Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 34
34 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Einn, tveir,
áfram gakk
Endurhæfing heitir það heillin, þegar áramótin
ganga í garð og við strengjum þess heit, að losna
við kílóin úr jólaveislunum og taka okkur á,
skrifar Ellert B. Schram og hefur greinilega haft
í heitingum við sjálfan sig nú um áramótin.
KASSINN fram, rass-
inn út og maginn inn,
hrópaði þjálfarinn í lík-
amsræktarstöðinni og
hópurinn gegndi, allir eftir bestu
getu þótt það gengi ekki andskotalaust fyr-
ir sig. En hvað gerir maður ekki þegar
kallið kemur og stóra stundin rennur upp
og endurhæfingin hefst. Einn, tveir, áfram
gakk. Endurhæfing heitir það heillin, þeg-
ar áramótin ganga í garð og við strengjum
þess heit að losna við kílóin úr jólaveislun-
um og taka okkur á. Er maður ekki alltaf
að taka sig á? Þegar það gerist, hét myndin
hjá Hrafni, sem þjóðin fékk að hneykslast
yfir í jólavikunni, vegna þess að atvinnu-
tækið á hestinum sást of mikið og of lengi
og fólk hoi-fir andaktugt á, hvemig það
gerist þegar það gerist og maður situr og
þegir undir svona myndum og öfundar
hestinn og tólin sem hann á og er nánast
búinn að gleyma því hvemig náttúran eðlar
sig. Maður er jafnvel búinn að gleyma því
hvemig maður gerir það.
Það er einmitt ástæðan fyrir þeim
einlæga ásetningi mínum að
bregðast ekki skyldum mínum og
nú er það að gerast, sem hefur
staðið lengi til, að komast í form, komast í
takt við sjálfan sig og líkamann og hætta
HUGSAÐ
UPPHÁTT
allri óreglu í neyslunni og taka
sig á í peningamálunum og taka
sig á í heimilishaldinu og verða
nýr og betri maður. Nýtur þjóð-
félagsþegn.
Kassinn fram, rassinn út og maginn inn.
Þetta em kjörorðin og ekki seinna vænna
fyrir mann á mínum aldri, ábyrgan þjóðfé-
lagsþegn, sem svarar kalli ráðamanna,
kii’kjunnar, markaðarins og konunnar.
Þjóðin stendur í þakkarskuld við alla þessa
aðila fyrir þá gósentíð og góðæri, sem nú
herjar sleitulaust á þjóðina og það minnsta
sem maður getur gert í staðinn er að
teygja kassann fram og draga magann inn.
Ráðamenn vilja að þjóðin spari, kirkjan vill
að við elskum náungann ekki síður en okk-
ur sjálf og markaðurinn krefst aðhalds og
ráðdeildar. Og kennitalna. Já og konan,
hún þarf sitt.
E
n þetta verður erfitt, maður guð.
Það vill oft gleymast að þenja
kassann þegar mest ríður á og
hitta á réttu hlutabréfakaupin,
þegar það gerist, að maður vill fjárfesta í
góðærinu. Forsætisráðherra hefur bent á,
að arðurinn dreifist hér jafnar og réttlátar
en í öðrum löndum heimsbyggðarinnar og
samt eru jafnaðarmenn að skera upp herör
gegn honum og ríkisstjóminni og skilja
ekki markaðslögmálin. Þeir vilja fella ríkis-
stjómina. Sem betur fer bendir flest til
þess, að þeim takist að eyðileggja þetta
ætlunarverk sitt, þar sem þeir í góðsemi
sinni vega hvern annan í innbyrðis deilum.
Enda er Svavar búinn að gefast upp á bylt-
ingunni og sestur í helgan stein.
Hæstiréttur hefur líka gert til-
raun til að brjóta niður réttláta
skiptingu þjóðarauðsins, með
því að vefengja kvótastefnuna,
en ríkisstjómin hefur bmgðist hart við og
ekki er annað að heyra en þjóðin muni
sameinast gegn hæstaréttinum um að
verja þá stefnu í komandi kosningum. Að
minnsta kosti hafa þeir flokkar yfirburða
stöðu í skoðanakönnunum, sem vilja
óbreytta kvótastefnu. Kvótaeigendur geta
ennþá gengið uppréttir og með kassann
fram, hvort sem maginn fer inn eða ekki.
Enda ekki hægt að gera allt í einu.
Það sama gildir um þjóðina. Hún getur
ekki gert allt i einu. Hún getur ekki bæði
einbeitt sér að því að þenja kassann, draga
magann inn og ýta rassinum út. Hún getur
ekki bæði verið á móti kvótanum og með
ríkisstjóminni. Þjóðin hefur nefnilega þann
eiginleika að hafa skoðun á einu máli án
þess endilega að ætlast til að þeirri skoðun
sé framfylgt. Þjóðin hefur lika þann eigin-
leika að hafa helst enga skoðun aðra en þá
sem henni er sagt að hafa. Þann hæfileika
hafa íslendingar raunar þróað með sér á
undanfömum áram í vaxandi mæli og láta
stjórnmálamönnunum það eftii- að gera sér
upp skoðanir. Það er sennilega þess vegna
sem svo margir alþingismenn era að draga
sig í hlé um þessar mundir. Þeir eru orðnir
þreyttir á því að koma sér upp skoðunum
fyrir aðra. Það tekur á að þenja kassann og
slá sér á brjóst og hafa vit fyrir öðram.
Sá kaleikur var tekinn frá mér fyrir
löngu síðan og nú hef ég nóg með
mig. Sérstaklega magann. Enda er
ég ekki útgerðarmaður. Kannski er
maður farinn að éta of mikið og hafa það of
gott. Það gerir góðærið og það gerir hin
réttláta skipting þess. Maður hefur ekki
undan að standast freistingarnar. Samt eru
þeir, hinir vísu menn, sem öllu stjórna, að
hvetja okkur, pupulinn, til að spara. Nú er
það nýjast að leggja inn á séreignasjóði,
heil tvö prósent! Mér hefur verið hugsað til
allra þeirra tugþúsunda sem hafa borgað
skilvíslega inn í sameignarsjóðina, alla sína
hundstíð, (er það ekki 6% á móti 4% launa-
greiðandans?) milljarða á milljarða ofan.
Var það ekki hugsað sem sparnaður til elli-
áranna? Hvað hefur orðið um þá peninga?
Var það ekki nóg?
Nú á að stofna samstarfsráð aldr-
aðra með ríkisstjóminni til að
fyljgast með því hvemig gömlu
fólki reiðir af áður en það dettur
niður af grafarbakkanum og mikið held ég
að gamlingjamir séu lukkulegir með þetta
samráð, svo ekki sé minnst á stjómvöld,
sem ætla að láta svo lítið að ræða um ævi-
kvöldið yfir kaffibolla, þó ekki sé til annars
en að friða samviskuna. Þau era að taka sig
á og gamla fólkið líka og þetta er samskon-
ar endurhæfing eins og hjá okkur hinum,
sem þenjum kassann, drögum magann inn
og ýtum rassinum út. Maður verður að
standa sig í góðærinu, vera ábyrgur þjóðfé-
lagsþegn og einbeittur í startholunum, þeg-
ar það gerist sem átti auðvitað að gerast
fyrir löngu síðan, að þjóðin sameinaðist í
auðmjúkri þakkargjörð fyrir allt sem gert
hefur verið fyrir hana.
Allh- nú, einn, tveir, áfram gakk.
f
f
i
í
í
i
i
i
i
»
)
!
Jazzleikskóli
barnanna
4-7 ára
Skemmtilegur dans,
þjálfun í líkamsburði,
jafnvægi, teygjur
og leikur.
Jazzballett
7—9 ára, 10—12 ára
13—15 ára, 16—18 ára
Góðar og styrkjandi
æfingar fyrir líkamann -
góðar teygjur og dansar.
14 vikna námskeið hefjast 16. janúar
Kennt er í Baðhúsinu - Innritun í síma 551 0786
milli kl. 13.00-18.00.
Jazzdanstímar fyrir 18 ára og eldri
ÍJTSAIjI
ÍJTSAM
Uáuntv
v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
Sími 561 1680.
Tölvur og tækni á Netinu