Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 14

Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 14
14 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Teitur Þórðarson, landsliðsþjálfari Eistlands, með lið sitt í þriggja til fimm mánaða æfingabúðum á Kýpur ár hvert Haustið 1995 fór Teitur til Eist- lands til að kynna sér aðstæður hjá Flora í Tallinn og knattspyrnu- sambandi landsins og í kjölfarið gerði hann tveggja ára samning um að þjálfa liðin auk annarra verkefna við uppbyggingu knattspyrnunnar. Aður en samningstímabilið rann út gerði hann nýjan samning til tveggja ára og er því bundinn út ný- hafið ár en segist vel geta hugsað sér að halda áfram. Landsliðið upp um 60 sæti Eistland varð sjálfstætt ríki á ný í ágúst 1991 en Flora var stofnað árið áður og er Teitur annar þjálfari fé- lagsins. Hann sagði að gífurlega miklar breytingar hefðu orðið hjá félaginu og í raun á öllum sviðum þjóðfélagsins síðan hann kom fyrst til Eistlands. „Breytingarnar hafa orðið ofboðs- legar en fyrst og fremst á þjóðfélag- inu, sem hefur gjörbreyst og líkist æ meir því sem þekkist í Skandinavíu - Tallinn er til dæmis eins og hver önnur stórborg í Skandinavíu. Öllu hefur fleygt gífurlega fram, ekki síst í fótboltanum. A þremur árum hefur landsliðið farið upp um 60 sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, var í 86. sæti í nóvem- ber en 90. sæti um áramótin." Landsliðið skiptir öllu Átta lið leika í efstu deild í Eist- landi en í byrjun áratugarins var Flora eina eistneska liðið. Hin voru rússnesk, þar á meðal Lantana, sem sló ÍBV út úr Evrópukeppni félags- liða 1996. Síðan hefur það gerst að Flora hefur stofnað tvö dótturfélög og voru þau öll þrjú í efstu deild í fyrra en eitt féll og því verða tvö eistnesk félög í deildinni þegar nýtt tímabil hefst í apríl. Reyndar verður leikið samkvæmt breyttu fyrirkomulagi. Tímabilið MART Poom, markvörður Eistlands, sést hér fagna þegar félagi hans skoraði mark i leik gegn Bosníu í Sarajevo í Evrópukeppni landsliða. Undir stjórn Teits Þórðarsonar náðu Eistlendingar jafntefli, 1:1. Stjómaði um 320 æfingum og 71 leik á tímabilinu Teitur Þórðarson er að hefja fjórða ár sitt sem landsiiðsþjálfari Eistlands í knatt- spyrnu og þjálfari liðsins Flora, sem varð þrefaldur meistari undir hans stjórn í fyrra. Landsliðið er nánast alfarið skipað leikmönnum frá Flora en Teitur hefur ver- ið með lið sitt í nokkurra mánaða æfínga- búðum á Kýpur á hverju ári og í samtali við Steinþór Guðbjartsson kom fram að kostnaður vegna dvalar í æfíngabúðunum hefur verið um 25 milljónir króna árlega. verður frá apríl fram í nóvember og leikin fjórfóld umferð en hingað til hefur verið leikið heima og að heim- an eins og á meginlandi Evrópu og keppnin verið frá hausti til vors með vetrarfríi. Flora varð meistari í deildakeppninni sem lauk í júní sem leið, endurtók leikinn í keppninni sem lauk í nóvember og varð auk þess bikarmeistari 1998. „Til að breyta skipulaginu varð að halda tvö landsmót á árinu,“ sagði Teitur og bætti við að nýja fyrirkomulagið væri framfór þar sem allt skipulag miðaðist við að bæta árangur lands- liðsins. „Um þessar mundir er að- eins einn landsliðsmaður utan Eist- lands, markmaðurinn Mart Poom hjá Derby, sem lék áður með Flora. Auk þess erum við með nokkra unga stráka í Þýskalandi og Skandinavíu, einkum í Finnlandi og Svíþjóð. I sumum tUfellum er um að ræða stráka sem ég hef sett út úr hópnum hjá Flora til að hleypa yngri mönn- um að. Arsenal hefur mikið verið að spá í miðherjann Andreas Oper, sem er 20 ára og mjög efnUegur. Þessar breytingar hafa eðlilega áhrif á Flora, ekki síst með það í huga að við höfum sett okkur það markmið að komast í gegnum eina eða tvær umferðir í Evrópukeppni. Brott- hvarf lykilmanna veikir óneitanlega liðið en við viljum að menn komist að erlendis því það er mikUvægt með framtíð landsliðsins í huga. Það er erfítt að vera beggja vegna borðs- ins en ég get ekki aðeins hugsað um Flora heldur verð að hafa hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi.“ Kostnaður vegna æfingabúða um 25 milljónir króna Á undirbúningstímanum hefur Teitur árlega verið með leikmenn sína og fjölskyldur þeirra í þriggja til fimm mánaða æfingabúðum á Kýpur og sagði hann það lykilatriði í uppbyggingunni. „Það hefur verið mjög mikilvægt að hafa getað verið með liðið í þess- um æfingabúðum á Kýpur því þar höfum við getað æft við bestu að- stæður á veturna. Það sem liggur að baki framforunum eru þessar æf- ingabúðir. Við höfum alltaf leigt bestu vellina sem herinn á, æfinga- svæði við Larnaca með fjórum völl- um sem eru eins og flatir á bestu golfvöllum." Undanfarin ár hafa íslensk félags- lið verið í æfingabúðum á Kýpur og fyrir tæpu ári var landsliðið þar í æfinga- og keppnisferð. Nú bendir hins vegar allt til að ekkert íslenskt lið verði í æfingabúðum á Kýpur næstu mánuði. „Eins og menn vita sem hafa verið á Kýpur er æfingaað- staðan mjög misjöfn en hún hefur þó batnað víða, til dæmis eru átta nýir vellir í Aya Napa, þar sem íslensku liðin þekkja vel til. Eigandi Flora, sem jafnframt er varaforseti Knatt- spyrnusambands Eistlands, styður vel við bakið á knattspyrnunni og undirbúningurinn hjá okkur er á hans kostnað, en kostnaðurinn vegna æfingabúðanna er um 25 milljónir króna á ári. Við höfum ver- ið á góðu hóteli, fengið góðan mat og farið frá Kýpur til annarra landa við Miðjarðarhafið til að keppa. Við höf- um lagt mikið upp úr því að fá lands- leiki auk þess sem Flora hefur verið með á alþjóðaæfingamótum. í byrj- un, þegar landsliðið var í kringum 145. sæti á FIFA-listanum, var ekki mikill áhugi hjá öðrum að spila við okkur en það hefur breyst." Skemmtilegt verkefni Þegar Teitur hóf störf í Eistlandi fékk hann frjálsar hendur við upp- bygginguna. Hann hreinsaði til í herbúðum Flora og tekur aðeins Eistlendinga í hópinn, „nema hvað við höfum fengið nokkra leikmenn frá Skandinavíu til að hressa upp á „kúltúrinn" hjá okkur“, eins og hann orðaði það. Og einn Skagamann. „Unnar Valgeirsson æfði með okkur í tvo mánuði í haust og stóð sig mjög vel. Því kemur vel til greina að kanna íslenska markaðinn frekar. Erlendir leikmenn fá þokkaleg laun miðað við það sem gengur og gerist í Skandinavíu en innlendu strákarnir eru á lægri launum, sem samt eru margföld á við laun almennings. Það þykir því mikil upphefð að vera at- vinnumaður í knattspymu í Eist- landi.“ Eistneska landsliðið hefur bætt sig með hverju árinu og er í 40. sæti á styrkleikalista Evrópu samkvæmt úttekt franska blaðsins France Football í lok desember á nýliðnu ári. Liðið lék fjórtán landsleiki, sigr- aði í tveimur, gerði fjögur jafntefli og tapaði átta leikjum með marka- tölunni 17:25. Fjórir þessara leikja voru í Evrópukeppninni, 3:2-tap í Skotlandi, 4:l-tap í Tékldandi, 1:1- jafntefli í Bosníu og 5:0-sigur heima á móti Færeyjum. „Þetta snýst ekki aðeins um að þjálfa eitt lið heldur er um uppbyggingu á allri knattspyrn- unni að ræða,“ sagði Teitur. „Þegar ég byrjaði voru átján atvinnumenn hjá Flora og fleiri komu ekki til greina í landsliðið en nú er félagið með sextíu leikmenn á launaskrá og ég get valið menn í landsliðið úr þremur liðum. Fyrst vorum við þrjú í fullu starfi á skrifstofunni, ég, eig- andinn og ritari, en nú vinna meira en tuttugu manns á skrifstofunni. Við erum með knattspyrnuskóla um allt Eistland þar sem um 400 ung- lingar æfa daglega, en til að koma þeim til og frá skóla erum við með átta rútur. Auk þess æfa um 4.000 unglingar á vegum klúbbsins um allt Eistland og milli sextíu og sjötíu þjálfarar eru í fullu starfi á vegum félagsins. Þetta hefur hlaðið utan á sig en það er langt í land, enda verk- efnið mjög umfangsmikið. Hins veg- ar er ég mjög ánægður með hvernig mál hafa þróast. Það hefur verið mjög gaman að starfa að þessari uppbyggingu því ég hef byggt þetta upp alveg eftir mínu höfði og þar af leiðandi haft þau áhrif sem ég hef viljað. Ekki hefur skemmt fyrir að gengið hefur verið mjög gott, bæði hjá Flora og landsliðinu." Nýr samningur kemur til greina Teitur sagði að vel kæmi til greina að gera nýjan samning. „Framhald- ið hefur ekki verið rætt ennþá en ekkert er ómögulegt. Mér líkar þetta mjög vel og ég er sannfærður um að árangurinn á eftir að verða mjög góður eftir nokkur ár verði haldið áfram á sömu braut. Við vor- um mjög óheppnir að tapa á móti Skotum, vorum 2:1 yfir þegar átta mínútur voru eftir og áttum í raun að sigra, þótt liðið væri skipað ung- um leikmönnum - átta menn voru löglegir með tuttugu og eins árs landsliðinu. Liðinu hefur farið mjög mikið fram og það getur alveg tekið stig hér og þar þótt ljóst sé að allir leikir eigi eftir að verða erfiðir. Það sem helst háir okkur er reynslu- leysi, en reyndir leikmenn hefðu til dæmis aldrei tapað leiknum í Skotlandi. Þetta erum við að reyna að laga með auknu álagi en við æf- um mikið og spilum marga erfiða leiki. Flora og landsliðið léku sam- tals 71 leik á liðnu tímabili auk þess sem æfingarnar voru um 320. Það er ansi mikið.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.