Morgunblaðið - 08.01.1999, Page 55

Morgunblaðið - 08.01.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 55 BRÉF TIL BLAÐSINS Kveðja til íraks frá íslensku þjóðinni Frá Guðmundi Daníelssyni: ÞAÐ er eðli mannsins að standa með sínum líkum, sér skyldum og þeim sem hjartað nær til. En hvað af þessu það er sem fær Halldór Ásgiímsson til að fínna til sam- kenndar með sjálfum forseta Bandaríkjanna er ekki gott að sjá, allavega ekki fyrir þá sem ekki þekkja til. Það er ekki margt sem kem- ur manni út af sporinu í stressi desembermánaðar. Það er orðið að jafnfastri venju og sjálfur aðfanga- dagur. Fátt getur breytt því. Um- fanginu gengur maður orðið að sem vísu og hrekkur því nokkuð í kút þegar utanaðkomandi atburður nær að brjótast inn í vitund manns og kalla fram viðbrögð sem fær mann til að gleyma öllu stressi í miðri jólaösinni, reiðin brýst fram gagnstætt öllum boðskap jólanna. Maður vill helst hverfa í jörðina, í það minnsta afmá það í vegabréf- inu sem gefur til kynna þjóðerni manns. Og það sorglega er að voðaverkin eru af mannavöldum, leiðast af hvötum manns, kynhvöt Bandaríkjaforseta. Það sem helst ógnar hinum al- menna borgara í vestrænum heimi í dag er aukið ofbeldi, vanvirðing fyrir náunganum. Hverju er kennt um? Auðveldur aðgangur barna að ofbeldi, undirokun og misbeitingu valds gagnvart öðrum manneskj- um. En frétt af loftárásum á íraka kveikir þá hugsun hvað aðskilur börn og fullorðið fólk á stundum sem þessum. Manneskjur eru stráfelldar. Orðið ofbeldi breytist í stríð og merking þess hnígur að sama skapi að því að allt sé leyfilegt. Mannslíf sem deginum áður var ómetanlegt og allt gert til að bjarga verður skyndilega minna en einskis vert, ráðamenn okkar sem deginum áð- ur gáfu smámynnt í Rauðakross- bauk jólanna til styrktar stríðs- hrjáðum ríkjum tala um skyldur Islands til verndar vestrænum ríkjum, skyldur til að taka þátt í at- burðum sem þó stríða gegn alþjóða samþykktum og aðrar Evrópuþjóð- ir og önnur heimsveldi fordæma. Og ekki vantar sannfæringar- rökin. Öllum þeim fjölmörgu sem láta sig varða sáttmála þjóða í milli og gera sér grein fyrir að atburðir sem þessir auka aðeins á eymd þjóðarinnar sem í lendir en skilar ekki árangri eru róaðir með því að hittni skyttna sé svo mikil að ekki geti eitt einasta skot geigað frá hernaðarmikilvægum stöðum eða að almenningur sé í nokkurri hættu og þessu til staðfestingar er myndavél fest á Skud eldflaug og henni skotið inn um fyrirfram ákveðinn glugga. Grafíkin kemst nálægt því sem best gerist í nýj- ustu tölvuleikjunum. En í bakrunni lygaraddarinnar eru myndir sem sýna sprengjurnar berja á híbýlum Iraka tilviljunarkennt og ljósa- gangurinn minnir helst á himininn klukkan tólf á gamlárskvöld hér heima. Gleðin að vísu orðin að sorg. Fjölmiðlarnir taka þátt í þessum blekkingarleik sem þó nokkrum vikum áður sögðu okkur frá kanadískum veðurathugunarbelg sem skapaði stórhættu á flugleið- um háloftanna en í því tilviki höfðu hæfustu skyttur Bandaríkahers eytt vel á annað hundrað skotum á belginn áður en þeir sneru heim á leið án þess að hæfa hann. Hann lenti sjálfviljugur eins og flestir muna heill á húfi. Það virðist því ekki gilda sama lögmál hvort um loftbelg sem er á stærð við gott einbýlishús eða óbreyttan íraskan borgara er að ræða. Það sorglegasta í þessu öllii sam- an er þó það að hver einast Islend- ingur tekur þátt í ofbeldinu. Hvort við tökum í gikkinn eða ekki gildir einu. Ég vil benda þeim, sem þetta lesa, á það að okkar hæstvirti utan- ríkisráðherra styður fyrir okkar hönd, íslensku þjóðarinnar, mis- kunnarlaus morð á óbreyttum borgurum í miðjum undirbúningi helstu hátíðar íraka sem gengur í garð nú um helgina. Hvað það er sem fær hann til þess er ekki gott að segja. En það er ýmislegt sem baldin börn og unglingar gera til að falla inn í hóp hinna stóru, vera með. Hundur mannsins fylgir húsbóndanum til þess að komast hjá skömmum og ef hann hlýðir í einu og öllu á hann meira að segja von á leggnum af jólalærinu, í heimi barnanna er slíkt að fínna. Sá sem er of lítill, of stór, með of stór eyru eða of feitur gerir allan fjandann fyrir þann sem ekki er of eitthvað til þess að fá að vera með. Hvort einhver þessara skýringa á við skal ósagt látið hér, en það er sjálfsagt þægilegi-a að vera með en á móti í slíku máli. Ekki nema samviskan nagi og sam- kenndin sé svona sterk hjá ráð- herra utanríkismála Islands með Bandaríkjaforseta, sem átti jú að kæra rétt nokkrum klukkustund- um eftir að árásirnar hófust fyrir óheilindi og lygar. Það er tímasetningin. Það læðist að manni sá grunur að tímasetn- ingin sem varð fyrir valinu hjá „okkur hinum stóru þjóðum vest- ræna heimsins" sé engin tilviljun. Allir sem það vildu vita vissu jú að innrás hers sameinaðra vestur- velda var hafin á helsta fréttatíma bandarísku þjóðarinnar. Að vísu um miðja nótt hjá okkur en við verðum nú samt að telja það mis- tök að fréttatími Stöðvar tvö hafi ekki ráðið tímasetningunni ef mark er takandi á orðum utanríkisráð- herra um áhrif og mikilvægi okkar í þátttöku í árásinni. Nú er annað uppi á teningnum. Veldi alvalds heims fer hnignandi. Og það ýtir við vitundinni að þetta er í þriðja sinn sem hitnar undir forseta Bandaríkjanna í valdatíð hans og í kjölfarið hefur í öll skipt- in verið gripið til árása á írak. Og aldrei hefur snaran þrýst jafnfast að hálsi forsetans og nú og ekki nema eitt að gera. Fullnægja þjóð sinni. Jú, og þörfum Tony Blairs sem allt í einu er orðinn talsmaður stríðsglaðrar ábyrgrar þjóðar sem hefur frekar verið þekkt fyrir að tapa stríðum en vinna þau í gegn- um tíðina. I skjóli Clintons er jú gott að vinna bug á minnimáttar- kenndinni á þessu sviði. En hvaða kenndir það eru sem fá Halldór As- gi-ímsson til að styðja þetta er ekki gott að sjá, ekki nema um sam- kennd sé að ræða með forseta Bandaríkjanna. Einstaklingsframtak er tískuorð ráðamanna þjóðarinnar. Það fram- tak að senda flugþotu fulla af hjálp- argögnum fyrir sál og líkama stríðshrjáðra einstaklinga líkt og forsvarsmenn samtakanna Friðar 2000 gerðu síðastliðið ár og er með í undirbúningi nú er vinaleg jóla- kveðja frá smáríki í vestri. Það er viðmót sem allir Islendingar geta verið stoltir af og á eftir að kasta skæru ljósi á Island í framtíðinni ef kjarkmenn standa við stýrið við Austurvöll. Sem betur fer hafa ís- lenskir ráðamenn einnig tekið af skarið í heimi þjóðanna og þjóðin staðið stolt af þeirra ákvörðunum. Dæmi um það er ákvörðum um staðfestingu sjálfstæðis Eystra- saltsríkjanna. Það segja þeir sem til þekkja að þar sé Islendingum tekið sem einstaklingum sem til- heyra stórhugsandi, kjarkmikilli lít- illi þjóð. En það þarf kjarkmikinn mann til að standa á bak við slíka ákvörðun því hún er mikil að taka. Það að fljóta með og bera á borð fyrir íslensku þjóðina ótrúverðug rök, sem hallast öll í raun að klofi Bandaríkjaforseta, er smánarlegt fyi-ir þann sem það gerir, til skammar fyrir þá þjóð sem sá mað- ur tilheyrir og gegnir utanríkisráð- herrastöðu fyrir. Sá sem styður ái'ásir og morð á ódæmda borgara hefur mannslíf á samviskunni. Það er döpur jólakveðja sem Halldór Asgrímsson sendir írösk- um almenningi á þeirra hátíðar- stundu sem nú fer í hönd. GUÐMUNDUR DANÍELSSON, Stuðlaseli 38, Reykjavík. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ - ÆTTBÓKAVEISLA Frá og með næstu viku hefjast ættfræðinámskeið á ný hjá Ættfræðiþjónustunni. Verður boðið upp á grunnnámskeið fyrir byrjend- ur (21 klst.) og framhaldsnámskeið fyrir lengra komna (15 klst.). Fullkomin aðstaða til kennslu og rannsókna í nýju húsnæði fyrirtækisins. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun í leitaraðferðum og skipulegri saman- tekt ættfræðiverka með notkun frumheimilda og fjölda ættar- og hjálp- arbóka. Leiðbeinandi er Jón Valur Jensson, cand. theol., sem kennt hefur á þessum námskeiðum í 13 ár. Uppl. og skráning þátttakenda ( síma 552-7100. - Hjá Ættfræðiþjónustunni eru fáanlegar allar Sögusteins- bækur (þ. á m. Reykjaætt öll, Briemsætt, Knudsensætt, Hreiðars- staðakotsætt, Ölfusingar og tugir annarra titla) auk fjölda annarra ættfræðiverka, stéttatöl, búendatöl o.m.fl. Nýtið ykkur Ifábært til- boðsverð (til 5. febrúar). Bókalisti sendur þeim sem þess óska. Ættfræðiþjónustan (M) Hallveigarstöðum, Túngötu 14, s. 552-7100, 552-2275 Útsalan hefst á morgun Bitte Kai Rand, Skólavörðustíg 38, 101 Rvík, sími 552 4499 Augsburg viðhafnarbikar frá cndurreisnarcímanum. Seldur hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn fyrir 3.300.000 danskar kr. Bruun Rasmussen Kunstaukúoner er stærsta uppboðshús í Skandinavíu með veltu upp á 250.000.000 danskar kr. Við leitum að eldri og nýrri listaverkum og antíkmunum á alþjóðleg uppboð okkar í Danmörku. Sérfræðingur okkar í mati á list- og antíkmunum, Sven Juhl Jorgensen, verður tíl viðtals í Reykjavík 11. og 12. janúar. Hægt er að koma á matsfundi í gegnum farsíma nr. 0045 40 469644 eða á aðalskrifstofu okkar í Kaupmannahöfn í síma 0045 33 136911. BRUUN RASMUSSEN KUNSTAUKTIONER Bredgade 33, 1260 Kobenhavn K, Danmörku. Sími 0045 33 136911. Fax 0045 33 324920. TEENO Laugavegi 56, sími 5522201 hefst í báðum búðunum samtímis á fyrramálið kl. 10.00 Vönduð ogfalleg föt á börninfrá þekktum framleiðendum á verulega lœkkuðu verði Golimini ENGtABÖRNÍN Laugavegi 56, sími 5522201 CTImúHEiIÍI ■IkCKLeMt/S/tocy T J J J J 0 AF AF E M F A N T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.