Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALDARAFMÆLI KFUM OG K FYRIR RÉTTUM eitt hundrað árum stofnaði ungur prestur, séra Friðrik Friðriksson, sem kom frá námi í Kaupmannahöfn, kristilegt ungmennafélag undir nafninu Kristilegt félag ungra manna, stytt í KFUM. Stofnfundurinn var haldinn 2. janúar 1899 og fjórum mánuðum síðar, eða 29. apríl, stofnaði hann sams konar félag fyrir stúlkur, Kristilegt félag ungra kvenna, KFUK. Félögin eru sjálfstæð leikmannafélög byggð á sama grunni og þjóðkirkjan og hafa öflugt æskulýðsstarf að meginmarkmiði. Séra Friðrik Friðriksson var helzti kristilegi æskulýðsleiðtogi landsins um margra áratuga skeið. Hann stofnaði ekki aðeins þessi tvö víðkunnu kristilegu ungmennafélög, heldur átti einnig hlut að stofnun Skátasambands Reykjavíkur og Karlakórsins Fóstbræðra, auk þess sem hann er stofnandi Knattspyi-nufélagsins Vals, sem reist hefur honum til heiðurs litla kapellu á lóð félagsins við Valsheimilið. Kapellan er í eigu allra þessara félaga, sem hér hafa verið nefnd. KFUM og K reka þróttmikið kristilegt æskulýðsstarf. Víðfrægt er sumarbúðastarf KFUM í Lindarrjóðri í Vatnaskógi og sams konar sumarbúðastarf fyrir stúlkur hefur í áratugi verið rekið af KFUK í Vindáshlíð í Kjós. Á þessa staði hafa þúsundir ungmenna sótt skemmtilega sumardvöl og eiga þaðan Ijúfar minningar. Binnig reka félögin sumarbúðir í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð, á Hólavatni og í Ölveri við Hafnarfjall. Þá hafa félögin rekið leik- skóla í Langagerði 1 frá árinu 1975. Morgunblaðið minntist aldarafmælis KFUM og K með fjögurra síðna sérblaði, sem út kom sunnudaginn 3. janúar síðastliðinn. Þar voru birtir valdir kaflar úr viðtölum tveggja ritstjóra blaðsins, Val- týs Stefánssonar og Matthíasar Johannessen, við séra Friðrik, sem lézt á 93. aldursári árið 1961. Valtýr Stefánsson heimsótti séra Friðrik í Vatnaskóg sumarið 1947 og birtist viðtalið á aðfangadegi jóla það ár. Þar segir Valtýr: „Áður en við fórum kom séra Friðrik með okkur að litlu tjaldi í skógarrjóðri, sem lítið bar á. Þar voru tveir bekkir hvor sínum megin, er inn var komið, og lítið borð fyrir stafni. Þar á borðinu var lítil askja, en krossmark hékk á stafnsúlunni. Ég hafði verið þarna drykklanga stund, er ég áttaði mig á því, að þetta einfalda og óbrotna skýli var bænastaður prestsins. Þangað fór hann, þegar hann vildi vera einn, til þess að leita styrks í bæn fyrir drengjunum sínum og starfinu. En stundum koma flokksfor- ingjarnir þangað með honum, og eins drengirnir, þegar þeim liggur eitthvað á hjarta. Tjaldið, sem var ekki stærra en svo, að maður gat aðeins staðið uppréttur undir mænisásnum, varð í mínum augum líkara musteri, því að það var eins og þarna streymdi á móti mér hlýjan frá mörgum hljóðum bænastundum, er fórnfús andi leitar styrks og hvíldar við fótskör almættisins." Leiðtogastarfs séra Friðriks sér enn víða stað í íslenzku þjóðlífi. Því hefur þannig fylgt farsæld eins og efni stóðu til þegar ýtt var úr vör. Það er vart hægt að sigla undir heillavænlegri leiðarstjörnu en þeim kristilega boðskap, sem var grundvöllur alls lífsstarfs séra Friðriks og er enn leiðarljós þess ungmennastarfs, sem nú hefur staðið í blóma um heillar aldar skeið. Því hefur fylgt blessun og er þess að vænta, að svo verði einnig um langa framtíð. Krossmarkið, sem hékk á stafnsúlu séra Friðriks, hefur að sjálfsögðu borið þessu starfi vitni, bæði á meðan séra Friðrik var og hét og þá ekki síður í öllum störfum arftaka hans. Megi svo ávallt vera. ÁKVÖRÐUN SVAVARS OG NÝR VERULEIKI MIKIL þáttaskil eru að verða á vettvangi vinstri hreyfingarinn- ar á íslandi. Svavar Gestsson, alþingismaður, sem í fyrradag skýrði frá því, að hann mundi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á Alþingi, hefur um alllangt skeið verið handhafi hinnar sósíalísku arfleifðar í íslenzkum stjórnmálum. Með brotthvarfi hans úr stjórn- málum verða kaflaskil. Hann er síðasti fulltrúi þessarar pólitísku arfleifðar. Enginn tekur við henni úr hans hendi. I þessu felst, að þætti sósíalismans í íslenzkum stjórnmálum er endanlega lokið. Þetta eru töluverð tíðindi. Úr því sem komið er, má kannski segja, að þau séu fyrst og fremst táknræn en tákn hafa líka skipt máli í pólitík. Svavar Gestsson ólst upp í Sameiningarflokki alþýðu - Sósí- alistaflokknum. Hann starfaði á Þjóðviljanum, málgagni þess flokks, og ritstýrði blaðinu um skeið. Hann var fulltrúi þeirra sjón- armiða í Alþýðubandalaginu. Svavar Gestsson hefur verið harðsnúinn stjórnmálamaður og barizt hart fyrir sínum málstað. Honum hefur tekizt vel á undan- förnum árum að laga sig að breyttum aðstæðum í alþjóðastjórnmál- um og hér heima fyrir. Er þess að vænta að þess árangurs sjái stað í þeim störfum, sem hann nú tekur sér fyrir hendur. Ákvörðun Svavars Gestssonar er áreiðanlega skynsamleg. Með henni hefur hann gefið samfylkingu vinstri manna frjálsar hendur og enginn getur eftir yfirlýsingu hans haldið því fram, að vinstra bandalagið þurfi að axla einhverja arfleifð úr fortíðinni. Þegar kalda stríðinu lauk, þurftu margir að átta sig á nýjum tíma. Þess þurfti Svavar Gestsson einnig. Hann hefur gert sér grein fyrir því, að nauðsynlegt er að vaxa inn í nýjan veruleika, breyttar aðstæður. Við getum ekki byggt framtíðina á sligandi fortíðartrú og hug- myndafræði, sem á meira skylt við draugagang en væntingar mik- illa tímamóta. Þuríður Arnadóttir læknir starfar við berklavarnir á alþjóðavettvanffl Þurfum að þekkja uppruna berklanna til að verjast þeim Heimurinn er eitt samskiptasvæði og vegna þess eru smitsjúkdómavarnir ekki aðeins áhyggjuefni þar sem þeir ríkja. Jóhannes Tómasson fræddist um berklavarnir hjá - ■ Þuríði Arnadóttur sem starfað hefur á því sviði víða um heim. Morgunblaðið/Ásdís ÞURIÐUR Amadóttir læknir hefur síðustu árin starfað við berklavamir víða um heim á vegum alþjóðasamtaka um berkla- og lungnalækningar. ! Irifcctkm wiih Myculiacieriuin tubcrculosíá is wítlesprcad in tlic world. 'llic lubcrculosis uucro-organism £ ! <locs »oi respcct bordérs and infccts both men and uomcn. Tubcrculnsis is a common dísensc among ýoung JM adulis in low. iricomc counirics. Allbough thc majority of pnlícnis rcponcd in many coumrics arc mcn. ! tubcrculosis is an important causc of discasc and tlcaih in young womcn as wcll. Thc viaims of lubcrculosis í atc parcnis of young children. Tnbcrculosis ihus indircctly comributcs to childltood mortalitj and morbidity. She ls too young to take on responsibility for a family w 4MT' HLUTI úr síðu bæklings um berklavarnir sem Þuríður hefur tekíð sam- an fyrir alþjóða berklasamtökin. s SLENDINGUM stafar ekki bráð hætta af berklum en með síauknum samskiptum við um- heiminn þurfum við að vita í hvaða löndum berklar eru ríkjandi og hvar er hugsanlegt að við gætum smitast af þeim. Heimurinn er eitt samskiptasvæði og við getum best varist berklum með því að bera nokkra ábyrgð og taka þátt í að berj- ast við þá þar _sem upptökin eru,“ sagði Þuríður Árnadóttir læknir í samtali við Morgunblaðið. Þuríður hefur sérhæft sig í alþjóða- heilbrigðisfræði og stundaði nám bæði í Kaupmannahöfn og við Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum að loknu læknaprófí frá Háskóla íslands árið 1983. Síðustu sex árin hefur hún starfað hjá alþjóðasamtökum gegn berklum og lungnasjúkdómum sem hafa aðsetur í París. Tilgangur sam- takanna er að vinna bug á þessum sjúkdómum. Þau gera það með því að stunda rannsóknir, kennslu- og ráð- gjafarstörf og með skipulögðum að- gerðum og verkefnum í hinum ýmsu löndum. Undir verksvið samtakanna falla auk berkla bráðar öndunarfæra- sýkingar, astmi og tóbaksvarnir og segir Þuríður nú vera í gangi æ fleiri verkefni á síðastnefnda sviðinu í fá- tækari löndunum þar sem tókbaks- framleiðendur sæki fram vegna minnkandi sölu víða á Vesturiöndum. Verkefni í ýmsum löndum „Verkefni okkar eru mjög fjöl- breytt og ég hef síðustu árin meðal annars stundað kennslu og séð um námskeiðahald í Níkaragva, Tansan- íu, Víetnam, Indónesíu, Eistlandi, París og Bandaríkjunum og haft um- sjón með verkefnum í Mósambík, Tansaníu, Laos, Bui-ma, Eþíópíu, Indónesíu, Dóminíska lýðveldinu og á Austur-Tímor. Auk þess hef ég tekið saman efni um skipulag berklavama sem nýtist sem fyrsta skref í aðgerð- um,“ segir Þuríður en hún hefur líka kynnt sér ástand berklavama í Eystrasaltslöndunum ásamt Þor- steini Blöndal. Áður en Þuríður hóf störf fyrir alþjóða berklasamtökin var hún um tíma sem aðstoðarberkla- yfírlæknir í Níkaragva og starfaði í flóttamannabúðum í Laos. Aðild að samtökunum eiga ýmis félög bæði lækna og annarra sem vilja leggja sitt af mörkum til að berjast við framangreinda sjúkdóma og er starfsemin fjármögnuð með fé- lagsgjöldum þeirra auk þess sem sérstakir styrkir og framlög fást frá ýmsum aðilum í einstök verkefni. Fjáröfluninni og umsjón verkefna er stjórnað frá aðalstöðvun- um í París en Þuríður er í hópi fimm lækna sem falið hefur verið að sjá um ein- stök verkefni út um heim. Milli þess sem Þuríður heimsækir löndin þar sem hún stýrir verkefnum skrifar hún skýrslur um framgang mála og greinargerðir um verkefni sem eru í undirbúningi og leita þarf fjármögnunar á. Það verkefni vinnur hún meira og minna frá Islandi og segir að aðsetrið skipti ekki máli, hægt sé að vinna slík verk gegnum tölvur að mestu leyti þegar upplýs- ingasöfnun er lokið. Aðspurð segist Þuríður hafa leitað til íslenskra yfírvalda um stuðning við heilbrigðisverkefni í þróunarlöndun- um og hafa Þróunarsamvinnustofnun Islands og SIBS kostað útgáfu á tveimur bæklingum um undirbúning berklavarna sem hún hefur skrifað og hefur annar þeirra m.a. verið gefínn út á nokkrum tungumálum. En aftur af berklunum og útbreiðslu þeh’ra: Berklar eru alþjóðlegt heilbrigðisvandamál „Berklar eru alþjóðlegt heilbrigðis- vandamál og það þarf að leggja mikla fjármuni og mikla vinnu í að halda þeim niðri. Alþjóða berklasamtökin hafa frá árinu 1920 unnið mikið starf á þessu sviði, frá því í lok áttunda áratugarins nær eingöngu í fátækum löndum eftir að tókst að ráða niður- lögum berkla á Vesturlöndum. Frá 1990 hefur Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin einnig tekið berklavarnir aftur upp á arma sína eftir nokkuð langt hlé. Endurvakinn áhugi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar á berklum kom ekki síst til af hinni miklu fjölg- un berklatilfella sem sigldi í kjölfar ainæmisfaraldursins. Alþjóða heil- brigðisstofnunin byggir nú á rann- sóknum og reynslu alþjóða berkla- samtakanna og hefur mikið samstarf við okkur. Berklar urðu á sínum tíma útundan hjá Alþjóða heilbrigðisstofn- uninni þegar mikil áhersla var lögð á að efla almenna heilsugæslu án þess að huga að sérstökum smitsjúkdóm- um eins og til dæmis berklum sem víða eru landlægir og þarf að ráðast á með sérstökum aðgerðum. Mér fínnst ég þó skynja nokkra breytingu á þessu og að nú séu stjórnvöld víða reiðubúin að leggja fjármagn í berklavarnir. Á móti koma hins vegar sjónarmið um einkavæðingu innan heilbrigðiskei’físins og nýjar stefnur og straumar sem koma upp með reglulegu millibili og verða oft til þess að kollvarpa því sem fyrir er.“ Þuríður segir að berklar séu víða vaxandi vandamál, m.a. í Afríku, fyrr- um Sovétlýðveldunum, þar með talið Eystrasaltslöndum, Dóminíska lýð- veldinu og Burma svo eitthvað sé nefnt. „Þegar ég var á ferð í Burma í október síðastliðnum hitti ég fyrir marga sjúklinga. Einn af þeim er 14 ára gamall drengur með smitandi lungnaberkla. Hann er elstur af þremur systkinum. Faðir þeirra dó úr berklum fyrir fjórum árum, 32 ára gömul móðir þeirra er með berkla og yngri systir hennar einnig. Svona fjölskyldusaga er ekkert einsdæmi í Burma og sýnir glöggt hversu alvar- legt ástand ríkir þar.“ Berklasjúklingum fjölg- ar, ekki síst vegna fjölgun- ar íbúa heimsins en sjúk- lingar eru einkum í aldurs- hópunum 15 til 45 ára sem sífellt fer stækkandi. Þuríður minnir á að mest sé um alnæmissmit í sama aldurshópi og þar sem alnæmi brjóti niður ónæmiskerfi líkamans sé mikið um berklasjúklinga í hópi þeirra. Nauðsynlegt er að meðhöndla berkla- sjúklinga í hópi þeiira sem fengið hafa alnæmi til að draga úr hættu á áframhaldandi smiti. „Berklar breiðast áfram út í þróun- arlöndunum eða fátæku löndunum vegna þess að lífskjör þar hafa ekkert batnað síðustu árin. Það er vegna þess að heilbrigðiskerfið stendur á brauðfótum, fólk býr þröngt og mót- staða við smitsjúkdómum er lítil. Að- stæður manna ráða miklu um það hvernig heilsufarið er því við sjáum til dæmis berklatilfelli koma upp meðal afmarkaðra hópa, t.d. þeirra fátækustu í Bandaríkjunum og hjá öðrum vel stæðum þjóðum, þessum hópum sem ekki hafa tök á að nýta sér heilbrigðiskerfíð ef greiða þarf fyrir það.“ Léleg lyf eru varasöm í allmörgum löndum hefur komið fram ný tegund berkla sem lyf vinna lítið eða ekkert á. Þuríður segir þau svæði meðal annars í áðumefndum löndum en stórt hlutfall berklasjúk- linga þar hefur þessa tegund lyfjaþol- inna berkla. „Ástæður fyrir því að lyfjaþolnir berklar koma fram eru til dæmis léleg framkvæmd berklavarna og notkun á lélegum lyfjum. Þar á ég við til dæmis ódýr lyf frá löndum eins og Pakistan og frá sumum lyfjafram- leiðendum á Indlandi. Slík lyf inni- halda oft ekki þau virku efni sem þau eru sögð innihalda eða að efnin eru í minna magni en sagt er. Lyf sem seld eru á frjálsum markaði eru dýr. Fá- tæk lönd geta fallið í þá gryfju að taka lægsta tilboði við slíkar aðstæð- ur og kaupa þá oft svikna vöru. Þegar léleg lyf eru notuð geta komið fram lyfjaþolnir berklar sem er erfítt að lækna. Ég man eftir einum sjúklingi sem ég sá í Eistlandi í fyrra, ungri konu. Hún hafði lyfjaþolna berkla og í sjúkraskrá var ekki að fínna neina aðra ástæðu fyrri harmsögu hennar en þá að hún hafði verið meðhöndluð með lyfjum frá Pakistan. Ég frétti síðar að þessi kona hefði dáið frá ung- um bömum." Lyfjameðferð við venjulegum berklum kostar á bilinu 1.000 til 1.400 krónur og miðar Þuríður þar við verðlag sem alþjóða berklasamtökin hafa notið á innkaupum sínum. Yfír- leitt næst yfír 98% árangur með þeim. Þegar þarf að eiga við lyfja- þolna berkla getur kostnaðurinn hlaupið á hundraðum þúsunda og ár- angurinn er oft ekki meiri en 30 til 50%. Þuríður segir því stærstan hluta sjúklinga hreinlega deyja af völdum sjúkdómsins en nokkur hluti þeirra sigrast á honum og þá ekki alltaf vegna lyfjanna heldur kemur þar líka við sögu innbyggt varnarkerfi lík- amans en það er staðreynd að ákveðinn hluti berkla- sjúklinga „læknaðist" af berklum áður en berklalyf komu til sögunnar. Þuríður nefnir að oft geti verið skynsamlegt að taka ekki lægsta til- boði og eða kaupa ódýrt. „Við sjáum það á ýmsum sviðum. Það er talað um að stundum séu öryggismál flugfé- laga í nánu samræmi við verðstefnu þeirra og það er ekki víst að það sé alltaf hollast að sóla sig í sumarleyf- inu á þeim ströndum sem eru ódýrastar. Hér mætti líka varpa fram siðfræðilegri hlið málanna, spyrja hvort við ættum að ílykkjast í frí til Dóminíska lýðveldisins meðan yfir- völd þar sinna í engu berklavörnum og þannig gætum við velt fyrir okkur hvort við ættum að líta á viðskipti okkar yfirleitt í slíku samhengi. Þessu má varpa fram til umhugsunar." Heimurinn eitt samskiptasvæði Að mati Þuríðar verður að líta á heiminn sem eitt samskiptasvæði þeg- ar smitsjúkdómar eiga í hlut. „Vörn okkar felst ekki bara í því að brynja okkur sjálf í eigin landi heldur verður að taka á vandanum þar sem hann á upptök sín,“ segir hún og á þar ekki síst við berklana. „Við eigum að styrkja heilbrigðiskerfi og berkla- varnir í löndum þar sem berklar eru ríkjandi og styi-kja þau til að byggja upp efnahag sinn og bæta lífskjör. Með því yrði til dæmis dregið úr ásókn innflytjenda til Evrópu og þannig hugsanlegu smiti sem þeim fylgir. Gallinn er kannski sá að Vesturlönd hafa ekki mikinn áhuga á raunveru- Iegri þróunaraðstoð við fátæku lönd- in, þau vilja fremur halda niðri lífs- kjörum þar til að geta bætt lífskjör á Vesturlöndum. Þá er mátulega miklu varið til aðstoðar í fátækum löndum til að lina samviskubitið án þess þó að létta pyngjuna að nokkru gagni. Vest- urlönd hafa varið miklu meiri fjár- munum í niðurrifsstarfsemi í gegnum tíðina svo sem vopnaframleiðslu, hernað, aðstoð við einræðisherra og ógnarstjórnir og annað í þeim dúr. Annað sem vert er að minnast á er að í gegnum tíðina hafa verið gerðar tilraunir með bóluefni, lyf og lyfja- samsetningar í fátækum löndum. Þessi sömu lönd hafa svo ekki haft efni á að kaupa vöruna þegar hún er sett á markað að tilraunum loknum. Slíkt vekur upp spuraingar um sið- fræði í rannsóknum. Þetta var til dæmis raunin þegar berklalyfin komu fram og fjöllyfjameðferð við berklum var þróuð á sínum tíma. Þá var slík meðferð einna fyrst reynd á sjúk- lingahópum í Indlandi og Austur-Af- ríku til að athuga hvaða samsetning væri best, það er að segja þessar rannsóknir voru gerðar í löndum sem enn þann dag í dag eiga í erfiðleikum með að kaupa berklalyf. Fátæk lönd eru því stundum notuð sem „rann- sóknastofur" og sjúklingamir „til- raunadýr“. Þetta er nú mikið til um- ræðu varðandi fýrirhugaðar tilraunir með lyf og þó einkum bóluefni gegn alnæmi því mai’gir horfa nú löngunar- augum til Afríku hvað varðar tilraunir með slíkt.“ En stafar Islendingum hætta af smiti á lyfjaþolnum berklum, til dæm- is vegna aukinna samskipta við ýmis þau lönd þar sem þeir ríkja? „Það er kannski einhver hætta á ferðum fyrir þá sem dvelja langdvöl- um í þessum löndum en það má samt sem áður ekki verða til þess að við forðumst þau lönd eða forðumst berklasjúklinga því þá vekjum við upp gamla fordóma. Við eigum að hafa samskipti við þessar þjóðir og getum hjálpað með því að hvetja stjómvöld til að taka á þessum málum til að ekki sé hætta á því að þjóðirnar einangrist. Samskipti okkar við um- heiminn eru ekki bara við- skipti og hagnaður, þau eru líka spurning um að bæta lífskjör og aðstæður þar sem við getum lagt eitthvað til málanna. Hér heima vitum við að við þurfum að vera á verði fyrir berklasmiti sem berast kann með innflytjendum hing- að til lands og fylgjast með hvort gamla fólkið okkar smitar enn og bregðast við því á viðeigandi hátt eins og gert hefur verið.“ Samviskubitið oft linað með þróunar- aðstoð Samskipti eru ekki bara viðskipti og hagnaður Blaðamannafundur fjármálaráðherra og fulltrúa aðila á fj ármagnsmarkaði um viðbótarlífeyrissparnað Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ blaðamannafundi íjármálaráðlierra og aðila á Qármagnsmarkaði í gær. Nær 30% ríkisstarfs- manna hafa þegar ákveðið þátttöku Reglur um frjálsan viðbótarlífeyrissparnað tóku gildi um áramót. Hjálmar Jónsson var á blaðamannafundi fjármálaráðherra og aðila á fjármagnsmarkaði þar sem þessi líf- eyrissparnaður var kynntur. greiddur væri 10% fjármagnstekju- skattur af ávöxtuninni, sagðist Gei/ búast við því að hægt væri að fínna hagkvæmari kosti sérstaklega ef fólk væri tilbúið að taka einhverja áhættu. Ef menn settu peninga í áhættufjár- festingu gæti eðli málsins samkvæmt ávöxtunin orðið hærri en einhverjar líkur væru líka á þvi að fólk fengi ekki neitt. Fjármálarsáðherra kynnti ásamt aðilum á fjármagnsmarkaði, svo sem fulltrúum verðbréfa- fyrirta'kja, banka, sparisjóða, trygg- ingafélaga, og lífeyrissjóða á blaða- mannafundi í gær frjálsan viðbótar lífeyrissparnað, en reglur þar að lút- andi tóku gildi um áramót. Verður upplýsingabæklingi þar sem sparnað- urinn er kynntur dreift inn á hvert heimili í landinu, auk þess sem hann verður kynntur í fjölmiðlum á næst- unni. Geir Haarde fjármálaráðherra sagði að samkeppni um sparnaðinn væri þegar hafin meðal fyrirtækja á fjármálamai’kaði og það væri af hinu góða. Ríkisstarfsmönnum hefði þegar verið kynnt þessi sparnaðarleið. Þeim hefði verið sent bréf þar að lútandi í desembermánuði og sparnaðurinn hefði fengið mjög góðar viðtökur. Það væri ljóst að ríkisstarfsmenn í það minnsta hefðu mikinn áhuga á þessum viðbótarsparnaði og upp und- ir 30% þeirra hefðu þegar ákveðið að vera með, þótt þeir hefðu enn ekki ákveðið hvaða aðila þeir ætluðu að fela að taka við viðbótarlífeyrissparn- aði sínum. Búið væri að taka af laun- um og leggja á biðreikning þar til við- komandi hefði gert upp við sig hvar ætti að leggja sparnaðinn inn. Það gæfí auðvitað góðar vonir um að þetta heppnaðist vel, sem væri mikilvægt, því miklir hagsmunir væru í húíi fyrir almenning, fyrirtæki á fjármagns- markaði og fyrir þjóðarbúið. Þess vegna teldu þessir aðilar skynsamlegt að leggjast á sömu árina í þessu kynningarátaki. Geir rakti síðan helstu atriðin varð- andi séreignalífeyrissparnaðinn og benti á að fólki væri í sjálfsvald sett hvar það stofnaði slíka reikninga svo framarlega sem um viðurkennda vörsluaðila væri að ræða, en þeir væru nú orðnir 24 talsins. Hann rifj- aði upp að í sumar hefði verið samin skýrsla á vegum ríkisstjórnarinnar um þjóðhagslegan sparnað og nauð- syn þess að efla hann, en ónógur þjóð- hagslegur sparnaður væri ein helsta orsök viðskiptahallans í landinu. Ein aðaltillaga nefndarinnar hefði einmitt verið að leggja bæri áherslu á viðbótarlífeyrissparnað. Niðurstaðan hefði síðan orðið sú að auk þess að menn gætu dregið frá 2% af launum skattfrjálst til að leggja inn á svona reikning, þá legði atvinnurekandinn til viðbótar 0,2% af laununum, en fengi það frádregið síðan í trygginga- Lóttu þór lifshlauptd meó frjáLsum vlóbótár- lifeyrteepamaði gjaldi. í raun og veru mætti því segja að ríkið legði þá fjárhæð til og litið væri á það sem ákveðna viðbótar- hvatningu fyrir fólk að vera með. Fleiri atriði hefði verið að fínna í til- lögum nefndarinnar um aukningu þjóðhagslegs sparnaðar og væru sum þeirra þegar komin til framkvæmda, eins og hvað varðaði skattfrelsi hluta- bréfakaupa, og önnur atriði væru til frekari úrvinnslu. Skattafrestun Á fundinum kom fram að þegar tal- að er um skattfrelsi 2% framlags launþega er í raun og veru um skatt- frestun að ræða, þar sem séreignalíf- eyrisspamaðurinn verður skattlagður eins og hverjar aðrar tekjur þegar til útgreiðslu kemur og greiðslan mun því ráðast af þeirri tekjuskattspró- sentu sem þá gildir. Aðspurður sagði Geir það alveg rétt að öll upphæðin, þ.e. framlag launþegans, ávöxtunin á tímabilinu og mótframlag launagreiðandans væri skattlagt með tekjuskattspró- sentunni. Um þetta gilti það sama og um venjulegan lífeyris- sparnað í sameignarsjóð- um. Erfitt væri hins veg- ar að spá nákvæmlega um það hvernig skattkerfið myndi líta út eftir ein- hvern tíma. Krafa eldra _____ fólksins væri að tekjur úr lífeyrissjóðum yrðu skattlagðar með sömu prósentu og fjármagnstekjur. „Við vitum af þeirri kröfu, þ.e.a.s. 10%, en hvort hún er raunhæf, það er annað mál,“ sagði Geir. Aðspurður hvort fólki gæti þá ekki staðið til boða jafn hagkvæmir eða jafnvel hagkvæmari ávöxtunarmögu- leikar, eins og til dæmis að nýta sér afslátt til hlutabréfakaupa þar sem Viðurkenndir vörsluaðilar nú orðnir 24 talsins Hægt að velja sér vörsluaðila Einnig kom fram á fundinum að fólk getur valið sér hvaða vörsluaðila sem er til þess að ávaxta séreignalíf- eyrissparnaðinn. Hins vegar gildi injög ákveðnar reglur um þennan sparnað sem fylgja verði en tilgangur þeirra sé að þessi sparnaður sé lífeyr- ir viðkomandi en renni ekki til ein- hvers annars. Gunnar Helgi Hálfdanarson, for- stjóri Landsbréfa, sagði að með þessum breytingum væri verið að auka valmöguleika verulega og auknu valfrelsi fylgdi yfirleitt meiri sparnaður. Mun fleiri sæju mögu- leikana og fyndu eitthvað við sitt hæfi. Þeir ættu von á því að þessar breytingar ættu eftir að auka veru- lega langtímasparnað og styrkja markaðinn, auk þess sem þetta myndi styrkja þjóðhagslegan sparn-/ að. Flestir á þessum markaði, með mismunandi hætti þó, byðu upp á sérstakar lífeyris- eða ævibækur, sem væru bankareikningar, en einnig kæmu séreignalífeyrissjóðir að þessu, bæði hjá verðbréfafyrir- tækjum og bönkunum, og einnig hjá lífeyrissjóðum sem hefðu verið að stofna séreignadeildir. Einnig væru dæmi um það að verðbréfafyrirtæki byðu upp á bundna fjárvörslureikn- inga til að fjárfesta í ákveðnum sjóð- um, innlendum og erlendum. Öll þessi form væru hins vegar háð fyr- irfram samþykki ráðuneytisins. Um samanburð á séreignalífeyris- sparnaði annars vegar og þess að nýta sér afslátt til hlutabréfakaupá hins vegar, sagði Gunnar varðandi líf- eyrisspamaðinn, að fólk fengi að draga 2% frá launum, fengi til viðbót- ar 0,2% framlag og sparaði sér fjár- magnstekjuskatt til viðbótar meðan á ávöxtun stæði og það hefði einhvern tíma þótt ein- hvers virði. Síðan væri spurning um skattprósent- una þegar til útgreiðslu kæmi, sem væri ekki vituð. Hvað hlutabréfaafsláttinn varðaði hins vegar væri þak á því hvað fólk gæti keypt mikið^ og notið afsláttar, en það væri alveg rétt að það væri óhemju hagstætt spamaðarform. Fram kom einnig að aðilar á fjár- magnsmarkaði sem voru á fundinum voru sammála um mikilvægi spai-nað- ar og þess að fólk sýndi fyrirhyggju hvað varðaði afkomu þegar til eftir- launaáranna kæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.