Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 11

Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 11 Fljótt ó litið hefur ú þriðja tug hljómsveita og listomanna tekist að koma ór sinni fyrir borð ytra ó ólíkum forsendum hjó ólíkum fyrirtækjum. Margir eiga eftir að gera endanlegan samning, aðrir hafa gert samning og vinna að frumrauninni og enn aðrir eru byrjaðir ó langri leið inn ó heimsmarkað með plötu í farteskinu. Upptalningin sem hér fer ó eftir er ekki tæmandi, fjölmargir aðrir eru að hasla sér völl ytra þó ekki sé þeir komnir eins langt og þeir sem hér er getið. LHOOQ undirbýr næstu breiðskífu. UNUN skipti um mannskap í brúnni og framhaldið er óljóst. MAGGA Stína hitaði upp fyrir Björk. BELLATRIX á í vændum tónleikaferð um Evrópu. EMILIANA Torrini vinnur að breiðskífu í Lundúnum. MÓA stefnir á Bandaríkjamarkað. heim, til að mynda í Noregi og aust- ur í Asíu. Einn liðsmaður sveitar- innar, Friðrik Karlsson, hefur hasl- að sér völl sem gítarleikari í Bret- landi á síðustu árum og einnig gefið þar út plötur með siökunartónlist með góðum árangri. Sykurmolamir náðu eiginlegri heimsfrægð og fyrsta plata þeima seldist í yfir milljón eintaka sem engum íslenskum listamanni hafði tekist fram að því. Sveitin fór í tón- leikaferðir um heim allan og ís- lendingar urðu varir við það á ferð- um sínum um heiminn að sama var hvert var komið, það könnuðust allir við Sykurmolana. Björk Guð- mundsdóttir var í Sykurmolunum og hefur farið enn hærra á stjömu- himninum en Molarnir og selt milljónir eintaka af plötum sínum á síðustu ái-um. Björk er risinn í ís- lensku tónlistarlífí og hennar frægð hefur opnað íslenskum tón- listarmönnum dyr, en um leið gert þeim erfitt fyrir því nú draga menn óspart upp Bjarkar-mælistikuna og leggja við alla tónlist sem frá Is- landi kemur. Mezzoforte og Sykurmolamir náðu sínu í gegnum Bretlands- markað, en það er ekki eina færa leiðin. Hljómsveitir hafa einnig spreytt sig í Bandaríkjunum, til að mynda Deep Jimi and the Zep Cr- eams, sem fluttust til New York og spiluðu „eins og brjálaðir menn“ þar til þeim var boðinn samningur. Alíka leið fór Dead Sea Apple sem skoðar nú samningstilboð frá ýms- um fyrirtækjum. Hvað veldur? Sú spurning hlýtur að vakna hvað gerir að verkum að svo marg- ar íslenskar hijómsveitir hafa náð árangri ytra undanfarið þótt mis- mikill sé. Útlendir tónlistarspek- úlantar hafa látið þau orð falla að íslenskar hljómsveitir hafi það oft framyfir hljómsveitir erlendar að þær séu mótaðri í sínum stíl og stefnu og betur undir það búnar að standa fyrir sínu. Blaðamenn sem koma hingað til að fræðast um ís- lenskt tónlistarlíf hafa einmitt oft orð á því að hér á landi sé eins og hver hljómsveit skarti sinni eigin tónlistarstefnu, ólíkt því sem tíðk- ist ytra. Þar keppist hljómsveitir við að vera ólíkar hver annarri þótt þær taki inn strauma og stefnur frá útlöndum. Einnig hafa menn orð á því að íslensk kímni sé snar þáttur í því hversu mönnum þyki hljómsveitirnar framandlegar. Sá sjálfsþurftarhugsunarháttur sem sé allsráðandi meðal íslenskra ung- menna þýði að þau séu ákveðnari og ófeimnari þegar þau séu að flytja eigin verk. Oft hefur verið deilt um það hvort hljómsveitir eigi að syngja á íslensku eða ensku hér heima og sýnist sitt hverjum, þótt sjálfsagt amist enginn yfir því að sungið sé á ensku þegar kemur að því að gefa út ytra. Margar íslenskar hljóm- sveitir taka einmitt upp enska tungu til að vera undir heims- frægðina búnar, en missa oft um leið þau sérkenni sem þarf til að einhver taki eftir þeim ytra. Fyrir íslensk ungmenni sem alin eru upp á ensku poppi og kvikmyndum er oft auðvelt að tvinna saman inni- haldslausa frasa á ensku og úr verður texti sem er eins og allir hinir, enda eru orð eins og „love“ löngu orðin álíka merkingarlaus og ,je, je, je“. Það er býsna erfitt að semja innihaldsríkan texta, hvað þá á máli sem er textahöfundinum ekki eiginlegt og textar skipta einatt miklu máli. í ljósi þess hvaða hljómsveitir hafa náð árangri í út- landinu á undanförnum misserum virðist enskan engin ávísun á frægð og frama. Það skiptir einnig máli hvaða tónlist viðkomandi hljómsveit leik- ur og virðist nánast lögmál að ef hljómsveitinni hefur gengið vel á Islandi sé borin von að komast á mála ytra, hvað sem svo veldur. Þannig hefur ekki famast vel ytra sveitum eins og Stuðmönnum, þótt þeir breyttust í Strax, Nýdönsk kallaði sig Agent Orange, SSSól varð Here Comes the Sun, Sálin hans Jóns míns Beaten Bishops og meirihluti Todmobile varð að Tweety. Enginn frýr þessum hljómsveitum hæfileika, en þeir hæfileikar falla í gi-ýtta jörð ytra, hvað sem veldur. Enskur útgefandi lét þau orð fall í samtali um ís- lenska poppsveit sem reynt hafði að ná samningi ytra að hann sæi ekki hvers vegna hann ætti að eyða tíma og peningum í að koma á framfæri íslenskri hljómsveit þeg- ar honum bærust tugir snældna á dag með áþekkum hljómsveitum breskum. Botnleðja Hljómsveitin Botnleðja náði eyr- um manna í Bretlandi ekki síst fyr- ir stuðning bresku hljómsveitar- innar Blur, enda var sveitinni boðið að hita upp fyrir Blur í tónleikaför síðamefndu sveitarinnar í Bret- landi. Ytra hefur Botnleðja, eða Silt eins og hún kallast upp á ensku, meðal annars spilað á fjöl- mörgum tónleikum í 'Lundúnum og einnig haldið í víking vestur um haf. Þótt sveitinni hafi verið sýndur talsverður áhugi er of snemmt að segja fyrir um hvernig fer. Bellatrix Liðskonur og -maður í hljómsveitinni Kolrassa krókríðandi breyttu um stH, stefnu og nafn og sækja af krafti inn á Bretlandsmarkað undir nafninu Bellatrix. Sveitin hefur fengið góða umfjöllun í bresku popppressunni og nokkur fyrirtæki sýnt því áhuga að gefa út breiðskífu með Bellatrix. Fyr- ir skömmu kom út í Bretlandi stutt- diskur til kynningar á sveitinni og hefur verið vel tekið. Bellatrix er á fórum í tónleikaferð um Evrópu á næstu dögum og líklegt að sveitin nái að festa sig í sessi ytra á árinu. Magga Stína Margrét Kristín Blöndal sendi frá sér sína fyrstu breiðskifu á árinu á vegum nýrrar útgáfu sem Björk Guðmunds- dóttir á, en One Little Indian dreifir plötunni í Bretlandi. Plötu Möggu Stínu hefur almennt verið vel tekið og einnig tónleikahaldi hennar ytra, en hún hitaði meðal annars nokki-um sinnum upp fyrir Björk á tónleikum í haust. Magga Stína er nú að vinna að nýrri breiðsklfu sem kemur væntan- lega út ytra á þessu ári. Móa Móeiður Júníusdóttir hefur unnið að því í nokkum tíma að koma sér á framfæri ytra. Hún náði á endanum góðum samningi við bandarísku útr gáfuna Tommy Boy og sendi frá sér fyrstu sólósktftma á vegum fyrirtæk- isins fyrir skemmstu. Plötunni hefur almennt verið vel tekið, frábærlega reyndar víðast hvar, og Móeiður, eða Móa, sem er listamannsnafn hennar, á eftfr að fara víða um heim til tón- leikahalds á næstu mánuðum. Sér- staklega verður fróðlegt að fylgjast með gengi hennar vestan hafs, en þar er Tommy Boy sterk útgáfa og um- svifamikil. Dead Sea Apple Dead Sea Apple fór líkt og Deep Jim and the Zep Creams á sínum tíma beina leið til Bandaríkjanna til tón- leikahalds. Það hefui- og dugað vel, en enn á sveitin þó eftir að gera út> gáfusamning. Hún er að skoða tilboð frá ýmsum útgáfum, aukinheldui’ sem henni hefur verið boðið að spila víða. Gus Gus Gus Gus fjöllistaflokurinn er samn- ingsbundinn bresku útgáfunni 4AD og hefur fengið frábæra dóma fyrir fyrstu breiðskífu sína. Undanfarin misseri hefur Gus Gus verið á ferð og flugi og leikið víða um heim, en legg- ur nú lokahönd á næstu breiðskífu sína sem kemur út með vorinu. Alda Alda Björk skaust upp á stjörnuhim- ininn í Bretlandi með sumarlagið Real Good Time. Næsta lag á eftir náði einnig góðum árangri þótt ekki hafi það farið eins hátt, breiðskífa er væntanleg með vorinu. Alda hefur búið ytra í nokkur ái- og komið sér áfram með seiglu og dugnaði, en hún hefur áður gert útgáfusamning í Bretlandi, með hljómsveit, sem ekk- ert varð úr. Ragga Ragnhildur Gísládóttir komst á samning hjá bresku stórfyrirtæki og breiðskífa var í burðarliðnum. Sá sem samdi við hana fyrir hönd útgáfunnar hvarf til starfa hjá öðru fyrirtæki og samningur Ragnhildar komst í upp- nám. Ekki er ljóst hvort breiðskífan, sem kom út hér á landi, verður gefin útytra. Thule Thule Records heitir útgáfa Þórhalls Skúlasonar og fleiri sem náð hefur góðum árangri með útgáfu á íslenskri danstónlist i Þýskalandi og víðar. Þórhallm- var annar helmingur Ajax dúettsins, sem náði góðri sölu á smá- skífu í Bretlandi fyrir margt löngu og nýtur virðingar meðal þýskra dans- vina sem tónlistarmaður. Stilluppsteypa Stilluppteypa hefur náð góðum ár- angri á svonefndum neðanjarð- armarkaði í Evrópu og reyndar víða um heim. Þótt sá markaður sé ekki stór er hann nógu stór til að lifa megi af tónlistinni góðu lífi. Sveitin hefur unnið sér það gott orð að bandaríska framúrstefnuhljómsveitin Sonic Youth, sem nýtur virðingar og hylli víða um heim, óskaði sérstaklega efb- ir því að Stilluppsteypa hitaði upp fyrii’ sig á tónleikum í Berlín á síð- asta ári. Stilluppsteypa hefur gefið út tvær til þrjár plötur á ári undanfarin ár og selt drjúgt ytra. Reptilicus Dúettinn Reptilicus hefur starfað í um áratug og nýtur virðingar meðal áhugamanna um „industrial“-raftón- list. Hljómsveitin hefur ekki verið mjög virk undanfarið, en þó gefið út plötur hjá hollensku fyrirtæki, Sta- alplat. Valgeir Guðjónsson Ekki eru það bara hljómsveitir sem koma sér á framfæri ytra og ekki fara allir poppleiðina. Valgeir Guð- jónsson hefur náð góðum árangri í að semja tónlist fyrir sjónvarpsþætti vestanhafs og hefur meira að gera í því en hann annar. Unun Hljómsveitin Unun, sem meðal ann- ars var skipuð Þór Eldon, fymim Sykumiola, og Gunnari Lárusi Hjálmarssyni, náði höfundarréttar- samningi við stórfyrirtæki T)g síðan útgáfusamningi við smáfyrirtæki fyr- fr nokkru. Fyrir ýmsar sakir, meðal annars þær að smáfyrirtækið var selt öðru stærra, varð ekkert úr útgáfu. Unun er enn að eftfr nokkrar manna- breytingar og hefur meðal annars verið boðið í tvær tónleikaferðir ytra á þessu ári. Mous Mausverjar eru nú að vinna enska út- gáfu síðustu breiðskífu sinnar, Lof mér að falla að þínu eyra, en ekkert er ákveðið með útgáfú á þeirri plötu. Maus nýtur ef til við góðs af því ytra að einn liðsmanna Cure óskaði eftir því að fá að leggja sveitinni lið við upptökur á plötunni. Emiliana Torrini Emiliana Torrini er ein helsta dæg- urtónlistarsöngkona þjóðarinar og hefur að vonum vakið athyli ytra fyr- ir söng sinn. Hún dvelur nú í Lund- únum og vinnur að breiðskífu á veg- um breska fyrirtækisins One Little Indian sem koma á út í sumar. Lhooq Lhooq-flokkurinn komst á samning hjá bresku útgáfunni Echo fyrir þremur árum og tók sér góðan tíma til að gera fyrstu breiðskífu sína og kom sú út fyrir stuttu. Skífunni hefur verið misjafnlega tekið, margir borið á hana lof en aðrir ekki litið hana sömu augum. Lhooq-liðsmenn hafa haft í ýmsu að snúast og meðal ann- ars unnið með öðrum tónhstarmönn- um innlendum og erlendum. Ný breiðskífa með Lhooq er í smíðum og Echo mun gefa hana út á þessu ári. Póll Óskar Páll Óskar Hjálmtýsson vakti gríðar- lega athygli fyrir frammistöðu sína 1 Eurovision-söngvakeppninni á sínum tíma og sjá mátti í næstu keppni á eftir að ýmsir vildu feta í fótspor hans. I kjölfarið hefur hann farið nokkrar ferðir út til að skemmta, að- allega í Þýskalandi, og plata sem hann gaf út í tengslum við þátttökuna í keppninni hefur selst mjög vel til annarra landa. Enn er þó óljóst hvernig Páll Óskar kýs að vinna úr samböndum sínum og hvort hann stefnir á breskan eða þýskan markað, en hann er að minnsta kosti með breiðskífu með framsækinni danstón- list í burðarliðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.