Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 44

Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 44
>44 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SOFFÍA EYGLÓ JÓNSDÓTTIR + Soffía Eygló Jónsdóttir fæddist í Stóra- Skipholti á Bráð- ræðisholti í Reykja- vík 3. nóvember 1916. Hún iést 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin í Stóra- Skipholti, Jón Jóns- son, sjómaður og síðar starfsmaður ESSÓ í Reykjavík, og kona hans Þór- unn Helga Eyjólfs- * dóttir, húsmóðir. Eygló var fjórða barn foreldra sinna, sem voru í aldursröð: Sigurjón, vélsmiður í Reykja- vík, f. 26.4. 1909; Hákon ísfeld, málarameistari í Reykjavík, f. 1.11. 1912; Valgerður Ósk, f. 17.7. 1914, d. 23.3. 1929; Eygló; Óli Björgvin, íþrótta- kennari og skrif- stofumaður í Reykja- vík, f. 15.11. 1918; Guðbjörn, klæðskeri í Reykjavik, f. 19.3. 1921. Eygló giftist 18. desember 1943 Leó Guðlaugssyni, húsa- smíðameistara. Hann er fæddur á Kletti í Geiradal 27. mars 1909 en uppalinn á Þambárvöllum í Bitrufirði. Foreldrar Leós voru Guðlaugur Guðmundsson og Sigurlína Guð- mundsdóttir. Eygló eignaðist þijá syni. Þeir eru: 1) Þórir Jón Axelsson, verslunarmaður, f. 26.8. 1936, kvæntur Lilju Eyjólfs- dóttur, húsmóður. Börn Þóris og Lilju eru Valgeir, vélvirki, Jón Ægisíða - hæð og kjallari. Vorum að fá til sölu hæð og kjallara í þessu glæsilega húsi, samtals um 270 fm (brúttó). 1 Aðalhæö skiptist í 2 saml. stofur og bókaherbergi, 2 herbergi, eldhús, bað o.fl., auk þess fylgja 2 herb., bað o.fl. í kjallara. Ennfremur fylgir einstaklingsíbúð í kj. (2ja) o.fl. Glæsilegt sjávarútsýni. V. 24,0 m. 8290 HUSNÆÐI OSKAST. 3CT íbúð í lyftuhúsi Óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 140-170 fm góðri íbúð f nýlegu lyftuhúsi miðsvæðis með stæði í bílageymslu. Gott útsýni og húsvörður æskilegt. Þorragata - staðgreiðsla. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega íbúð við Þorragötu. Staðgreiösla (einn tókki) í boði. Klapparstígur - Skúlagata - staðgreiðsla. Traustur kaupandi óskar eftir 3ja herb. góðri íbúð með útsýni. Staðgreiðsla í boði. Einbýli óskast - stað-greiðs- la. Höfum fjársterkan kaupanda að góðu ein- býlishúsi í Þingholtum, vesturborginni eða miðborginni. Húsið má kosta 25-30 millj. Staðgreiösla (ein ávísun) í boði. PARHÚS - illlffi | Einarsnes - parh. og bygg- ingarlóð. Tvílyft gott parhús sem er um É 106 fm og skiptist í 3 herb., eldhús, bað, þvot- 0; tah. o.fl. Húsið hefur töluvert verið endumýjað fe að innan, s.s. lagnir, gólfefni, o.fl. Góð £ suðurverönd. Eigninni fylgir 432 fm byggingarlóö I fyrir einbýlishús. V. 9,5 m og 3,0 m. 8375 RAÐHÚS : s 'l'BSH I Jakasel - failegt hús. vommaðtá í einkasölu mjög fallegt u.þ.b 210 fm raðhús (keðjuhús) á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Mjög vandaðar innr. og parket. Arinn. Vandað eikareldhús með tvöf. amerískum ísskáp. Lóðin er gróin. Áhv. ca 7 m. langtímalán. Möguleiki á skiptum á nýlegri 4ra herb. íbúð með bílskúr eða skýli, helst í lyftuhúsi. V. 14,9 m. 8344 4RA-6 HERB. Laugavegur - 4ra herb.- laus Vorum að fá í einkasöluu.þ.b. 85 fm 4ra her- bergja íbúð á 2. hæö í traustu steinhúsi. Suðurlóð. íbúðin er laus. Áhvílandi ca 4 milljónir. 8379 Stóragerði. Vorum aö fá í einkasölu 4ra herb. vel skipulagða íbúð á 1. hæð í fjölbýli. íbúðin er nánast öll parketlögð. Sameign er góð. Lftiö framboð er af eignum á þessu svæði. V. 8,1 m. 8360 Blönduhlíð - ris. Vorum aö fá í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 85 fm risíbúð á góðum stað í Hlíðunum. Þrjú svefnherb. og stofa. Húsið er í góðu ástandi og lítur vel út. Geymsluris yfir íbúð. V. 7,4 m. 8372 Kópavogur - ný standsett. Vorum að fá í sölu 105 fm 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum í mjög góðu ástandi. íbúðin var öll tekin í gegn fyrir u.þ.b. 5 árum. Tvö góð svefnherb. auk stórs alrýmis. Baðherbergið er allt flísalagt með góðum sturtuklefa. Vinnu-her- I bergi og þvottahús á neðri hæð. 8365 Sæviðarsund með bílskúr. j Vorum að fá í einkasölu ákaflega fallega u.þ.b. ;; 85 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í mjög góðu litlu j fjölbýlishúsi. íbúðin skiptist m.a. í tvö herb. og tvær stofur. Mjög rúmgóður u.þ.b. 40 fm innb. £ bílskúr. Parket og góðar innr. Suðursvalir og gott i útsýni. Hús viðgert og málaö. V. 9,4 m. 8371 Miw»ninii—ibii*—■hhmi i¥i inniiiiiiniii ihm n n .. I 3JA HERB. ÆSSBm Miðsvæðis - 3ja herb. vomm að ! fá í einkasölu 3ja herb. 62 fm kjallaraíbúð á [' eftirsóttum og rólegum stað. Eignin skiptist í hol, § eldhús, baðherbergi, stofu og tvö herbergi. V. ; 5.7 m. 8366 Skipasund - risíbúð. Vorum a« fá í ] einkasölu fallega 3 herb. risíbúð í mjög góðu jj ásigkomulagi. Tvær samliggjandi stofur og tvö í herbergi. V. 7,3 m. 8349 Miklabraut. Vorum að fá í einkasölu 3ja | herb. 81 fm íbúð á jarðhæð. Tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli og svefnherb. Einnig [í má nýta aðra stofuna sem svefnherb. Áhv. um 2.7 m. V. 5,1 m. 8353 . ' .... .: Laugarnesvegur. jVorum að fá í | einkasölu 3ja herb. 77 fm íbúð í 3. hæð í blokk. íbúðin skiptist í stórt eldhús, baðherb., tvö stór svefnherb. og stofu. í kjallara er þvottahús og hjólageymsla í sameign auk sórgeymslu. 6759 2JA HERB. Blönduhlíð - m. geymslu- plássi. 2ja herb. um 61 fm björt íbúð með sérinng. sem þarfnast standsetningar. (búðinni fylgja miklar geymslur samtals um 63 fm. Laus strax. V. 5,95 m. 8376 ATVINNUHUSNÆÐI Atvinnuhúsnæði óskast. Vegna mikillar sölu á atvinnuhúsnæði á síðasta ári van- tar flestar geröir af slíku húsnasði á söluskrá. Höfum t.d. kaupendur að ýmisskonar skrifstofu- og verslunarplássi. Einnig að 100-300 fm iðnaöarplássum. Helgi, tæknifræðingur, og Birg- ir, fískvinnslumaður. Valgeir og Birgir eru kvæntir og eiga eitt barn hvor. 2) Trausti Leósson, byggingafræðingur, f. 31.8. 1946, kvæntur Þyri K. Arna- dóttur, menntaskólakennara. Börn Trausta og Þyriar: Silja, arkitektanemi, Tumi, líffræð- ingur, og Sindri, menntaskóla- nemi. 3) Guðlaugur Leósson, starfsmaður Rauða kross Is- lands, f. 1.8. 1955, ókvæntur og barnlaus og býr með föður sín- um. Eygló og Leó hófu búskap í Reykjavík en bjuggu síðan nokkur ár norðanlands, lengst á Hjalteyri við Eyjafjörð. Arið 1952 fluttu þau í Kópavog og reistu sér hús á Víghólastíg 20 þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Eygló vann ötullega að ýmsum félags- og mannúðar- málum í Kópavogi, einkum að byggingu og stofnun hjúkrun- arheimilisins í Sunnuhlíð, fyrst með störfum á söfnunarskrif- stofu heimilisins og síðar með þátttöku í andlegri og félags- legri aðhlynningu vistmanna. Árið 1984 sæmdi forseti íslands Eygló Hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag hennar til velferð- armála aldraðra. Utför Eyglóar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi mánudaginn 11. janúar og hefst athöfnin klukkan 15. Við andlát Eyglóar Jónsdóttur rifjast upp minningar frá liðnum tíma. Fyrir tæpum aldarfjórðungi urðum við nágrannar í Kópavogi og vinátta hófst milli fjölskyldna okkar. Það var gott að eiga þau hjónin Eygló og Leó að. Margar ánægjulegar stundir áttum við saman. Þótt aldursmunurinn væri talsverður áttum við mörg sameig- inleg áhugamál. Bæði höfðu frá mörgu að segja. Áttu að baki harða lífsbaráttu eins og margt annað alþýðufólk. Þau voru í hópi frumbyggja Kópavogs og höfðu tekið virkan þátt í að byggja bæj- arfélagið upp. Þau voru starfandi í mörgum félagasamtökum. Þótt Eygló væri komin af besta aldri þegar kynni okkar hófust var lífsfjör hennar og dugnaður með afbrigðum. AJltaf var hún hress í bragði, hláturmild. Flest lét hún sig varða og jafnan reiðubúin til að veita liðsinni, ekki síst þeim sem minna máttu sín. Hún vílaði ekki fyrir sér að glíma við margvísleg viðfangsefni. Hún var listelsk. Ég man að hún tók á þessum árum þátt í leikritasamkeppni. Verðlaun hlaut hún eitt sinn fyrir ritgerð um sjósókn. Minnisstætt er mér þegar hún tók sig til um miðjan áttunda áratuginn og hóf könnun á aðstöðu aldraðra í Kópavogi, einkum þeirra sem áttu við einhverja erfið- leika og vanheilsu að stríða. Með þessu uppátæki sínu opnaði hún augu manna fyrir nauðsyn þess að reisa hjúkrunarheimili í Kópavogi. Barátta hennar og annarra varð til þess að hjúkrunarheimilið Sunnu- hlíð reis af grunni. Hennar hlutur í byggingu heimilisins mun halda minningu hennar á lofti. Eygló dvaldi á hjúkrunarheimilinu eftir að heilsa hennar gaf sig, síðustu árin rúmföst. Hún naut þar góðrar aðhlynningar. Ég færi Leó og fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ingimar Jónsson. Eygló frænka nefndi ég hana ætíð, hún var systir föður míns og mín kæra uppáhalds frænka sem sýndi mér alla tíð tryggðavináttu, hlýju og ræktarsemi. Bauð okkur til sín, sló á þráðinn og fylgdist vel með mér og minni fjölskyldu. Elsku Eygló lét mig svo sannar- lega finna að ég tilheyrði föðurfjöl- skyldunni minni. Þegar Eygló bjó fyrir norðan veiktust hún og Þórir elsti sonur- inn af Akureyrarveikinni. Þrátt fyrir erfiðleika sína annaðist hún fjölskyldu sína af slíkri kostgæfni að einstakt var. Líka man ég vel umhyggjuna er hún sýndi Þórunni Helgu móður sinni í hennar veik- indum og banalegu. Eygló hafði áhuga á lífi jafnt ungra sem aldraðra. Var hún með tímakennslu heima hjá sér. Verð- laun hlaut hún fyrir ritstörf. Starf- aði fyrir orlof húsmæðra. Fór á kirkjuþing m.a. Eygló var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1984 fyrir störf af mál- efnum aldraðra. Þá var hún kjörin heiðursfélagi Sunnuhlíðarsamtak- anna 1989 og heiðursfélagi Kven- félags Kópavogs 1990. Ég man vel hvað kom fyrst í huga minn þegar Eygló fékk riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu, það var hún amma mín Þórunn Helga, uppeldið og áhrifin sem hún gaf af sér og allt það góða sem hún gerði og kenndi sem bar góðan árangur, gott heimili er jú eitt besta vga- nestið út í lífið sem hægt er að gefa og fá. Ég var mjög ung er mér voru kenndar kvöldbænir fyr- ir svefninn. Eitt er mér mjög minnisstætt þegar Eygló passaði mig, þá sagði hún að bænin væri ómark ef maður talaði eða segði eitthvað á eftir og þá þyrfti að end- urtaka og byrja upp á nýtt og þá þagði ég og sofnaði fljótt. Eygló á fjóra bræður, Sigurjón og Hákon eru eldri en hún og þeir yngi’i eru Oli B. og Guðbjörn, allir KR-ingar. Hún var svo sannarlega miðpunkturinn og hélt vel góðum tengslum við sína, m.a. stóð hún fyrir stóru velheppnuðu ættannóti í Skálholti 1977 þaðan sem amma Þórunn var ættuð. 1985 bauð hún öllum afkomendum ömmu Þórunn- ar og afa Jóns til veislu. Bræðumir og hún hittust alltaf til skiptis hvert hjá öðru í nóvember til að eiga góða stund saman. Hún var sannkölluð uppáhalds systir og frænka hjá okkur öllum. Þakklát er ég fyrir allar góðu minningarnar með henni og að hafa átt og notið elsku kæru Eyglóar frænku minnar. Guð blessi þig, minningu þína, fjölskyldu og ástvini. Þín frænka, Svava Sigurjónsdóttir. En hver sem göfugum gáfum beitir til góðs fyrir stórt og smátt, treystir annarra mátt og megin og mest sinn eigin örvaroghugsarhátt, gengur á undan,varðar veginn og vísar - í rétta átt. (DavíðStef.) Þessar ljóðlínur koma okkur í hug er við minnumst félaga okkar og vinkonu, hugsjóna- og baráttu- konunnar Soffíu Eyglóar Jóns- dóttur. Þeir sem sóttu opna félagsmála- fundi í Kópavogi á 7. og 8. ára- tugnum komust ekki hjá því að veita eftirtekt konu sem oftast var mætt þar sem framfara- og mann- úðarmál vora til umræðu í hinu vaxandi bæjarfélagi. Hún var oftar en ella eina konan sem kvaddi sér hljóðs á slíkum fundum, en flutti mál sitt af mælsku og hugsjón, skorinort og án nokkurrar minni- máttarkenndar gagnvart hinu ríkj- andi kyni. Hún gat jafnt beitt spaugsyrðum og gamanmálum í bland við alvöru málsins sem um var fjallað hverju sinni. Jafnvel flutti hún mál sitt í bundnu máli er aðrir höktu í ræðum sínum í skrif- legum eða munnlegum málflutn- ingi. Hún starfaði líka innan félaga sem höfðuðu til hennar mannúðar- og réttlætiskenndar svo sem Kvenfélags Kópavogs og Rauða krossdeildar Kópavogs og einnig vann hún að bindindismálum. Snemma lét hún sig líka varða málefni aldraðra í Kópavogi og starfaði innan hóps sem ræddi úr- bætur í þeim málum um 1970. - En hún vildi ekki bara umræður - heldur úrbætur. Hún tók sig til á síðari hluta 8. áratugarins og heimsótti alla aldraða Kópavogs- búa og kynnti sér aðbúnað þeirra og aðstæður og skráði um það efni ítarlega skýi-slu og skilaði yfir- stjórnendum félagsmála. Það var því með eldlegum áhuga sem hún mætti sem fulltrúi Kven- félags Kópavogs á stofnfundi fé- lagasamtaka um byggingu hjúkr- unarheimilis fyrir aldraða í Kópa- vogi hinn 17. mars 1979. Var hún á stofnfundi kosin í fimm manna stjóm í starf gjaldkera. Jafnframt var hún fengin til að taka að sér að annast um skrifstofu fyrir samtök- in er seinna nefndust Sunnuhlíðar- samtökin og taka á móti öllu því söfnunarfé sem þúsundir Kópa- vogsbúa - ungir og aldnir - lögðu fram til þess að reisa hjúkrunar- heimili fyrir aldraða í Kópavogi. Þetta var afar mikilvægt starf því sú sem þar var í forsvari var andlit samtakanna út á við - manneskjan sem varð að afla fjársöfnuninni trausts gagnvart almenningi í Kópavogi - nær 4000 heimilum þar sem söfnunarbaukum var fyrir komið. Þetta starf leysti Soffía Eygló frábærlega vel af hendi við frumstæðar aðstæður. Skrifstofan sem var fyrst til húsa að Hamra- borg 1, í leigufríu húsnæði velunn- ara söfnunarinnar, var með lág- marks útbúnað og lét Soffía Eygló leggja millisamband úr heimilis- síma sínum svo hægt væri að nota sem ódýrastan síma. Hún safnaði að sér sjálfboðaliðum til að taka á móti framlögum og söfnunarbauk- um og hún gaf eða lét skrifa kvitt- anir fyrir öllum framlögum hversu smá sem þau voru og stóð svo upp og þakkaði öllum sem komu á skriístofuna hjartanlega íyrir framlagið með sínu hlýja brosi og handabandi. Hún gladdi börnin sem komu með baukana sína með myndatökum sem síðar birtust í dagblöðum - róaði þá sem töldu söfnunina glapræði og að hjúkrun- arheimilið myndi aldrei rísa, gladdist með þeim sem trúðu á hugsjónirnar og aflaði samtökun- um og söfnuninni slíks trausts út á við að við minnumst þess aldrei að nokkurn tíma kæmu upp raddir um óheiðarlega meðferð söfnunar- fjárins. Þó var safnað í litlu bauk- ana og með stærri framlögum yfir 100 milljónum króna að núvirði til þessa verkefnis í þessu 14 þúsund manna bæjarfélagi. Til þess að slíkur árangur næðist og sam- staða, þurfti m.a. slíka ímynd eins og þá er Soffía Eygló skapaði með allri framkomu sinni og eldlegum áhuga í samskiptum sínum við al- menning í Kópavogi á þessum ár- um. Hinn 20. maí 1982 er Hjúkrun- arheimilið Sunnuhlíð var vígt mun enginn hafa verið glaðari en Soffía Eygló, en þá stóð hún í ræðustól á íslenskum búningi og flutti snjalla ræðu og þakkir til allra sinna mörgu samskiptaaðila og velunn- ara heimilisins. En hún lét hér ekki staðar numið í starfi sínu fyrir aldraða samborgara. Heldur hóf hún nýtt hugsjóna- og brautryðjendastarf innan hjúkrunarheimilisins meðal þeirra er þar dvöldu. Það var í því fólgið að koma daglega og safna saman því fólki er þar dvaldi til samverustunda og viðræðna, halda uppi góðum anda, fræðandi og skemmtilegum með söng og lestri, auk mannlegra samskipta. Þetta var ekki auðvelt því svo til engar fyrirmyndir að slíku starfi voru til þar sem utanaðkomandi fólk kæmi inn á stofnun og hefði hluta af deg- inum ofan af fyrir fjölda fólks, sem var raunverulega á ábyrgð og í umsjón faglegs starfsfólks hjúkr- unarheimilisins. Soffíu Eygló tókst að móta þetta starf, komast í gott samstarf við annað starfsfólk stofnunarinnar og eftir skamman tíma þótti starf hennar ómissandi og mikilvægt fyrir alla aðila. Á þessu sviði í þjónustu við aldraða var hún brautryðjandi eins og í svo mörgum öðrum málum. Síðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.