Morgunblaðið - 10.01.1999, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
DRAUMURINN um að
slá í gegn í útlöndum
er sterkur hjá mörg-
um þeim sem taka sér
fyrir hendur tónlistar-
iðkun hér á landi, ekki síður en hjá
þeim sem taka upp ritstörf, mál-
aralist eða hvaða aðra listgrein.
Það ber aftur á móti meira á hon-
um hjá tónlistarmönnum, líklega
vegna þess að mestar líkur eru á að
hann rætist, enda nota þeir alþjóð-
legt tungumál og markaðurinn er
þaulskipulagður og virkur. Um
þessar mundir eru fleiri íslenskar
hljómsveitir ýmist komnai’ á samn-
ing ytra, eins og það kallast, eða
virðast í þann mund að ná árangri,
hvort sem það er sem alþjóðlegar
stjörnur, eða einfaldlega sem miðl-
ungshljómsveit á milljónamarkaði
sem er jafnvel enn eftirsóknar-
verðara.
Fæstir þeir sem leggja út í tón-
listariðkan gera það með heims-
frægðina í huga enda er langur
vegur frá bílskúrnum á leikvanga
milljónaþjóða. Eftir því sem menn
sinna tónlistinni af meira kappi fer
flesta aftur á móti að langa til að
lifa af henni, en það er hægara
sagt en gert í ekki stærra þjóðfé-
lagi. Islenskur tónlistarmarkaður
er ótrúlega virkur miðað við íbúa-
fjöldann og fleiri plötur seljast hér
á hvert mannsbarn en tíðkast úti í
heimi. Það segir þó ekki mikið
þegar markaðurinn er svo lítill og
þótt 1.000 eintaka sala samsvari
sölu milljón eintaka vestur í
Bandaríkjunum, samkvæmt
höfðatölureglunni, hrekkur það
skammt þegar greiða á upptöku-
og útgáfukostnað sem er í grunn-
atriðum sami og hjá milljónaþjóð-
um.
Til að ná endum saman leggja
margar sveitir í umfangsmikið
ballhark ánð um kring, en bæði er
að ekki er sá markaður ýkja stór
og ekki fellur öll tónlist að þeirri
gerð spilamennsku. Því er freist-
andi fyrir íslenskar hljómsveitir og
tónlistarmenn að ná árangri ytra,
þótt það sé ekki nema til þess að
hafa í sig og á; að geta starfað við
tónlist eingöngu og lifað af þeirri
iðju. Til þess þarf ekki milljóna-
sölu.
Fjölmargar hljómsveitir
og tónlistarmenn hafa
náð árangri ytra
Fjölmargar íslenskar hljóm-
sveitir og tónlistarmenn hafa náð
árangri ytra í gegnum árin og enn
fleiri hafa verið nálægt þvi að kom-
ast inn á alþjóðamarkað. Til að
mynda naut Haukur Morthens
hylli víða á hinum Norðurlöndum
og í Sovétríkjunum var honum
jafnan vel tekið, enda söngvari og
listamaður á heimsmælikvarða.
Allt frá því Savanna tríóið lék í
bresku sjónvarpi hafa menn aftur á
móti helst horft þangað enda er
breskur tónlistarmarkaður sá
virkasti í heimi þótt ekki sé hann
stærstur. Bandaríkin hafa einnig
freistað margra, einnig Þýskaland
og jafnvel Japan. Mestum árangri
hafa íslenskar hljómsveitir og tón-
listarmenn þó náð í Bretlandi sem
Fleiri íslenskir tónlistarmenn hafa náð að koma sér á framfæri
erlendis á síðustu misserum en dæmi eru um áður. Arni
Matthíasson tínir til hverjir það eru sem náð hafa að láta í sér
heyra og getur sér til um orsakir.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
BJÖRK, risinn í íslensku tónlistarlífi.
síðan hefur orðið stökkpallur í
heimsfrægðina.
A hverju ári eru gerðir útgáfu-
samningar við tugþúsundir hljóm-
sveita um heim allan og minnihluti
þeirra nær að gefa út plötu hvað þá
að ná einhverjum árangri á mark-
aði. Þannig er ekki allt fengið með
því að komast á samning eins og ís-
lenskar hljómsveitir hafa fengið að
reyna, til að mynda hljómsveitin
keflvíska Deep Jimi and the Zep
Creams sem náði útgáfusamningi í
Bandaríkjunum og ekkert varð úr,
eða Unun, sem var samningsbund-
in í Bretlandi um tíma án þess að
út kæmi breiðskífa.
Ótalmargt getur komið upp á,
eins og til að mynda að sá sem
samdi við hljómsveitina hverfi til
annarra starfa því þá er stuðning-
urinn oft horfinn um leið. Erlendar
útgáfur geta líka farið á hausinn al-
veg eins og íslenskar; það gerðist
til að mynda með útgáfuna Rough
Trade í Bandaríkjunum en hún
hafði þá nýverið gefið út plötu
Bless sem hvarf sjónum manna
fyrir vikið.
Fjölmörg fleiri dæmi mætti tína
til um íslenskar hljómsveitir og
tónlistarmenn sem náð hafa ár-
angri ytra, til að mynda komst
keflvíska sveitin Thors
Hammer/Hljómar inn fyrir þrösk-
uldinn hjá útgáfu Bítlanna, Change
var nálægt því að komast á samn-
ing og Pelican virtist til þess líkleg
að ná árangri vestan hafs á sínum
tíma. Jónas og Einar urðu vinsælir
í Japan og Þú og ég líka. Icecross
naut hylli í Danmörku og eina
breiðskífa sveitarinar er eftirsóttur
safngiápur. Bubbi Morthens komst
á samning hjá sænsku fyrirtæki og
gaf út plötu á ensku fyrir það.
Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr.
Gunni, gaf út plötur í Finnlandi og
nýtur virðingar hjá vissum hópum
þar. Reptilicus hefur gefið út plöt-
ur í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu
með góðum árangri. Stilluppsteypa
er virt hljómsveit í neðanjarðai'-
geira tónlistar víða um heim. XIII
náði talsverðum árangri í Þýska-
landi. KUKL fór í tónleikaferðir
um Evrópu, gaf út plötur í Bret-
landi og var meðal annars boðið að
troða upp í Hróarskeldu. Jet Black
Joe komst á vinsældalista í
Hollandi og naut hylli víða um
heim. One Little Indian gaf út
fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar
Ham í Bretlandi og Workers
Playtime út Risaeðluna. Thule út-
gáfan hefur náð góðum árangri í
Þýskalandi og Þórhallur Skúlason
selt talsvert af plötum með eigin
verkum og sem hluti af Ajax.
Mezzoforte reið á vaðið
Fyrsta hljómsveitin íslenska sem
náði því sem kalla má heimsfrægð
vai' Mezzoforte, sem sló í gegn á
Bretlandseyjum í lok áttunda ára-
tugarins. Hljómsveitin náði einu
lagi ofai'lega á vinsældalista þar í
landi og það íslandsmet var ekki
slegið fyrr en Sykurmolarnir
komust hærra mörgum árum síðar.
Mezzoforte náði ekki að fylgja lag-
inu svo eftii' að hljómsveitin yrði
beinlínis heimsfræg, en hún naut í
mörg ár talsverðrar hylli víða um