Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 19 Risasamruna í bíiaiðnaði spáð Fyrsti skráningardagur evrunnar hérlendis í gær Kaupir Ford BMW og Honda? Detroit. FORD Motor Co. tilkynnir bráð- lega að fyrirtækið muni kaupa þýzka bílafyrirtækið BMW og jap- anska bílafyrirtækið Honda, að sögn frönsku fréttastofunnar AFP, sem vitnar í heimildir hjá Ford. AFP greinir ekki frá kaupunum í einstökum atriðum, en segir að samningar hafi tekizt eða séu í þann veginn að nást. Hermt er að Ford muni auk þess kaupa tölvufyrirtæki tengt bílaiðnaðinum fyrir tiltölulega lága upphæð og að bætt staða á tölvusviði framleiðslunnar muni vega upp á móti miklum fjárútlátum vegna kaupanna. Ford hefur reynt að treysta stöðu sína í heiminum síðan Chi-ysler í Bandaríkjunum og Daimler-Benz í Þýzkalandi sameinuðust í Daimler- Chrysler AG í nóvember. AIls konar sögusagnir um samruna bílafyrir- tækja eru á kreiki vegna alþjóðlegr- ar bílasýningar í Detroit. Ford-V olvo-samruni? Robert Eaton, annar tveggja stjórnarformanna Daimler- Chrysler, hefur magnað þessar sögusagnir með því að gefa í skyn á Detroit-sýningunni að mikilvægur samningur tveggja evrópskra bíla- framleiðenda verði kunngerður „innan næstu níutíu daga“. Að sögn Financial Times telja kunnugir að hér sé um að ræða hugsanleg tengsl annað hvort Fords og Volvos eða Volvos og Fi- ats._ „Ég held að 1999 verði ár endur- skipulagningar," sagði Jim Donald- son, forstjóri Ford í Evrópu, en neitaði að ræða fréttir um að Ford eigi í viðræðum við Volvo. Vitað er að Volvo á í viðræðum við Fiat um hugsanlegt samstarf, sem getur leitt til samruna, að sögn Financial Tirnes. Daimler-Chrysler á auk þess í viðræðum við Nissan um samning sem getur leitt til samruna. Daim- ler-Chrysler hefur einkum augastað á vörubíladeild Nissans og Jiirgen Schrempp stjómarformaður hefur spáð ákvörðun um slíkan samning fyrir árslok 1999. Brezkur fjarskiptamarkaður Microsoft spáir í kapalkerfí London. Telegraph. MICROSOFT býr sig undir að bjóða í tvö stærstu kapalkerfí brezka fjarskiptarisans British Tel- ecommunications (BT) og það mundi efla þá viðleitni Bill Gates forstjóra að tengja milljónir heimila við Netið um sjónvarp. Framkvæmdastjórn Efnahags- sambandsins setur það sem skilyrði fyrir stofnun sameignarfyrirtækis BT og gervihnattasjónvarpsins BSkyB að BT selji leyfi til rekstrar kapalsjónvarps í Westminster og Milton Keynes. Fyrirhugað sam- eignarfyrirtæki á að annast gagn- virka þjónustu um sjónvarp, meðal annars til innkaupa og bankavið- skipta. Westminster Cable er tiltölulega lítið en eitt arðsamasta kapalfyrir- tæki Bretlands vegna þess að það nær til margra þingmanna og ráð- herra sem búa í grennd við brezka þinghúsið. Ef tilboði frá Bill Gates yrði tekið yrði litið á það sem lið í áróðursherferð sem hann hóf þegar hann hitti Tony Blair 1997. Sagt er að meðal annarra hugs- anlegra kaupenda séu stærstu kap- alfyrirtæki Bretlands, Cable & Wireless Communications, Tel- ewest og NTL. Hundruð miiljóna punda Líklegt er talið að viðskiptin muni afla BT nokkuiTa hundraða milljóna punda. Westminster kapal- kerfíð er sennilega um 200 milljóna punda virði, en hægt væri að setja upp miklu hærra verð vegna mikil- vægis hverfísins. Talið er að BT hafi gengið illa að selja kapalkerfm, því að nýir kaup- endur hefðu einnig rétt til að bjóða símaþjónustu - í samkeppni við BT. Gates gæti leyst þann vanda, þar sem hann hefur gefíð í skyn að hann hafi ekki áhuga á að veita símaþjón- ustu. BT hefur staðið í tengslum við Microsoft vegna aðildar að dóttur- fyrirtækinu WebTV, sem hefur prófað nettengingu um sjónvarp í Bretlandi. Um tíma var uppi orðrómur um að Microsoft kynni að bjóða í BT, en honum var eindregið vísað á bug. Handboltinn á Netinu mbl.is _ALL.TAf= e/TTH\SS\T> PJÝTT Tekur mið af gengis- körfu 11 gjaldmiðla KAUPGENGI evrunnar vai- í gær skráð hjá Seðlabanka Islands á 81,39 krónur og sölugengið 81,89 sem var fyrsti skráningardagur evrunnar hérlendis. Evran er skráð á sama hátt og ecu áður, þ.e. hún tekur mið af gengiskörfu gjaldmiðlanna 11 sem mynda evruna. Birgir ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, segir að munurinn á skráningunni nú og fyr- ir áramót sé sá að nú hafí gengi gjaldmiðlanna ellefu verið læst inn- byrðis og þeir muni því ekki breyt- ast. Hann segir að það sem breyta kunni gengi evrunnar hér sé staða hennar gagnvart dollara, jeni og öðrum gjaldmiðlum sem skráðir eru hér. Kvaðst seðlabankastjórinn ekki reikna með miklum breytingum á gengi evrunnar hér, það yrði kannski einna helst ef miklar breyt- ingar yrðu á stöðu dollars þar sem hann vegur mikið á móti evrunni í skráningunni hérlendis. í gær var kaupgengi dollars hér 68,89 og sölu- gengi 69,27 en á gamlársdag var gengið 69,20 og 69,66. Gengisvogin, þar sem hver gjald- miðillinn hefur ákveðið vægi, er erid- urskoðuð á hálfs árs fresti, næst á miðju árinu og er þá tekið mið af ut- Á GAMLÁRSDAG var stofnað nýtt hlutafélag, Grísabær ehf., um rekst- ur svínasláturhúss og sölu á svína- kjöti. Jafnir hluthafar eru Grísaból sf. og Þríhyrningur hf. Árleg svínaslátrun fyrirtækjanna er rúmlega 20 þúsund svín og gera áætlanir ráð fyrir að slátrað verði sama fjölda, eða um 1.500 þúsund anríkisviðskiptum landsmanna næsta hálfa árið á undan. Sagði Birgir Isleifur að við þá endurskoð- un verði evran tekin í gengisvogina í stað gjaldmiðlanna ellefu og sagði hann þessar breytingar því allt eins tæknilegar en að þær hefðu mikil bein áhrif hérlendis. kílóum á ári, sem er um 40% lands- framleiðslu svínakjöts. Allir starfs- menn svínasláturhúsa Grísabóls og Þríhymings hafa verið ráðnir til hins nýja félags. Friðgeir Sv. Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Grísabæjar og Gestur Hjaltason er stjórnarformaður félagsins. Nýtt hlutafélag um rekstur svínaslátrunar Félagsþjónustan Afgreiðsla húsaleigubóta í Reykjavík Afgreiðsla húsaleigubóta • Þeir sem eru eldri en 67 ára (nema þeir sem hjá Félagsþjónustunni í eiga lögheimili á póstnúmerasvæði 112) snúi sér til Reykjavík verður frá og með Öldrunarþjónustudeildar í Síðumúla 39, 4. janúar á hverfaskrifstofum sími 535 3040, fax 535 3049. fjölskyldudeildar og í öldrunarþjónustudeild. * Þeir sem ei9a lögheimili á póstnúmerasvæði 101, 105 (að undanskildumTúnum, Lækjum og Teigum) eða 107 snúi sér til hverfaskrifstofu í Skógarhlíðó, sími 535 3100, fax 535 3199. • Þeir sem eiga lögheimili á póstnúmerasvæði 103, 104,105 (Tún, Lækir og Teigar), 108 eða 110 snúi sér til hverfaskrifstofu á Suðirlandsbraut 32, SÍmi 535 3200, fax 535 3299. • Þeir sem eiga lögheimili á póstnúmerasvæði 109 eði 111 snúi sér til hverfaskrifstofu í Átfabakka 12, simi 535 3300, fax 535 3399. • Allir (óháð atdri)sem eiga lögheimili á póstnúmerasvæóill2 snúi sér til Miðgarðs, fjölskylduþjónustu í Grafarvogi, Langarima 21, simi 587 9400, fax 587 9401. * * LOKAÐ I DAG, MIÐVIKUDAG ÚTSALAN HEFST Á MORGUN KL. 10.00 Kringlan 8-12, s. 581 1717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.