Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Júlíus S. Ólafsson.
STÖÐUG FRAMÞRÓUN
í HÁLFA ÖLD
VIÐSKIPn MVINNUIÍF
Á SUNNUDEGi
►Á þessu síðasta ári aldarinnar verða fimmtíu ár síðan að Rík-
iskaup, áður þekkt sem Innkaupastofnun ríkisins, voru stofn-
sett. Stofnunin, sem rekin er á fyrirtækjalínum, hefur sett sér
frá upphafi skýr markmið, stefnu og áherslur sem þó hafa
breyst í tímans rás í samræmi við það viðskiptaumhverfi sem
ríkir hverju sinni. Júlíus S. Ólafsson hefur verið forstjóri Ríkis-
kaupa frá haustinu 1993 og hefur innleitt nýjar áherslur sem
laga stofnunina mjög að því sem einna best skilar sér í sam-
bærilegum stofnunum víða um álfuna.
Morgunblaðið/Golli
STARFSFÓLK Ríkiskaupa á afmælisári.
eftir Guðmund Guðjónsson
JÚLÍUS er fæddur á ísafirði
20. mars árið 1943. Hann
varð stúdent frá MR vorið
1964 og útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur frá HÍ vorið 1969.
Starfsferiil hans er varðaður mörg-
um stöðum hjá ýmsum fyrirtækj-
um, nefndum og stofnunum. Hann
var t.d. framkvæmdastjóri Félags
stórkaupmanna á árunum 1969-72,
framkvæmdastjóri Bílgreinasam-
bandsins sömu ár, skrifstofustjóri
Iðnlánasjóðs um tíma, fram-
kvæmdastjóri hjá Kristjáni 0.
Skagfjörð á árunum 1977-90, fram-
kvæmdastjóri Hlaðbæjar-Kólas,
sem er malbikunarfyrirtæki í Hafn-
arfirði, á árunum 1990-93 og for-
stjóri Ríkiskaupa síðan.
Samhliða þessum stjómunar-
störfum hefur Júlíus setið í ýmsum
nefndum, stjómum og ráðum, m.a.
verið stjómarformaður Tollvöru-
geymslunar, í stjóm Verslunarráðs
og formaður faghóps fjármálaráð-
herra um upplýsingatækni, starfs-
hóps sama ráðherra um greiðslu-
kortaviðskipti og ráðgjafarnefndar
opinberra innkaupastofnanna.
Fleira mætti tína til, en hér verður
látið staðar numið, utan, að maður-
inn er kvæntur Sigríði Claessen og
eiga þau þrjár dætur, Guðrúnu sem
er þrítugur viðskiptafræðingur,
Guðlaugu, sem er 24 ára í dag og fé-
lagsfræðinemi, og Elísabetu, 21 árs
laganema.
Sem fyrr segir er hálf öld síðan
að Ríkiskaup, sem þá hét Innkaupa-
stofnun ríkisins, vom stofnsett,
þann 15. janúar. I tilefni þess em
nú að koma út handbók um opinber
innkaup og fimmtán síðna afmælis-
rit stofnunarinnar. Ásgeir Jóhann-
esson, fyrmrn framkvæmdastjóri
stofnunarinnar, hefur tekið saman
það sem einkenndi áratugina hvem
um sig og gefum við honum orðið
um stund.
Um árin 1950 til 1959 segir hann:
Var áratugur hafta og skömmtunar
í viðskiptum. Aðalvörukaup Inn-
kaupastofnunarinnar vora steypu-
styrktarjárn fyrir vegagerð og
hafnarbyggingar, gaddavír íyrir
skógrækt og landgræðslu og aðrar
slíkar fjárfestingarvörur. Samning-
ur um kaup á bensíni og olíum var
gerður við olíufélög. Stofnunin óx
hægt og voru 6,5 stöðugildi við lok
áratugarins.
Um áratuginn 1960-1969 segir:
Var áratugur aukins frelsis í gjald-
eyris- og innflutningsmálum og
stóraukinnar útboðsstarfsemi, bæði
á sviði vörukaupa og verkfram-
kvæmda við opinberar byggingar.
Kaup á hátæknibúnaði íyrir sjúkra-
hús vora áberandi. Stórfyrirtæki
erlendis töldu vörukaup hjá Inn-
kaupastofnun vera í mörgum tilfell-
um á 10-15% lægra verði en til opin-
berra aðila í Evrópu vegna þess hve
útboðin hér væra miklu opnari en
almennt í Evrópu. Kostnaður við
innkaup nam að jafnaði um 3% af
vörasölu hvers árs. Þá var Inn-
kaupastofnuninni falið að annast
sölu á eignum Viðtækjaverslunar
ríkisins og Vélasjóðs er bæði fyrir-
tækin vora lögð niður.
Áratugurinn 1970-79: Áhrif orku-
kreppunar miklu einkenndu þennan
áratug hér á landi. Opinberir aðilar,
einkum sveitarfélög, leituðust við að
lækka háan húshitunarkostnað með
því að virkja heitt vatn og byggja
upp fjarvarma eða hitaveitur og fólu
flestar hitaveitur, utan Reykjavíkur,
Innkaupastofnuninni að annast út-
boð og kaup á efni til framkvæmda.
Helstu kaupin vora á jarðbor fyrir
Orkustofhun er stóð suður í Houston
í Texas og vóg 2.200 tonn. Þá var
boðin út smíði strandferðaskipsins
Heklu og samið um smíði sldpsins.
Áratugurinn 1980-89: Áratugur-
inn sem einkenndist af kaupum á
hátæknibúnaði, tölvuáratugurinn.
Keyptar voru þúsundir tölva. Þá
var keyptur hátæknibúnaður bæði
fyrir Landspítala og Borgarspítala,
tölvustýrð sneiðmyndatæki og
geislalækningatæki, hvorutveggja
byggt á hinni miklu framþróun í
tölvutækni. Á þessum árum fjölg-
aði útboðum á ýmiss konar þjón-
ustu svo sem akstri, flutningum og
trygginarstarfsemi. 50% aukning
vöruvörslu á föstu verðlagi varð á
þessum áratug. Þá var sett stjórn
yfir stofnunina árið 1987. Formað-
ur hennar er Þórhallur Arason
skrifstofustjóri og síðar komu í
stjórnina Jón Birgir Jónsson ráðu-
neytisstjóri og Anna Kristín
Traustadóttir löggiltur endurskoð-
andi.
Nýr maður, nýtt nafn,
nýjar áherslur
Nú er rannið upp síðasta árið í
fimmta áratug stofnunarinnar og
það hafa enn orðið miklar breyting-
ar. Júlíus segir þennan áratug ein-
kennast af efnahagsstöðugleika á
íslandi. „Útboðsstefna ríkisstjórn-
arinnar frá mai 1993, reglur um op-
inber innkaup settar af stjórn opin-
berra innkaupa í september 1993 og
EES-tilskipanir um opinber inn-
kaup gerbreyttu lagaumhverfi og
framkvæmd opinberra innkaupa á
íslandi. Rammasamningakerfið sem
ég kem nánar að á eftir festi sig í
sessi og ný þjónustuútboð þróuðust
í vaxandi mæli,“ segir Júlíus.
Árið 1993 var nafni Innkaupa-
stofnunar breytt í Ríkiskaup og tók
þá tók Júlíus við af Ásgeiri og það
hafa orðið verulegar áherslubreyt-
ingar á starfseminni síðan. „Mark-
miðin hafa þó alltaf verið skýr og
óbreytt," segir Júlíus.
Hver eru þau markmið?
„Það má segja að þau séu fimm-
þætt. í fyrsta lagi eigi þau að auka
framleiðni og einfóldun í opinberam
innkaupum með nútímalegu inn-
kaupakerfi ásamt upplýsinga- og
ráðgjafarþjónustu. I öðru lagi eiga
þau að ná betri kjöram fyrir opin-
bera kaupendur en þeir gætu náð
hver fyrir sig, með útboðum og gerð
rammasamninga. I þriðja lagi eiga
þau að stuðla að vöruþróun og þró-
un þjónustu og staðla með miðlun
upplýsinga um þarfir opinberra
kaupenda og útvegun upplýsinga
um vöra og þjónustu sem seljendur
bjóða til hins opinbera. I fjórða lagi
eiga þau að hafa forystu um að
tryggja að innkaup opinberra aðila
fari fram í samræmi við EES reglur
með útboðum vöra og þjónustu og
rammasamningum. Og loks eiga
þau að stuðla að heiðarlegri sam-
keppni í sölu á vöram og þjónustu
til ríkisins og að hafa vel þjálfað og
hæft starfsfólk í nútímalegu vinnu-
umhverfi."
Júlíus heldur áfram og segir, að
Ríkiskaup séu ríkisstofnun eins og
nafnið gefi til kynna, en hún sé rek-
in af sjálfófluðu fé. „Það er þóknun
af veltu, 1-3%, og Ríkiskaup hafa
þannig nokkra sérstöðu. Stofnunin
er eiginlega þjónustustofnun fyiir
aðrar stofnanir.“
Nær ykkar starfsemi til allra rík-
isstofnana?
„Samkvæmt laganna hljóman
ætti svo að vera, en reyndin er sú
að nokkrar mjög sérhæfðar stofn-
anir sjá um sín innkaupamál að
einhverju leyti sjálfar. Það sem við
höfum leitast við að byggja upp er
innkaupakerfi á rekstrarvörum
sem flestar stofnanir þurfa á að
halda. Þar hefur verið innleitt svo-
kallað rammasamningakerfi, en
innan þess er ekki samið við neinn
einn framleiðanda eða heildsala,
heldur nokkra að undangengnu út-
boði. Við sendum síðan gögn út til
stofnana og þær velja úr og taka
sjálfar við framkvæmdinni. Við
vinnum þannig sem milliliður. Það
er margt sem vinnst með þessu,
ekki síst hvað þetta einfaldar mjög
alla umgjörð og að í krafti magns
fá menn kost á bestu hugsanlegum
kjörum.“
Rammasamningamir eru nokkuð
sem þú innleiddir, ekki satt?
„Eg fór m.a. til Danmerkur og
kynnti mér kosti þessa kerfis og
varð þess vísari að þetta hefur víð-
ast hvar ratt sér til rúms. Það var
full þörf á að koma hér á einfaldara
og skilvirkara kerfi sem fólst í þvi
að breyta úr beinum innkaupum yf-
ir í að þjóna með óbeinum kaupum.
Þetta er allt miklu liprara, menn
hafa nú bæði val og viðmiðun. Ég
geri hins vegar ekkert á eigin spýt-
ur, hér vinnur stór hópur hæfra
starfsmanna sem tók höndum sam-
an, enda hefur gengið mjög vel að
koma þessu á hér á landi. I dag era
350 stofnanir og ríkisfyrirtæki
áskrifendur að rammasamninga-
kerfinu og seljendur era 120 tals-
ins.“
Vilja ekki fleiri fá notið svona
þjónustu?
„Sveitarfélögin hafa fengið að
koma í áskriftarkerfið, en Ríkis-
kaupum er ekki ætlað að fara út í
einkageirann. Það era auk þess
næg sóknarfæri innan okkar vinnu-
umhverfis. Það hefur verið um 30%
veltuaukning á ári síðan að ramma-
samningarnir vora settir í gang. Ég
nefni sem dæmi að veltan árið 1995
var 300 milljónir, 1996 var hún 470
milljónir, 1997 var hún 700 milljónir
og í fyrra var hún 900 milljónir. Það
er sóknarhugur í okkur og stefnan
er sett á 2 milljarða í veltu árið
2001. Það eru allar forsendur fyrir
því að það geti gengið eftir.“
Ríkið getur beðið
Júlíus heldur áfram og greinir frá
því að útboðin séu ekki eina starf-
semi Ríkiskaupa. „Þau era að vísu
stærsti hlutinn og þótt veltan hafi
aukist hröðum skrefum hefur út-
boðunum samt fækkað, því ramma-
kerfið gerir okkur kleift að semja til
lengri tíma og nú semjum við til
tveggja ára.
Við höfum einnig með höndum
framkvæmd á sölu fasteigna og bif-
reiða í eigu ríkisins. Við seldum t.d.
160 bfla á síðasta ári. Þetta er allt í
föstum skorðum, við auglýsum upp-
boð, menn senda inn skrifleg tilboð
og svo era þau opnuð að öllum við-