Morgunblaðið - 08.01.1999, Side 20

Morgunblaðið - 08.01.1999, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ERLENT KRÓKABÁTAR m.v. skráningu skipa 16. des. 1998 Þorskaflahámark miðast við úthlutun 1. sept. Afli í tonnum \ Fjöldi Fjöldi ^ l heima- krókabáta vBbimNÍ hafna samtals 1998 SÓKNARDAGABÁTAR Fjödi Fjöldi línu- Reiknaður handfæra- oghand- kvótisóknar- báta færabáta dagabáta ÞORSKAFLA- HÁMARKSBÁTAR Kvóti afla- Fjöldi hámarks- báta báta Kvóti krókabáta samtals Reykjanes 11 156 51 8 1.770 97 6.925,5 8.695,5 Reykjavík 1 50 13 3 480 34 2.070,1 2.550,1 Vesturland 11 142 61 12 2.190 69 4.444,4 6.634,4 Vestfirðir 16 180 80 9 2.670 91 7.495,7 10.165,7 Norðurland vestra 7 32 12 0 360 20 1.060,6 1.420,6 Norðurland eystra 13 110 29 9 1.140 72 3.539,0 4.679,0 Austurland 13 113 24 6 900 83 4.777,3 5.677,3 Suðurland 4 35 10 4 420 21 1.291,0 1.711,0 Samtals 76 818 280 51 9.930 487 31.603,6 41.533,6 Heildarafli krókabáta mestur á Vestfjörðum VERÐI frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um breytingar á lögum um stjóm fiskveiða að lögum verð- ur leyfilegur heildarafli krókabáta á yfírstandandi fiskveiðiári um 41.583 tonn. Mestur verður leyfi- legur heildarafli krókabáta á Vest- fjörðum eða samtals um 10.166 tonn. í frumvarpinu felst m.a. að krókabátar í sóknardagakerfi fái úthlutað 30 sóknardögum á yfir- standandi fiskveiðiári en afli hvers báts fari þó aldrei yfir 30 tonn. Samtals eru nú 309 krókabátar í sóknardagakerfinu, þar af 51 í línu- og handfærakerfi en 280 á hand- færum eingöngu. Að frumvarpinu óbreyttu fá þessir bátar því að veiða allt að 9.270 tonnum á næsta fiskveiðiári sé gert ráð fyrir að allir bátamir nýti heimildimar til fulls. Ki'ókabátar á þorskaflahámarki era samtals 487. Heimildir þeirra nema á fiskveiðiárinu samtals um 31.600 lestum. Verðmæti 30 tonna rúmar 3 milljónir Ef miðað er við að um 105 krón- ur fáist að meðaltali fyrir þorsk- kflóið á fískmörkuðum hérlendis Krókabátum heim- ilt að veiða um 42 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári miðað við frum- varp ríkisstjórnar yfir sumarmánuðina, má áætla verðmæti 30 tonna um 3,1 milljón króna. Taka ber þó fram að hér er aðeins miðað við fiskverð á fisk- mörkuðum en fjöldi krókabáta landar afla sínum á föstu fískverði hjá fiskvinnslum en þar er verð mjög breytilegt. Flestir sóknardagabátar eru á Vestfjörðum eða 89 talsins. Miðað við framvarpið yrði afli þeiira á fiskveiðiárinu um 2.670 tonn nýti þeir allir heimildir sínar til fulls. Þorskaflahámarksbátar á Vest- fjörðum era 91 talsins og aflaheim- ijdir þeirra samtals um 7.496 tonn. Öllu fleiri þorskaflahámarksbátar era á Reykjanesi eða 97 en heim- ildir þeirra era hinsvegar nokkuð minni en á Vestfjörðum eða um 6.926 tonn. Leyfilegur heildarafli krókabáta á Vestfjörðum nemur því samtals um 10.166 tonnum á fiskveiðiárinu. Krókabátai' á Reykjanesi mega veiða um 8.696 tonn og krókabátar á Vesturlandi um 6.634 tonn. Flestir sóknardagabátar í Bolungarvík Flestir sóknardagabátar eru í Bolungarvík eða 19 talsins, þar af 2 í línu- og handfærakerfi. Sam- kvæmt frumvarpinu mega þessir bátar veiða alls um 570 tonn á fiskveiðiárinu. I Bolungarvík era aftur á móti 18 þorskaflahámarks- bátar og er hlutfall þeirra af heild- arþorskaflahámarkinu 5,25% eða um 1.660 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Heildarafli krókabáta í Bolungarvík á fiskveiðiárinu verður því 2.230 tonn að frum- varpinu óbreyttu. Þorskaflabátar í Grindavík ráða yfir stærstum hluta heildarþorskaflahámarksins eða 7,89%. Það samsvarar um 2.494 tonnum á þessu fískveiðiári. Aftur á móti era aðeins gerðir út 4 sóknardagabátar frá Grindavík og afli þeirra á fiskveiðiárinu því 120 tonn. Hlutdeild ÍS í rækjuútflutningi óx á siðasta ári Framleiðsla á rækju í smásölu tvöfaldaðist FRAMLEIÐSLA íslenskra sjáv- arafurða hf. á rækjusmásölupakkn- ingum, sem pakkað er hérlendis og fluttar beint í verslanir, tvöfaldaðist á síðasta ári frá árinu áður. Heild- arframleiðsla ÍS á pillaðri rækju jókst um 27%, úr 5.395 tonnum í 6.853 tonn á síðasta ári. Hlutdeild smásölupakkninga í landfrystri rækju jókst í verðmæti úr 22% árið 1997 í 33% á síðasta ári. Hlutdeild ÍS í rækjuútflutningi frá íslandi jókst úr 24% árið 1997 í 32% miðað við fyrstu 10 mánuði síðasta árs. Brugðist við minnkandi rækjuafla Aftur á móti varð samdráttur í framleiðslu ÍS á sjófrystri rækju á síðasta ári en að sögn Aðalsteins Gottskálkssonar, framkvæmda- stjóra framleiðslu- og þjónustu- sviðs IS, kom hluti þeirrar rækju sem pakkað var út á sjó árið 1997 til vinnslu í rækjuverksmiðjum í landi á síðasta ári. Þannig sé meira unnið af sjófrystri rækju í landi miðað við fyrra ár. „Eins og þekkt er hefur rækjan verið smærri en á síðasta ári, fyrir utan hvað veiðar hafa gengið verr en áður. Þessi samdráttur hefur haft meiri áhrif á sjófrystinguna en landfrystinguna. Hinsvegar er meira unnið af frosnu hráefni í verksmiðjunum í landi, bæði innlendu og innfluttu.“ Aðalsteinn segir að búast megi við minnkandi rækjuframleiðslu á árinu sem nú er nýhafið en á móti komi að þá aukist hlutdeild verð- mætari pakkninga og þannig geti verðmæti aukist. „Það er fyrirsjá- anlegt að afli verður nokkuð minni en við munum reyna að bregðast við því með því að fá rækju annars- staðar frá til að standa undir þeim þörfum sem markaðurinn hefur,“ segir Aðalsteinn. A síðasta ári hóf IS sölu á skel- rækju í neytendapakkningum á Rússlandsmarkaði og segir Aðal- steinn söluna hafa verið komna á góðan skrið þegar markaðurinn lok- aðist vegna eínahagsástandsins þar í landi. Alls vora seld um 150 tonn til Rússlands af afurðinni í fyrra og segist Aðalsteinn vongóður um að salan geti hafist á ný þegar markað- urinn í Rússlandi nái jafnvægi á ný. Stjórn fískveiða Styðja frumvarpið ÚTVEGSMANNAFÉLAG Suð- umesja hefur sent frá sér yfir- lýsingu, þar sem lýst er stuðningi við frumvarp sjávarútvegsráð- herra um breytingar á lögum um stjóm fiskveiða. Þar segir að fé- lagið bendi á að ekki verði tekið meira af aflaheimildum afla- marksskipa til að auka enn við hlut smábáta eins og ítrekað hafi verið gert á undanfömum áram. „Á árinu 1997 fiskuðu 70 afla- marksskip á Suðurnesjum um 380.000 af bolfiski, skelfiski og uppsjávarfiski og 750 sjómenn höfðu atvinnu af því. Útvegs- mannafélag Suðurnesja er al- farið á móti því að hagsmunir Suðurnesja verði skertir enn frekar til að auka hlut smá- báta,“ segir í yfirlýsingu félags- ins. A • • Ovíst um eftirlitsstarf á vegum OSE Varað við borgarastríði í Kosovo The Daiiy Telegraph WESLEY Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur varað við því að borgarastríð kunni brátt að brjótast út í Kosovo, þar sem Serbar hafi ekki staðið við skuldbindingar sem þeir gerðu í október á síðasta ári til að afstýra loftárásum NATO. Þá ríkir óvissa um framhald eftirlitsstarfs á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í héraðinu. Clark sakar stjómvöld í Belgrad um að hafa sent aukið herlið til Kosovo, látið serbneskum lögreglu- sveitum í héraðinu í té þungavopn, og brotið aðra skilmála sem NATO setti þeim í október. Samkomulagið sem Richard Holbrooke, sendimað- ur Bandaríkjastjórnar, náði þá við Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta virðist í hættu, og áttu fulltrúar aðildarríkja NATO fund í Brussel á miðvikudag til að fara yfir stöðuna. Haft er eftir heimildamönnum innan bandalagsins að Serbar hafi aukið lögreglulið sitt í Kosovo, trassað að kalla allt herlið sitt í hér- aðinu til herbúða í héraðshöfuð- borginni Pristina, og starfrækt eft- irlitsstöðvar við vegi. Starfsmenn NATO segja vísbendingar liggja fyrir um að bæði Serbar og aðskiln- aðarsinnaðir Kosovo-Albanir búi sig undir frekari átök, sem geti blossað upp hvenær sem er. Eftirlitsstarf í uppnámi Algjör óvissa ríkir um framhald eftirlitsstarfs á vegum ÖSE í Kosovo. Samkvæmt samkomulagi Holbrooks og Milosevie áttu 2.000 menn að gæta þess að friður væri haldinn í héraðinu, en þeim var brátt fækkað í 1.200. Þá hefur fullri framkvæmd eftirlitsins ítrekað ver- ið frestað. Átti það upphaflega að vera komið á fullan skrið í síðasta mánuði, þá var því frestað fram í janúar og loks til miðs febrúar. Margir lýstu yfir efasemdum í upphafi um að ÓSE væri starfinu vaxin, enda hefur stofnunin enga reynslu af svo umfangsmiklum verkefnum. Nú virðist sem hrakspárnar séu að rætast. Haft var eftir starfsmanni ÖSE að stofn- unin hafi stórlega vanmetið hvað þjálfun eftirlitsmanna, öflun vista og búnaðar, húsnæðis og farartækja væri flókið og tímafrekt verk. Ljóst er að ef kemur til harðra átaka í Kosovo á næstu vikum verða eftirlitsmennimir fluttir á brott með aðstoð björgunarsveita NATO, sem staðsettar era í nágrannaríkinu Makedóníu. S Reuters Atta fórust í Svíþjóð ÁTTA manns fórust og tveir eru vestur af Stokkhólmi í gær. Var mikið siasaðir eftir að fólksbíll áreksturinn svo harður að kvikn- og lítil rúta lentu í árekstri norð- aði í báðum bifreiðunum. Tony Blair í Suður-Afríku Hrósar Mbeki fyrir leiðtogahæfíleika Pretóría, Höfðaborg. Reuters, The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, er nú í fyrstu opinberu heimsókn sinni í Suður-Aíríku og átti í gær fundi með Nelson Mand- ela, forseta Suður-Afríku og Thabo Mbeki, væntanlegum eftirmanni hans. Blair hrósaði Mbeki í hástert eftir fund þeirra. „I ljósi leiðtoga- hæfileika Mbekis hef ég mikla trú á framtíð Suður-Afríku,“ sagði breski forsætisráðherrann. Á fundi með Mandela fór Blair fram á stuðning s-afrískra stjórn- valda til að knýja fram lausn á Lockerbie-deilunni við Líbýustjórn. Þá voru undirritaðir viðskiptasamn- ingar á milli ríkjanna tveggja, sem kveða á um auknar fjárfestingar breskra stórfyrirtækja í Suður-Af- ríku. Mikilvægur hluti heimsóknar Blairs var að kynnast Mbeki, sem flestir ganga út frá sem vísu að verði næsti forseti Suður-Afríku. Hafa yfirlýsingar Mbekis um mis- ræmi í skiptingu auðs á milli hvítra og svartra valdið nokkrum óróa meðal hvíta minnihlutans í landinu. Verði Mbeki kjörinn forseti mun hann að eigin sögn leggja höfuðá- herslu á að uppræta félagslegt óréttlæti og ítreka mikilvægi sátta á milli kynþáttanna. Mbeki, sem er 56 ára, var í fremstu röð leiðtoga Afríska þjóðar- ráðsins, ANC, á meðan Nelson Mandela sat í fangelsi. Hann var náinn pólitískur samstarfsmaður forseta ráðsins, Olivers Tambos, og stjómaði samningaviðræðum við ríkisstjórnina um afnám aðskilnað- arstefnunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.