Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 45 að vinna að. Hann beitti sér alltaf á fullu - hvað svo sem hann tók sér fyrh' hendur því hann vildi leysa öll verkefni eins og best var á kosið. Ég er afai' þakklát fyrii' að hafa fengið að kynnast honum og njóta leiðsagnar hans. Ég votta Svanhildi, dætrum hennar, börnum Ragnars og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Minningin um svipmikinn og um- hyggjusaman mann lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Valgerður Snæland Jónsdóttir. Fallinn foringi var það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég frétti andlát Ragnars Júlíussonar. Það kom þó ekki á óvart. Ragnar var formaður húsfélags Sléttuvegar 15-17 sl. ár. Hann lét málefni húsfélagsins til sín taka með sinni meðfæddu atorku þegai' með þurfti. Okkar samleið var ekki löng, en mér eftirminnileg. Þótti mér vænt um þegar sameiginlegur kunningi okkar sagði mér eftir Ragnari að við væram vinir. Það var eitthvað sem dró okkur saman, máske það að við bjuggum báðir einir. Við spjölluðum oft saman, jafnvel fram á nótt. Það var langt frá því að við værum alltaf sammála, en virtum hvor annars skoðanir. Þó deildum við aldrei í alvöru. Hins vegar geng ég þess ekki dulinn að Ragnar var ei-fiður andstæðingur. Ragnar var myndarlegur og fyrii'ferðarmikill maður í sjón og raun. Ég sé eftir Ragnari úr okkar samfélagi. Máske má hugga sig við orð Guðmundar Böðvarssonar: „Ef dánir lifa hittumst við.“ Ég samhryggist aðstandendum af heilum hug. Þakka þér samfylgdina, félagi. Góða ferð og heimkomu í næsta áfangastað. Björn Lárusson. Ragnar Júlíusson var fyrsti skólastjóri Álftamýrarskóla. Þar var undirrituð tvo vetur nemandi í elsta árgangi skólans og Ragnar kenndi okkur stærðfræði. Nem- endahópurinn var fjölmennur en Ragnar kenndi af festu og öryggi. Ragnar tók að sér stjórn skóla sem stækkaði ört á meðan barnmargar fjölskyldur fluttust í Háaleitis- hvei'fið. Það reynir mikið á skóla- stjóra við slíkar aðstæður. Agi og festa einkenndu skólastarfið frá upphafi og okkur nemendunum varð fljótt ljóst að ekki þýddi að mæta á fund skólastjóra með vond- an málstað. Ragnari gekk vel að ráða til sín gott starfsfólk. Hann var atorkusamur stjórnandi sem kunni að virkja sitt fólk og sýna því fullt traust og ábyrgð. Fyrir hönd Skólastjórafélags Reykjavíkur bið ég góðan Guð að blessa minningu Ragnars Júlíussonar og styrkja þá sem syrgja. Guðbjörg Þórisdóttir. Ragnar Júlíusson er látinn aðeins 65 ára að aldri. Við hjónin og Ragnar og kona hans Jóna I. Guðmundsdóttir höf- um verið vinir um áratugaskeið og aldrei borið skugga á. En nú er skarð fyrir skildi. Sumir era þeir, sem svo mikill sjónarsviptir er að, er þeir falla frá, að erfítt er að fylla það skarð. Ragnar Júlíusson vinur okkar er einn þeirra manna. Ragnar var mikill félags- málamaður, sat m.a. í borgarstjórn Reykjavíkur um árabil, en sinnti auk þess fjölþættum störfum fyrir borgina á öðrum sviðum, einkum í fræðslu- og útgerðarmálum. Of langt mál yrði, í stuttri minn- ingargrein, að telja upp öll þau fjölþættu trúnaðarstörf, sem Ragnar Júlíusson vann að á far- sælli starfsævi. Skólamálin vora þó sá vettvang- ur, sem tók hug hans sterkustum tökum, og fullyrða má, að Ragnar var meðal fremstu skólamanna þjóðarinnar á sinni tíð. Hann var skólastjóri Álftamýrarskóla um langt árabil, en síðustu starfsár sín vann hann á skólaskrifstofu Reykjavíkur. Hér er þó fátt eitt talið, sem Ragnar vann að í þágu æsku þessa lands. Ragnar átti við erfitt heilsufar að stríða síðustu árin. Fyrir rúmu ári varð Ragnar fyrir slæmu slysi, sem varð þess valdandi, að hann varð að hætta störfum. Tók hann það sér nærri, enda starfslöngunin mikil. Skömmu fyrir andlát sitt varð Ragnar fyrir öðra alvarlegu slysi og af því náði hann sér aldrei. Ragnar Júlíusson er okkur óg- leymanlegur drengskapar- og heið- ursdrengur. Kæra Jóna, við Sigríður vottum þér og börnum ykkar, bamabörn- um og öðrum ættmennum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Ragnars Júlíussonar. Sigríður og Björn Önundarson. Liðinn er aldarfjórðungur frá því að kynni okkar Ragnars Júlíusson- ar hófust. Við höfðum báðir ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgar- stjórnarkosninga vorið 1974. Ragn- ar gekk til þessa verks af ráðnum hug og með góðu skipulagi á öllum hlutum. Minn áhugi var minni svo hrein tilviljun réð því að ég var með. Úrslit í prófkjörinu, uppstill- ing og kosningar í kjölfarið, gerðu okkur að borgarfulltrúum í Reykjavík. Svo fór að vegir okkar lágu saman í nokkram nefndum borgarinnar. Tókst þar gott sam- starf og fljótlega góður kunnings- skapur sem innan tíðar breyttist í vináttu og gagnkvæmt traust. Ragnar gekk að hverju verki af ákafa og töluverðum metnaði. Vildi hann undirbúa út í æsar hvern fund, þar sem hann var í forystu og var umhugað um að andstæðingur- inn gæti ekki sett á hann óvæntan hælkrók, svo af hlytist bylta. Fylgdist Ragnar vel með í þeim stofnunum sem undir nefndir hans heyrðu og undi illa ef eitthvað fór framhjá honum. Fræðslumál vora skólamanninum ofarlega í sinni og horfði hann ekki síst til áhrifa- manna á borð við Jónas B. Jónsson og Kristján Gunnarsson, sem ratt höfðu brautina, meðan Reykjavík- urborg var enn mjög mótandi um skólastefnuna fyrir landið í heild. Síðar varð fyi'irferð menntamál- aráðuneytisins og miðstýring þess sífellt meiri, en Ragnar vildi mikið til vinna að forystuhlutverk í skólamálum gengi ekki með öllu úr greipum höfuðborgarinnar. Meðan ég gegndi borgarstjórastarfinu sinnti Ragnar margvíslegum störf- um á hinum pólitíska vettvangi og átti við mig náið samstarf um það sem var á hans sviði. Hann var mikill áhugamaður um útgerðar- mál borgarinnar og bjó yfir ótrú- lega mikilli þekkingu á því mála- sviði. Hann fylgdi eftir áætlunum um að koma Bæjarútgerð af borg- arspenanum, af mikilli trúmennsku og fékk á sig ótaldar persónulegar kárínur vegna þessa máls og var stundum langt seilst til að gera hann og aðra sem að málinu komu tortryggilega. Yfir það hefur fymt og eftir stendur að Ragnari Júlíus- syni ber að hafa mikinn sóma af því máli öllu. Ragnar var búinn mörgum kost- um sem auðvelduðu honum að fást við áhugasvið sín. Fyrir utan ríkan metnað sinn, naut hann þess hve vel hann var kynntur. Hann þekkti afar marga Reykvíkinga í öllum hillum samfélagsins, kom víða við + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA HJARTARDÓTTIR, Dalbraut 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fíladelfíu, Hátúni 2, fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á trúboða- starf Fíladelfíusafnaðarins. Ingólfur Guðjónsson, Hjörtur Á. Ingólfsson, Margrét Helgadóttir, Jóhannes Esra Ingólfsson, Guðný A. Thórshamar, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR frá Stökkum, Rauðasandi, Stigahlíð 20, Reykjavík. Guðrún Jónsdóttir, Sigmundur B. Guðmundsson, Pétur Jónsson, Sveinbjörg Pétursdóttir, barnabörn og langömmubörn. + Ég vil þakka ykkur sem veittu okkur samúð, hlýjan og góðan stuðning vegna fráfalls föður okkar, afa og langafa, GUÐFINNS JÓNSSONAR, Sogavegi 176, Reykjavik. Jóna Guðfinnsdóttir, Halldór Á. Guðfinnsson, barnabörn og langafabarn. og fór hratt yfir. Skóla sínum sinnti hann af stakri natni. Var þar skipu- lag og snyrtimennska öll öðram til eftirbreytni. Naut skólinn mikils álits og sóttust foreldrar eftir því að koma börnum sínum þangað í nám. Ragnar var kröfuharður skólastjóri, sem hélt góðum aga en, jafnframt lipur og hjálplegur þegar við þurfti. Vegna stjómmálastarfa sinna og annarra umsvifa varð það honum til mikillar hjálpar að skól- inn var sérstaklega vel mannaður, hvað kennara, yfirkennara og annað starfshð varðaði og hafði Ragnar fyrr og síðar orð á hve mikil gæfa mannval í skólanum hafi verið fyrir sig. Ragnar var liprari en sumir ágætir starfsbræð- ur hans, þegar kom að nýtingu skólans utan hefðbundins skólatíma og nutu þess mörg frjáls félög, sem ekki áttu í önnur hús að venda. Ragnar var ágætur stærð- fræðingur, eða öllu heldur reikn- ingshaus og vai' með nokkrum ólíkindum hve hann mundi tölur. Var þar um einstæða sérgáfu að ræða. Ragnar var lengst af hraust- ur maður, kvikur á velli og snar í snúningum. Morgunhani var hann mikill og jafnan fyrstur á sinn vinnustað og hafði iðulega miklu afkastað þegar aðrii’ komu til starfa. Það háði Ragnari í seinni tíð að hann varð veikur fyrir víni og þótt hann lengstum kynni sér gott hóf, hafði þessi þáttur neikvæð áhrif á árangur hans. Ragnar var hjálpsamur og greiðugur maður að upplagi og þessir eiginleikár vora enn mikil- vægari en ella sökum þess að í honum var töluverð reddara náttúra. Að gervöllu samfélaginu ólöstuðu eru slíkir menn einatt allra manna gagnlegastir. Það var ekki margt sem upp gat komið í hinni daglegu tilveru og vafðist fyrir mönnum að leysa, sem Ragn- ar gat ekki ráðið fram úr, stund- um með næsta óhefðbundnum að- ferðum. Við Ragnar dvöldum stundum á áram fyrr saman við árbakka. Hann sá um að skipuleggja slíkar ferðir út í hörgul, annast alla aðdrætti í smáu og stóru en ég sá um að mæta og stundum varla það. Aldrei heyrði ég Ragnar Júlíusson kvarta undan þeirri verkskiptingu. Jafnvel þótt veiðiferð hefði ein- hvem tíma lengst úr þremur dög- um í þrjátíu og flest bilað sem bilað gat, þá mundi hefðbundinn undirbúningur Ragnars hafa séð fyrir öllu slíku. Til slíks eða þvílíks kom aldrei, en það dró ekki úr Ragnari við undirbúninginn, sem varð æ tilkomumeiri eftir því sem árin liðu. Ragnar Júlíusson fór fytr en skyldi. Hann var innst inni góður og gegn drengur. Hann reyndist mér ætíð hlýr félagi, trúfastur og tryggur. Hann er því kvaddur með söknuði. Eftirlifandi eiginkonu hans og myndarlegum börnum og barnabörnum sendum við Ástríður innilegar samúðarkveðjur. Davíð Oddsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ELÍAS BEN SIGURJÓNSSON, (BADDI), sem lést á heimili sínu í Svíþjóð laugardaginn 19. desember sl., verður jarðsunginn fró Súða- víkurkirkju laugardaginn 9. janúar kl. 13.00. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, Óskar Elíasson, Ólafur Elíasson, Salóme Halldórsdóttir, Margrét Guðrún Elíasdóttir, Douglas Eddy, Sigurjón Vífill Elíasson, Bára Erlingsdóttir, systkini og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ANDRÉSAR BJÖRNSSONAR fyrrverandi útvarpsstjóra, sem lést þriðjudaginn 29. desember, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. janúar klukk- an 13.30. Margrét Vilhjálmsdóttir, Valgerður Andrésdóttir, Ögmundur Jónasson, Vilhjálmur Kr. Andrésson, Kristín Jóhannsdóttir, Ólafur Bjarni Andrésson, Margrét Birna Andrésdóttir, Jón Þórisson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og tengda- móðir, FJÓLA RAGNHILDUR HÓLM SVEINSDÓTTIR, Bárustíg 4, Sauðárkróki, er lést föstudaginn 1. janúar, verður jarðsung- in frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 9. janú- ar kl. 14. Gísli Gunnarsson, Sigríður Gísladóttir, Björn Ottósson, Sveinn Gíslason, Jónína Þorvaldsdóttir, Pálmey Gísladóttir, Rúnar Ingólfsson, Haraldur Gíslason, barnabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.