Morgunblaðið - 10.01.1999, Page 50

Morgunblaðið - 10.01.1999, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 Útsala Allar vörur á útsölu Allt að 60% afsláttur SILFURBÚÐIN Kringlunni, sími 568 9066. KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR AUGLÝSIR. ÆFINGAR HEFJAST SAMKVÆMT STUNDASKRÁ SEM HÉR SEGIR: Senjorítur, Gospelsystur og Kvennakór mæti 11. janúar. Léttsveit Kvennakórsins mæti 12. janúar og Vox feminae 13. janúar. Upplýsingar í síma 896 6468 eftir kl. 14:00 KVeNNAKÓR ReyKJAVÍKUR Dagskráin þín er komin út í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Pólitískir hrægammar VIÐ sem stöndum utan Bandaríkjanna veltum þvi fyrir okkur hvað sé að svokölluðu réttarfari í Ameríku, moldviðrinu kringum einkamál forset- ans. Þarna er hann leidd- ur fram eins og hver ann- ar stríðsglæpamaður útaf kvennamálum, sem eng- inn náttúrusterkur maður hefur hingað til þurft að skammast sín fyrir, nema ef vera skyldi þessa síð- ustu daga, þegar fólk virð- ist vera orðið meira og minna samkynhneigt, hvað sem veldur. Forsetinn má ekki njóta jafnréttis og skrökva á við aðra sakbitna eiginmenn og senda sinni ektakvinnu bara blóm, heldur er hann hundeltur árum saman af ómerkilegri, fégráðugri kvensnift út af kynferðis- legri áreitni, margþvæld- um orðum, sem löngu eru búin að missa merkingu sína. Er amerískt kven- fólk virkilega svo tröll- heimskt að halda það, þegar þær lufsast á her- bergi með kynhungruðum karlmanni, þótt ríkisstjóri sé, að hann ætli að spila við þær Lúdó þegar hann sýnir á sér reðinn? Er enginn félagsleg þjónusta þarna í Amer- íkunni líkt og Stígamót hér á Islandi? Pá er nú ekki vitinu fyr- ir að fara hjá ríkissak- sóknaranum. Þarna þvingar hann forsetann til að biðjast fyrirgefningar og játa syndir sínar frammi fyrir söfnuðinum, bandarísku þjóðinni, eins og hver annar nýliði í hvítasunnuhreyfíngunni, eða þrautreyndur alki án árangurs hjá SAL! Al- máttugur. Ná engin æðri lög yfir þennan gráðuga ofsóknarlýð, pólitískt fífl, repúblikana sem krefjast afsagnar forsetans. og rík- issaksóknarans sem ætti að skammast sín, falla fram og biðjast afsökunar á öllum fjáraustrinum sem hann hefur misnotað í þessu fáheyrða máli, sem orðið er aðhlátursefni út um allan heim. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34. Ómöguleg biðskýli VIÐ Laugavegi 176 og á Miklubraut við Kringl- una eru nýju dönsku bið- skýlin. Þetta eru ómögu- leg skýli, því að fólk sem stendur í þeim er alveg óvarið fyrir slettum sem ganga frá bílum og alla leið inn í skýlin. A sum- um skýlum eru þó gler- veggir að framanverðu sem skýla fólki eitthvað. Óska ég eftir því að gömlu skýlin sem eru í úthverfunum verði ekki fjarlægð, þau eru miklu betri en þessi nýju. 230626-4059. Tapað/fundið Myndavél týndist í Garðabæ á garnlárskvöld MYNDAVÉL týndist við göngustíginn við brennuna í Garðabænum á gamlárs- kvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 6650, Þröstur eða Asta. Myndavél og fílma týndust MYNDAVÉL og átekin filma í svörtum vinilpoka týndust í desember. Þessa er saknað. Finnandi hring- ið í síma 557 6535. Skíðastafur týndist í rútu SKÍÐASTAFUR, með gráu munstri og appelsínu- gulum stöfum týndist í rútu frá Teiti sem kom úr Bláfjöllum sl. fimmtudag. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 564 5815. Dýrahald KETTLINGUR, lítill fress ca. 7 vikna, sem fannst á víðavangi óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 562 2895. Hildur. Tík týndist í Mosfellsbæ YORKSHIRE-Terrier tík týndist frá Mosfellsbæ sl. þriðjudagskvöld. Hún er í blárri nælonkápu. Svarar nafninu Tína. Fólk er vin- samlega beðið að athuga geymslur og skúra. Þeir sem hafa orðið hennar var- ir eru beðnir að hafa sam- band við Kristínu í síma 896 3306. Fundarlaun. Svört iæða týndist UNG svört læða, hvit á nefi, maga og loppum, týndist líklega 26. desem- ber frá Laufásvegi 45b. Þeir sem hafa orðið henn- ar varir hafi samband í síma 562 2089. SKAK Um.vjón Margeir Pétursvon HINN kunni rússneski stórmeistari, Efim Geller, lést í desember, 73ja ára að aldri. Hann var einn sterkasti skák- maður heims um áratugaskeið og kom oft til Islands og tefldi hér. Hann var aðalaðstoðarmaður hjá Boris Spasskí í einvígi aldarinnar við Bobby Fischer í Reykjavík 1972. Geller var einmitt með eitt besta skorið gegn Fischer. Hann var mjög vel heima í fræðunum og ritaði fjölda bóka. Hann var þekkt- ur fyrir hvassan skákstíl og leiftrandi sóknir. Þessi staða kom upp í Moskvu 1967. Geller hafði hvítt og átti leik gegn Lajos Portisch. 18. Bg5!! (Ekki 18. Bxh6 - Rxb3 19. Bg5 - f6 og svart- ur verst) 18. - Dd7 (Svartur er mát eftir 18. - Dxg5 19. Dxf7 + - Kh7 19. Dg8 og 18. - hxg5 19. Rg6 með máti á h8 í kjölfarið) 19. Hadl - Bd6 20. Bxh6! - gxh6 21. Dg6+ - Kf8 22. Df6 - Kg8 23. He3 og Portisch gafst upp. SKAKÞING REYKJAVÍKUR hefst í dag kl. 14 í félagsheimili Taflfélags Reykjavfkur, Faxafeni 12. HVÍTUR leikur og vinnur 7. jan.-20. jan. Víkverii skrifar... BJÖRK Guðmundsdóttir vakti athygli Víkverja á tónleikunum í Þjóðleikhúsinu á dögunum. Vík- verji varð reyndar að gera sér að góðu að fýlgjast með í sjónvarpi, því hann fékk ekki miða en hreifst samt af því sem fyrir augu og eyru bar. Ekki eingöngu af rómaðri tónlist- inni - góðum söng og fallegum lög- um þessa frægasta Islendings nú- tímans - heldur kom það skemmti- lega á óvart hve Björk er greinilega í góðri líkamlegri æfingu. Hún ham- aðist á sviðinu nánast allan tímann, en blés samt ekki úr nös. Ahorfend- um var ekki boðið upp á lafmóðan söngvara síðari hluta tónleikanna, heldur jafn fágaðan flutning og hugsast getur. Svona vinna atvinnu- menn. Hvaða líkamsrækt ætli hún stundi? xxx RÓÐLEGT verður að sjá hvort Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands íslands, lýsir næsta landsleik Islendinga sem verður í beinni út- sendingu Ríkissjónvarpsins. Taki jafnvel viðtal við þjálfara liðsins, Guðjón Þórðarson, fyrir leik og spái með honum í spilin. Hljómar þetta ekki fáránlega? Rynnu ekki tvær grímur á íþróttaá- hugamenn? Eða ef Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSI, tæki viðtal við Þorbjörn Jensson, landsliðs- þjálfara, fyrir næsta leik hand- boltalandsliðsins og lýsti síðan leiknum með einhverjum íþróttaf- réttamannanna? Líklega. Finnst engum þá undarlegt að fram- kvæmdastjóri Skíðasambands ís- lands skuli mæta í hverja beina út- sendinguna af annarri þegar Krist- inn Björnsson tekur þátt í svigmót- um heimsbikarkeppninnar og lýsa því sem fram fer? Leggja faglegt mat á frammistöðu Kristins. Og í vikunni var birt langt viðtal fram- kvæmdastjórans við þjálfara Krist- ins fyrir mótið í Krajnska Gora í Slóveníu! Hver er munurinn á skíðaíþróttinni og t.d. knattspyrnu og handknattleik að þessu leyti? XXX FYRST farið er að minnast á skíðaíþróttina getur Víkverji ekki sleppt því að keppendur á mót- inu í Krajnska Gora virtust öðru vísi en fólk er flest. Að minnsta kosti sagði framkvæmdastjóri Skíðasam- bands íslands, sem lýsti því sem fram fór eins og venjulega, þegar ein kempan var í brautinni: „Efri líkaminn á honum haggast ekki!“ xxx ENN AF skíðamótinu og lýsingu framkvæmdastjórans. Hann sagði, þegar Kristinn var að fara af stað: „Nú viljum við fá Rristin niður í fyrri ferð og ekkert múður með það - svo er hægt að vinna út frá því.“ Þegar Kristinn nálgaðist miðja braut sagði framkvæmdastjórinn að framundan væri brattasti hluti brautarinnar. „Kristinn hefur alltaf verið góður í bratta...“ Varla hafði hann sleppt orðinu en Kristni Björnssyni hlekktist á og var þar með úr leik. GRO Harlem Bruntland, for- stjóri Alþjóða heilbrigðismála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, hef- ur ákveðið að skera upp herör gegn reykingum. Ekki síst gegn fram- leiðendum tóbaks sem beina nú sjónum sínum í æ ríkari mæli að þriðja heiminum, þar sem fólk er ekki eins meðvitað um skaðsemi reykinga og á Vesturlöndum. Víkverji heyrði í fréttum nýlega að á næstu öld væri gert ráð fyrir að 10 milljónir manna myndu deyja árlega í heiminum verði ekkert að gert: þrjátíu og sjö sinnum fjöldi allra Islendinga í dag, á hverju ein- asta ári! Víkverji hefur viðurstyggð á reykingum og segir því: Afram Gro og allt hennar lið! XXX BRÁÐSNIÐUGT er hjá for- svarsmönnum íslenskra get- rauna að gefa landsmönnum kost á að geta sér til um úrslit í ýmsum öðrum íþróttagreinum en knatt- spyrnu á Lengjunni. Til dæmis var hægt að leggja fé á það hvor næði betri tíma, Kristinn Björnsson eða ólympíumeistarinn Hans-Peter Buraas frá Noregi í Krajnska Gora í vikunni. Litiar líkur eru á að tveir fái ná- kvæmlega sama tíma, og stuðullinn þvi hár á jafntefli. Var 9,35 í þessu tilfelli. Báðir heltust hins vegar úr lesinni, þannig að ,jafntefli“ varð staðreynd og hugsanlega einhver þénað vel vegna þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.