Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MiNNINGAR
SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 4 J
alltaf yfir mig af þeim því mér
fannst þær svo góðar. Manstu líka
þegar við bróðir minn báðum um ís.
Þú sagðir alltaf já, nema þegar, sem
var örsjaldan, þú sagðir að hann
væri ekki til.
Þegar ég frétti að þú værir með
krabbamein fannst mér það eitt-
hvað svo skrítið. Ég trúði því en allt
gerðist svo fljótt. Ég veit það,
amma, að aðeins þú skilur mig. A
gamlársdag kom pabbi og sagði að
þú værir dáin. Mér fannst ég vera
tóm í hjartanu og í sjálfri mér. Ég
sá þig síðast þegar þú varst í jóla-
boði hjá pabba mínum á jóladag. Þú
lást í sófanum með kodda undir
höfði og það var svo mikill friður yf-
ir þér.
Ég sakna þín mikið og mundu að
ég er ávallt uppáhaldsömmustelpan
þín.
Þín
Astrós Rut.
Kveðja frá systurbörnum
Móðursystir okkar, Ásfríður
Gísladóttir, lést að morgni gamlárs-
dags sl. eftir hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm. Þó að okkur væri
vel ljóst að hverju stefndi vorum
við á einhvern hátt óviðbúin and-
látsfregninni og orð pabba, er
hringdi í okkur hvert af öðru „hún
Ásta er dáin“ virkuðu sem högg á
okkur, tíminn stoppaði í fyrstu en
reikaði svo til baka, hægt í fyrstu,
en siðan á fieygiferð allt aftur til
barnæsku, eins langt og minni okk-
ar nær. Ásta, Valli og börn þeirra
sex hafa alltaf verið í námunda við
okkur, enda bjuggu Ásta og Valli í
nágrenni við foreldra okkar nú síð-
astliðin tæplega fimmtíu ár. í minn-
ingunni munum við vart eftir at-
burði í fjölskyldu okkar án þess að
Ásta væri viðstödd og var hún einn
af föstu punktunum í lífi okkar á
uppvaxtarárunum. Fyrir eyrum
okkar hljómar nú rödd mömmu
„viltu hlaupa með þetta uppeftir til
hennar Ástu“ eða „viltu sækja
þetta fyrir mig uppeftir til hennar
Ástu“. Orðatiltækið „uppeftir til
hennar Ástu“ var mjög sjálfsagt og
eðlilegt hjá okkur á æskuárunum
og áttum við oft til að skreppa upp-
eftir til hennar Ástu án þess að við
værum að sendast fyrii- mömmu.
Áður en við bræðurnir fórum í
sveitina á vorin var mamma vön að
segja j,skreppið þið nú og kveðjið
hana Ástu“ og ávallt gaukaði Ásta
að okkur einhverjum aurum og
sagði „kaupið þið ykkur eitthvað
fyrir þetta á leiðinni“. Sem börn og
unglingar höfðum við ávallt mikil
samskipti við Ástu, Valla og börn
þeirra, en eftir að við fullorðnuð-
umst fækkaði eðlilega fundunum
enda höfum við öll, um lengri eða
skemmri tíma, verið búsett fjarri
höfuðborginni. Aldrei leið þó mjög
langur tími án þess að við hittum
Ástu. Samskipti okkar „systkin-
anna ellefu“ þ.e. okkar systkinanna
og barna Ástu og Valla voru mikil á
uppvaxtarárum okkar, minnkuðu
um hríð, en hafa aukist aftur og
verða vonandi mikil um alla fram-
tíð. Þó að Ásta og Valli hafi nú fyrir
nokkrum árum flutt sig^ um set í
Bústaðahverfinu, úr Ásgarði í
Hæðargarð, héldu þau sig áfram í
nálægð við hitaveitustokkinn góða
sem blasað hefur við sjónum þeirra
í rösklega fjörutíu ár.
Minningar okkar um Ástu
frænku okkar verða samofnai'
minningum um Camp Knox, um Bú-
staðahverfið og þá sérstaklega Ás-
garðinn með öllum sínum töfrum
fyrir börn á árunum í ki'ingum 1960,
um hitaveitustokkinn góða sem var
samgönguæð milli borgarhluta og
út í óspillta náttúru Elliðaárdalsins.
Minningar okkar um Ástu era
einnig fullar þakklætis fyrir þátt
hennar í lífi okkar, fyrir að vera þar
sem hún var og fyrir að vera sú sem
hún var.
Elsku Vaili, Haukur, Fríða,
Helgi, Magga, Valli og Siggi, megi
algóður Guð styrkja ykkur og aðra
ástvini í sorginni.
Drottinn blessi minningu Ásfríð-
ar Gísladóttur.
Svava, Eiður, Gísli,
Anna og Sigga Birna.
ÞURÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Þuríður Guð-
mundsdóttir
fæddist á Karlsstöð-
um í Vaðlavík,
Helgustaðahreppi
31. október 1920.
Hún lést á hjarta-
deild Landspítalans
31. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Guðnason,
bóndi á Karlsstöðum
fæddur 4. júlí 1883,
dáinn 23. janúar
1971 og kona hans
Guðný Þórunn Jóns-
dóttir, f. 8. október 1893, d. 30.
júlí 1956. Systkini Þuríðar eru:
Einar Lars, f. 30.7. 1925, eigin-
kona hans er Erla Albertsdóttir,
f. 27.7. 1932, d. 28.12. 1991, nú-
veraudi sambýliskona Einars er
Hólmfríður Hafliðadóttir. Þor-
varður Guðni, f. 27.8.1910, d. 2.6.
1975, eiginkona hans Lilja Sverr-
isdóttir, f. 25.12. 1915, d. 5.5.
1997. Einnig ólu Guðmundur og
Þórunn upp bróðurdóttur Þór-
unnar, Þóru Ólöfu Guðnadóttur,
f. 20.2. 1930, hennar maður Hall-
ur Guðmundsson, f.
20.8. 1918, d. 6.1.
1996.
Þuríður hóf búskap
með Guðbrandi Bene-
diktssyni frá Kálfa-
felli í Suðursveit,
Austur-Skaftafells-
sýslu 1942 en þau
slitu samvistum eftir
16 ára búskap. Böra
Þuríðar og Guð-
brands eru: 1) Katrín
Ingunn, f. 30.1. 1944,
hennar böm eru Ing-
unn Benedikta, fædd
1963 og Björgvin, f.
1965. 2) Hrafnhildur Þóra, f. 18.6.
1947, eiginmaður Magnús Jó-
hannsson, f. 2.10. 1934. Þeirra
börn eru Þuríður Guðrún, f. 1966,
Rebekka, f. 1968, Haraldur, f.
1973. 3) Benedikt, f. 21.10. 1950,
kvæntur Jómnu Róbertsdóttur, f.
1.7. 1953, þeirra böra eru María
Lísa, f. 1972 og Guðrún Inga, f.
1979. Benedikt átti son áður,
HelgaÞór.f. 1971.
Utfór Þuríðar fer fram frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 11. janúar
og hefst athöfnin klukkan 15.
Mig langar að minnast hennar
ömmu minnar sem lést á Landspít-
alanum 31. desember síðastliðinn.
Þegar ég fékk fréttina að morgni
gamlársdags um að hún amma mín
væri látin hélt ég að ég væri að
vakna upp við vondan draum, ég
trúði ekki að þessi yndislega kona
væri látin. En síðan fór ég að
hugsa um alla góðu dagana sem við
áttum saman. Þegar ég var lítil
stelpa bjó amma í Mjóstrætinu og
á því tímabili var ég oft í pössun
hjá henni. Ég hafði svo gaman af
því að vera hjá henni, því hún
amma átti alveg heilan helling af
fallegum hlutum sem var alltaf
jafngaman að skoða, og alltaf var
eitthvað nýtt að sjá, sem var
kannski búið að vera þarna í lang-
an tíma, en ég tók bara ekki eftir
því vegna þess að dótið var svo
mikið, hún var sannkallaður safn-
ari sem geymdi allt og henti aldrei
neinu. Hún amma var mikil prjóna-
og saumakona og alltaf gat ég leit-
að til hennar ef ég þurfti hjálp við
saumaskapinn, og hún var alltaf til
í að hjálpa hvenær sem var. Hún
kenndi mér líka margt og ég á
henni að þakka að ég sauma svo
mikið, sem ég geri í dag. Ég gleymi
aldrei öllum grímubúningunum
sem hún saumaði á mig, þegar ég
fór á grímuböll í skólanum. Þeir
voru flottir, alls konai' prinsessu-
búningar og fleira, og það sem hún
gat haft fyrir búningunum var
ótrúlegt. Hún hugsaði vel um alla
og gætti þess að allir ættu nóg af
lopasokkum og vettlingum, að
ógleymdum lopapeysum. Einu
sinni þegar við fjölskyldan fórum
til útlanda passaði amma kisu fyrir
okkur, hún þorði aldrei að hleypa
kisu út nema hún væri með hana í
bandi. Þetta er mér afar minnis-
stætt og ég á aldrei eftir að gleyma
því. Ég gæti endalaust skrifað um
hana ömmu mína, en svona minnist
ég hennar í stuttu máli. Ég mun
aldrei gleyma þér, amma mín, og
ég veit að við munum einhvern tím-
ann hittast aftur. Hvíldu í friði.
Þín
Guðrún Inga.
Þegar síðasti dagur árs rann í
garð þá barst okkur sú harmafregn
að þú værir dáin. Það er erfitt þeg-
ar ástvinur fellur frá og margar
minningar brjótast fram í huga
manns. Og vissulega á ég margar
fallegar minningar um þig, elsku
amma mín. Mér er það minnisstætt
þegar ég var 9 eða 10 ára gömlu að
vinkona mín bauð mér með sér á
grímuball. Nú vora góð ráð dýr því
ballið átti að vera daginn eftir og
það eina sem kom til greina í mín-
um huga var að vera álfadrottning.
Mamma hringdi í þig og þú brást
vel við að vanda, sagðir mér að
koma til þín og gista hjá þér og þú
myndir sauma búning á mig. Þegar
ég vaknaði daginn eftir var tilbúinn
gullfallegur búningur sem þú varst
búin að vaka alla nóttina við að
sauma. Þú hafðir handsaumað
skraut í allan kjólinn og einnig búið
til hatt, grímu ásamt öllu tilheyr-
andi. Þegar ég byrjaði sjálf að fá
áhuga á saumaskap varstu alltaf til-
búin að hjálpa mér, enda voru þau
mörg skiptin sem við sátum við
saumavélina. Það síðasta sem við
saumuðum saman var brúðarkjóll-
inn minn.
Það var aldrei farið í bæinn nema
að koma við hjá þér í Mjóstrætinu.
Oftar en ekki var ég með vinkonur
mínar með. Ávallt tókstu vel á móti
okkur, sniurðir fyrir okkur flatkök-
ur með hangikjöti og gafst okkur
appelsín að drekka. A eftir brytjað-
irðu súkkulaði í skál. Þegar ég ætl-
aði síðan að fara heim með strætó
hafðirðu alltaf áhyggjur af því að
mér yrði kalt og yfirleitt fór ég
heim með nýja vettlinga eða ullar-
sokka sem þú hafðir prjónað. Ég
hlakkaði alltaf til í marga daga ef
ég vissi að ég ætti að fara í pössun
til þín, því alltaf var eitthvað
skemmtilegt brallað. En það var
fastur liður að við fórum í göngutúr
í bæinn og niður að Tjörn að gefa
öndunum.
Elsku amma Gógó, ég á eftir að
sakna þín mikið og hefði viljað hafa
þig miklu lengur meðal okkar. En
ég má ekki vera eigingjörn. Því ég
veit að þér líður vel þar sem þú ert
núna.
Einn daginn hittumst við á ný.
Hvíldu í friði.
Þín
María Lísa.
Elsku langamma.
Það tók mjög á okkur systkinin
að heyra um að þú værir dáin og
sérstaklega að sú yngsta af okkur,
hún Björk, mun ekki kynnast þér
betur. Við vitum þó að núna ertu
komin á góðan stað og að þér líður
betur núna. Samverustundir okkar
þegar við komum í heimsókn til þín
verða alltaf dýrmætar í okkar huga.
Það vakti alltaf hrifningu okkar að
sjá alla fallegu munina þína og
myndir af fólki í Ijölskyldunni.
Minningarnar lifa áfram í huga okk-
ar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín langömmuböm,
Rósa, Katrín Brynja, Þórður
og Björg Björgvinsbörn.
+
Útför eiginkonu minnar, móður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SOFFÍU EYGLÓAR JÓNSDÓTTUR,
Víghólastíg 20,
Kópavogi,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
sunnudaginn 3. janúar sl., fer fram frá Digra-
neskirkju í Kópavogi mánudaginn 11. janúar
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja heiðra minningu hinnar látnu, er bent á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð í Kópavogi.
Leó Guðlaugsson,
Þórir J. Axelsson, Lilja Eyjólfsdóttir,
Trausti Leósson, Þyri K. Árnadóttir,
Guðlaugur Leósson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og
eiginkona,
MÁLFRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR,
Sigtúni 31,
Reykjavík,
er lést sunnudaginn 3. janúar sl., verður
jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn
12. janúar kl. 10.30.
Svanhildur Árnadóttir, Hilmar Jóhannsson,
Haraldur Magnússon, Ingibjörg Ingólfsdóttir
og barnabörn,
Magnús Gunnarsson.
+
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýnt hafa
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR B. ÓLAFSSONAR,
Njarðargötu 3,
Keflavík.
Jónína Einarsdóttir,
Bragi Sigurðsson,
Ólafur Sigurðsson, Steinunn Erlingsdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir, Guðmundur Ó. Sigurgeirsson,
Ágústa Sigurðardóttir, Raphael Ospina,
Ásta Sigurðardóttir
og barnabörn.
+
Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
WILLY BLUMENSTEIN,
Kirkjubraut 19,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til þeirra sem gefa Blóóbank-
anum blóð.
Edda Elíasdóttir
og aðstandendur.
+
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýnt hafa
okkur samúð, stuðning og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns,
SIGURBERGS MAGNÚSSONAR
frá Steinum,
Baugstjörn 22,
Selfossi.
Elín Sigurjónsdóttir
og aðstandendur.
+
Innilegt þakklaeti fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
BOGA ÞORSTEINSSONAR
fyrrv. yfirflugumferðarstjóra,
Hjallavegi 7,
Njarðvfk.
Sérstakar þakkir til Ungmennafélags Njarðvíkur.
Aðstandendur.