Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 42
42 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ORN PETURSSON
+ Örn Pctursson
fæddist á
Hauksstöðum á
Jökuldal 23. desem-
ber 1923. Hann lést
á Kristnesspítala 2.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Pétur Friðrik
Guðmundsson
bóndi, f. 30.6. 1879,
d. 29.9. 1962, og
Aðalbjörg Jónsdótt-
ir, farkennari og
húsmóðir, f. 29.6.
1893, d. 11.7. 1950.
<• Systir Arnar sam-
feðra er Ingunn Pétursdóttir, f.
14.9. 1914. Eftirlifandi alsystk-
ini eru: Haukur, f. 17.3. 1919;
Jóhanna, f. 27.10. 1927; og
Dísa, f. 17.6. 1934. Áður látin
syskini: Jón, f. 4.3. 1918, d. 8.4.
1995; Sigrún, f. 23.3. 1921, d.
14.8. 1963; Ingimundur, f. 16.7.
1925, d. 8.1. 1977; og Gréta, f.
23.8. 1930, d. 2.12. 1975.
Hinn 23. desember 1943
kvæntist Örn Ólöfu Þóru Ólafs-
dóttur frá Garðsá í Önguls-
staðahreppi, f. 22.1. 1920. For-
eldrar hennar voru Ólafur Sig-
urjónsson bóndi frá Brekku í
Öngulsstaðahreppi, f. 6.2. 1897,
d. 30.8. 1954, ogjkona hans Jak-
obína María Árnadóttir frá
Skálpagerði í Öngulsstaða-
hreppi, f. 25.12. 1891, d. 24.7.
1955. Örn og Ólöf bjuggu
lengst af í Hafnarstræti 47 á
Akureyri. Börn Arnar og
Ólafar eru: 1) Ólafur Haukur
Arnarson húsasmiður, f. 28.9.
1944. Hann er kvæntur Sigur-
laugu Öldu Þorvaldsdóttur hár-
greiðslumeistara. Þau eiga
fjögur börn, Hall-
fríði, Örn, Ólöfu
Þóru og Sigurlaugu
EIvu, og fjögur
barnabörn. 2) Aðal-
björg Hjördís Arn-
ardóttir lyfjatækn-
ir, f. 5.9. 1950. Hún
er gift Jóni Grétari
Ingvasyni lyfja-
fræðingi. Þau eiga
fjögui' börn, Örn
Ingva, Guðrúnu,
Söndru Huld og
Hörpu Lind, og tvö
barnabörn. Eftir lát
Sigrúnar systur
Arnar 1963 bjó dóttir hennar og
Helga Péturssonar bifreiðar-
sljóra, d. 24.1. 1995, Aðalbjörg
Helgadóttir, f. 20.3. 1953, upp-
eldisfræðingur og kennari, hjá
Erni og Ólöfu fram yfir stúd-
entspróf. Hennar sambýlismað-
ur er Víðir Kristjánsson efna-
fræðingur og eiga þau þijú
börn, Völu Björk, Veru og Vikt-
or.
Sem ungur maður vann Örn
ýmis störf til sjávar og sveita.
Hann var lögregluþjónn á
Akureyri 1950-1955, en frá
þeim tíma stundaði hann vöru-
flutninga á eigin vöruflutninga-
bflum, lengst af á milli Akureyr-
ar og Reykjavíkur. Er hann
hætti akstri annaðist hann inn-
heimtu og ýmis viðvik fyrir
vöruflutningamiðstöðina Stefni,
þar sem hann hafði verið með
vöruflutningaútgerð sína, og
Flutningamiðstöð Norðurlands.
Útför Arnar fer fram frá
Akureyrarkirkju á morgun,
mánudaginn 11. janúar, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
-< Þegar ég kynntist Adda Pé, eins
og ég lærði strax að hann var kall-
aður, í kringum 1970 vorum við
ósammála um marga hluti. Það var
kannski ekki einkennilegt, hann var
af þeirri kynslóð sem alla sína tíð
hafði unnið hörðum höndum og fáir
af þeirri kynslóð höfðu fengið tæki-
færi til að stunda nám svo einhverju
næmi. Eg aftur á móti er kannski af
þeirri fyrstu kynslóð sem þótti
nærri sjálfsagt að fá að ganga
menntaveginn og síðan ætlaði sama
kynslóð að breyta og bjai'ga heimin-
um. Ekki það að hann hefði eitthvað
á móti menntun nema síður væri,
honum þótti ef til vill að fullmargir
gerðu aðeins kröfu til annarra og
þjóðfélagsins en ekki til sín sjálfra.
En þótt við værum ekki alltaf sam-
mála bar aldrei neinn skugga á
samband okkar, mér var strax tekið
opnum örmum, hann hafði bara
ánægju af að rökræða og mat alla
sem höfðu skoðanir og lágu ekki á
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík - Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skrcytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
+
Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför
JÓHÖNNU HÓLMFRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR,
Ytra-Fjalli.
Guð blessi ykkur öll.
Indriði Ketilsson, Valgerður Ragnarsdóttir,
Ása Ketilsdóttir,
Birna Ketilsdóttir, Helgi Oddur Konráðsson,
Álfur Ketilsson, Margrét Stefánsdóttir,
ívar Ketilsson,
barnabörn og langömmubörn.
þeim þó að hann væri ekki sammála
þeim. Síðar urðum við meira sam-
mála og hef ég ekki haft neinar
áhyggjur af því hvort við höfum
mæst þar á miðri leið, hvort ég hafi
orðið „íhaldssamur" með árunum
eða hvort hann vildi fara að bylta
heiminum.
Eg er ekki frá því að ég hafi vaxið
í áliti hjá honum þegar ég tók
meiraprófið og gat farið að „renna
stóra Rauð“, A-135, fram dalinn
þegar ég fór með honum á milli
Akureyrar og Reykjavíkur. í fyrstu
tók hann við þegar kom að heiði eða
hálka var á veginum og var þá við-
kvæðið að nú skyldi hann hvíla mig
þótt vitaskuld væri ég ekkert orðinn
þreyttur. Fljótlega var mér treyst
til að aka alla leiðina ef því var að
skipta og dottaði hann þá oft í sæt-
inu við hliðina, enda vinnudagurinn
yfirleitt búinn að vera langur við
losun og lestun áður en lagt var í
hann. Tvisvar gerði hann athuga-
semd við aksturinn. I fyrra skiptið
fannst honum ég ef til vill aka svo-
lítið greitt yfir þáverandi brú yfir
Norðurá við Fornahvamm og hann
spurði: „Víðir, veistu hvað það eru
margir sentimetrar sitthvoram
megin við hjólin út að brúarriðinu
þegar þú ekur hér yfir?“ Meira var
ekki sagt. í síðara skiptið hitti ég
ekki á réttan gír í brekku og bíllinn
rann aðeins aftur á bak áður en ég
stoppaði til að halda áfram en þá
vaknaði hann og sagði: „Svona gerir
maður ekki, Víðir.“ Og ekki meira
um það en strax á eftir var síðan
stoppað og athugað hvort farmur-
inn hefði nokkuð færst úr stað, en
Addi var snillingur í að lesta þannig
að fai-murinn væri öraggur og
þunginn jafnaðist rétt á bílinn. Eitt
mesta hrós sem ég hef fengið, efna-
fræðingurinn og möppudýrið, var
þegar við Addi sátum, ekki alls fyrir
löngu tveir einir saman í Bakkahöll-
inni, léttir í lundu að sjálfsögðu, og
ég spurði hvemig hann hefði getað
verið svona afslappaður þegar ég
var að aka hjá honum og hann
sagði: „Eg fann strax að þú varst
svo öruggur undir stýri.“ Ég vil
helst ekki skemma þessa minningu
með að velta því fyi'ir mér hvort
hann hafi verið að ragla mér saman
við Ola son sinn eða Jónsa tengda-
son, sem óku miklu meira en ég fyr-
ir hann. Oft voru bflar samflota og
það gat komið fyrir, þótt sjaldan
væri, að það væri gist á leiðinni og
þá vai' oft glatt á hjalla, ég tala nú
ekki um ef Gunni Arna var með á
sínum bíl. Það lá samt við að maður
yrði smeykur þegar maður hélt að
Sigtryggur ætlaði að fara að jafn-
hatta Adda, allt þó í góðu auðvitað.
Þegar ég fór þessar ferðir með
Adda vora mokstursdagar á vetrum
og því sjaldan vandamál vegna
færðar, en þannig hefur það ekki
alltaf verið. Það er hreint ótrúlegt
hvemig hann og aðrir brutust
áfram fram dali og yfir heiðar með
því að moka sig áfram svo klukku-
tímum skipti til að koma varningn-
um á áfangastað, t.d. fyrir jól og
auðvitað einnig þá til að geta verið
heima um jólin. Oft tóku þessar
ferðir marga daga, jafnvel meira en
hálfan mánuð. Eg veit að oft fór þá
Addi fremstur og hann sagði mér að
það hefði verið alveg ótrúlegt hvað
gamli Volvoinn komst í snjónum, en
hann hélt mikla tryggð við Volvo,
enda var honum m.a. boðið til Sví-
þjóðar að skoða Volvoverksmiðjurn-
ar. En hann var ekki bara góður bfl-
stjóri á stórum flutningabfl í ófærð
á íslandi. Um alla Evrópu keyrði
hann I sumarleyfi á Volvo-fólksbíln-
um sínum eins og hann hefði ekki
gert annað um ævina. Og þó að ég
hafi ekið mikið erlendis og í flestum
löndum fyrrverandi Vestur-Evrópu
þá hætti ég mér ekki í hringavit-
leysuna við Sigurbogann í París en
þar ók Addi nokkra hringi eins og
ekkert væri. Ég var samt hálffeginn
þegar ég fór að halda námskeið fyr-
ir bflstjóra sem fiytja hættulegan
farm að hann skyldi vera hættur að
keyra flutningabfl og þyrfti því ekki
að sitja námskeið hjá mér. Þá hefði
mér fundist að eggið væri farið að
kenna hænunni.
Addi var einn af hvatamönnum að
stofnun Landvara og vann ötullega
að hagsmunamálum landflutninga-
starfseminnar. Það var því ekki
undarlegt að á afmælisfundi Land-
vara er félagið varð 25 ára skyldi
hann ásamt þremur öðrum braut-
ryðjendum vera gerður að heiðurs-
félaga.
Það var ákaflega gott að koma í
Bakkahöllina til Adda og Ólafar. Og
alltaf var pláss, enda þótt Didda og
Jónsi væru þar einnig með Örn
Ingva og Guðrúnu og seinna einnig
með Söndru og Hörpu. Og ofan af
brekkunni komu_ Haddí og Addi
„litli“ og seinna Ólöf Þóra og Elva.
Maður tók strax eftir hvað barna-
börnin voru hænd að Adda og
hversu barngóður hann var og hafði
gaman af börnum. Og alveg það
sama átti við þegar börn okkar
Öddu komu í heiminn, betri frænda
var ekki hægt að hugsa sér.
Það var mikið áfall þegar Addi
greindist með krabbamein fyrir þó
nokkrum áram, en eftir vel heppn-
aða aðgerð var nokkuð ljóst að kom-
ist hafði verið fyrir það. En áður en
hann var útskrifaður eftir aðgerðina
fékk hann heiftarlega sýkingu og
var ekki hugað líf en hann sigraðist
einnig á henni. En aftur kom áfall
og Addi lamaðist öðrum megin og
nú hélt hann að öllu væri lokið sagði
hann okkur seinna. En hann gafst
ekki upp, slíkt var þrekið og ekki
minnst viljinn, og þegar maður kom
í heimsókn þá tók hann í mann með
þeirri hendi sem hafði verið lömuð
svo maður gæti fundið að mátturinn
væri að koma. Og áður en varði var
hann útskrifaður og farinn að aka
um á Ópelnum sínum þó svo að
hann yrði aldrei sami maður á eftir.
Og í tilefni af 75 ára afmælinu sínu
fyrir rúmu ári bauð hann okkur
nokkram nátengdum í veglega
veislu í Reykjavík. En í haust veikt-
ist hann af sjúkdómi sem ekkert
varð við ráðið og vora síðustu vik-
urnar honum, sem nær alla tíð hafði
verið hið mesta hraustmenni og
varla lagst í rúmið vegna veikinda,
ákaflega erfiðar. Hann varð því
hvfldinni örugglega feginn.
Elsku Ólöf, megi góðar minningin
um Adda styrkja þig á þessum erf-
iðu tímum.
Elsku Addi, ég náði ekki að
kveðja þig en ég vil með þessum fá-
tæklegu línum þakka þér fyrir allar
ÚTFARARSTO FA
OSWALDS
simi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
I.ÍK KISIUVl NN USTOFA
FA'VINDAR ÁRNASONAR
1899
f >í£lV't
þær góðu samverustundir sem ég
átti með þér.
Víðir Kristjánsson.
Afi gamli. Við kveðjum þig með
söknuði en í minningunni geymum
við allar skemmtilegu samveru-
stundirnar með þér og frásagnimar
sem þú sagðir okkur af ævintýi'um
þínum og af samferðamönnum þín-
um. Fljótlega kemur upp í hugann
síðasta ferðalagið sem við fóram
saman í, upp í Herðubreiðarlindir og
Öskju, og sögurnar þínar sem tengj-
ast þessum stöðum.
En efst í huga okkar situr þó
hversu einstaklega gegnheill per-
sónuleiki þú varst, alltaf traustur
eins og klettur, og hlýr og góður afi.
Það sést líka best á því að litla
feimna Snædís var fljót að skynja
hversu notalegt var í návist þinni.
Júlía hefur nú alltaf verið voða mikil
afa gamla stelpa. I Danmörku gátuð
þið spjallað og brallað ýmislegt sam-
an meðan pabbi og mamma sinntu
sínum skyldustörfum. Hún þreytist
seint á að heyra sögur af því á
kvöldin fyrir svefninn þegar „pabbi
litli“ var að þvælast með afa gamla á
Stóra-Rauð.
Þú hefur alltaf verið sannur höfð-
ingi heim að sækja þegar við höfum
komið til ykkar Ólafar ömmu á
Bakka. Þú varst alltaf að hugsa hvað
við gætum gert okkur til skemmtun-
ar, meira að segja þegar þú lást
veikur í erfiðri sjúkralegunni.
Við sjáum þig fýrir okkur sem
ungan og óreyndan á sjónum,
töffara í löggunni, hetju í akstrinum
og munum þig sem besta afa í heimi.
Guð geymi þig, afi gamli.
Orn Ingvi, Aldís, Júlía
og Snædís.
Elsku afi, við fengum fréttirnar af
andláti þínu þann 2. janúar og þótt
undirbúningurinn hafi verið nokkur
er eins og maður sé aldrei alveg til-
búinn að sleppa takinu og söknuður-
inn er sár. Þú hefur barist hetjulega
við þennan vágest sem heimsækir
svo marga og vaktir þú sérstaka að-
dáun allra sem umgengust þig í
veikindum þínum fyrir ótrúlega já-
kvæðni og styrk. Þannig varst þú
alltaf, bjartsýnn og sást alltaf já-
kvæðu hliðarnar á öllu en sjálfsvor-
kunn var ekki til í þínum orðaforða.
Elsku afi, þú hefur alltaf verið
okkur einstaklega kær og miklu
meira en bara venjulegur afi. Þú
hefur verið okkur allt í senn, fjöl-
skylda, vinur, verndari og íyrir-
mynd vegna þinnar einstöku hjarta-
hlýju og heilsteypts persónuleika.
Þú varst óþreytandi við að hlusta á
sögur barnabarna þinna, sýndir
þeim alltaf einstaka ástúð og um-
hyggju og reyndir ávallt að gera öll-
um jafnhátt undir höfði svo enginn
yrði útundan.
Minningarnar sem koma upp í
hugann era margar og góðar og
ógleymanleg eru sumrin góðu í
Bakkahöllinni hjá þér og ömmu sem
var oft eins og hótel á sumrin vegna
gestagangs. Ferðalögin erlendis og
ferðimar með þér á Stóra-Rauð
milli Aliureyrar og Reykjavíkur þar
sem þú styttir okkur stundimar
með allskyns sögum um landið og
umhverfið en í því varstu sérfræð-
ingur og þekktir betur en lófann á
sjálfum þér. Svo mikil var trúin á
þér að þótt allt væri á kafi í snjó, bíl-
ar fastir í ófærð hér og þar og varla
sæist vegurinn framundan vegna
snjóbyls sat maður bara sallaróleg-
ur og beið eftir að þú kæmir manni á
leiðarenda. Þarna var um að ræða
áralanga reynslu og þekkingu á um-
hverfi og aðstæðum. I seinni tíð þeg-
ar ég kynntist Sævari tókst þú hon-
um strax opnum örmum og fylgdist
vel með gengi hans í námi og í
knattspyrnunni og hvattir hann
áfram innan vallar sem utan. Þú
varst einstaklega vinamargur, fé-
lagslyndur og ávallt vel liðinn alls
staðar sem þú komst og verður þín
lengi minnst.
Elsku amma, megi Guð vera með
þér í sorg þinni og veita þér styrk.
Guð blessi minningu einstaks
manns.
Þín
Guðrún og Sævar.