningarstarfsemi í landinu. Það væri engin tilviljun, sú starfsemi stæði í miklum blóma. Þá gegndu menning og listir veigamiklu hlut- verki varðandi lífsgæði í landinu. Ingibjörg Sólrún sagði einnig að hús af þessu tagi væri brýn fjár- festing í atvinnumálum. Bygging þess væri álíka mikilvæg og upp- bygging Reykjavíkurhafnar á fyrstu áratugum aldarinnar. „Það var tímabært að hrökkva eða stökkva og ríki og borg ákváðu í dag að stökkva." „Þetta er merkur dagur. Lang- þráður draumur er að rætast." Með þessum orðum hóf Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Sin-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.