Morgunblaðið - 08.01.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.01.1999, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ERLENT KRÓKABÁTAR m.v. skráningu skipa 16. des. 1998 Þorskaflahámark miðast við úthlutun 1. sept. Afli í tonnum \ Fjöldi Fjöldi ^ l heima- krókabáta vBbimNÍ hafna samtals 1998 SÓKNARDAGABÁTAR Fjödi Fjöldi línu- Reiknaður handfæra- oghand- kvótisóknar- báta færabáta dagabáta ÞORSKAFLA- HÁMARKSBÁTAR Kvóti afla- Fjöldi hámarks- báta báta Kvóti krókabáta samtals Reykjanes 11 156 51 8 1.770 97 6.925,5 8.695,5 Reykjavík 1 50 13 3 480 34 2.070,1 2.550,1 Vesturland 11 142 61 12 2.190 69 4.444,4 6.634,4 Vestfirðir 16 180 80 9 2.670 91 7.495,7 10.165,7 Norðurland vestra 7 32 12 0 360 20 1.060,6 1.420,6 Norðurland eystra 13 110 29 9 1.140 72 3.539,0 4.679,0 Austurland 13 113 24 6 900 83 4.777,3 5.677,3 Suðurland 4 35 10 4 420 21 1.291,0 1.711,0 Samtals 76 818 280 51 9.930 487 31.603,6 41.533,6 Heildarafli krókabáta mestur á Vestfjörðum VERÐI frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um breytingar á lögum um stjóm fiskveiða að lögum verð- ur leyfilegur heildarafli krókabáta á yfírstandandi fiskveiðiári um 41.583 tonn. Mestur verður leyfi- legur heildarafli krókabáta á Vest- fjörðum eða samtals um 10.166 tonn. í frumvarpinu felst m.a. að krókabátar í sóknardagakerfi fái úthlutað 30 sóknardögum á yfir- standandi fiskveiðiári en afli hvers báts fari þó aldrei yfir 30 tonn. Samtals eru nú 309 krókabátar í sóknardagakerfinu, þar af 51 í línu- og handfærakerfi en 280 á hand- færum eingöngu. Að frumvarpinu óbreyttu fá þessir bátar því að veiða allt að 9.270 tonnum á næsta fiskveiðiári sé gert ráð fyrir að allir bátamir nýti heimildimar til fulls. Ki'ókabátar á þorskaflahámarki era samtals 487. Heimildir þeirra nema á fiskveiðiárinu samtals um 31.600 lestum. Verðmæti 30 tonna rúmar 3 milljónir Ef miðað er við að um 105 krón- ur fáist að meðaltali fyrir þorsk- kflóið á fískmörkuðum hérlendis Krókabátum heim- ilt að veiða um 42 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári miðað við frum- varp ríkisstjórnar yfir sumarmánuðina, má áætla verðmæti 30 tonna um 3,1 milljón króna. Taka ber þó fram að hér er aðeins miðað við fiskverð á fisk- mörkuðum en fjöldi krókabáta landar afla sínum á föstu fískverði hjá fiskvinnslum en þar er verð mjög breytilegt. Flestir sóknardagabátar eru á Vestfjörðum eða 89 talsins. Miðað við framvarpið yrði afli þeiira á fiskveiðiárinu um 2.670 tonn nýti þeir allir heimildir sínar til fulls. Þorskaflahámarksbátar á Vest- fjörðum era 91 talsins og aflaheim- ijdir þeirra samtals um 7.496 tonn. Öllu fleiri þorskaflahámarksbátar era á Reykjanesi eða 97 en heim- ildir þeirra era hinsvegar nokkuð minni en á Vestfjörðum eða um 6.926 tonn. Leyfilegur heildarafli krókabáta á Vestfjörðum nemur því samtals um 10.166 tonnum á fiskveiðiárinu. Krókabátai' á Reykjanesi mega veiða um 8.696 tonn og krókabátar á Vesturlandi um 6.634 tonn. Flestir sóknardagabátar í Bolungarvík Flestir sóknardagabátar eru í Bolungarvík eða 19 talsins, þar af 2 í línu- og handfærakerfi. Sam- kvæmt frumvarpinu mega þessir bátar veiða alls um 570 tonn á fiskveiðiárinu. I Bolungarvík era aftur á móti 18 þorskaflahámarks- bátar og er hlutfall þeirra af heild- arþorskaflahámarkinu 5,25% eða um 1.660 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Heildarafli krókabáta í Bolungarvík á fiskveiðiárinu verður því 2.230 tonn að frum- varpinu óbreyttu. Þorskaflabátar í Grindavík ráða yfir stærstum hluta heildarþorskaflahámarksins eða 7,89%. Það samsvarar um 2.494 tonnum á þessu fískveiðiári. Aftur á móti era aðeins gerðir út 4 sóknardagabátar frá Grindavík og afli þeirra á fiskveiðiárinu því 120 tonn. Hlutdeild ÍS í rækjuútflutningi óx á siðasta ári Framleiðsla á rækju í smásölu tvöfaldaðist FRAMLEIÐSLA íslenskra sjáv- arafurða hf. á rækjusmásölupakkn- ingum, sem pakkað er hérlendis og fluttar beint í verslanir, tvöfaldaðist á síðasta ári frá árinu áður. Heild- arframleiðsla ÍS á pillaðri rækju jókst um 27%, úr 5.395 tonnum í 6.853 tonn á síðasta ári. Hlutdeild smásölupakkninga í landfrystri rækju jókst í verðmæti úr 22% árið 1997 í 33% á síðasta ári. Hlutdeild ÍS í rækjuútflutningi frá íslandi jókst úr 24% árið 1997 í 32% miðað við fyrstu 10 mánuði síðasta árs. Brugðist við minnkandi rækjuafla Aftur á móti varð samdráttur í framleiðslu ÍS á sjófrystri rækju á síðasta ári en að sögn Aðalsteins Gottskálkssonar, framkvæmda- stjóra framleiðslu- og þjónustu- sviðs IS, kom hluti þeirrar rækju sem pakkað var út á sjó árið 1997 til vinnslu í rækjuverksmiðjum í landi á síðasta ári. Þannig sé meira unnið af sjófrystri rækju í landi miðað við fyrra ár. „Eins og þekkt er hefur rækjan verið smærri en á síðasta ári, fyrir utan hvað veiðar hafa gengið verr en áður. Þessi samdráttur hefur haft meiri áhrif á sjófrystinguna en landfrystinguna. Hinsvegar er meira unnið af frosnu hráefni í verksmiðjunum í landi, bæði innlendu og innfluttu.“ Aðalsteinn segir að búast megi við minnkandi rækjuframleiðslu á árinu sem nú er nýhafið en á móti komi að þá aukist hlutdeild verð- mætari pakkninga og þannig geti verðmæti aukist. „Það er fyrirsjá- anlegt að afli verður nokkuð minni en við munum reyna að bregðast við því með því að fá rækju annars- staðar frá til að standa undir þeim þörfum sem markaðurinn hefur,“ segir Aðalsteinn. A síðasta ári hóf IS sölu á skel- rækju í neytendapakkningum á Rússlandsmarkaði og segir Aðal- steinn söluna hafa verið komna á góðan skrið þegar markaðurinn lok- aðist vegna eínahagsástandsins þar í landi. Alls vora seld um 150 tonn til Rússlands af afurðinni í fyrra og segist Aðalsteinn vongóður um að salan geti hafist á ný þegar markað- urinn í Rússlandi nái jafnvægi á ný. Stjórn fískveiða Styðja frumvarpið ÚTVEGSMANNAFÉLAG Suð- umesja hefur sent frá sér yfir- lýsingu, þar sem lýst er stuðningi við frumvarp sjávarútvegsráð- herra um breytingar á lögum um stjóm fiskveiða. Þar segir að fé- lagið bendi á að ekki verði tekið meira af aflaheimildum afla- marksskipa til að auka enn við hlut smábáta eins og ítrekað hafi verið gert á undanfömum áram. „Á árinu 1997 fiskuðu 70 afla- marksskip á Suðurnesjum um 380.000 af bolfiski, skelfiski og uppsjávarfiski og 750 sjómenn höfðu atvinnu af því. Útvegs- mannafélag Suðurnesja er al- farið á móti því að hagsmunir Suðurnesja verði skertir enn frekar til að auka hlut smá- báta,“ segir í yfirlýsingu félags- ins. A • • Ovíst um eftirlitsstarf á vegum OSE Varað við borgarastríði í Kosovo The Daiiy Telegraph WESLEY Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur varað við því að borgarastríð kunni brátt að brjótast út í Kosovo, þar sem Serbar hafi ekki staðið við skuldbindingar sem þeir gerðu í október á síðasta ári til að afstýra loftárásum NATO. Þá ríkir óvissa um framhald eftirlitsstarfs á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í héraðinu. Clark sakar stjómvöld í Belgrad um að hafa sent aukið herlið til Kosovo, látið serbneskum lögreglu- sveitum í héraðinu í té þungavopn, og brotið aðra skilmála sem NATO setti þeim í október. Samkomulagið sem Richard Holbrooke, sendimað- ur Bandaríkjastjórnar, náði þá við Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta virðist í hættu, og áttu fulltrúar aðildarríkja NATO fund í Brussel á miðvikudag til að fara yfir stöðuna. Haft er eftir heimildamönnum innan bandalagsins að Serbar hafi aukið lögreglulið sitt í Kosovo, trassað að kalla allt herlið sitt í hér- aðinu til herbúða í héraðshöfuð- borginni Pristina, og starfrækt eft- irlitsstöðvar við vegi. Starfsmenn NATO segja vísbendingar liggja fyrir um að bæði Serbar og aðskiln- aðarsinnaðir Kosovo-Albanir búi sig undir frekari átök, sem geti blossað upp hvenær sem er. Eftirlitsstarf í uppnámi Algjör óvissa ríkir um framhald eftirlitsstarfs á vegum ÖSE í Kosovo. Samkvæmt samkomulagi Holbrooks og Milosevie áttu 2.000 menn að gæta þess að friður væri haldinn í héraðinu, en þeim var brátt fækkað í 1.200. Þá hefur fullri framkvæmd eftirlitsins ítrekað ver- ið frestað. Átti það upphaflega að vera komið á fullan skrið í síðasta mánuði, þá var því frestað fram í janúar og loks til miðs febrúar. Margir lýstu yfir efasemdum í upphafi um að ÓSE væri starfinu vaxin, enda hefur stofnunin enga reynslu af svo umfangsmiklum verkefnum. Nú virðist sem hrakspárnar séu að rætast. Haft var eftir starfsmanni ÖSE að stofn- unin hafi stórlega vanmetið hvað þjálfun eftirlitsmanna, öflun vista og búnaðar, húsnæðis og farartækja væri flókið og tímafrekt verk. Ljóst er að ef kemur til harðra átaka í Kosovo á næstu vikum verða eftirlitsmennimir fluttir á brott með aðstoð björgunarsveita NATO, sem staðsettar era í nágrannaríkinu Makedóníu. S Reuters Atta fórust í Svíþjóð ÁTTA manns fórust og tveir eru vestur af Stokkhólmi í gær. Var mikið siasaðir eftir að fólksbíll áreksturinn svo harður að kvikn- og lítil rúta lentu í árekstri norð- aði í báðum bifreiðunum. Tony Blair í Suður-Afríku Hrósar Mbeki fyrir leiðtogahæfíleika Pretóría, Höfðaborg. Reuters, The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, er nú í fyrstu opinberu heimsókn sinni í Suður-Aíríku og átti í gær fundi með Nelson Mand- ela, forseta Suður-Afríku og Thabo Mbeki, væntanlegum eftirmanni hans. Blair hrósaði Mbeki í hástert eftir fund þeirra. „I ljósi leiðtoga- hæfileika Mbekis hef ég mikla trú á framtíð Suður-Afríku,“ sagði breski forsætisráðherrann. Á fundi með Mandela fór Blair fram á stuðning s-afrískra stjórn- valda til að knýja fram lausn á Lockerbie-deilunni við Líbýustjórn. Þá voru undirritaðir viðskiptasamn- ingar á milli ríkjanna tveggja, sem kveða á um auknar fjárfestingar breskra stórfyrirtækja í Suður-Af- ríku. Mikilvægur hluti heimsóknar Blairs var að kynnast Mbeki, sem flestir ganga út frá sem vísu að verði næsti forseti Suður-Afríku. Hafa yfirlýsingar Mbekis um mis- ræmi í skiptingu auðs á milli hvítra og svartra valdið nokkrum óróa meðal hvíta minnihlutans í landinu. Verði Mbeki kjörinn forseti mun hann að eigin sögn leggja höfuðá- herslu á að uppræta félagslegt óréttlæti og ítreka mikilvægi sátta á milli kynþáttanna. Mbeki, sem er 56 ára, var í fremstu röð leiðtoga Afríska þjóðar- ráðsins, ANC, á meðan Nelson Mandela sat í fangelsi. Hann var náinn pólitískur samstarfsmaður forseta ráðsins, Olivers Tambos, og stjómaði samningaviðræðum við ríkisstjórnina um afnám aðskilnað- arstefnunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.