Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 23

Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 23 Menn stórra drauma Mao Zedong MATTHÍAS Johannessen ritstjóri þýddi ljóðið Snjó eftir Mao Zedong fyrir um þrem áratug- um en það orti Mao líklega veturinn 1936-37. Snjór er yfirleitt talið besta verk Maos; hægra megin er ljóðið eins og Mao ritaði það. Snjór í norðri: þúsundir kílómetra af klakaböndum. Snjór þyrlast óraleiðir. Beggja vegna Múrsins mikla aðeins endalaus víðátta. Straumköst á þessu breiða fljóti falla og stirðna. Fjöllin eru dansandi silfúrhöggormar og hæðir eins og vaxfílar þramma eftir sléttunni, stærð þeirra er áskorun til himinsins. Við þurfum sólardag til að geta séð þær í allri sinni dýrð, rauðar og hvítar. Þannig er fegurð þessara fljóta og fjalla sem hafa kallað á aðdáun ótal hetja - hinna miklu keisara Ch’in og Han sem skorti bókmenntalega reisn, T’ang og Sung sem hafa aðeins rómantiskar ástríður og hins stórfenglega Gengis Khans sem vissi einungis hvernig átti að spenna bogann og skjóta gamma. Allir eru þeir horfnir. Við verðum að leita í okkar eigin kynslóð að mönnum stórra drauma. ; : sveitarfélögunum en það er ekki framkvæmanlegt á landsvísu, enn er t.d. mikið ólæsi hjá okkur. En þar fyrir utan get ég sagt að enn er hægt að merkja hjá okkur öfluga hefð lénsskipulags- ins. Við þurfum að læra ýmislegt, við erum ekki fúll- komnir. Hvað mannréttindi snert- ir er ekkert ríki fullkomið en við er- um á réttri leið. Vonandi fæ ég tækifæri til að ræða þau mál síðar.“ Eru fjölmiðlar frjálsir í Kína, mega þeir gagnrýna stjórnvöld og vitna í þá sem eru andvígir stefnu ráðamanna? „Á tímum menningarbyltingar- innar var það útilokað. En ef þú spyrð útlending sem hefur búið í Kína í meira en tvo áratugi getur hann sagt þér að núna gagnrýnir al- menningur jafnvel æðstu leiðtoga landsins og flokkinn hiklaust. Ríkis- sjónvarpið er með sérstakan þátt þar sem fólk ber fram gagnrýni." Sendiherrann er spurður um Tí- bet og deilurnar við Dalai Lama. Hann svarar að landið hafi alltaf verið hluti af Kína. Blaðamaður bendir á að áður en kommúnistar tóku völdin í Kína naut Tíbet um áratugaskeið nokkurs sjálfstæðis í reynd vegna glundroðans í Kína og þar áður voru áhrif Breta mikil um hríð. En Wang segir með festu að um innanríkismál Kína sé að ræða. Ef andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, sem verið hef- ur í útlegð í fjóra áratugi, vilji ekki samþykkja að land- ið sé hluti af Kína sé ekki hægt að semja við hann um neitt. Framtíð Tíbet þurfí ekki að ræða frekar. Ort af þörf Sendiherrann er að lokum spurður um kynni sín af Is- lendingum og segir þá alúðlega og sér sýnist að þeir séu mjög vinnusamir. Hann minnist á menningarsám- skiptin. Björk Guð- mundsdóttir fór á sínum tíma til Kína og var vel tekið á tónleikum þar, „unga fólkið var mjög hrifíð“. Kristján Jóhannsson söng í Turandot, óperu Puecinis, er hún var uppfærð í Peking í fyrra. Hingað til lands hafa komið kín- verskir listamenn, meðal annars á Listahátíð, og íslensk myndlist var nýlega sýnd í Kína. Wang sýnir blaðamanni ljóð um Gullfoss, um jökulvatnið sem hafí legið á dalsbotni í tíu þúsund ár en vill nú bæta sér upp aðgerðaleysið. Það streymir því ákaft og flýtir sér dag og nótt til að verða eitt af undr- um náttúrunnar fyrir mannfólkið. Hann á auk þess ljóð um fyrstu ferð sína til Vestmannaeyja, um Lang- jökul og loks um opinbera heimsókn kínversks ráðherra hingað til lands. „Ég veit ekki hvers vegna ég yrki, það geri ég einfaldlega stund- um af þörf og þá fyrir sjálfan mig. Ég hef aldrei hugsað mér að gefa ljóðin mín út. A gamlárskvöld var ég í Perlunni og horfði á aila ljósa- dýrðina frá öllum flugeldunum, alls staðar var fólk en hvergi troðning- ur. Þegar ég kom heim orti ég ljóð.“ „Mao gerði það sem hann vildi sjálfur. En það er engin spurning að hann bar ábyrgð, hann kom menning- arbyltingunni af stað og við viðurkennum að það voru mistök.“ London Komdu þangao sem andrúms- lofúð er blandað lífsgleði, hjartans hlýju, menningarbrag, rómantík og sögu við síkin og nútíma og fjöri á ysmiklum verslunarstrætum. Gleðiborgin þar sem þú upplifir skoska rómantík, ósvikna kráarstemningu og eftirminnilega skemmtun. Heimsborgin þar sem bíða þín veitingastaðir, notalegir pöbbar, leikhús, skemmtistaðir, söfii og ysmiklar verslunargötur. Verðfrá Verðfrá Verðfra 22.280kr 31.480kt 26.260kr. á mann í tvfbýli 12 nætur með morgunverði á Charing Cross Tower. á mann i tvíbýli 13 nætur með morgunverði á Blakemore Hotel. Flogíð er út á fímmtudagskvöldi og heim aftur á sunnudagskvöldi. á niann i tvíbýli i 3 nætur með inorgunverði á Hotel Citadd. Þessi tilboð eru ígildi frá 14. janúar (1120. mars Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, ferðaskrifstoíúrnar eða Fjarsölu Flugleiða í síma 50 50100 (svarað mánud.-föstud. 8-19, laugard. 9-17 ogsunnud. 10-16). *Innlfaiið: flug, gistlng með moiguverði og flugvallarskaltar. WWW. ÍcddndíÍT. ÍS FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.