Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 7. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ellefu ára skákmeistari ELLEFU ára brezk stúlka, Jessie Gilbert, hefur vakið aðdáun skákheimsins með því að gera sér lítið fyrir og vinna gullverðlaun kvenna á heimsmeistaramóti áhugamanna í skák sem fram fór í Hastings á S-Englandi. Hún er sú yngsta sem nokkurn tímann hef- ur unnið heimsmeistaramót, en hún sló út 47 keppinauta, þar af 46 fullorðna. Jessie hóf að tefla fyrir þremur árum þegar hún gekk í skákklúbb skólans sins í Croydon í suðurhluta Lundúna. Hún er nú orðin alþjóðlegur meistari. Brezka skák- sambandið segir sigur Jessiear vera stór- kostiegan árangur. Talsmaður þess sagði skákmenn vanalega ná mestum þroska um tvítugt og því væri það einstakt þegar ein- hver svo ungur sigraði á alþjóðlegu móti. París ekki reist á virki Parísa FRANSKI fornleifafræðingurinn og sagn- fræðingurinn Didier Busson hefur koll- varpað þeirri viðteknu kenningu franskra sagnfræðinga að París hafí verið reist á rústum virkisbæjar gallversks þjóðflokks, Parísa. Hann segir að Rómverjar hafí reist borgina frá grunni um 4 árum fyrir Krist og ekkert bendi til þess að Parísar hafí reist virkisbæ á staðnum á undan þeim. I heimildum frá þessum tíma segir að Parísar hafí reist virkisbæ á bugðu eða eyju í Signu og franskir sagnfræðingar hafa lengi aðhyllst þá kenningu að bærinn hafi verið á Ile de la Cité, elsta hluta Parísar. Busson segir hins vegar í 600 siðna bók um rannsóknir á upphafi byggð- ar á staðnum að engar fornleifar hafí fundist undir borginni sem bendi til þess að þar hafi verið gallverskur bær. Vandi Blairs varð Dana til bjargar TALIÐ er að hneykslismál bresku sljórnar- innar hafi orðið til þess að Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og lífvörður hans björguðu dönskum ferðamanni frá drukkn- un um 1,6 km frá ströndum Seychelleyja á mánudag, að sögn breska útvarpsins BBC á föstudag. Blair var að tala við aðstoðannenn sína í farsíma þegar hann sá sundmann berast með straumnum til hafs. Ferðamaðurinn áttaði sig ekki á því fyrr en síðar að það var forsætisráðherra Breta sem bjargaði lífi hans. Hann vissi ekki heldur hversu hepp- inn hann var. Það varð honum til bjargar að Blair gat ekki notað farsímann á strönd- inni og ákvað því að sigla báti til hafs í von um að ná sambandi við aðstoðarmenn sína í Lundúnum. Að sögn BBC mun Blair hafa hringt til að Ieggja lokahönd á uppstokkun bresku stjórnarinnar vegna hneyksiismáls sem leiddi til afsagnar tveggja ráðherra. Þótt hneykslismálið hafi orðið ráðherrunum að falli geta þeir glaðst yfír því að það varð að lokum til þess að mannslífi var bjargað. Skautað í vetrarblíðu Morgunblaðið/RAX VEL hefur viðrað til iðkunar skautaíþrótta í höfuðborginni síðustu daga. Þessir vösku piltar sýndu Ijósmyndaranum fimi sína í íshokkíi er þeir kepptust af einbeitni um „pökkinn“ á frosinni Tjörninni. Lott heitir sanngjörnu réttarhaldi yfír Clinton Washington. Reuters. ÖLDUNGADEILD Bandarílqaþings mun hafa „velsæmi og háttprýði að leiðarljósi" í komandi réttarhöldum yfir Bill Clinton for- seta vegna ákærunnar á hendur honum til embætt- ismissis, sagði Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öld- ungadeildinni, í gær. Lott bar, í svari við vikulegu útvarpsávarpi Bandaríkjaforseta, lof á þá flokkadráttalausu sátt sem náðst hefði um tilhög- Clinton un málarekstrarins gegn Clinton. Aætlunin felur meðal annars í sér möguleikann á að vitni verði kölluð íyrir og að réttarhaldið haldi áfram um miðja vik- una. „Alla vikuna leit út fyrir að á milli okkar væri óbrúanlegur ágreiningur," sagði Lott. „En eftir að hafa hlustað hver á annan og talast við augliti til auglitis náðum við sam- komulagi á síðasta stundarfjórðungi fundar okkar,“ sagði hann um samningaviðræður repúblikana og demókrata í öldungadeild- inni, sem lyktaði á föstudagskvöld með sam- hljóða samþykki öldungadeildarþingmann- anna 100 við áætlun um tilhögun réttarhald- anna, sem felur m.a. í sér að mögulegum vitnaleiðslum verði frestað þar til undir lok mánaðarins og að meirihluti þingmanna þurfi að samþykkja allar vitnastefnur. 55 repúblikanar og 45 demókratar sitja í öld- ungadeildinni. Deilan um vitnaleiðslur hafði valdið djúp- stæðum klofningi í öldungadeildinni. Demókratar héldu því fram að krafa repúblikana úr fulltrúadeildinni um að máls- aðilar bæru vitni í eigin persónu myndi draga réttarhaldið á langinn og gæti hert aftur flokkadrætti. „I sanngirni ætti öldungadeildin að hafa möguleika á að kalla fyrir vitni ef meirihluti öldungadeildarþingmanna telur það nauð- synlegt til að komast að hlutlausri niður- stöðu,“ sagði Lott. „I gegn um allt þetta ferli munum við hafa ýtrustu staðla velsæm- is og háttprýði að leiðarljósi." Lögmenn Clintons heita kröftugri vörn Eftir að öldungadeildin afgreiddi áætlun- ina um tilhögun réttarhaldanna var Clinton borin stefna þar sem ákærunum og tilhögun réttarhaldanna er lýst. Honum er gert að svara stefnunni fyrir kl. 17 á mánudag. Lög- menn forsetans hétu því að halda uppi „kröftugum, árangursríkum og heildstæð- um“ vörnum fyrir hann og sögðust vona að þau stæðu skammt yfir. Clinton hefur verið ákærður fyrir að fremja meinsæri og leggja stein í götu rétt- vísinnar til að leyna kynferðislegu sambandi sínu við Monicu Lewinsky. Ólíklegt þykir að öldungadeildin sakfelli forsetann og svipti hann embættinu, en til þess þarf tvo þriðju atkvæðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.