Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 6
6 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Finnar ræða
breytt hlut-
verk forseta
Rúmt ár er í næstu forsetakosningar í
Finnlandi. Tvísýnt þykir um framtíð
Martti Ahtisaaris, skrifar Lars Lund-
sten, fréttaritari Morgunblaðsins í Finn-
landi. Helstu keppinautar Ahtisaaris eru
konur en þar að auki eru uppi áform um
að breyta stjórnarskránni á þann veg að
dregið verði úr áhrifum forseta.
HLUTVERK Finnlands-
forseta er að breytast.
Á tímum Martti Aht-
isaaris forseta hefur
forsetaembættið orðið mun alþýð-
legra en áður. Einnig hefur mikil-
vægi forseta í rekstri þjóðmála
farið minnkandi. Nú er rúmt ár
þangað til fyrsta kjörtímabili Aht-
isaaris lýkur. Sjaldan eða aldrei
hefur starfandi forseti notið jafn-
lítillar lýðhylli og Ahtisaari.
Imynd forseta er ekki lengur
sjálfgefin. Áður voru forsetar
höfðinglegir karlmenn. Nú virðast
Finnar reiðubúnh- að kjósa röska
konu fremur enn valdamikinn
karlmann.
Það er hins vegar ekki sjálfgef-
ið að þetta sé jákvæð þróun séð
frá sjónarhóli jafnréttismála.
Túlka má þetta sem svo að Finnar
telji konur þá fyrst koma til
greina í æðsta embætti landsins
þegar forsetinn er orðinn að
valdah'tilli skrautfígúru.
Tvær konur vinsælii
en Ahtisaari
Fyrir nokkru var birt skoðana-
könnun sem sýndi að tvær konur,
þær Elisabeth Rehn fulltrúi Sam-
einuðu þjóðanna í Bosníu og
Riitta Uosukainen þingforseti,
nutu meira íylgis en Ahtisaari
starfandi forseti. Samkvæmt
könnuninni hefði Rehn fengið
þriðja hvert atkvæði í íyrri um-
ferð kosninganna en Ahtisaari að-
eins fimmta hvert.
í síðai-i umferð hefði Ahtisaari
tapað fyrir jafnt Rehn sem
Uosukainen. Skoðanakannanir af
þessu tagi eru vafasamar af ýms-
um ástæðum. Ovissan er ansi
mikil því enginn þeirra þriggja
hefur hingað til gefið formlega
kost á sér. Ahtisaari segist munu
tilkynna fjrri hluta ársins 1999
hvort hann gefi kost á sér áfram
en Rehn hyggst vinna í þágu SÞ
fram að sumri. Líklega ætlar hún
að bíða þangað til Ahtisaari hefur
tekið sína ákvörðun.
Elisabeth Rehn fyrrum vamar-
málaráðherra var helsti keppi-
nautur Ahtisaaris í kosningunum
1994. Þá munaði ekki nema
nokkrum prósentustigum á þeim.
Þegar mjótt er á mununum
geta litlar sveiflur skipt sköpum.
Osigur Rehn var ef til vill afleið-
ing þess að hún sagðist ekki vera
trúuð. Ahtisaari er hins vegar
þekktur fyrir kirkjurækni.
Fréttaskýrendur benda einnig
á að Rehn hafi nokkrum sinnum
að undanfómu gefið í skyn að hún
kynni að vera hlynnt hugsanlegri
aðild Finna að Atlantshafsbanda-
laginu, NATO. Slíkar yfirlýsingai’
eru í beinni andstöðu við opinbera
stefnu finnskra stjórnvalda.
Afstaða Finna til NATO hefur
verið tvískipt á síðustu árum.
Þoití landsmanna segist þeirrar
skoðunar að þegar sé hafinn
óformlegur undirbúningur til að
greiða aðgang Finna að NATO.
Meirihluti þeirra sem taka af-
stöðu í málinu er hins vegar and-
vígur NATO-aðiId.
Flestir Finnar styðja ennþá
hlutleysisstefnu af einhverjum
toga. Landsmenn vilja halda í þá
trú að fínnski herinn geti varið
landið án aðstoðar frá erlendum
bandamönnum. Þannig telja sum-
h- að jákvæð afstaða Rehn í garð
NATO geti orðið henni fjötur um
fót þegar fram í sækir.
Hins vegar geti það verið kost-
ur að hafa gagnrýnt Evrópusam-
bandinu. Rehn segist núorðið ekki
fullkomlega sátt við stöðu mála
innan ESB. Almenningur í Finn-
landi er einnig orðinn nokkuð
gagnrýninn í garð Evrópusam-
bandsins. Ahtisaari forseti er
samt sem áður mikill ESB-sinni.
Finnar og Frakkar með
valdamikinn forseta
Forsetaembættið finnska er að
mörgu leyti ólíkt því sem þekkist
á flestum Vesturlöndum að
Frakklandi og Bandai-fkjunum
undanskildum. Hjá mörgum lýð-
ræðisþjóðum s.s. Islendingum, ír-
um eða Þjóðverjum er forseta-
embættið fyrst og fremst tákn-
ræns eðlis.
Frakkar og Finnar búa hins
vegar við kerfi sem er hvorki
þingræði né forsetastjóm eins og
í Bandaríkjunum. Finnski forset-
inn situr sex ár við völd en kjör-
tímabil þjóðþingsins er aðeins
fjögur ár. Þannig starfa að
minnsta kosti tveir forsætisráð-
herrai’ undir einum forseta.
Verkefni Finnlandsforseta hef-
ur ætíð verið að hafa yfirumsjón
með utanríkisstefnu þjóðarinnar.
Veldur þetta meðal annars því að
á leiðtogafundum Evrópusam-
bandsins sitja forsætisráðherrar
aðildarríkjanna auk forseta Finna
og Frakka.
Aðild að ESB dregur úr
mikilvægi forseta
Evrópumál flokkast hvorki
undir innanríkismál né utanríkis-
mál í Finnlandi. Sú verkaskipting
er milli Finnlandsforseta annars
vegar og forsætisráðhema hins
vegar að forsetinn sér um utan-
Reuters
MARTTI Alitisaari Finnlandsforseti kannar heiðursvörð í opinberri heimsókn til Grikklands síðastliðið
liaust ásamt Costis Stephanopoulos Grikklandsforseta.
i-fkismál en forsætisráðherra
stjómar pólitíkinni á heimavelli.
Martti Ahtisaari var kjörinn ár-
ið 1994 rétt í þann mund þegar
Finnar vom að gerast aðilar að
Evrópusambandinu. Hann rak
mjög ákveðna ESB-stefnu en rík-
isstjórn Esko Ahos (Miðflokki)
var falið að sjá um framkvæmd-
ina.
Þegar Finnar gengu í Evrópu-
sambandið í upphafi ársins 1995
kom upp flókin staða þegar kom
að eðlilegi'i valddreifingu milli
forseta og í-íkisstjórnar. Forset-
inn túlkaði stjórnarskrána þannig
að hann gæti sjálfur ákveðið
hvenær hann tæki þátt í fundum
á vegum ESB.
Þessi túlkun hafði í för með sér
að forsætisráðherra situr alla
leiðtogafundi ESB en forsetinn
tekur sæti Finna í þeim málum
sem honum finnast áhugaverð.
í raun em nú fjórir valdamestu
menn Finna mættir þegar leið-
togar ESB-funda. Forsetinn
mætir þegar honum finnst ástæða
til. Forsætisráðhen-a mætir af því
hann er í raun ábyrgur fyrir
ESB-stefnu Finna. Utanríkisráð-
hemann mætir af því að málefni
ESB teljast formlega til utanrík-
ismála. FjármálaráðheiTa, sem í
núverandi ríkisstjórn gegnir
einnig embætti varaforsætisráð-
hen-a, mætir af því að ESB-mál
tengjast yfirleitt fjárhag aðildar-
ríkjanna.
Ahtisaari þekktur
fyrir ferðalög
Martti Ahtisaari náði á sínum
tíma kjöri með því að lofa upp-
stokkun í efnahagskerfínu. Áð
loknum kosningum komst hann
hins vegar að því að efnahagsmál
vora ekki í verkahring forseta. Þá
snéri hann sér að ferðalögum.
Á áram áður sóttu forsetar
Finna Sovétríkin oft heim. Fyrstu
forsetar eftirstríðsáranna, þeir
Koivisto, Kekkonen, Paasikivi og
Mannerheim, töluðu allir
reiprennandi rússnesku. Ahtisa-
ari talar ekki það mál og hefur
ekki sýnt mikinn áhuga á að sinna
málum þar eystra.
Ahtisaari hefur ekki síst ferð-
ast um heiminn á vegum útflutn-
ingsiðnaðarins. Fyrir ári var hann
harkalega gagnrýndur fyrir að
hafa veitt háttsettum embættis-
manni og kaupsýslumanni í
Indónesíu háa orðu.
Ákvörðunin þótti brjóta í bága
við mannréttindastefnu Finna.
En mennirnh' tveir vora við-
skiptavinir stórra iðnfyrirtækja
og greiddu götu Finna á þeim
markaði.
Þjóðleg ímynd forseta
höfðar ekki til fólks
Vinsældir núverandi Finn-
landsforseta era af mjög skornum
skammti rámu ári fyrir næstu
kosningarm. Af einhverjum
ástæðum hefur Martti Ahtisaaii
ekki tekist að vinna sér traust
landsmanna almennt. Samt hefur
hann stundað tíðar heimsóknir til
allra héraða landsins á þessu
fyrsta kjörtímabili sínu.
Margir héldu að fyrsti þjóð-
kjömi forsetinn hefði orðið
áhrifameiri eða að minnsta kosti
jafn áhrifamikill og fyrirrennarar
hans. Svo reyndist ekki. í valdatíð
Ahtisaaris hefur rekstur stjóm-
mála færst æ meir í hendur for-
sætisráðherra og ríkisstjórnar-
innar.
Á síðustu áram hafa menn
einnig undirbúið endurskoðun
stjómarskrárinnar. Núgildandi
stjómarskrá var samþykkt árið
1919 að lokinni borgarastyrjöld
og var lögð áhersla á valdamikið
forsetaembætti.
Forsetinn átti að vera trygging
gegn því að þinginu tækist að
koma byltingarkenndum aðgerð-
um í framkvæmd. Sterk staða for-
seta reyndist vel í heimsstyrjöld-
inni en undir stríðslok var yfir-
maður fínnska hersins, Manner-
heim, kjörinn forseti.
Völd forseta eru mikil á þremur
sviðum. Eins og fyrr sagði eru ut-
anríkismál í verkahring forseta.
Hann er einnig æðsti yfirmaður
heraflans og velur forsætisráð-
herra. Hann getur hins vegar
ekki rekið forsætisráðherra en
Ahtisaari hefur ranglega haldið
þeimi túlkun stjómarskrárinnar
fram í fjölmiðlum.
í undirbúningsvinnu stjórnar-
skrárnefndarinnar hafa menn
viljað takmarka völd forseta varð-
andi stjórnarmyndun. Það á eftir
að koma í ljós hvaða lausn þingið
velur í þessu máli.
Ahtisaari hefur krafist þess að
áhrif forseta verði óbreytt. Hann
hefur meðal annars látið þá skoð-
un í ljós að þingið megi ekki víkja
frá tillögu í-íkisstjórnar varðandi
þetta atriði.
Svo gæti farið að þessar yfir-
lýsingai1 forsetans myndu kalla á
andstæð viðbrögð þingsins. Þótt
forseti hafi formlega undirritað
lagaframvarp frá ríkisráði er það
samkvæmt stjórnskipun í valda-
hring þingsins að setja lög. Það
vald nær einnig til þess að breyta
tillögum ríkisstj órnarin n ar.
Vilja takmarka rétt forseta
gagnvart heraflanum
Samkvæmt hefð frá tímum
Rússakeisara hefur herinn í Finn-
landi lotið beinum tilmælum frá
þjóðhöfðingjanum. Forsetinn gef-
ur hernum munnlegar skipanir í
viðurvist yfirhershöfðingja.
Daglegur rekstur hersins er á
vegum yfirhershöfðingja. Forset-
inn getur hins vegar notað þessa
heimild sína án milhgöngu ríkis-
stjómar og vamarmálaráðuneyt-
isins.
Ahtisaari segist ekki líta svo á
að núgildandi hefð sé ógn við lýð-
ræði landsins. Margir stjórnmála-
menn telja það hins vegar eðlilegt
að herinn lúti sams konar lögmál-
um og til dæmis utanríkisþjónust-
an. Þannig ætti að breyta reglum
þannig að vamai-málaráðherra
væri alltaf viðstaddur á fundum
yfirhershöfðingja og forseta.
Stuðningsmenn Ahtisaaris,
einkum Alpo Rusi, ráðgjafi for-
seta í erlendum stjómmálum,
hafa gagnrýnt fjölmiðla íyrir að
gera lítið úr embættisgjörðum
þjóðhöfðingjans. Rusi tjáði nýlega
þá skoðun sína að stærsta dag-
blað Finna, Helsingin Sanomat,
hafi tekið upp þá stefnu að lítils-
virða Ahtisaari.
Blaðamenn hafa svarað þessu
með því að benda á tvennt. Ann-
ars vegar hafi hugsjónir Ahtisaar-
is ekki reynst jafn víðtækar og vel
ígrandaðar og menn hafi vanist á
tímum Mauno Koivistos og Urho
Kekkonens. Hins vegar hafi Aht-
isaari tekið upp þá stefnu að tjá
sig um alls konar smámál. Þannig
hafi hann gleymt því að landsfaðir
geti oft betur stjórnað með þögn-
inni.