Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
VITRUNIN
Gustave Moreau
ÁTJÁNDA apríl 1998 voru liðin
hundrað ár frá andláti Gustave
Moreau, og minntist Parísar-
borg ártíðar þessa mikia mál-
ara táknsæisins með sýningu í
Grand Paiais sem opnaði 2.
október og lauk í upphafi þesa
árs, eða 4. janúar. Trúlega
vildu menn öðru fremur minna
á stærð hans, en í Parísarborg,
nánar tiltekið við Rue de la
Roehefoucauld 14, og nágrenni
gjálífishverfísins Pigalle, er
heilt safn verka hans. Að auki
eru jafnan uppi nokkur höfuð-
verk á Orsay-safninu, svo af
nógu er að taka.
Hvað sem mönnum finnst um
málverk Moreau, hafði hann
sem einn höfuðmeistari táknsæ-
isins og framúrskarandi upp-
fræðari, ómæld áhrif á samtíð
sína og framþróun myndlistar-
innar. Trúarlegar og dulrænar
myndveraldir, oftar en ekki
teknar upp úr bibiíunni eða
goðasögum Grikkja og Róm-
verja, voru kennileiti listar
hans. Listar, sem að áliti manna
eins og André Bréton,
Salvadors Dali og Max Ernst
var undanfari og fyrirboði súr-
realismans. Þá má auðveldlega
merkja bein og óbein áhrif frá
Moreau, og táknsæinu almennt,
í myndum íslenzkra málara, að-
allega Ásgríms Jónssonar og
Jóhannesar Kjarvals, auk þess
sem listastefnan er burðarás og
inntak verka Einars Jónssonar
myndhöggvara.
Sýningin var óspart auglýst
og mikið veður gert út af henni
en satt að segja þótti hún nokk-
uð þung í skoðun. En þannig
vildi Moreau sjálfur hafa það,
verk sín hjúpuð dimmu og
dulúð eins og heimili hans og
safn sem hann ánafnaði franska
ríkinu er til vitnis um. Þó væri
meira en forvitnilegt að sjá
verk málarans í öðru ljósi í ein-
hverri nútímalistahöllinni, og
ekki ólíklegt að margur kæmi
þá auga á nýja og ferska fleti í
þeim, líkt og í verkum Thor-
valdsens á fornleifasafninu í
Köln um árið og mikla athygli
vakti.
Þótt Moreau sé þekktastur
fyrir táknsæi sitt, gerði hann
líka akvarellur sem sumar
hveijar voru í nyög grófum og
einföldum dráttum, innsæið þá
opnara og úthverfara.
Táknsæið átti öðm fremur
blómaskeið sitt á níunda áratug
síðustu aldar og var andóf og
mótvægi við raunsæi-, náttúru-
og áhrifastefnurnar, þ.e real-
isma, natúralisma og im-
pressjónisma. Var beinlínis
stefnt gegn þeim, til hags fyrir
list hugmynda og ímyndun-
arafls, þar sem gengið var út
frá myndtáknum ásamt trúar-
legu og dulmögnuðu innsæi.
Taldist hér andríkur skáld-
skapur Charles Baudelaires
helsta kveikjan, en ekki síður
vísindahyggja tímanna, hið
mikla flæði þekkingar er fylgdi
í kjölfar hennar, sem virkaði
sem vítamínsprauta á hugar-
flug listamanna, hvatti til upp-
stokkunar viðtekinna gilda á
öllum sviðum. Sá öðru fremur
stað á seinni helmingi aldarinn-
ar og með vaxandi þunga eftir
því sem nær dró aldarlokum.
Iðnvæðingin og yfirgengilegt
aðstreymi fólks úr dreifbýlinu
til stórra þéttbýliskjarna með
nýrri tegund öreigalýðs, fæddi
sömuleiðis af sér listamenn er
tóku fyrir hvassa þjóðfélags-
rýni. Þannig áttu sér stað víxl-
verkanir til margra átta, og
skáldin með Stéphane Mallar-
mé í fararbroddi leituðu að
hinu hreina Ijóði, Poesie pure,
sem andófi við náttúrustefnu
tímanna í bókmenntum. And-
legar hástemmdar og trúarleg-
ar duldir þrengdu sér fram og
grunnhugmyndir táknsæisins
voru skilgreindar í stefnuskrá
rithöfundarins Jean Moréas, Le
Symbolisme, sem hreyfíngin
dregur nafn sitt af og birtist í
Fígaró 1886. Meginveigurinn
var að listaverkið væri (jáning
hugmyndar, og svo áttu sýnileg
form hennar að vera táknsæ.
Hið hlutlæga myndefni skyldi
þannig markast af táknum,
vera tilbúinn, ímyndaður og
skáldaður heimur, er styddist
ekki við beinar náttúrueftirlík-
ingar. Með þessu voru menn að
hafna áhrifastefnunni, im-
pressjónismanum, og snúa sér
að andlegri og háleitari gildum.
Þetta var einnig grunnhug-
mynd listhreyfingarinnar, Les
Nabis, úr hebresku; Spámaður-
inn, en þar leituðu menn ekki í
sama mæli til fortíðarinnar og
hins fjarræna, voru mun frekar
uppteknir af hreinum og skáld-
uðum formum í tengslum við
ýktan og umformaðan hlut-
veruleikann í næsta nágrenni.
Myndin Vitrunin, frá 1876, í
eigu Orsay-safnsins, akvarella,
105x72 sm, er mjög gott dæmi
um táknsæjan myndstíl Mor-
eaus. Hér leggur málarinn út af
sögunni af Salomé, dóttur
Heródíasar og Heródesar Fil-
ipusar. Að launum fyrir yndis-
þokkafullan dans á afmælisdegi
Heródesar Antípasar, fósturföð-
ur síns, krafðist hún þess að
undirlagi móður sinnar að fá
höfuð Jóhannesar skírara á fati,
sem hefur orðið fjölmörgum
málaranum að myndefni í tím-
ans rás. Moreau nálgast við-
fangsefnið á mjög sérstæðan
hátt, lætur svífandi höfuð Jó-
hannesar birtast Salomé í mið-
biki myndarinnar, sem sjálf hef-
ur stirðnað upp í miðjum dans-
inum. Lostafullur líkami hennar
er umvafinn dýrindis klæðum
og eðalsteinum, sem beina þó
mun frekar athyglinni að línum
líkamans en að þau hylji hann,
þetta til áhersluauka á verald-
legt pijál og þeirri átakafullu
spennu milli efnis og anda sem
hér fer fram. Og í þeim tilgangi
að kristalla táknsæi atburðar-
ins, friðþægingu átakanna milli
eðlishvatar og anda, er líkam-
inn í senn gerður tælandi sem
óaðgengilegur.
Það fór ekki hjá því að mynd-
ir sem slíkar hefðu áhrif á hug-
arflug skálda tímanna og yrðu
til hvetjandi víxlverkunar milli
myndlistar og skáldskapar.
Einkum höfðaði þetta myndefni
úr Matthíasarguðspjalli, sem til
er í mörgum útgáfum frá hendi
málarans, til skáldskapargáf-
unnar og varð mömm að yrkis-
efni. Hið skelfilega höfuð sem
enn blæðir úr, svífur sem í
lausu lofti á gullnu fati, umvafið
voldugum geislabaug, líkast
birtingarmynd guðdómsins og
friðþægingarinnar. Höfuðið,
sem er ósýnilegt öðram en Sal-
omé, beinir hvorki döprum
sjónum til Heródesar, sem hug-
leiðir sinn verknað, né fjórð-
ungshöfðingjans, sem álútur og
með krosslagðar hendur fylgist
með dansinum, hneykslaður á
nekt hins unga lostafulla lík-
ama, sem Iíður áfram mitt í
höfgum ilmi frá reykelsum og
mirra.
Myndin er afar einkennandi
fyrir hinn yfirhlaðna stfl, og
þann mikla ríkdóm úr austur-
lenzkri list, skreyti, byggingum
og táknum sem málarinn sótti
föng sín til. Var uppnumin af
smáatriðum svo sem þau koma
fram í smeltivinnu, fuglsvængj-
um, fiðrildum, austurlenzkum
glitsaumi, mósaik frá Napoli og
klæðnaði frá Feneyjum. Moreau
lagði alla tíð afar mikla áherslu
á frásagnarlegan skýrleika
myndmálsins og er hald manna
að það hafi verið vegna heyrn-
arleysis móður hans, sem liann
hélt hús með allt til dauða henn-
ar 1884. En fyrir vikið var hann
álitinn of bókmenntalegur um
sína daga og allt þar til aðdáun
súrrealistanna á myndheimum
hans gaf þeim nýjar víddir.
Loks hefur list hans hlotið meiri
hljómgrann á síðari áram við
hinar miklu uppstokkanir á
gildismati málverksins.
Bragi Ásgeirsson
UNDIR SAMA ÞAKI
„FJÖLMENNT" OG „DÖNSKUSKÓLINN“
í nýju og glæsilegu húsnæði í Skeifunni 7 hefja fyrirtækin Fjöl-
mennt og Dönskuskólinn kennsluna á nýju ári. Boðið verður upp
á hágæða námskeið fyrir alla á öllum aldri
DÖNSKUSKÓLINN FJÖLMENNT ehf.:
Fyrir fullorða :
- samstalshópar þar sem hagnýt mál-
notkun er þjálfuð markvisst (fyrir
norræn samskipti/viðskipti)
- bókmenntahópar
- hádegistímar (snarl og danska)
Fyrir börn og unglinga:
- kennsla fyrir börn sem tala dönsku
- undirbúningur fyrir börn sem ekki
hafa lært dönsku
- unglinganámskeið fyrir þá sem
vilja bæta sig í málfræði og orðaforða
Dönskuskólinn
Auður Leifsdóttir Cand.mag. s. 510 0902/567 6794
- Markaðs- og sölunám
- Bókhaldsnám
- Enska
- Þýska
- Spænska
- Pólska
- íslenska fyrir útlendinga
- Hraðlestur
- Bréfaskólinn fjárnám
Skeltunni 7,2.H., 108 Reykiavlk, slml 5100 900, fex 5100 901, e-mall: bretesk@lsmennl.ls
sími 510 0900
C.U.C C I
Garðar Ólafsson úrsmiður,
Lækjartorgi, s. 551 0081.
Hefur þér mistekist í skóla?
Ert þú 16 ára eða eldri og ein/n af þeim sem hefur misst
móðinn í skóla? Ef svo er - hvernig væri að endurskoða
málið og taka uþþ þráðinn á ný með aðstoð góðra kennara?
Hér með gefst þér kostur á að stíga fyrsta skrefið hjá
Helgu Sigurjónsdóttur, aðalhugmyndafræðingi að fomáms-
kennslu í framhaldsskólum. Hún býður þér sex vikna nám í
íslensku, samtals 48 kennslustundir.
Námskeiðið er þrautreynt og árangursríkt. Því lýkur með
þrófi fyrir þá sem það vilja. Kennt verður í Menntaskólanum í
Kópavogi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.00 til
20.00. Fáir í hópi.
HHelgu Sigurjónsdóttur.
Sími og bréfsími 554 2337.