Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNB L AÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
pltrgtwMulíllí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Svo mikil umskipti hafa orð-
ið á íslandi á þessum ára-
tug, að segja má, að við búum í
allt öðru þjóðfélagi en á fyrstu
fjörutíu árum lýðveldisins og
raunar fram undir lok síðasta
áratugar. Byltingin er slík, að
það þýðir nánast ekki að segja
þrítugu fólki hvernig þjóðfé-
lagsástandið var, þótt ekki sé
farið lengra aftur en á síðasta
áratug, þegar hugur þeirrar
kynslóðar var bundinn öðru en
lífsbaráttu frá degi til dags.
Þessi umskipti eru að veru-
legu leyti efnahagsleg en þau
eru þó mun víðtækari. Ungt
fólk, sem er að hefja búskap í
dag hefur enga möguleika á að
skilja aðstöðu fyrri kynslóða í
þeim efnum. Nú er tiltölulega
auðvelt að festa kaup á íbúðar-
húsnæði með skynsamlegum
hætti og í samræmi við fjár-
hag kaupenda. Nú er tiltölu-
lega auðvelt að festa kaup á
bíl með sama hætti en hvort
tveggja eru grundvallaratriði í
daglegu lífi fólks. Fullyrða má
að þær breytingar, sem hafa
orðið í þessum efnum séu nán-
ast bylting, sem gjörbreyti
öllu lífi fólks.
Sú tíð er liðin, að ungt fólk
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
geti ekki eignast húsnæði
nema með því að leggja nótt
við dag í byggingarvinnu eins
og algengt var árum og ára-
tugum saman. Sú tíð er líka
liðin, að verðtryggð lán vegna
íbúðakaupa hækki að jafnaði
um 50% á ári og í sumum til-
vikum enn meira eins og var
regla en ekki undantekning á
síðasta áratug á sama tíma og
vísitölutenging launa var af-
numin.
Þessi mikla breyting í lífs-
kjörum og lífsbaráttu einstak-
linga og fjölskyldna hefur end-
urspeglast með þeim hætti í
atvinnulífi þjóðarinnar, að ís-
lenzk atvinnufyrirtæki búa nú
við' eðlilegt ástand, sem þau
hafa reyndar ekki þekkt allan
lýðveldistímann fyrr en nú.
Þetta hefur m.a. leitt til betri
rekstrar og meiri árangurs í
almennu starfi fyrirtækjanna
og stóraukinna möguleika
þeirra á að bæta kjör starfs-
manna sinna.
Island hefur líka breytzt á
þann veg, að landsmenn horfa
ekki lengur til annarra þjóða
og spyrja, hvers vegna við Is-
lendingar getum ekki búið við
sama lífsmáta og þar tíðkast.
Munurinn á lífsháttum okkar
og nálægra þjóða hefur snar-
minnkað á örfáum árum og all-
ar líkur á, að hann verði ekki
umræðuverður að nokkrum
árum liðnum.
En fleira hefur breytzt. Sú
var tíðin, að almenningur tók
með þegjandi þögninni
ákvörðunum stjórnvalda, þótt
þær þættu ósanngjarnar og
óréttlátar. Þetta er líka liðin
tíð. Réttarstaða hins almenna
borgara hefur gjörbreytzt og
er margfalt betri en hún var.
Dómstólarnir kveða nú upp
hvern dóminn á fætur öðrum,
þar sem ákvarðanir stjórn-
valda eru hraktar, dæmdar
ólöglegar eða athugasemdir
gerðar við þær með ýmsum
hætti. Skýrt og nýlegt dæmi
um þetta er dómurinn um
flutning Landmælinga ríkis-
ins. Eftir þann dóm má búast
við, að ráðherrar gæti vand-
lega að sér í ákvörðunum
vegna þess, að enginn ráð-
herra vill fá yfir sig slíkan
dóm. Um leið má búast við að
lögfræðingar, sem fengnir eru
til þess að semja lögfræðilegar
álitsgerðir og ráðherrar
byggja gjarnan ákvarðanir
sínar á, verði gagnrýnni á
stöðu umbjóðenda sinna en
þeir kannski hafa verið.
Þessir dómar hafa líka orðið
til þess, að fólk hefur öðlast
trú á, að það hafi þýðingu að
leita réttar síns með tiltækum
aðferðum og jafnframt að það
þurfi ekki að bíða árum saman
eftir niðurstöðu.
Þegar við horfum yfir lýð-
veldistímabilið verður ljóst, að
þrátt fyrir allt hefur okkur á
rúmri hálfri öld tekizt að
byggja upp heilbrigðara, rétt-
látara og betra þjóðfélag, en
það, sem forverar okkar
bjuggu við framan af öldinni.
UMSKIPTI
Sturla(n)
ILíklegast er að
• rithöfundarfer-
iU Sturlu Þórðarsonar
hafí byrjað með því að
hann hafí ungur átt
þátt í ritun Sturlu sögu afa síns
Þórðarsonar og þá undir hand-
leiðslu Snorra frænda síns í Reyk-
holti. Síðar hafi hann skrifað hluta
úr íslendinga sögu og Þorgils sögu
skarða og enn kafla í Islendinga
sögu, ásamt Hákonar sögu sem
tengist ýmsu í Islendinga sögu, en
þá loks Njálu sem minnir að stíl
mest á sumt í Sturlu sögu, t.a.m.
ummæli Njáls í brennunni, mann-
lýsingar og fleira, en þó fremur á
einstaka þætti Islendinga sögu, og
þó einkum á alla Þorgils sögu
skarða, ekki sízt mannlýsingar og
sumt í Þórðar sögu kakala. (Nú er
þar til máls að taka..., húsþing), en
báðar þessar sögur eru að miklu
leyti hafðar eftir þeim frændum og
Þórðar saga rituð meðan Þórður
lifði (Það er orðtak Þórðar...)
Sumt í Svínfellinga sögu endur-
speglast einnig í Njálu, t.a.m.
mannlýsingar; og hún er mun eldri
en Arons saga en þó er einsog
tengsl séu milli hennar og Islend-
inga sögu, s.s. bardagalýsingar
sem eru stundum eins frá orði til
orðs.
Prestssaga Guðmundar byskups
er utan við þessa arfleifð þótt sumt
minni á hana (sagan af Ingimundi
fóstra hans og strandinu, sagan um
dúkinn og fleira) enda er Prests-
sagan öðrum þræði eins konar ann-
áll um samtíma Guðmundar og lof-
gjörð eða helgisaga um hann.
Þorgils saga og Hafliða, Guðmund-
ar saga dýra og Hrafns saga Svein-
bjamarsonar eru að sjálfsögðu
tengdar þessari samtímasagnaarf-
leifð 13. aldar en ekki eins sam-
grónar eða samtvinnaðar öðrum
sögum og þær sögur sem rekja má
HELGI
spjall
með einhverjum
hætti til verkstæðis
Sturlu Þórðarsonar
og þeirra frænda.
2.
Margar eftir-
minnilegustu
setningar íslenzkrar sögu eru í rit-
um Sturlu Þórðarsonar.
í Kristni sögu segir til að
mynda: „Um hvað reiddust goðin,
þá er hér brann hraun er nú stönd-
um vér á“, sagði Snorri goði þegar
fréttir um eldgos bárust þingheimi
við kristnitöku.
Þorgeir ljósvetningagoði sagði
þessa frægu setningu af sama til-
efni. „Ef vér slíutum lögin, þá slít-
um vér friðinn.“
I Islendinga sögu eru þessar
setningar sem hvað frægastar eru í
sagnfræðiritum okkar:
Hvort gerðu þeir ekki Solveigu,
spurði Sturla Sighvatsson eftir
Sauðfellsför. Þeir sögðu hana heila.
Síðan spurði hann einskis. Sturla lá
í lauginni að Reykjum í Hrútafirði
þegar þeir sögðu honum tíðindin.
Líklega eru þessar setningar feg-
ursta ástarsaga íslenzkrar tungu.
Hvar er nú fóturinn minn, sagði
Snoni Þorvaldsson Vatnsfirðingur
og þreifaði um stúfinn eftir að Her-
mundur hafði sneitt hann af. Þá
var Snorri 18 vetra. - Aftaka
þeirra bræðra Snorra og Þórðar
Þorvaldssona, leiðir hugann að af-
töku Sturlu Sighvatssonar síðar á
Örlygsstöðum. Lýsingar þeirra
bræðra í Islendinga sögu eru fyrir-
myndir eftirminnilegra mannlýs-
inga í íslendinga sögum og ein-
stæðar í íslenzkum sagnfræðiritum
til foma. Þær sýna svo ekki verður
um villzt að mannlýsingar Islend-
inga sagna eru runnar úr lífinu
sjálfu, því umhverfi sem Sturla
Þórðarson lýsir og skrifað er inní
rit einsog Njálu, ef svo mætti að
orði komast.
Hér skal ég vinna, sagði Gizur
Þorvaldsson að Örlygsstöðum, tók
breiðöxi úr hendi Þórðar Valdason-
ar og hjó í höfuð Sturlu Sighvats-
syni sem þar lá særður til ólífis,
hljóp svo báðum fótum upp við
einsog segir í sögunni er hann hjó
Sturlu, svo að loft sá á milli fótanna
og jarðarinnar.
Snorri Sturluson og Órækja son-
ur hans eru með Skúla hertoga í
Niðarósi veturinn eftir Örlygs-
staðafund 1238, en Þórður kakali í
Björgvin með Hákoni konungi.
Næsta vor kom bréf til þeirra
Snorra og stóð það á að konungur
bannaði þeim öllum Islendingum
að fara út á því sumri einsog segir í
sögunni. Þeir sýndu Snorra bréfin
og svarar hann þá: Út vil ek.
Eigi skal höggva, sagði Snorri
áður en hann var veginn í Reyk-
holti 1241.
Það vil ég gera þegar þú ert
dauður, segir Gizur Þorvaldsson
við Þórð Andrésson þegar hann
biður Gizur íyrirgefningar á því
sem hann hafi afgert við hann,
einsog segir í lok Islendinga sögu.
Allt eru þetta setningar sem
hafa læst sig í þjóðarvitund Islend-
inga enda næsta goðsögulegar og
öðrum setningum þekktari úr forn-
um ritum og eftirminnilegri. Allar
eru þær úr penna Sturlu Þórðar-
sonar. Þær leiða hugann að eftir-
minnilegum setningum í helztu ís-
lendinga sögum einsog Gísla sögu
Súrssonar, Gunnlaugs sögu, Njálu
og Grettis sögu sem vitað er að
Sturla Þórðarson ritaði; að minnsta
kosti er hann höfundur frum-
grettlu.
Ef það er rétt sem Elena í Vanja
frænda segir, að snilli sé dirfska,
frjálslyndi og víðsýni - þá var
Sturla Þórðarson snillingur. Allt
eru þetta einkenni verka hans, auk
snilldartaka á stíl og efni.
M.
SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 33
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 9. janúar
Morgunblaðið
er mikilvægur vett-
vangur íýrir skoð-
anaskipti fólks um
málefni lands og
þjóðar. Dag hvern
birtist í blaðinu mik-
ill fjöldi aðsendra
greina, bréfa til blaðsins og bréfa til Velvak-
anda, þar sem hinn almenni borgari lýsir
skoðunum sínum á þeim málefnum og ein-
staklingum, sem eru til umræðu eða í sviðs-
ljósinu hverju sinni eða á málum, sem við-
komandi greinarhöfundur hefur áhuga á að
koma af stað umræðum um.
Slíkur vettvangur er mikilvægur fýrir
lýðræðið í okkar landi. Tjáningarfrelsið er
einn þýðingarmesti þátturinn í lýðræðis-
legri stjórnskipan og okkur ber skylda til að
standa vörð um það. I nafni þess gengur
Morgunblaðið býsna langt í mati á því hvað
telst hæfilegt að birta á prenti. Þeim, sem
verða fyrir gagnrýni eða í sumum tilvikum
hörðum persónulegum árásum, finnst oft of
langt gengið. Þarna er vandratað meðalhóf
en helzta viðmiðun blaðsins er sú, að birta
grein eða bréf, ef það telst ekki vera brot á
lagaákvæðum um ærumeiðingar. Þá getur í
vissum tilfellum verið nauðsynlegt að hafna
greinum af siðferðilegum ástæðum.
Tjáningarfrelsi er að vísu viðurkenndur
þáttur í lýðræðisþjóðfélögum Vesturlanda
og öðrum heimshlutum. En í fáum löndum á
hinn almenni borgari jafn greiðan aðgang
að vettvangi til Jjess að lýsa skoðunum sín-
um og hér á Islandi. Álmennir borgarar
eiga í fæstum tilvikum möguleika á að fá
birtar greinar eða bréf í höfuðblöðum á
Vesturlöndum, hvort sem er í Evrópu eða
Bandaríkjunum. Raunar er aðgangur að
þeim blöðum mjög takmarkaður. Sjómaður í
Grimsby getur hugsanlega fengið birta
grein eftir sig í staðarblaði þar en líkurnar á
því, að hann geti fengið slíkt efni bii-t í
Lundúnablöðunum eru nánast engar. Um
það eru dæmi, að einstaka sendiherrar Is-
lands í öðnim löndum hafi leitazt við að fá
birt bréf í erlendum dagblöðum og ekki tek-
izt og jafnvel, að milliganga þeirra um að fá
slíkt efni birt frá íslenzkum ráðherrum hafi
líka verið árangurslaus.
Þessi opni aðgangur íslenzks almennings
að fjölmiðlum hér er einn af beztu kostum
okkar lýðræðislega þjóðskipulags, þáttur í
þjóðfélagskerfí okkar, sem ber að varðveita.
I því felst hins vegar ekki, að hann geti ver-
ið nánast stjómlaus. Dagblað er hvorki
sorptunna né póstkassi. Vandi útvarps-
stöðva og sjónvarpsstöðva er meiri í þessum
efnum en vandi dagblaða. Nýlegt dæmi um
það er, að einstaklingur, sem fram kom í út-
varpsviðtali í beinni útsendingu, hafði uppi
rógburð um annan nafnkunnan einstakling.
Það gengur auðvitað ekki að hver sem er
geti fengið að segja hvað sem er um hvern
sem er í fjölmiðlum.
Dagblöðin eiga auðveldara með að hafa
eftirlit með slíku og staðreyndin er sú, að nú
orðið er mun algengara en áður t.a.m. fyrir
áratug að Morgunblaðið neiti um birtingu á
aðsendu efni. Ástæðan er sú, að svo virðist,
sem sumir einstaklingar hafi algerlega tap-
að áttum um það, hvað hæfir að setja á
prent og hvað ekki. I sumum tilvikum er
slíkt rusl sent til birtingar að með ólíkindum
er og í of mörgum tilfellum á máli, sem tæp-
lega getur talizt íslenzka, að ekld sé talað
um stafsetningu. í þeim efnum hefur orðið
mikil breyting til hins verra og umhugsun-
arefni hvað veldur. Af þessum sökum hafa
dagblöðin orðið að taka upp mun strangari
ritstýringu en áður var nauðsynlegt.
Ástæða er til að benda á, að hin almenna
þátttaka fólks í umræðum um þjóðfélagsmál
á síðum dagblaðanna hefur breytzt mjög
mikið. Fyrir þremur til fjórum áratugum
var hún í þeim farvegi, að það voru helzt
Sjálfstæðismenn, sem skrifuðu greinar í
Morgunblaðið, Framsóknarmenn í Tímann,
kratar í Alþýðublaðið og sósíalistar í Þjóð-
viljann. Þótt Morgunblaðið hafi þá þegar
verið opið fyrir skrifum stuðningsmanna
annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins tók
það töluverðan tíma fyrir fólk að átta sig á
þeirri breytingu, sætta sig við hana og í
sumum tilvikum gat verið erfitt fyrir stuðn-
ingsmenn annarra flokka en Sjálfstæðis-
flokks, af tilfinningalegum ástæðum, að
senda Morgunblaðinu gi'ein til birtingar.
Allt er þetta breytt og dagblöðin þrjú eru
nú öll opinn vettvangur fyrir fólk til þess að
skrifa í og taka með þeim hætti þátt í al-
mennum umræðum. En eftir því sem dag-
blöðunum hefur fækkað hafa kröfumar til
þeirra, sem eftir eru, aukizt að mun í þessu
sambandi.
mmmmmmmmm einn helzti
Lengd vandi Morgunblaðs-
ins í sambandi við
greiild, birtingu efnis af
þessu tagi hefur
lengi verið lengd þein-a greina, sem óskað
er birtingar á. Að vísu hefur mikið áunnizt í
því að fá höfunda til að stytta mál sitt en
betur má ef duga skal.
Það er augljóst, að þeir sem vilja fjalla
um mál á opinberum vettvangi verða nú
orðið a.m.k. að taka mið af þeim miðli, sem
þeir koma fram í. Einnar mínútu viðtal er
býsna langt í sjónvarpi og þeir, sem koma
fram í þeim miðli, verða að gæta þess, að
svör við spumingum fréttamanna séu skýr
og hnitmiðuð. Þeir verða einnig að sæta því
að viðtöl em klippt og einungis brot af þeim
era send út. Margir þeir, sem fram koma í
sjónvarpi, telja, að sjónarmið þeirra komist
illa til skila eða brenglist af þessum sökum.
Hið sama á við um útvarpsviðtöl, þótt með
öðram hætti sé og skaplegri.
Þeir, sem senda frá sér skrifaðan texta,
verða að taka mið af því, hvort þeir era að
skrifa grein, sem hugsanlega á að birtast í
bók, hvort þeir era að skrifa grein, sem á að
birtast í tímariti eða jafnvel fræðiriti, eða
hvort þeir era að skrifa í dagblað. Þeir, sem
vilja skrifa í dagblað, stefna augljóslega að
því að ná til sem flestra lesenda. Þess vegna
hljóta þeir að skrifa slíka grein á annan veg
en ef þeir væra að skrifa í tímarit, svo að
dæmi sé nefnt.
Tími fólks er dýrmætur og ekki við því að
búast, að stór hópur lesenda hafi tíma til að
lesa mjög langar greinar í dagblaði. En
jafnframt er augljóst, að pláss í dagblaði er
takmörkuð auðlind, svo að notað sé vinsælt
hugtak. Dagblöðunum eru sett ákveðin
stærðarmörk af margvíslegum ástæðum. I
Morgunblaðinu er leitazt við að hafa ákveðið
hlutfall á milli efnis og auglýsinga. Þótt
blaðið hafi sett sér það mark, að auglýsing-
ar séu að jafnaði um 37% af heildarefninu
næst það hlutfall ekki nema þegar mjög vel
árar í auglýsingum.
Dagblöðum eru líka sett stærðarmörk af
öðram ástæðum. Ein er sú, að þau geta orð-
ið of stór, þung og óþjál fyrir hinn almenna
lesanda. Dæmi um slíkt era sunnudagsblöð,
sem gefin era út beggja vegna Atlantshafs-
ins og má nefna sunnudagsútgáfu New
York Times sem dæmi. Þyngd þeirra blaða
er með ólíkindum. I góðæri síðasta áratugar
og aftur nú hefur Morgunblaðið staðið
frammi fyrir margvíslegum vandamálum
vegna stærðar blaðsins, sem hinn almenni
lesandi kemur kannski ekki alltaf auga á.
Þannig er augljóst, að því stærra og þyngra,
sem blaðið verður, þeim mun 61410313 er
fyrir blaðbera að koma því til kaupenda á
réttum tíma. Þá hefur einnig borið við, að
bréfalúgur era einfaldlega of litlar, þegar
blaðið fer yfir ákveðna stærð.
Þá er á það að líta, að eftir því sem grein-
ar verða lengri komast færri þeirra í blaðið
dag hvern. Margir höfundar aðsendra
greina kvarta undan því, og með réttu, að
þeir þurfi að bíða of lengi eftir birtingu
greina. Eftir því sem greinarnar verða
styttri er augljóst, að fleiri greinar komast í
blaðið dag hvern og þar með styttist biðtími
eftir birtingu þeirra öllum til hagsbóta.
Hinn opni aðgangur fólks að dagblöðun-
um hér hefur leitt til þess, að í sumum til-
vikum hefur hann verið misnotaður og í öðr-
um hafa menn tekið upp heldur hvimleiðar
aðferðir til þess að kynna þau mál, sem þeir
vilja berjast fyiir eða vinna framgang.
Dæmi um þetta era prófkjörin og kosn-
ingabarátta af ýmsu tagi. Eðlilegt er að
frambjóðendur í prófkjöri eða í kosningum
hafi greiðan aðgang að fjölmiðlum til þess
að kynna sig og sín sjónarmið. En til viðbót-
ar hefur sú venja orðið til á allnokkram und-
SKREYTINGAR íjarlægðar í Hafnarfírði. Morgunblaðið/GoUi
anförnum áram, að stuðningsmenn próf-
kjörsframbjóðenda eða t.d. frambjóðenda í
forsetakosningum hafa hafið eins konar
kapphlaup um það, hverjir muni ná að fá
birtar sem flestar greinar til stuðnings sín-
um frambjóðanda. Oft og einatt hefur verið
um algerlega innihaldslaust efni að ræða og
engu líkara en það eitt sé markmiðið að
koma nafni greinarhöfundar og mynd á
framfæri. Fyrstu merki þess, að baráttuað-
ferð af þessu tagi væri komin út í öfgar var í
forsetakosningunum 1980, þegar Morgun-
blaðið yfirfylltist af stuðningsgreinum ein-
stakra frambjóðenda.
Þá hefur það borið við hin seinni ár, að fé-
lagasamtök, sem berjast fyrir góðum mál-
efnum, hafa ákveðið að vinna þeim fram-
gang með því að óska eftir birtingu á mikl-
um fjölda greina um viðkomandi málefni.
Stundum era slíkar óskir settar fram í sam-
ráði við fyrirtæki á sviði almannatengsla,
sem gefa ráðgjöf um það, hvernig bezt sé að
standa að málum. I kjölfarið koma svo óskir
um birtingu kannski 10 greina á nokkrum
dögum um sama málefnið. Þetta era eins
konar greinaherferðir. Þótt málefnin séu
góð gefur augaleið, að þessi baráttuaðferð
getur haft þveröfug áhrif. Lesendur verða
einfaldlega leiðir á að sjá dag eftir dag
greinar um sama málefnið.
Reiði lesenda yfir greinafári í prófkjörum
var orðin slík fyrir nokkram áram að Morg-
unblaðið hóf að birta prófkjörsgreinar í sér-
stökum blöðum, þannig að þeir lesendur,
sem ekki hefðu áhuga á þessu efni gætu lagt
það til hliðar, ef þeim sýndist svo. Það var
hins vegar dýr aðferð í Ijósi þess pappírs-
magns, sem í það fór.
Af þessum margvíslegu ástæðum hefur
Morgunblaðið á undanförnum áram beint
þeim áskoran til höfunda aðsendra gi-eina,
að þeir stytti mál sitt og taki þar með tillit
til sjónarmiða lesenda, aðstöðu blaðsins og
geri sjálfum sér jafnframt þann greiða að
skrifa á þann veg, að líklegt sé að þeir nái til
mun stærri hóps lesenda en ella. Hins vegar
hefur blaðið ekki viljað loka alveg fyrir birt-
ingu lengri greina vegna þess, að stundum
er það réttlætanlegt og raunar full ástæða
til.
Því miður er það hins vegar staðreynd, að
höfundar ganga á lagið og undanfarna mán-
uði hefur fjölgað veralega mjög löngum
greinum, sem blaðinu era sendar til birting-
ar. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að
gera nýtt átak í að stytta þetta efni og er
um það fjallað í sérstakri frétt á bls. 2 í
þessu tölublaði Morgunblaðsins.
Netútgáfan
kemur
til sögunnar
MORGUNBLAÐIÐ
á Netinu er nýr fjöl-
miðill, sem nýtur
vaxandi vinsælda. Á
því tæpa ári, sem lið-
ið er frá því að
Fréttavefur Morgunblaðsins hóf starfsemi
sína, hefur fjöldi notenda hans tvöfaldast og
segja má, að um stöðuga aukningu sé að
ræða. Líklegt má telja, að notendum hans
mundi fjölga enn meira, ef sá kostnaður,
sem símakerfíð tekur til sín, væri lægri.
I því skyni að tryggja höfundum að-
sendra greina dreifingu á því efni, sem þeir
láta frá sér fara og almenningi aðgang að
sama efni tók Morgunblaðið upp þann hátt í
prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanes-
kjördæmi að birta einungis greinar fram-
bjóðenda í blaðinu sjálfu og var þá miðað við
helmingi styttri greinar en þegar um al-
mennar greinar er að ræða eða 3.000 tölvu-
slög. Jafnframt var ákveðið að birta greinar
stuðningsmanna frambjóðenda á netútgáfu
blaðsins en stuttan útdrátt í blaðinu sjálfu
auk myndar af höfundi og tilvísunar. Þetta
fyrirkomulag mæltist vel fyrir bæði hjá les-
endum og höfundum. Sami háttur verður á
hafður í prófkjöram Samfylkingarinnar á
næstu vikum, prófkjöri Sjálfstæðismanna í
Suðurlandskjördæmi og öðram prófkjörum,
sem fram kunna að fara.
Nú hefur Morgunblaðið ákveðið að hafa
sama hátt á um annað efni. Frá og með
þessari helgi verður rík áherzla lögð á að
aðsendar greinar verði ekki lengii en 6.000
tölvuslög. Höfundum verður boðið að birta
lengri útgáfu á Netinu og jafnframt verður
þeim boðin aðstoð starfsmanna ritstjómar
við að stytta greinar, þannig að lengd þeirra
uppfylli þessi skilyrði. Jafnframt verði vísað
til þess að lengri útgáfu sé að finna á Net-
inu. Þeir lesendur blaðsins sem ekki hafa
aðgang að Netinu geta fengið lengri útgáf-
una prentaða gegn mjög vægu gjaldi.
Morgunblaðið hefur birt mjög langar
greinar undir efnisheitinu Skoðun. Slíkar
greinar verða nú einungis birtar í sunnu-
dagsblaði og þá ein grein í hverju tölublaði.
Þeir, sem telja sér nauðsynlegt að skrifa svo
langar greinar, geta þá valið á milli þess, að
bíða eftir birtingu, sem í sumum tilvikum
getur verið nokkrar vikur, eða að fá hina
lengri útgáfu birta strax á netútgáfu blaðs-
ins og jafnframt styttri útgáfu að hámarki
6.000 tölvuslög í blaðinu sjálfu. Hið sama á
við um þetta efni, að þeir lesendur, sem ekki
hafa aðgang að Netinu, geta fengið þær
prentaðar.
Jafnframt hefur blaðið ákveðið að taka
upp frekari flokkun á aðsendu efni en tíðk-
azt hefur. Stundum er tekizt hart á um
ákveðin málefni vikum og jafnvel mánuðum
saman. Nýleg dæmi um það era gagna-
grannsframvarpið og hálendismálin og allir
þekkja að deilurnar um kvótakerfið hafa
staðið m.a. hér á síðum blaðsins í meira en
áratug. Skoðanaskipti um slík málefni verða
framvegis birt undir sérstöku efnisheiti og
leitast verður við eftir því sem kostur er að
andstæð sjónarmið birtist dag hvern. Það er
þó að sjálfsögðu undir því komið að greinar
með andstæðum sjónarmiðum liggi fyrir til
birtingar.
Loks ber þess að geta að framvegis verð-
ur sá háttur hafður á birtingu raðgreina um
ákveðin málefni að verði óskað eftir birtingu
fleiri greina en þriggja verður þeim vísað á
Netið.
Um þetta hefur verið fjallað hér í Reykja-
víkurbréfi til þess, að lesendur blaðsins og
höfundar aðsends efnis skilji þau rök, sem
liggja því til grandvallar, að blaðið leggur
nú enn ríkari áherzlu á það en nokkra sinni
fyrr að slíkt efni sé af hæfilegi-i lengd. Með
því að sameina annars vegar þá kosti, sem
Morgunblaðið sjálft býður upp á, og hins
vegar möguleika netútgáfunnar telur Morg-
unblaðið að eðlilegum óskum hins almenna
borgara um að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri sé komið vel til skila.
„Einn helzti vandi
Morgunblaðsins í
sambandi við birt-
ingu efnis af þessu
tagi hefur lengi
verið lengd þeirra
greina, sem óskað
er birtingar á. Að
vísu hefur mikið
áunnizt í því að fá
höfunda til að
stytta mál sitt en
betur má ef duga
skal.“