Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 60

Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 60
**60 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ r i HASKOLABIO HASKOLABIO Meet Joe Ðlack, frumsýnd I Háskólabíói og Laugarásbíói 15. janú; Bráðfyndin grínmynd með Eddie Murphy i essinu sínu. Aifabakta S, *fmi 587 8SOO og Kvikmyndir.is Hvað geturðu gert þegffr nVið gerir þig að skotmarki og þu veist ekki af hverjtí? Frobær spennutryllir fra Jerry Biuckheimer, framleiðenda The Rock. (on Air og Armageddon eftir Tony Scott, leikstjora Top Gun, True Romance og (rimson Tide. ^ /VTfC Sýnd kl. 2.50, 5 og 7. Isl. tal. ★ ★ ★ ★ ÚD DV ★ ★ ★ ^SV Mbl ★ ★ ★ ÓHT Rás 2 Mulw Sýnd kl. 3 og 5. ísl. tal. Sýnd kl. 3, 9.15 og 11. Enskt tal. www.samfilm.is FELIX meö vinum smum Guðmundi Karli, Páli Oskari og Mariusi. Sja mánaða námskeið í kvfkmyndagerð s Innritun stendur yfir í vornámskeið Kvikmyndaskóla íslands. ítarleg bókleg og verkleg kennsla. Fyrirlestrar, kvikmyndasýningar og framleiðsla stuttmywiida. Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu á undirstöðugreinum kvikmyndagerðar, m.a. handritsgerð, leikstjórn, kvikmyndatöku, klippingu og hljóðvinnslu. Hentar vel þeim sem hyggja á frekara nám í kvikmyndagerð eða vilja starfa sem aðstoðarfólk í kvikmyndaiðnaði. Dag- og kvöldhópur - Takmarkaður fjöldi Innrítiun stendur yfír í síma 5B7 9210 & 89B 0560 www.islandia.is/kvikmyndaskoli Spennandi líf í dramatísku ljósi Hinn fullkomni jafningi er nýtt íslenskt leikrit eftir Felix Bergsson sem frumsýnt var um síðustu helgi í Islensku óperunni. Hildur Loftsdóttir hringdi í höfundinn. FELIX leikur sjálfur öll hlutverk leikritsins sem fjallar um nokkra samkynhneigða menn í íslenskum raunveruleika. „Það var rosalega gaman í frum- sýningarteitinu, mjög létt stemmn- ing og allir ánægðir með að hafa náð þessum áfanga. Þetta hefm- verið langur og strangur vegur og mikil vinna, en þetta hafðist. - Ertu ánægður með viðbrögðin? „Já, þau eru framar öll- um vonum. Mér finnst feikilegt jákvæði gagn- vart verkinu og málefn- inu, og það sem mér þykir vænst um er að það er ekki tekið á okkur með neinum silkihönskum. Öll viðbrögðin eru einlæg og alvöru." - Færðu öðruvísi við- brögð frá samkynhneigð- um en gagnkynhneigðum? „Kannki minna en ég bjóst við, ef satt skal segja. Vissulega hlæja hommam- ir að öðram bröndunum. Annars held ég að fólk upplifí sýninguna mjög svipað. Það sem er svo skemmtilegt er að fólki finnst mjög gaman að kíkja inn í þennan veru- leika samkynhneigðra, og sjá hann með okkar augum. A fimmtudags- kvöld var ég með sýningu þar sem allir sýningargestir voru úr heil- brigðisstéttinni, allir í boði land- læknis. Viðbrögðin voru vægast sagt frábær, alveg meiriháttar. Við áttum mjög skemmtilegar og góðar umræður á eftir þar sem margir góðir hlutir komu fram og mér fannst það mjög athyglisvert." - Hvað fínnst hommum um per- sónurnar sem þú hefur skapað? „Þeir þekkja þær auðvitað svolít- ið. Eg er mikið spurður hver sé fyr- irmyndin að hverjum, og menn hafa sínar kenningar um það. Ég held að þetta séu frekar raunsannar per- sónur dregnar upp úr okkar veru- leika. Ég hef einungis fengið já- kvæð viðbrögð í sambandi við það.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson DALLA og Tinna Ólafsdætur spjalla við Hrafnhildi Hafberg leikhúskonu. - Er markmiðið með sýningunni að reyna að minnka fordóma gagn- vart samkynhneigðum? „Nei, mitt helsta markmið var að gera spennandi leiksýningu. Kannski meira en nokkuð annað. Líf samkynhneigðra er mjög spennandi í dramatísku ljósi. Það var líka markmið að skapa vitræna umræðu, sem er laus við upp- hrópunarmerki. Þar sem við getum sest niður og rætt ástandið eins og það er, og horfst í augu við það hver þessi hópur er og hvernig hon- um h'ður, og hvernig við sem samfé- lag getum gert þessum hóp auð- veldara um vik að samlagast samfé- laginu. Ég held að leikritið sé blessunar- lega laust við predikanir. Það eru nefnilega margir sem halda að þeir séu að koma á fyrirlestur með leik- rænu ívafi, en svo er alls ekki. Það kemur eflaust flestum í opna skjöldu hvað þetta er mikið leikhús sem við erum að bjóða upp á. Þetta er frábært samstarfsfólk sem ég hef haft með mér, og þar er Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri fremst meðal jafningja. Leikmynd Magn- úsar Sigurðarsonar er frábær og kvikmyndin sem Rristófer Dignus tók og við notum mikið í verkinu. Við Kristófer fórum bæði til London og Kaupmannahafnar til að taka hana.“ Smæð samfélagsins skiptir öllu „Þetta er í rauninni að verða að alþjóðlegu verkefni, því stefnt er á að sýna leikritið í London á sumri komanda, og heit- ir það þá „The Perfect Equal“ á ensku.“ -Munu enskir hommar sjá sig ípersónunum líka? „Nei, því leikritið fjallar um íslenskan veruleika, og sterkara ljósi verður beint að honum í ensku sýning- unni. Allar útllnur skýrðar betur, og sýningin verður því svolítið ólík þessari." -Hvernig eru íslenskir hommar ólíkir þeim ensku? „Það er smæð samfé- lagsins sem gerir allt öðruvísi hér. Hér hverfur maður ekki inn í fjöldann, og veruleikinn er mjög ólíkur. Það ætti því að geta verið mjög áhugasamt fyrir stærri samfélög að sjá hvernig margt í hommasamféíaginu hér gengur út á vináttusambönd. Við er- um líka eins og stuðpúðar hver fyrir annan. Ef ekki heyrist í einhverjum í vissan tíma þá er byrjað að athuga hveraig viðkomandi h'ður því allir þekkja þá löngu og erfiðu leið sem samfélagið hefur búið til fyrir okkur út úr skápnum. Þennan heim er ég vonandi að skapa í „Hinum full- komna jafningja“.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.