Morgunblaðið - 08.01.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 23
ERLENT
Ecevit
reynir
Flokkur Netanyahus kynnir vígorð sín í kosningabaráttunni
Likud beinir spjótum
sínum að Ehud Barak
Bandaríkin
Ekkert
dauðsfall í
áætlunar-
stjórnar-
myndun
BULENT Ecevit, leiðtoga tyrk-
neskra vinstrimanna, var í gær
falin stjómarmyndun að nýju, í
annað sinn frá
því að stjórn
Mesuts
Yilmaz, var
felld í nóvem-
ber sl. Ecevit
mistókst
stjórnarmynd-
un í desember
og hefur
stjórnarkrepp-
an nú varað í tæpa tvo mánuði.
Lýsti Ecevit því yfir í gær að
hann teldi mikla möguleika á
því að honum tækist ætlunar-
verkið á fáeinum dögum.
300 lögreglu-
menn reknir
EISTNESKA lögreglan hefur
rekið um 300 rússneska lög-
reglumenn og er ástæðan sögð
sú að þeir hafi ekki eistneskan
ríkisborgararétt og tali ekki
nógu góða eistnesku. Þeim var
gert að skilyrði að taka upp eist-
neskt ríkisfang og fara í eist-
neskupróf fyrir 1. janúar sl. en
urðu ekki við því. Rússar eru
um þriðjungur íbúa Eistlands.
Kabila býður
til viðræðna
LAURENT Kabila, forseti
lýðveldisins Kongó, bauð upp-
reisnarmönnum í gær óvænt til
viðræðna. Hingað til hefur hann
þvertekið fyrir að hitta þá en
sagði í sjónvarpsávarpi að upp-
reisnarmönnum væri velkomið
að mæta til viðræðna í höfuð-
borginni, Kinshasa.
Sprengdu
sjálfa sig
TVEIR Finnar sem höfðu hótað
því að sprengja fjölbýlishús í
bænum Pietarsaari og drepa
lögreglumenn ef þeir reyndu að
koma í veg fyrir það, létu lífið í
gær er sprengja sprakk í íbúð
þeirra. Ekki urðu skemmdir á
öðrum íbúðum. Óljóst er hvaða
ástæður lágu að baki hótunum
mannanna en talið er að þeir
hafi verið undir áhrifum áfengis
eða lyfja.
Afsögn lög-
reglusljóra
LÖGREGLUSTJÓRI Malasíu
sagði af sér í gær og kvaðst bera
fulla ábyrgð á því ofbeldi sem
Anwar Ibrahim, fyrrverandi
fjáj'málaráðherra landsins, hefði
verið beittur í fangelsi. Segja
stjómarandstæðingar afsögn
hans ekki næga, draga verði þá
sem fyrirskipuðu og beittu Anw-
ar ofbeldi til ábyrgðar.
Mannsfórn í
Finnlandi?
FINNSKA lögi’eglan rannsakar
nú hvort verið geti að þrír ungir
djöfladýrkendur, sem hafa játað
á sig morð á kunningja sínum,
hafi fórnað honum og etið hluta
líksins. Lögreglan verst allra
frétta en útilokar ekki að um
mannát hafi verið að ræða.
Ecevit
Jerúsalem. Reuters.
HÆGRIFLOKKUR Benjamins
Netanyahus, forsætisráðherra ísra-
els, hóf kosningabaráttu sína form-
lega í gær og kvaðst staðráðinn í að
hvika hvergi í deilum sínum við
Palestínumenn í öryggismálum. Ný
skoðanakönnun bendir til þess að
Netanyahu hafi aukið fylgi sitt lítil-
lega en eigi á brattann að sækja í
baráttunni við tvo helstu keppinauta
sína, sem eru báðir fyrrverandi yfir-
menn hersins.
Likud-flokkur Netanyahus lagði
áherslu á að hann myndi ekki gefa
eftir í deilunum við Palestínumenn
og kynnti vígorð sín í kosninga-
bai’áttunni: „Við slökum ekki til í
öryggismálum" og „við slökum ekki
til í deilunni um Jerúsalem“.
Flokkurinn beindi einnig spjótum
sínum að Ehud Barak, leiðtoga
Verkamannaflokksins og fyrrverandi
Nazar-
bajev spáð
sigri í
Kasakstan
NURSULTAN Nazarbajev, for-
seta Kasakstans, er spáð örugg-
um sigri í forsetakosningum
sem fram fara þar í landi á
sunnudag. Kosningarnar hafa
verið harðlega gagnrýndar víða
um heim, ekki sist sú ákvörðun
Nazarbajevs að flýta þeim en
ganga átti að kjörborði undir
árslok 2000. Segja mannrétt-
indasamtök og fleiri að með því
að flýta kosningunum hafí and-
stæðingum forsetans nær eng-
inn tími gefíst til að heyja kosn-
ingabaráttu. Þá hefur það verið
harðlega gagnrýnt að fyrrver-
andi forsætisráðherra landsins,
Akezhan Kazhegeldin, skyldi
vera meinað að bjóða sig fram
vegna smávægilegra brota á
starfsreglum er hann sat í
embætti.
yfirmanni hersins. „Barak forðast
ábyrgð", stóð á einu kosningaspjald-
anna og var það túlkað sem skírskot-
un til_ásakana um að Bai-ak hefði lát-
ið hjá líða að bjarga hermönnum sem
særðust á heræfingu þegar hann var
yfirmaður hersins.
Likud-flokkurinn vitnaði einnig til
ummæla Baraks í sjónvarps-
spjallþætti á liðnu ári þess efnis að
hann myndi vera í hreyfingu hermd-
arverkamanna ef hann væri
Palestínumaður.
Netanyahu með mest fylgi
í fyrri umferðinni
I vígorðunum var ekkert minnst á
annan íyrrverandi yfirmann hersins,
Amnon Lipkin-Shahak, sem hefur
ákveðið að bjóða sig fram gegn Net-
anyahu í forsætisráðherrakosningun-
um 17. maí og stofna nýjan miðflokk.
Likud-flokkurinn kvaðst hafa snið-
gengið Lipkin-Shahak þar sem hann
hefði ekki enn kynnt stefnu sína.
Ný Gallup-könnun, sem birt var í
dagblaðinu Maariv, bendir til þess að
Netanyahu fái mest fylgi í fyrri um-
ferð forsætisráðherrakosninganna
17. maí en þó ekki nógu mikið til að
ná kjöri. Samkvæmt könnuninni fær
Netanyahu 33% atkvæðanna í fyrri
umferðinni, Barak 32% og Lipkin-
Shahak 20%.
Fái enginn meirihluta at-
kvæðanna í kosningunum 17. maí
verður kosið á milli tveggja efstu
frambjóðendanna 1. júní. Gallup-
könnunin benti til þess að Lipkin-
Shahak myndi fá mest fylgi í síðari
umferðinni og bera sigurorð af Net-
anyahu með 53% fylgi. Barak myndi
einnig sigra forsætisráðherrann en
með minni mun.
flugi í fyrra
Washington. Reuter.
BANDARÍSK áætlunarflugfélög
fluttu 615 milljónir farþega árið
1998 og það verður skráð á spjöld
sögunnar að það er fyrsta árið
sem ekkert dauðsfall verður í
farþegaflugi í Bandaríkjunum.
Frá því Óryggisnefnd samgöng-
umála (NTSB) hóf að skrá dauðs-
föll í farþegaflugi með kerfis-
bundnum hætti árið 1967 hefur
það aðeins tvö önnur ár gerst, að
enginn farþegi hafi beðið bana í
farþegaþotum, hið seinna var
1993.
Bæði árin fórust þó farþegar af
slysforum með smærri áætlunar-
flugvélum, aðallega ski-úfuþotum.
Arið 1998 er í hróplegri
mótsögn við árið 1996 er gífurleg
gagnrýni var sett fram varðandi
flugöryggi í kjölfar þess að
breiðþota TWA sprakk skömmu
eftir flugtak frá New York og
ValuJet þota stakkst ofan í fenja-
svæðin á Flórída. I þessum tveim-
ur slysum fórust 340 manns.
Síðasti farþeginn, sem beið
bana í áætlunarflugi bandarísks
flugfélags var kona er dó af völd-
um höfuðáverka sem hún hlaut í
flugvél United Airlines 28. desem-
ber 1997. Þotan var á leið frá
Tókíó til Honolulu er hún lenti í
mikilli ókyrrð.
Síðasta mannskæða flugslysið í
áætlunarflugi innanlands í Band-
aríkjunum átti sér stað 8. nóvem-
ber 1997 er Cessna 208B flugvél
Hageland-flugfélagsins fórst í
Barrow í Alaska með þeim af-
leiðingum að sjö manns biðu bana.
iw bi3a
' 'a3apoaesa
‘NT'an
TDEN^
Reuters
STUÐNINGSMENN Nazarbajevs veifa kosningaspjöldum á
diskósýningu sem efnt var til honum til stuðnings.
í GÓDU EGLU
BOKHALDI...
*
Lll
STÆRÐIN LIKA! É
Egla bréfabindin fást í öllum
helstu bókaverslunum landsins
ROÐ OC REGLA
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Sími: 562 8500
Símbréf: 552 8819