Morgunblaðið - 06.01.1999, Side 14

Morgunblaðið - 06.01.1999, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Óvenjumikið um sjúkraflutninga hjá slökkviliðinu Færri útköll á síðasta ári vegna eldsvoða SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað út 96 sinnum á nýliðnu ári, þai- af voru 7 útkallanna á svæði Bruna- varna Eyjafjarðar og 2 á svæði ná- granna slökkviliða. Þetta eru mun fæm útköll en var árið á undan þeg- ar liðið var kallað út 121 sinni, þar af í 9 skipti utanbæjar. í skýrslu um útköll og eldsvoða á Akureyri og nágrenni árið 1998 kem- ur fram að ekki varð manntjón í bruna á svæði Slökkviliðs Akureyrar og Brunavama Eyjafjarðar á árinu. Stærsta brunatjónið varð þegar úti- hús við Dverghól brann í janúar á liðnu ári en þá drápust yfir 10 hross og tjón varð allmikið eða um 10 millj- ónir, að sögn Tómasar Búa Böðvars- sonar slökkviliðsstjóra. Þá var einnig nokkurt tjón þegar kviknaði í húsinu við Lækjargötu númer 6 en fólki sem var í húsinu tókst að bjarga sér út áður en slökkvilið kom á vettvang. Utköll oftast vegna elds í íbúðarhúsum Af útköllunum 96 voru 40 vegna elds og 56 án elds. Þegar um eld var að ræða var hann oftast í íbúarhús- um eða í 14 tilvikum og 12 sinnum hafði kviknað í rusli, sinu eða mosa. Þegar ekki var um eld að ræða var útkallið oftast vegna gruns um eld eða 34 sinnum, 9 sinnum var slökkvi- lið kallað út vegna björgunar úr bíl- um, 6 sinnum vegna hreinsunar hættulegra efna eða reyklosunar og jafnoft var liðið kallað út til að dæla vatni. Upptök elds voru í flestum tilvik- um þegar farið var óvarlega með eld og þá má rekja næstflest upptök elds til rafmagnstækja og íkveikju. Alls urðu sjúkraútköll 1.237 á liðnu ári og hafa, að sögn Tómasar Búa, aldrei verið fleiri, en á síðasta ári urðu sjúkraútköll 1.000 talsins. Af þessum sjúkraútköllum voru 220 utanbæjar, 37 þeirra voru ferðirnar yfír 90 kílómetra langar og 55 voru yfir 40 kílómetrar. Alloft eða 96 sinn- um voru 2 eða 3 sjúkrabílar úti sam- tímis og sagði slökkviliðsstjóri að það væri óvenjumikið eða um helm- ingi oftar en var árið á undan. Morgunblaðið/Kristján SKJOLDUR Tómasson slökkviliðsmaður á Akureyri að störfum. Á árinu fóru sjúkraflutningamenn í 109 sjúkraflug með flugvélum Flug- félags Islands og voru 99 þeirra inn- anlands og 10 milli landa, mest til Grænlands. „Þetta var annað heila árið sem við höfum farið með í sjúkraflug og hefur verið meira um það að okkar menn fari í slíkt flug en gert var ráð fyrir,“ sagði Tómas Búi, en hann sagði að í vaxandi mæli væri óskað eftir því að sjúkraflutninga- menn færu með í sjúkraflug enda væru þeir þjálfaðir í meðferð tækja sem notuð væru. Fjárhagsáætlun Akureyrar 1999 Þjónustu- íbúðir við Eiðsvalla- götu ALLS verður 68 milljónum króna varið til fjárfestinga vegna félags- mála á vegum bæjarsjóðs Akur- eyrar á árinu, en upp í það kemur framlag úr Framkvæmdasjóði fatl- aðra sem nemur 36 milljónum króna. Áætlað er að bygging þjónustuí- búða við Eiðsvallagötu kosti 32 milljónir króna og mun framlag úr Framkvæmdasjóði fatlaðra notað til framkvæmdanna. Þá leggur bæjarsjóður til 10% hlut á móti 90% láni vegna bygginga um það bil tíu íbúða og nemur framlagið 10 milljónum króna. Hafist verður handa á næsta ári við byggingu nýs leikskóla við Iðavöll og er gert ráð fyrir að 6 milljónir króna fari í undirbúning við hönnun og gerð útboðsgagna. Vegna kaupa á ýmsum búnaði og viðhaldi vegna öldrunarmála verður varið um 7 milljónum króna á árinu 1999 og 6 milljónir fara í al- mennt viðhald og endurbætur á leikskólum. Þá eru óskiptar 7 milljónir króna hjá félagsmálaráði vegna ýmissa verkefna. >J *• -Tí'ff '' íáifí * i* iiij Morgunblaðið/Kristján Haldið til veiða í norskri lögsögu NORMA Mary og Onward Hig- hlander, tvö af skipum Onward Fis- hing Company Ltd., dótturfélags Samherja hf. í Bretlandi, hafa legið við bryggju á Akureyri að undan- fórnu. I gær hélt Norma Mary til veiða á Svalbarðasvæðinu en Onward Highlander fer til veiða við Noreg um næstu helgi. Onward Fishing Company er að fullu í eigu Samherja en fyrirtækið er skráð í Hull á Englandi en skipin í Aberdeen í Skotlandi. Unnið hefur verið að endurskipulagningu á skipaflota fyrirtækisins, sem nú er með þrjú skip í rekstri. Fyrirtækið á tvö skip, ísfisktogarann Glenrose og frystitogarann Onward Highlander en hefur haft frystitogarann Norma Mary á leigu frá miðju síðasta ári. Norma Mary er í eigu Skipakletts á Reyðarfirði og hét áður Snæfugl. Þorsteinn Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðar Samherja, sagði að veiðar skipanna hefðu gengið upp og ofan á síðasta ári. Glenrose var við veiðar við Hjaltlandseyjar og gengu þær fram- ar vonum að sögn Þorsteins. Veið- arnar hjá Normu Mary gengu einnig þokkalega og veiðarnar hjá Onward Highlander gengu þolan- lega, miðað við veiðar í Barentshafi, eins og Þorsteinn orðaði það. „Veiði í Barentshafi hefur bara verið lé- leg.“ Onward Fishing Company er með veiðiheimildir í Barentshaíi og Norðursjó, við Færeyjar, ísland, Grænland og Nýfundnaland. Á myndinni er Norma Mary að sigla út úr Fiskihöfninni á Akureyri í gær en Onward Highlander liggur við bryggju. Þrettánda- gleði Þórs ÁRLEG þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs verður haldin á svæði félagins að Hamri við Skarðshlíð í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. janú- ar, og hefst hún kl. 20. Að venju verða ýmsar kynjaverur á ferðinni, jóla- sveinar, álfar, púkar, tröll og vitanlega álfakóngur og álfa- drottning. Rummungur ræn- ingi mætir á svæðið, Kirkjukór Glerárkirkju syngur og ung söngkona, Erna Hrönn Olafsdóttir, tek- ur lagið. Kveikt verður í þrettándabrennu og lýkur gleðinni með veglegri flug- eldasýningu. Miðaverð á þrettándagleð- ina er 600 krónur fyrir 6 ára og eldri. Verkmenntaskólinn á Akureyri Stundaskrár í dagskóla verða afhentar í anddyri skólans fimmtudaginn 7. janúar kl. 13:15-17:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 8. janúar. Skólameistari. I3ICMIEGA Fólínsýra BtOHwm FÓI.ÍN Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. Morgunblaðið/Björn Gíslason Styrkur í stað jólakorta STJÓRN Hafnasamlags Norður- lands ákvað að styrkja Krabba- meinsfélag Akureyrar í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólakort í ár. Þetta er gert í minn- ingu Guðmundar Sigurbjömsson- ar hafnarstjóra, sem lést síðast- liðið sumar, langt um aldur fram. Myndin er tekin við afhendingu peninganna, frá vinstri era full- trúar Krabbameinsfélags Akur- eyrar, Þorbjörg Ingvadóttir, Jónas Franklín og Ragna Dóra Ragnarsdóttir, og Hörður Blön- dal, framkvæmdastjóri Hafna- samlags Norðurlands. Skákfélag Akureyrar Uppskeruhátíð HALDIÐ verður 10 mínútna skákmót í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. janúar og hefst það kl. 20. Uppskeruhátíð Skákfélags Akureyrar þar sem afhent verða verðlaun fyrir skákmót síðastliðins hausts verðm- í skákheimilinu á sunnudag, 10. janúar og hefst hún kl. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.