Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Síðustu ár hefur Sveinbjörn Gizurarson stundað umfangsmiklar rannsóknir á
möguleikum til bólusetninga með nefúðum. Um þessar mundir er Sveinbjörn og fyrirtæki
hans, Lyfjaþróun hf., að sækja um einkaleyfi á efni sem getur valdið straumhvörfum í þess-
um rannsóknum. Salvör Nordal ræddi við Sveinbjörn og forvitnaðist um rannsóknir hans.
bólusetninaar með
nefúoa langt
homin
OLUSETNING með
inefúða í stað stungubólu-
| setningu hefur verið í þróun
um nokkurt skeið. Helsti
ivandinn við þessa aðferð
Ihefur verið að finna hjálp-
r arefni við bólusetninguna
m hvetur til myndunar
ónæmis þegar efnunum er úðað á
slímhúðina í nefinu. Ólíkt stungu-
bólusetningu nægir
ekki að sprauta bólu-
efninun beint í nefið.
Góð svörun
Sveinbjörn Gizurar-
son, lektor í lyfjafræði
við Háskóla íslands, og
samstarfsmenn hans
hjá fyrirtækinu Lyfja-
þróun hf. kynntu á
dögunum niðurstöður
rannsókna á efni sem
þeir hafa fundið og sótt
um einkaleyfí á. Miðað við hve svör-
unin hefur verið góð bindur Svein-
björn vonir við að þetta nýja efni
geti hraðað mjög þróun nefúðabólu-
setningar.
„Rannsóknir okkar hafa sýnt að
bólusetningar á slímhimnu nefsins
gefi mjög góða ónæmissvönm ann-
ars staðar í líkamanum og geti því
komið í staðinn fyrir stungubólu-
setningu. Vandinn hins vegar við
þessa aðferð hefur verið að þróa
hjálparefni sem hvetur til myndun-
ar ónæmis. Hlutverk hjálparefnis-
ins er bæði að hjálpa bóluefninu að
komast í gegnum slímhúðina og
eins hvetja til myndunar ónæmis.
Nú teljum við okkur hins vegar
vera búin að finna mjög góða efna-
blöndu sem gefur góða svörun í
rannsóknum okkar og við erum
bjai-tsýn á að þetta geti hjálpað
mjög við þróun nefúðabólusetning-
ar.“
Löng þróunarvinna
Áhugi Sveinbjörns á bólusetning-
um með nefúða kviknaði þegar hann
var við doktorsnám í lyfjafræði í
Danmörku.
„Ég vann við rannsóknir á lyfja-
gjöfum í gengnum nef, einkum á
insulingjöfum til sykursjúkra. Þess-
um lyfjagjöfum fylgdu nokkrar
aukaverkanir sem við vorum að
rannsaka. Ein þeirra vakti sérstak-
an áhuga minn en einstaka sjúkling-
ur myndaði mótefni gegn insúlininu.
Þá vaknaði sú spurning hvort hægt
væri að virkja þessa aukaverkun og
þróa bólusetningaraðferð sem
byggðist á þessum óæskilegu fylgi-
kvillum. Rannsóknir mínar hafa
einkum beinst að því síðan.“
Fljótlega eftir heimkomuna fór
Sveinbjörn að kanna möguleika á
því að stofna fyrirtæki um þessar
rannsóknir. Áiáð 1990 stofnaði hann
Lyfjaþróun hf. en að því fyrirtæki
standa auk Sveinbjörns Guðmundur
Hallgrímsson lyfjafræðingur,
Lyfjaverslun Islands, Lýsi hf.,
Tækniþróun og Steinar Waage.
„Ég vann mest við rannsóknirnar
fyrstu árin en eftir að ég fékk stöðu
við Háskóla Islands hef ég fengið
samstarfsfólk með mér. Núna vinna
með mér þau Vera Guðmundsdóttir
líffræðingur og Davíð Ólafsson
lyfjafræðingur. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins er Kristín Einarsdótt-
ir. Rannsóknarvinna er mjög tíma-
frek en fyrstu árin var eingöngu
unnin þróunarvinna og það reyndi
mjög á þolinmæði margra hluthafa.
Það urðu ákveðin kaflaskipti árið
1993 þegar við fundum efnablöndu
sem við leituðum að, en með henni
gátum við örvað ónæmiskerfið og
kallað fram bólusetningu. Við sótt-
um svo um einkaleyfi fyrir þessari
blöndu sama ár. Þá hófst tímabil
þar sem við rannsökuðum árangur
þessarar efnablöndu við bólusetn-
ingar á ýmsum sjúkdómum, eins og
barnaveiki, influensu, heilahimnu-
bólgu og RS. Niðurstöðurnar voru
allar mjög jákvæðar.“
Það urðu svo aftur kaflaskipti í
rannsóknum Sveinbjöms fyrir
rúmu ári.
„Við fundum annað efni sem gef-
ur enn kröftugri vörn en fyrra efnið
og mun kröftugri vörn en með bólu-
setningum með sprautum. Þetta
nýja efni gefur enn betri svörun.
Síðasta sumar gerðum við stóra til-
raun með hundrað einstaklingum og
nú era mælingar í gangi en fyrstu
niðursöður gefa mjög góða von. Við
gerðum okkur grein fyrir því að
með nýju efni þyrftum við að endur-
taka margar þær rannsóknir sem
vorum búin að gera með gamla efn-
inu og það mun tefja okkur eitthvað
en við teljum hins vegar að við séum
með mun betra efni í höndum og því
sé það þess virði.“
Ódýrari og þægilegri
Hverjir era helstu kostir nefúða-
bólusetningar?
„Þessi aðferð er miklu einfaldari
og þægilegri en stungubólusetning-
ar. I okkar tilraunum hefur Friðrik
K. Guðbrandsson læknir séð um að
úða í nef fólks og það hefur gengið
mjög vel í öllum tilfellum, en það er
ekkert sem mælir á móti því að fólk
geti gert það sjálft í framtíðinni.
Slíkt gæti komið sér mjög vel fyrir
fólk sem er til dæmis á ferðalögum.
Annar kostur við þessa bólusetning-
araðferð er að með henni losnum
við við hættuna af endurnotkun nála
sem er víða vandamál í fátækari
löndum. Nefúðana þarf ekki að
dauðhreinsa eins og nálarnar og það
gerir þá að auki ódýrari í fram-
leiðslu."
En fylgja þessu engin óþægindi
fyrir einstaklinga?
„Það fylgdi gamla efninu smá ert-
ing í nefi en með þessu nýja hefur
ertingin snarminnkað og er nánast
engin. Þetta virðist því vera alveg
sársaukalaust fyrir fólk.“
Erlent samstarf
Er ekki mjög rnikil samkeppni á
þessu sviði og margir að reyna að
þróa þessa aðferð?
„Það er mjög mikil samkeppni á
þessu sviði. Við eram auðvitað mjög
lítil eining en þessar rannsóknir era
bæði mjög dýrar og tímafrekar.
Fyrir tveimur áram gerðum við
samning við bandaríska lyfjafyrir-
tækið American Home Products,
sem breytti okkar aðstöðu mjög
mikið og við gátum farið út í rann-
sóknir af meiri þunga, enda hafði
minnkað í okkar buddu eftir langt
og strangt þróunarstarf..
Nú erum við í samningaviðræð-
um við ýmis fyrirtæki sem hafa sýnt
þessum rannsóknum áhuga.
Framundan er mikil rannsóknar-
vinna og einnig þróun markaðsetn-
ingar. Hvenær hægt verður að setja
þetta á markað fer eftir því hve fljót
við erum að ná samningum og hve
mikið fjármagn við fáum. Ég býst
við að enn séu nokkur ár þar til
þetta kemur á markað.
Það eru mjög miklar rannsóknir
framundan hjá okkur. Ég hef til
dæmis verið að ræða við sjúkrahús í
Belgíu sem hefur marga eyðnisjúk-
linga. Það er mjög erfitt að bólu-
setja eyðnisjúklinga vegna þess hve
ónæmiskerfí þeirra er illa farið. Það
virðist hins vegar sem bólusetning
með nefúðun gefi betri árangur þar
sem slímhimnan er það sjálfstæð,
að bæði iyf og lyfjameðferð hefur
minni áhrif á hana. Vonandi getum
við hafið rannsóknir á því í sam-
starfi við þetta sjúkrahús.
Þá era að hefjast rannsóknir að
frumkvæði WHO - Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar - sem hefur
Morgunblaðið/RAX
SVEINBJÖRN Gizurarson á
rannsóknarstofunni.
valið okkar módel sem tilraunaverk-
efni. Þessar rannsóknir verða mun
nákvæmari en þær sem við höfum
gert hingað til. Þessi styrkur er
okkur mjög mikil hvatning og sýnir
að okkar rannsóknir hafa vakið at-
hygli.“
Lyfjagjafir til heila
Auk bólusetningai- með nefúðun
hefur Sveinbjörn rannsakað mögu-
leika á lyfjagjöfum til heila með því
að úða lyfjum á lyktarþekjuna.
„Það er mjög miklum vandkvæð-
um bundið að koma lyfjum til heil-
ans. Æðakerfi heilans ver hann
mjög vel sem hefur valdið miklum
erfiðleikum til dæmis við lyfjagjöf
vegna heilakrabbameins. Það hefur
komið í ljós að lyktarsvæðið í nefinu
geti opnað leið inn í heilann, eins og
oft hefur komið fram til dæmis þeg-
ar fólk sniffar. Þá fara eiturefnin í
gegnum lyktarsvæðið beint inn í
heilann og geta valdið þar mjög
miklum skaða. Það sem ég er að
rannsaka er hvort hægt er að nýta
þetta svæði til að koma lyfjum
þessa leið inn í heilann, eins og til
dæmis við meðferð á heilaæxli. Ef
hægt verður að þróa aðferð til þess
gæti það haft mjög mikil áhrif á
lækningu á þeim sjúkdómi. Þá hef
ég einnig verið að rannsaka
insulingjafir til heila. Fólk sem er
með sykursýki af gerð 2 fær ekki
nægt insulin til heila sem gerir það
að verkum að matarlyst eykst og
brennsla hægist. Þetta fólk er því
frekar feitt. Spurningin er hvort
hægt verði að koma insulini inn á
lyktarsvæðið með nefúðun þannig
að matarlyst minnki og brennsla
aukist. Rannsóknir hingað til benda
til að þetta sé hægt með mjög góð-
um árangri.“
Einkaleyfið
er lykillinn
Hvaða máli skiptir einkaleyfi fyr-
ir þínar uppgötvanir?
„Það skiptir öllu máli að fá einka-
leyfi. Einkaleyfið breytir hugmynd-
um, sem annars væra bara áhuga-
verðar niðurstöður, í verðmæti. Til
þess að fá einkaleyfi þarf viðkom-
andi að vera fyrstur með hugmynd-
ina, hún þarf að hafa visst frum-
leikastig, og hún þarf að hafa hag-
nýtt gildi. Við gætum ekki fengið
einkaleyfi á nefúðabólusetningu
sem slíkri, enda er það gömul hug-
mynd sem hefur oft verið reynd.
Við höfum hins vegar fengið einka-
leyfi á efnablöndunni sem við fund-
um, efnablöndu sem gerir þessa að-
ferð mögulega. Það er í skjóli þessa
einkaleyfis sem við getum hafið
þróun markaðssetningar á þessu
efni.“