Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að hittast og síðan ekkert TONLIST S a 1 ii r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Roland og Alniita Vamos léku ásamt íslenskum strengjaleikuruin verk eftir Haivorsen, Vivaldi og Mendelssohn. Fimmtudagurinn 7.janúar, 1999. EINN af þeim tónleikum sem segja má að séu eins konar hljóm- burðartilraun á Salnum var haldinn sl. fimmtudag því þar komu ein- göngu fram íslenskir strengjaleikar- ar ásamt Vamos-hjónunum, sem hafa verið hér á landi með námskeið fyrir strengjaleikara en í hópi þeirra sem notið hafa kennslu hjónanna, við Oberlin-tónlistarskólann í Ohio, eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Aður Haf- steinsdóttir, Sif Tulinius, Sigurbjörn Bernharðsson og Ragnhildur Pét- ursdóttir og tóku flestir þeirra einnig þátt í þessum tónleikum, bæði sem einleikarar og stjórnend- ur. Tónleikarnir hófust á Hándel- Halvorsen passakalíunni, sem raun- verulega er í chaconne-formi, þ.e.a.s. tilbrigðaverk sem byggir á Sýning* framlengd GESTABOÐ Ingu Elínar, gler- lista- og keramiksýning á Pall- inum í Alafossbúðinni, Alafoss- vegi 23, Mosfellsbæ, verður framlengd til laugardagsins 23. janúar. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og laugar- daga kl. 10-14. sömu hljómaskipan, en passakalía er tilbrigðaverk sem byggir á bassa- stefi þar sem leitast er við að vinna yfir það með síbreytilegum hljómum og kontrapunktísku lagferli. Passakalían eftir Hándel er aftur á móti nær öll leikur með brotna og sí- endurtekna hljóma. Pessi munur á nafngift er sér enskt fyrirbæri, ásamt því að svipuð verk voni einnig nefnd Ground þar í landi. Útfærsla Halvorsens er skemmtilega unninn dúett fyrir fiðlu og lágfiðlu og fyrir nokkur leiktæknileg atriði vinsælt viðfangsefni fiðluleikara. Það var auðheyrt að Vamos-hjónin eru slyngir fiðluleikarar og léku passakalíuna mjög vel. Annað viðfangsefni tónleikanna var konsert fyrir fjórar fiðlur og strengjasveit eftir Vivaldi. Þessi konsert er nr. 10 í 12 konserta safni, L’estro armonica, op. 3, sem gefnir voru út í Amsterdam árið 1711. Út- gáfa konsertanna (op. 3) hafði mikil áhrif og J.S. Bach umritaði fyrir hljómborðshljóðfæri fimm konserta úr þessu safni. Konsertarnir voru samdir fyrir stúlkurnar í Ospedale della Pieta, sem sumar hverjar voru orðnar frægar sem afburða hljóð- færaleikarar. Einleikarar í þessum konsert voru Sigurbjöm Bernharðs- son, Sif Tulinius, Auður Hafsteins- dóttir og Almita Vamos og mátti heyra á einstaka einleiksstrófum að hér stóðu að verki frábærir fiðlarar. Strengjasveitin, sem að mestu var skipuð nemendum úr Tónlistarskól- anum i Reykjavík, ásamt Roland Vamos, Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnari Kvaran, var undir stjórn Sigrúnar Eðvaldsdóttur, sem fórst stjórnin vel úr hendi. Aðalverk tónleikanna var svo kvintett op. 18, fyrir tvær fiðlur, tvær lágfiðlur og selló, eftir Mendelssohn og voru flytjendur Amos-hjónin, ásamt Guðnýju Guð- mundsdóttur, Sigurbirni Bernharðs- syni og Gunnari Kvaran. Mendels- sohn var 17 ára (1826) er hann samdi þennan kvintett sem þar til fyrir stuttu var lítið fluttur. I upp- haflegri gerð hans var annar þáttur- inn menúett en 1832 endurskoðaði Mendelssohn verkið og felldi burt menúettinn en samdi í staðinn fyrir hann nýjan, Intermezzo, og var þessi gerð verksins flutt að þessu sinni. Það mátti heyra að nokkur munur var á rithætti nýja þáttarins og eldri þátta verksins en þrátt fyrir að tón- ferli þeirra sé í raun hrein klassik, en í Intermezzoinu rómantísk, er þetta góð tónlist er var að mörgu leyti vel leikin, utan síðasti þáttur- inn sem var alltof gassafenginn í styrk, sérstaklega undir það síðasta og samspilið oft eins og styrkleika- samkeppni á milli flytjenda. Styrk- leiki er afstætt fyrirbæri og strengir eru sériega viðkvæmir fyrir of mikl- um styrk og er þá hætta á sáru tóntaki og erfiðleikum í allri tónmót- un. Besti þátturinn er sá fyrsti sem var á köflum vel leikinn en skemmti- legasti og í raun sniðugasti þáttur verksins er Sherzo- þátturinn sem einnig var nokkuð vel leikinn. Það sem á vantaði í flutning verksins var tíminn en í honum er að finna lykil- inn að þeirri íhugun sem annars vill oft vera fjarri, þegar samspilið hefur aðeins staðið stutta stund og ekki gefist tími til „samræðna", svo sem heyra mátti að vantaði í Intermezzo- þáttinn. Þarna gildir einu þótt flytj- endur allir séu frábærir tónlistar- menn, en eins og oft hefur verið sagt þá er „lífið stutt en listin löng“ og því miður hefur flutningur kammer- tónlistar hér á landi einum of ein- kennst af þvi að menn hafa hist og þá verið slegið upp veislu og síðan ekkert. Jón Ásgeirsson Poulenc-hátíð fram haldið í Iðnó Tónskáld með tvær hliðar „ÞETTA verða mjög skeinmtilegir tónleik- ar. Pouienc er nefni- lega ekki bara gott tónskáld, heldur líka skemintilegt. Þetta tvennt fer ekki alltaf saman," segir Þór- unn Guðmundsdóttir sópransöngkona en hún verður meðal flytjenda á öðrum tónleikum kammer- tónlistarhátíðar í Iðnó sem helguð er franska tónskáldinu Francis Poulenc. Tónleikarnir verða haldnir næstkomandi þriðjudag og hefjast kl. 20.30. Tveir ljóðaflokkar, Banalités og Cocardes, verða fluttir á tón- Ieikunum, auk fleiri verka. Segir Þórunn Poulenc hafa verið af- kastamikinn sönglagahöfund sem skrifað hafí skemmtilega fyrir röddina. „Hann var jafnvígur á kammersöngverk og verk fyrir píanó og rödd. Hann samdi mikið fyrir vin sinn og samstarfsmann, Pierre Bernac barítonsöngvara, og fóru þeir saman í margar tón- leikaferðir en Poulenc var einnig góður píanóleikari.“ Þórunn segir fjölbreytta texta einnig setja svip á verk Poulenc. „Textar kveiktu í honum enda var gróska í frönskum skáldskap mikil á fyrri hluta aldarinnar.“ Segir hún skapgerð tónskáldsins koma vel fram í textavalinu, ým- Þórunn Guðmundsdóttir ist séu þeir grafalvar- legir, en Poulenc mun meðal annars hafa verið mikill trú- maður, eða glettnir, en hann mun jafn- framt hafa verið gleðimaður fram í fingurgóma. „Það eru alveg tvær hliðar á honum.“ „Letilegasta lagið“ Ljóðaflokkurinn Banalités er saminn fyrir sópran og píanó og er eitt þekktasta verk sinnar tegundar frá hendi höfundar. ÞETTA E R INNIFALIÐ f AR5K0RTINU Eróbikk Spinning Yöga KickbDXing Bady Pump kvennaleikfimi • Karlatímar • Hammer Strength tækjasalur • Aðgangur að sundlaug Garðabæjar Einnig býður Betrunarhúsið fitubrennslunámskeið, Jiu Jitsu námskeið, einkaþjálfun, ljósastofu eg barnagæslu. Leiðbeinendur ávallt til staðar og sjúkraþjálfari 4 sinnum í viku. Betrunarhúsið er í glæsilegu 1.000 fm. húsnæði ng alltaf næg bílastæði. ATH: SKRÁNING í FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ ER HAFIN „Banalités er oft fluttur," segir Þórunn, „enda samanstendur flokkurinn af mjög skemmtileg- um Iögum. Þar á meðal lagi sem nefnt hefur verið „Ietilegasta lag sem samið hefur verið“ en það fjallar um persónu, mann eða konu, sem húkir inni á hótelher- bergi og nennir alls ekki að vinna. I öðru lagi er talað um kosti þess að flytja úr sveit í borg, nánar tiltekið til Parísar, en Poulenc var einmitt mikið borgarbarn - fékk innblástur við að ganga um götur stórborgar- innar." Ljóðaflokkurinn Cocardes er saminn fyrir sópran, fíðlu, kornett, básúnu, bassatrommu og þríhorn, og segir Þórunn hann einnig afar skemmtilegan. Að auki verða leikin á tónleik- unum Elégie fyrir horn og píanó, Sarabande fyrir gítar, Villanelle fyrir pikkolóflautu og píanó, Sónata fyrir flautu og píanó og Sónata fyrir horn, trompet og básúnu. Flytjendur eru, auk Þórunnar, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleik- ari, Emil Friðfinnsson hornleik- ari, Einar St. Jónsson trompet- leikari, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari, Bryndís Pálsdóttir fíðluleikari, Steef van Oosterhout slagverksleikari, Kristinn H. Árnason gítarleikari og píanó- leikararnir Miklós Dalmay og Kristinn Öm Kristinsson. Að hyggju Þómnnar er Iðnó hárréttur vettvangur fyrir hátíð- ina, salurinn hæfi anda verkanna vel. Þá lýkur hún lofsorði á skipuleggjanda hátíðarinnar, Ey- dísi Franzdóttur. „Þetta er frá- bært framtak. Það er svo sannar- lega þess virði að minna fólk á Francis Poulenc." Allar nánari upplýsingar i síma: 565 8898 og 565 8872 eða á staðnum: Garðatorgi 1, Garðabæ. Heilsu- og íþróttadag- ar í Ey- mundsson EYMUNDSSON í Kringlunni og Pennninn Eymundsson í Austurstræti 18 efna til Heilsu- og íþróttadaga og verður á boðstólum úi-val bóka og tímarita um allt sem lýtur að heilsurækt, jafnt á líkama og sál. Af bókum um íþróttir má t.d. nefna bækur um sund, leikfimi, hlaup, göngu, hverskyns boltaíþróttir, þolfimi, dans, vetraríþróttir, golf, tennis, borðtennis, bad- minton, squash og fjallaklifur. I heilsubókunum er m.a. að finna bækur um líkamlega heilsurækt, andlega heilsu- rækt, hollustufæði og forvarn- ir svo eitthvað sé nefnt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.