Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 31
Við vinnum þannig sem milliliður.
Það er margt sem vinnst með
þessu, ekki síst hvað þetta einfald-
ar mjög alla umgjörð og að í krafti
magns fá menn kost á bestu hugs-
anlegum kjörum
stöddum. Petta eru vinsæl uppboð,
því menn vita að ríkisbifreiðir eru
vel með farnar og hafa verið yfir-
farnar reglulega."
Koma ekki menn og búast við
reifarakaupum?
„Jú, það koma alltaf einhverjir
sem ganga með slíkar hugmyndir,
en afgreiðsla okkar á tilboðum er
ekki flókin. Því hæsta er tekið ef við
ei-um sáttir með það. Ef ekkert til-
boð er forsvaranlegt, að okkar mati,
höfnum við öllum tilboðum. Ríkið
getur beðið. Pað er ekki flóknara en
það.“
Júlíus segir síðasta ár hafa verið
venju fremur fjölbreytt og
skemmtilegt. „Eg var að taka sam-
an helstu viðburðina um daginn.
Við gerðum samninga vegna smíði
hafrannsóknarskips, stóðum fyrir
tveimur ráðstefnum um 2000-vand-
ann, héldum kynningarátak vegna
þjónustuútboða, tókum í notkun
nýja og endurbætta vefsíðu, héld-
um útboð á rekstrarleigu á tölvum,
stóðum fyrir fyrsta einkafram-
kvæmdaútboðinu sem var Iðnskól-
inn í Hafnarfirði, regluleg erlend
samskipti komust á milli ríkisinn-
kaupastofnana á Norðurlöndum,
fyrsta útboðið á löggiltri endur-
skoðun fór fram, nýr upplýsinga-
kerfishugbúnaður fyrir fjögur
sveitarfélög var boðinn út, tekin
var upp rekstrarleiga á bifreiðum
fyrir heilsugæslustöðvar, samið var
um smíði á nýrri Hríseyjarferju og
þannig mætti halda lengi áfram.“
Rafræn framtíð
Þegar hefur fram komið að Júlí-
us sér fram á bjarta framtíð Ríkis-
kaupa, veltuaukningin síðustu ár
og markmiðin segja þar mikla
sögu. En það er fleira. Júlíus segir
mikla hagræðingu hafa verið í
starfseminni. Tæknivæðing hefur
verið ör. A döfinni er enn meira af
slíku og vinna er hafin við að setja
rammasamningakerfið í rafrænt
form, auk upplýsinga- og pantana-
kerfís. „Það verður sérstakt kerfi
fyrir rammasamningana og það
verður þægilegra og öruggara í
meðförum en nokkuð annað til
þessa. Hins vegar vil ég sem
minnst segja um það hvenær þetta
verður komið í gagnið hjá okkur.
Fyrst þurfum við að koma á fót
nokkurs konar prufukerfi með 2-3
kaupendum þannig að við getum
fengið nokkra reynslu af svona
rekstri. Markmiðið er að koma
slíku tilraunakerfí af stað innan
tólf mánaða og svo sjáum við til
með framhaldið.
Hvað er verið að spara mikið með
þessu kerfi?
„Þetta er svona 10-15% sparnað-
ur og ég hef það fyrir satt að það sé
með því mesta sem þekkist, þar sem
hið opinbera víða um lönd er annars
vegar.“
TVÖFALDUR
McOstborgari
249,-kr.
TIMAB UNDIÐ
TILBOÐ
Austurstræti 20
Suðurlandsbraut 56
LIÐSHEILD,
Námskeið Tæknivals eru skipulögð með það fyrir augum að sinna þörfum
fyrirtækja og styrkja starfsmenn í að mæta sífellt harðari kröfum i nútíma
tækniumhverfi.
SKILfl FYRIRTÆKJUM I FREMSTU ROÐ
Láttu fagmenn Tæknivals aðstoða þig við að efla liðsheild fyrirtækisins.
Tæknival hefur á að skipa velmenntuðum starfsmönnum með mikla reynslu
og þjálfun (fullkomnum tölvukerfum og hugbúnaði.
Hittu beint í mark með öflugri liðsheild, góðri þjálfun og þekkingu.
h
Námskei&syfirlit Tæknivals hf.
Tegund og gerð Leið- Tungu- Hám. Daga- Tími: Verð Dagsetningar námskeiða:
námskeiðs beinandi mál fjöldi fjöldi kl. kr. Jan. Feb. Mars Apríl Maí
þáttt.
Microsoft
Umsjón MS NT 4.0 Hallur H. Isl. 12 3 09-17 69.000 10-12
Umsjón MS NT 4.0 Advanced Hallur H. fsl. 12 3 09-17 69.000 24-26
Umsj. og stillingar MS Exchange Hallur H. Isl. 12 3 09-17 69.000 27-29
Umsj. og stillingar MS Exc. Adv. Hallur H. fsl. 12 3 09-17 69.000 02-04
System Administr. f. SQL Server CTEC Ens. 12 5 09-17 149.000 25-29 03-07
Internet Information Server Hallur H. Ens. 12 3 09-17 69.000 16-18
Cisco
Grunnnámskeið Ómar H. fsl. 12 3 09-17 75.000 16-18
Framhaldsnámskeið Ómar H. fsl. 12 3 09-17 75.000 23-25
Compaq
Insight Manager o.fl. I Erlendur fsl. I 12 1/2 13r17 20.000 19
TOK
l Byrjendanámsk. í fjárhagsbókh. Sigríður H. fsl. 12 5x1/2 13-17 34.000 08-12 08-12 ** J
V Launakerfi - TOK Marinó F. fsl. 12 3x1/2 13-17 20.000 19-21 16-18 J
** Tímasetning ákveðin síðar. Námskeiðið ver u$ haldið f nýju húsnæði Tæknivals.
Námskeiðahald byggist á því að næg þátttaka náist og geta dagsetningar því breyst.
Hvert einstakt mark er árangur heildarinnar
Innifalið í verði er námsefni og hádegisverður (námskeið frá 09-17).
Tæknival