Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 25 aldri en Ástríður kona hans lifði fram í háa elli og lést í Reykjavík 1957. Þriðji skólabróðirinn og jafnaldri Einars var héraðslæknirinn Björn Blöndal sem sat réttarhöldin sem rétt- arvitni og átti eftir að gegna hlutverki réttar- læknis áður en málinu var að öllu lokið. Réttur er settur Vegna ófærðar dróst það fram yfir áramót að Einar færi austur að Svalbarði til rann- sóknar málsins en þann 8. janúar leggur hann af stað við annan mann og á hádegi 11. janúar er lögregluréttur Þingeyjarsýslu „settur og haldinn að Svalbarði í Þistilfírði með undirrit- uðum réttarvitnum, að settum prófdómara Einari Benediktssyni í umboði og á ábyrgð hins reglulega sýslumanns B. Sveinssonar“. Hefjast svo yfirheyrslur á heimilisfólki og standa þann dag allan sem og hinn næsta dag. „Vitnaleiðslurnar leiða brátt í ljós að fólk hef- ur tekið eftir einu og öðru, sumt telur sig hafa séð þess glögg merki að Sólborg væri vanfær en þykkt hennar síðan horfið snögglega. Yfir- heyrslurnar halda áfram næsta dag og er annar sakborningurinn, Sigurjón Einarsson, yfirheyrður síðastur þann dag. Hann neitar sakargiftum í fyrstu en þar kemur að hann snýr við blaði og játar. Kveður hann systur sína hafa alið barn í fjósinu á bænum og beðið sig að grafa það með leynd sem hann gerði nokkru síðar.“(G.FF. bls. 136) Tómas Guðmundsson les tón samúðar úr vitnisburði heimilisfólksins enda eru það „vin- ir og félagar, sem hlut eiga að máli og öllum finnst sýnilega vænt um þessar ógæfusömu manneskjur, sem orðið hafa hræðilegri ástriðu að leiksoppi. Harmm- þeirra kallar á dýpstu mannlega samúð, þó að hegðun þeiira veki angur og óhug.“ Ennfremur segir Tómas: „Það er presturinn sjálfur, sem er meðal síðustu vitnanna í þessu þinghaldi, og framburður hans hefur einnig á sér allan blæ varúðar og nærgætni. Hann segist ekki hafa veitt háttum þeirra systkinanna mikla eftir- tekt, enda hafi honum sýnst atlot þeirra „lík- ari því, sem gerist stundum milli náskyldra, heldur en að þau stæðu í sambandi við hold- legar fýsnir, þrátt fyrir það, að honum hafí fundizt leiðinlegt og smekklaust að sjá til þeirra". Enn fremur álítur hann sig hafa séð einhvern gildleika á Sólborgu, sem honum hafi ekki virzt með öllu venjulegur en „tekur það fram, að hann beri mjög lítið skynbragð á slíka hluti“. Þó kveðst hann eitt sinn hafa innt Björn Blöndal lækni eftir því, „hvort gildleiki á kvenfólki, líkur þessu, gæti átt aðrar orsakir en konan væri þunguð, og hafí læknirinn kveðið já við því“. Dauðalíkt ástand Grípum nú niður í frásögn Guðjóns Frið- rikssonar sem byggir á sömu heimildum og Tómas og skapar ekki síður dramatískt and- rúmsloft í lýsingum sínum. „Dagur er að kveldi kominn. Hlé er gert á yfírheyrslum. Sólborg á fjögurra ára gamla dóttm- sem sef- ur jafnan hjá móður sinni. Eftir játningu Sig- urjóns er Sólborgu vísað inn í afherbergi í norðurenda baðstofuloftsins og fullorðinn karlmaðm- settur til að gæta hennai'. Hún bið- ur um að fá að hafa dóttur sína hjá sér en það þykir ekki við hæfi, eins og á stendur, og henni er neitað." Um kvöldið ríkir þrúgandi þögn í bænum. „Skyndilega er þögnin rofin með löngu sker- andi angistarópi. Það er svo ægilegt að kalt vatn rennur milli skinns og hörunds á hverj- um manni á prestsetrinu." Einar Benedikts- son er einna íýrstur að bregða við og, „gengur á hljóðið - inn til Sólborgar." „Sólborg liggur í rúmi sínu, 27 ára gömul, dökkeyg og hrafn- svört á hár, og engist í „áköfum krampa- gráti“. Einar Benediktsson kennir sárlega í brjósti um hana og spyr „hvort hún vildi sjá barnið hjá sér þar eð honum hugkvæmdist að orsökin gæti verið hryggð yfír því að barnið væri tekið frá henni“. Síðan segir aukaréttar- bók Þingeyjarsýslu sem færð er með eigin hendi sýslumanns daginn eftir: „Hin ákærða svaraði því engu en hljóðin fóru nú að slitrast smátt og smátt og gekk hinn setti prófdómarí (þ.e. Einar Benedikts- son) þá frá henni meðan læknisins væri beðið, og sagði karlmaður sá er gætti hennar að mók eða svefn mundi hafa liðið yfír hana. Nokkru síðar kom prófdómarinn þó inn aftur og sýnd- ist honum ekki betur en að hin ákærða væri örend eða í einhverju dauðalíku ástandi. Aðr- ar lífgunaraðferðir bar hann eða aðrir, sem við voru, ekki þekkingu til að viðhafa en að dreypa vatni á enni hennar og brjóst en það kom fyrir ekki.JXG.F. Bls. 137) Barnslíkið grafið upp Niðurlag þessarar sögu er dapurlegt. „Hjá rúmi Sólborgar finnst glas með leifum af hvít- leitu dufti. Björn Blöndal læknir, sem er nú kominn á vettvang neðan frá Sjóarlandi, álit- ur að það sé stryknín. Við rannsókn kemur í ljós að Sólborg hefur náð í glas með refaeitri úr kistu bróður síns og hvolft því í sig.“ Dag- ansia miKla ei. enda hafi honum sýnst atlot þeirra „iíkarí því, sem geríst stundum milli ná- skyldra, heldur en að þau stæðu í sam- handi við holdlegar fýsnir, þrátt fyrir það, að honum hafi fund- izt leiðinlegt og smekklaust að sjá til þeirra“. inn eftir halda yfirheyrslur áfram þó öllum sé nú ljóst hver málsatvik séu. Eitt verk er þó eftir sem ekki verður undan vikist að fram- kvæma. Sigurjóni Einarssyni er gert að vísa á staðinn þar sem hann kom barnslíkinu fyrir. Hann leiðir embættismennina þrjá ásamt hreppstjóra og vinnumanni að fjárborg er stendur niður við sjó. „011 hersingin stendur yfir honum meðan hann krafsar í freðið gólfið skammt frá inngöngudyrum í vestanverðri borginni. Þeir standa þar saman á vegg, þrír skólabræður og samstúdentar úr Lærða skól- anum, 27 og 28 ára gamlir, sýslumaður, prest- ur og Iæknh', grannir, fölir, norpandi í gaddin- um. Loks kemur í leitimar lítið bamslík, vafið í fátæklega dulu úr þráðardúk. Ungu menn- irnir líta undan í hryllingi." Við réttarlíkskoðun á Sólborgu og barninu, sem Einar Benediktsson er viðstaddur, úr- skurðar Björn Blöndal að dánarorsök Sól- borgar sé eitrun en barnið hafi kafnað. Barnið er gi'afið í kirkjugarðinum en Sólveigu má ekki grafa innan kirkjugarðsins. „Málið var leyst með því að hún var sett inn undir torf- vegginn svo að hún var hvoi'ki fyrir innan né utan garð. Nú eru bein hennar undir þýfinu í miðjum kirkjugarðinum," segir Matthías Jo- hannessen í Ferðarispu í Morgunblaðinu í október 1971. Hinn 5. mars 1893 dæmdi Einar Benedikts- son settur héraðsdómari í Þingeyjarsýslu Sig- urjón Einarsson til tíu ára betranarhúsvistar. Landsyfirréttur mildaði dóminn síðar í sex ár. Var þá endanlega lokið Sólborgarmáli og lék enginn vafi á hvemig í þann pott var búið þá er um lauk. Sigurjón Einarsson giftist síðar og átti afkomendur. í eftirmála að leikritinu Sólborg segir Matthías Johannessen: „Þjóð- sagan segir að Einar Benediktsson hafi eftir harmleikinn haft á tilfinningunni að Sólborg fylgdi sér. Hann hafi jafnvel átt við hana í ljóðinu Hvarf séra Odds frá Miklabæ. En auð- vitað er slíkt út í hött. Það er ort fyrir harm- leikinn, birtist í Sunnanfara í sept. 1891 með þeirri athugasemd , að skáldið hafi ekki fylgt frásögninni í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, „né öðram skrifuðum frásögnum um atburð þenn- an, heldur hef ég aðeins farið eftir munnmæl- um, sem ég hef heyrt sjálfur, bæði af Skag- firðingum og öðrum,“ eins og skáldið kemst að orði.“ Skáldlegur búningur Dramatískir möguleikar Sólborgarmáls eru næsta augljósir. Sterkar tilfinningar og mikil örlög, óumflýjanleiki aðstæðnanna, glæpur og refsing, sekt og sakleysi eru gildustu þræð- irnir sem flétta má úr. Matthías Johannessen orðar það svo: „Þetta drama var hlaðið sprengikrafti. Sársauki þess og þjáning eru engin einangrað fyrirbrigði, heldur kunn reynsla.“ Sjálfsagt væri einfaldasta leiðin að færa söguna í skáldlegan búning að rekja málið eins og það kom fyrir og breyta engu, halda sig við staðreyndir allt þar til yfir lýkur. Höf- undinum er þó nauðsynlegt að velja sér sjón- arhom, taka sér stöðu innan eða utan sögunn- ar og rekja hana útfrá þeim forsendum sem sjónarhornið leggur honum til. Önnur aðferð og nokkru róttækari er að bæta við persónum, skapa skáldlegt afl innan hins sögulega ramma. Undir þessa aðferð fell- ur líka að breyta nöfnum persóna og umhverf- is og losa um söguna í tíma og rámi. I þriðja lagi er hægt að víkja frá hinni raunverulegu atburðarás, breyta henni og gera hlut þeirra sem að málinu komu annan en hann var í raunveraleikanum. Gera þann hlut meiri eða minni eftir atvikum. Söguleg nálægð málsins sjálfs gerir þessa nálgun viðkvæma án þess að hér verði lagt mat á siðferðilegt réttmæti þess. Vafalaust eru ótal fleiri leiðir færar í skáldlegri útfærslu Sólborgarmáls, en þær tvær síðari leiðir sem hér er bent á eiga sér fyrinnyndir í verkum þeÚTa höfunda sem fyrr voru nefndir. Meðhöndlun Matthíasar Jo- hannessen í smásögu og leikriti og Thors VII- hjálmssonar í skáldsögu falla undh' aðra að- ferðina þó efnistök og skáldskaparleg mark- mið séu gerólík, en meðhöndlun Egils Eðvarðssonar í sjónvarpskvikmynd sinni fell- ur undir síðasttöldu aðferðina. Burðurinn og Sólborg I Smásögunni Burðurinn rekur höfundur söguna samkvæmt frásögn Nikulásar, aldraðs manns sem hafði verið vinnupiltur á prest- setrinu Þistilhöfða er þeir atburðir gerðust að ung stúlka Borghildur varð vanfær af völdum hálfbróður síns Sigurðar. Ekki era aðrar per- sónur nafnkenndar í sögunni, en nafnbreyt- ingar systkinanna eru augljósar. Fyrinnynd að sögumanninum Nikulási er að likindum Guðjón Einarsson bóndi á Sævarlandi sem Matthías vitnar til í fyrmefndri Ferðarispu. Guðjón var ungur maður í Þistilfirði í lok síð- ustu aldar, þekkti til heimafólks á Svalbarði og sá Sólborgu og Sigurjón oftsinnis. „„Prestshjónin, sr. Ólafur og kona hans, voru gott fyrirfólk," sagði Guðjón þegar ég talaði við hann og rifjaði upp gamlar minningar, en kertaljósið flökti í augum hans. „Sólborg var ekki ómyndarleg stúlka," bætti hann við eins og það gerði harmleikinn eitthvað skiljan- legri.“ Um dauða Sólborgai' segir Guðjón: „Það vora mannaverk. Það hefði verið auðvelt að skilja þau að. Og þá hefði meinið hjaðnað.“ í Burðinum era eftirfarandi orð lögð í munn Nikulási: „En þetta voru mannaverk", bætti hann við, „að hleypa þessu í þennan loga. Það hefði verið hægt að réttlæta þetta og skilja þau að. En - ojæja, hún var ekki ómyndarleg stúlka, hún Borghildur", og svo tók hann í nefið og reri fram í gráðið." Dauðdaga Borghildar er svo lýst: „Það var sagt að Sigurður hefði útvegað henni eitrið,“ sagði Lási, „en hvað veit ég?“ Hitt var á allra vitorði að Borghildur hafði áður en hún tók inn eitrið reynt að koma því einnig ofan í bamunga dóttur sína sem lá hjá henni í rúm- inu, en tókst ekki. Var sagt að hún hefði viljað taka telpuna með sér, hefði þótt það vissara að þær fylgdust að eins og komið var.“ I leikritinu Sólborg bera allar persónur verksins sömu nöfn og hinar raunverulegu persónur málsins utan sýslumaðurinn sem aldrei er nafngreindur. Samtöl og umhverfi eru í raunsæjum stíl og allri atburðai'ás máls- ins fylgt nokkuð nákvæmlega samkvæmt mál- skjölum. Samtöl í yfirheyrslum era einnig efnislega samhljóða málskjölunum en höfund- ur mótar persónumar að vild, skerpir á mál- fari þeirra og þjappar efninu saman til að auka á hina dramatísku spennu eins og eðli- legt er. Meginbreytingin sem gerð er án þess að það hafi nein áhrif á efnislega niðurstöðu hinna sviðsettu málaferla er að höfundur bæt- ir við einni persónu, sem er jafn sögulega raunveraleg og allar hinar, en var þó í raun- veraleikanum ekki á staðnum þegar atburð- irnir gerðust. Þetta er Guðbjörg móðir þeirra Sólborgar og Sigurjóns sem komin er til að fylgjast með réttarhaldinu. „Hvernig átti ég að stija heima í Garði eins og ekkert hefði í skorizt, þegar ég frétti að þið hefðuð verið ákærð bömin mín, og sýslumaðurinn væntan- legur hingað. (með áherzlu) Þið erað þó börn- in mín, Sólborg.“ Þungamiðja verksins snýst um þessa síð- ustu setningu. Móðirin sem átt hefur þessi tvö óskilgetnu börn, annað þeirra, Sólborgu, varð hún að láta frá sér strax eftir fæðingu, dreng- inn hafði hún með sér í vinnumennsku á ýms- um bæjum þar til hann fór sjálfur í vinnu- mennsku eftir fermingu. Guðbjörg er við- stödd allar yfirheyrslur, hún neitar að trúa því að börnin hennar séu sek og sorg hennar og umkomuleysi mega skoðast sem hinn tragíski hápunktur verksins þegar Sólborg liggur á líkbörunum og Sigurjón er úrskurð- aður í varðhald, sekui- maður. Eftir stendur hin aldraða móðir með ábyrgðina á uppeldi fjögurra ára gamallar dótturdóttur sinnar á herðunum. í eftirmála segir höfundurinn: „Móðirin leikur hlutverk Jobs í þessu verki - og sér þess stað oftar en einu sinni. Hún hefði getað tekið undir með Job þegar hann segir: „Því að andvörp era orðin mitt daglega brauð og kvein mitt úthellist sem vatn.“ Sem vel gætu verið einkunnarorð verksins.“ Grámosinn glóir I skáldsögunni Grámosinn glóir era aðal- persónur Ásbjörn sýslumaður og hálfsystkin- in Sæmundur Friðgeir Björnsson og Sólveig Súsanna Jónsdóttir. Ekki þarf að fai-a í graf- götur um hverjar fyrirmyndir þessara þriggja eru, þó í samhengi skáldsögunnar skipti það kannski litlu máli. Fjölmargar aðrar persónur koma við sögu, m.a. presthjónin að Kaldbak þar sem atburðir sögunnar gerast. Viðfang Grámosans er þó alls ekki að skálda upp Sól- borgarmál og breyta útaf þeirri atburðarás sem þegar er þekkt. Miklu frekar má segja að höfundur nýti sér á ýmsa vegu þá möguleika til skáldlegrar túlkunar sem felast í atburða- rásinni. Fer hann þannig frjálsum höndum um hugarfar persónanna og tilgang þeirra með gjörðum sínum. Enda hefur höfundurinn til þess það frelsi sem hann vill. Ysti rammi sögunnar sem snertir jafnframt kjarna henn- ar er lífsreynsla hins unga og óreynda sýslu- manns sem gengur ótrauður til verks og beit- ir nokkum hörku við að komast að sannleik- anum í málinu, en stendur uppi með sann- leika í báðum höndum, tvístígandi og skilur að á bakvið staðreyndir liggja tilfinningar; persónulegt návígið við hinn mannlega harm- leik hefur dýpkað hann sem persónu. Þá hef- ur sá sannleikur runnið upp fyrir honum að raunveraleikinn er einatt dramatískari en skáldskapurinn. Sýslumaðurinn er öryggið og harkan uppmáluð við yfirheyrsluna yfir Sæ- mundi Friðgeiri sem „varaðist að horfa í ægi- svip dómarans; en fann hin hvössu augu undir ygglibránunum nísta sig. Hann var strax hræddur um að geta ekki dulizt fyrir þessum köldu augum; sem honum fannst tæta af sér allar hlífar“; Síðar þegar allt er um garð gengið og Ásbjörn sýslumaður kveður upp dóminn yfir Sæmundi hefur skilningurinn aukist og reynslan mildað hann. „Nú þegir sýslumaður aftur, og horfir áfram á blöðin að því er virðist, og hvarfla augun nokkuð líktog hann sé að leita að einhverju sem framar var sagt, kannski var hann ekki að horfa á blöðin; kannski framhjá þeim svo lítið bæri á, kannski ekki á neitt sérstakt." Dómsdagur I þriðja vetkinu og þvi sem vissulega er kv'eikjan að þessari umfjöllun er farið enn öðrum höndum um efniviðinn. I sjónvarps- mynd Egils Eðvarðssonar, Dómsdegi, eru all- ar persónur Sólborgarmáls rétt nafngreindar þannig að hin sögulega umgjörð verksins verður tráverðug en á hinn bóginn er breytt út af réttri atburðarás og hlutdeild vissra per- sóna gerð önnur en hún var í raun. Engin leið er að orða þetta öðruvísi þó skáldskaparleyfi höfundar myndarinnar sé sagt ráða ferðinni. Róttækustu breytingarnar sem höfundur ger- ir er að ætla prestinum séra Ólafi Petersen þann hlut að vera bæði réttur faðir barns Sól- borgai- og að hafa þvingað Sigurjón hálfbróð- ur hennar til að gangast við því. Prestfránni er ætluð sú gjörð að hafa byrlað Sólborgu eit- ur í þeim tilgangi að hindra að hún kæmi upp um bónda hennar og drægi þannig skömm yf- ir heimilið. Sýslumanninum Einari Benedikts- syni er einnig ætlað að hafa komist að hinu sanna í þessu máli því Sólborg hvíslar ein- hverju í eyra hans sem hún er í andarslitrun- um og horfir sýslumaður þá heljaraugum á prestfrúna sem brestur í grát við öxl eigin- mannsins. Þessari vitneskju eða grunsemd leynir sýslumaður ævilangt en hefur engu að síður skráð hjá sér í rauða minnisbók sem hann skilur aldrei við sig. I myndinni er það ung blaðakona, Anna, sem leiðir fram „sann- leikann" í málinu þegar hún dvelur hjá Einari síðustu ævidaga hans í Herdísarvík í janúar 1940. Burtséð frá þeim siðferðilegu spumingum sem kunna að vakna þegar svo er breytt frá sögulega þekktri og væntanlega réttri at- burðarás án þess að vikið sé við nöfnum eða staðháttum að öðra leyti, þá er því líkast sem höfundi myndarinnar hafi sést yfir stærstu möguleika þessarar sögu til dramatískrar túlkunar. Presturinn sem siðlaus flagari og prestfrúin sem bitur eiginkona og samvisku- laus morðingi gera söguna vissulega reyfara- kennda og magna í henni spennu en um leið verður hinn raunveralegi hamleikiu- að engu, forboðnar ástir systkinanna, glæpur þeirra gagnvart baminu og refsingin sem óhjá- kvæmilega fylgir í kjölfari hverfa í skuggann. Reynsla sýslumannsins unga af atburðunum skiptir heldur engu í þessari túlkun, hans bíð- ur það ævilanga hlutskipti að vera vitorðs- maður með morðingjanum prestfrúnni og sið- leysingjanum prestinum. Til að knýja fram þennan síðbúna „sannleik“ málsins hefur Sól- borg náð sambandi við Önnu í gegnum miðil og beint henni til sýslumannsins fyrrverandi, Einars Benediktssonar, sem eyðir síðustu æviáranum í Herdísarvík, farinn að heilsu og kröftum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.