Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 12

Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 12
12 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNB LADIÐ Fjórir áratugir liðnir frá byltingunni á Kúbu Sósíalisminn og dauðinn 40 ár eru liðin frá því að Fidel Castro komst til valda á Kúbu. Asgeir Sverrisson segir frá þeim sigrum sem unnist hafa, mannréttindabrotum stjórnvalda og hörmungum miðstýringarinnar. GÓÐUR hermaður yfirgefur ekki vígvöllinn, hann heldur sig þar allt til endalokanna.“ Þessi orð lét Fidel Castro Kúbuleiðtogi falla í samtali við erlenda fréttamenn á nýliðnu ári. Og ekki sýnir hann á sér neitt fararsnið nú þegar þess er minnst að 40 ár eru liðin frá því að sveitir Castros steyptu stjóm Fulgencio Batista 1. janúar 1959 og kúbanska byltingin varð að veruleika. Kúba er sígilt deiluefni; byltingin hefur getið af sér framfarir á viss- um sviðum sem eru einstakar í þessum heimshluta en lýðræði og mannréttindi hafa Castro og undirsátar hans fótum troðið undir herópinu „sósíalismi eða dauði“. Rómantík byltingarinnar er hins vegar tekin að fölna, dollarinn ræður ríkjum í hagkerfinu, sem er komið að fótum fram og „hið spillta hugarfar fjármagnshyggjunnar“ hefur náð að grafa um sig. Þótt nokkrir umtalsverðir diplómat- ískir sigrar hafí unnist á nýliðnu ári er Castro í vöm á flestum sviðum og þar með byltingin á Kúbu. Þetta tvennt verður aldi'ei skilið að. Því verður ekki neitað að árangur Castros er einstakur. Hann hefur nú ríkt á Kúbu í 40 ár, lengur en nokkur annar leiðtogi ríkis í Rómönsku Ameríku á þessari öld. Hann er síðasti kommúnistaleiðtoginn á vesturhveli jarðar og hefur haldið velli þratt fyrir þrot- lausar þvinganir Bandaríkjamanna, sem á ámm áður reyndu að koma honum fyrir kattamef með misjafnlega hugvitsamlegum hætti. Hann er einn af síðustu málsvömm sovét-kommúnismans og trúir því enn að einungis þessi hugmyndafræði fái frelsað mannkynið. Þessi Móses sósíalismans boðar enn að fyrirheitna landið sé innan seilingar en það kosti endlausa „baráttu" að ná því marki. Þetta rómantíska hugtak „barátta", sem svo margir hugsjónamenn á vesturlönd- um hafa fallið fyrir, er enn í fullu gildi á Kúbu. Líf almennings er endalaus barátta við fátæktina en „barátta“ stjómvalda hefur líka skilað sigmm og fleiri kunna að vera í vændum. Háðir erlendu fjármagni Eitt er vístrí efnahagslegu tilliti hefur bylt- ingin á Kúbu mistekist gjörsamlega. A þeim 40 áram sem liðin era frá valdatöku Castros hafa allir ókostir hins miðstýrða hagkerfis komið í ljós í ríki hans. Allt fram til ársins 1991 voru stjórnvöld á Kúbu öldungis háð beinum fjárstuðningi frá Sovétríkjunum sem nam fjórum til fimm milljörðum Bandaríkjadala á ári. Sá stuðn- ingur varð að engu er Sovétríkin liðu undir lok. Núna er hagkerfið háð fjármagni sem útlægir Kúbanar, aðallega í Bandaríkjunum, senda ættingjum sínum en áætlað er að þar sé um að ræða 400-600 milljónir Bandaríkjadala á ári hverju. Ferðamannaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum og þykir mörg- um hlálegt að stjóm Castros ______ treysti nú á þessu há-kapítalísku tekjuleið sem hann fordæmdi á áram áður. Arið 1957 var Kúba í þriðja til fjórða sæti á lista yfir öflugustu hagkerfi Rómönsku Ameríku. Fjóram áratugum síðar, árið 1997, vai- landið í 16. til 17. sæti í þessu tilliti. Sam- kvæmt þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna er landið við botninn þegar borin era saman 35 ríki Ameríku og Karíbahafs. Einungis Perú, Dóminíkanska lýðveldið, Paraguay, Guatemala. E1 Salvador, Bólivia, Nicaragua, Hondúras og Haíti teljast vanþróaðri. Hrun Sovétríkjanna kallaði hrikalegan efnahagsvanda yfir Kúbani. Talið er að hag- kerfið hafi skroppið saman um 35-40%. Stjórnvöld telja að fimm ár muni líða til við- bótar, hið minnsta, áður en svipaðri stöðu og ríkti árið 1985 verður náð. Lífsbaráttan er 61410. Þjóðin er fátæk þótt almennt ríki ekki alvarlegur skortur á allra brýnustu nauðsynjum. Neysluvamingur er Dollarinn ræður ríkjum f hag- kerfinu skammtaður og launin era lág - meðallaunin era um tíu Bandaríkjadalir á mánuði þótt mai'gir hafi mun meira fé á milli handanna. Castro og menn hans hafa mætt þessum erfiðleikum með tilslökunum á ákveðnum sviðum efnahagslífsins. Dregið hefur verið lítillega úr miðstýringunni og erlendri fjár- festingu hefur verið hleypt inn í landið. Hún er þó enn mun minni á Kúbu en í öðram ríkj- um þessa heimshluta. Kúba er þó ekki algjört svartnætti í efna- hagslegu tilliti. Undantekningin er ferða- mannaþjónustan sem er ört vaxandi atvinnu- vegur. Arið 1997 komu 1,2 milljónir ferða- manna til eyjarinnar og tekjurnar vora tald- ar nema 1,5 milljörðum Bandaríkjadala. Sósíaliskir milljónamæringar Or vöxtur ferðaþjónustunnar hefur hins vegar haft ýmsa félagslega erfiðleika í fór með sér. Dollarinn er allsráðandi í hagkerf- inu og upp hafa sprottið ákveðnar stéttir sem hafa aðgang að útlendingum og þar með að erlendum gjaldeyrii'. Þetta fólk er nú kall- að „los nuevo ricos“ , „hinir nýríku“. Castro gerði þessa þróun að umtalsefni í ræðu einni sem hann flutti í júlí í fyrra og sagði þá að ný stétt „milljónamæringa“ stefndi í hættu hug- sjónum byltingarinnar um jöfnuð og réttlæti. „Því meiri sem kynni okkar verða af kapítal- ismanum og því betur sem við skynjum hvað er að gerast því meiri verður ógleði mín,“ sagði leiðtoginn. Virtist honum einkum mis- líka að fólk leigði út hús sín sem ríkið hefði fengið þeim auk þess sem hann boðaði að umsvif „euentapropistas", „sjálfstæðra launamanna“ yrðu heft. Var þessu síðan fylgt eftir með lagasetningu. Ferðamannaþjónustan hefur haft vaxandi misskiptingu auðsins í fór með sér og kallað fram ákveðna hnignun í samfélaginu sem t.a.m. birtist í auknu vændi og smærri auðg- unarglæpum. Jafnframt hefur dollaraflóðið orðið til þess að rýra gildi pesosins, kúbanska gjaldmiðilsins og því kallað fram vaxandi óánægju venjulegra launamanna. Nefna má að algengt er að herbergi sé leigt útlendingum fyrir 20 dollara á nóttina sem er svipuð upphæð og læknir hefur í mánað- arlaun. Fjendur Castros hafa löngum gagnrýnt stjórnarfarið og haldið því fram að það hafi kallað örbirgð og einangran yfir kúbönsku þjóðina. Kúba er einræðisríki, aðrir flokkar en Kommúnistaflokkurinn fá ekki að starfa og frjáls fjölmiðlun þekkist ekki í landinu. Frjáls skoðanaskipti era því lítil sem engin, kosningar eru sjónarspil og marxísk heim- speki er enn mótandi í menntakerfinu. Stjórnarandstæðingar sæta þvingunum og fjöldi þeirra hefur ýmist verið handtekinn eða sendur úr landi. Starfsemi katólsku kirkjunnar á eyjunni hefur verið heft þótt ___^_ nokkuð hafi nú verið slakað á ^klónni í þeim efnum í kjölfar sögulegrar heimsóknar Jóhannesar Páls II páfa í fyiTa. Einstakur árangur á sviði heiibrigðismála Hinu verður ekki neitað að aðdáendur Ca- stros hafa nokkuð til síns máls þegar þeir lofa þá uppbygginu sem þar hefur átt sér stað á sviði heilbrigðismála og tiltekinna vís- indagreina. Heilbrigðis- og menntakerfið era stolt kúbönsku byltingarinnar og á þeim vettvangi hafa Kúbanar náð árangri sem fæst nágrannaríkja þeirra geta státað sig af. Þannig reyndist ungbarnadauðinn árið 1997 vera 7,42 dauðsföll við hverjar þúsund fæðingar. Ungbarnadauði er hvergi minni í Rómönsku Ameríku og raunar er Kúba ná- lægt 25 sæti í heiminum öllum hvað þetta varðar. Meðalævilengd er 75,3 ár, aðeins einu ári skemmri en hún er í Bandaríkjun- Reuters FIDEL Castro flytur ávarp í borginni Santiago de Cuba á nýársdag en þar á svölum ráð- hússins hélt hann fyrstu ræðu sína sem leiðtogi Kúbu fyrir 40 árum. f ræðunni nú sagði Castro líkt og fyrir 40 árum að byltingin væri „nýhafin“ og lýsti yfir því að sú hugmynda- fræði væri sú eina er frelsað gæti mannkynið undan oki kapitalismans sem breytti hefði heimsbyggðinni í eitt „risastórt spilavíti“. um. Mörgum skæðum barnasjúkdómum hef- ur verið útrýmt og Kúbanir þykja standa framarlega á sviði líftækni. Hið sama á við um ýmsa þætti mennta- mála á Kúbu. Læsi Kúbana mælist 96% sem er hæsta hlutfallið í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi enda skólaganga bæði mun al- mennari og lengri en í flestum nágrannaríkj- anna. Efnahagsþrengingar síðustu sjö ára hafa hins vegar sýnilega einnig komið niður á heilbrigðiskerfinu, sem er öllum opið, lands- mönnum að kostnaðarlausu. í skýrslu Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) frá árinu 1997 segir t.a.m. að skurðaðgerðum hafi fækkað um 40% á árunum 1990-1995 vegna skorts á bæði lyfjum og tækjum. Þá þarfnist sjúkrahús og heilsugæslustöðvar víða umfangsmikilla viðgerða. Að auki hafa komið fram vísbendingar um að menntun heilbrigðisstétta sé ekki söm og áður er hún þótti standa á allháu stigi. Því er oft haldið fram að hnignun heil- brigðiskerfisins megi að hluta til rekja til þeirrar ákvörðunar Bandaríkjamanna að herða enn á viðskiptabanninu gagnvart Kúbu árið 1992. Samkvæmt lögum sem þá vora samþykkt mega útibú bandarískra fyr- irtækja erlendis ekki selja lyf til Kúbu. Einangrunin rofin Viðskiptabannið hefur verið það tæki sem ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einkum beitt til að grafa undan stjórn Castros og dæma hann til einangranar á alþjóðavettvangi. I Bandaríkjunum eru þeir auð- fundnir sem telja að stefna þessi sé byggð á grundvallarmisskilningi. Með við- skiptabanninu gefist Castro færi á að þjappa þjóðinni að baki sér gagnvart sameiginlegum óvini. Bandarískir ráðamenn og nú síðast Bill Clinton forseti hafa sætt vaxandi þrýstingi um að láta af stefnu þessari. Jóhannes Páll II páfi fordæmdi viðskiptabannið er hann sótti Castro heim og flestir áhrifamestu fjöl- miðlar Bandaríkjanna hafa hvatt til þess að því verði aflétt. Hið sama gildir um ýmsa þungavigtarmenn á vettvangi utanríkismála. Viðskiptabannið ber hins vegar einkum að setja í samhengi við þróun bandarískra stjómmála. í Bandaríkjunum era öflug sam- tök kúbanskra útlaga starfandi og þeir beita áhrifum sínum og fjármagni til að þrýsta á ráðamenn um að hvergi verði slakað á klónni gagnvart einræðisherranum á Kúbu. Teikn eru hins vegar á lofti um að skriðþungi þess- ara hópa fari heldur minnkandi og telja má líklegt að sú krafa taki að hljóma hærra en áður að horfið verði frá þessum þvingunum. Slíkt mun þó aðeins gerast í áföngum, líkt og sannaðist í liðinni viku er eih'tið var slakað á samskiptabanni því sem í gildi hefur verið. A árinu sem var að líða vann Castro einnig umtalsverða sigra á stjórnmálasviðinu. Stór skörð voru rofin í þann múr einangranar sem Bandaríkjamenn hafa reist umhverfis eyjuna, páfi sótti Castro heim og talsmönn- um hans á alþjóðavettvangi fór fjölgandi. Önnur ríki Rómönsku Ameríku og Karíba- hafs hafa haft forgöngu um að rjúfa einangr- un stjórnarinnar á Kúbu og samskiptin við Spánverja, gömlu herraþjóðina, stórbötnuðu á liðnu ári. Þess er vænst að Jóhann Karl Spánarkonungur fari í opinbera heimsókn til Kúbu á þessu ári og verður það stóratburð- ur. Fær byltingin haldið velli? Þrátt fyrir sögusagnir um að Castro sé dauðveikur maður og fullyrðingar um að stjóm hans standi á brauðfótum heldur hann enn velli. Hann er orðinn 72 ára, skeggið er orðið heldur í-ytjulegt og hendur hans skjálfa á stundum. Samt virðist hann enn búa yfir miklum líkamskröftum líkt og hann sýndi við páfaheimsóknina auk þess hann virðist enn fara létt með að halda 6-7 klukkustunda langar ræður. Efnahagslífið stendur vissu- lega illa en vera kann að kapítal- ismi ferðaþjónustunnar sé ávísun á það fyi-irkomulag sem koma skal en slík eftirgjöf harðlínu- stjórna er stundum nefnd „kommúnismi með kapítalíska ásjónu". Ljóst er að kjör alþýðu manna munu einungis batna með frekari tilslökunum á efnahags- sviðinu. Þær kunna aftur á móti að veikja stjómina. Þótt Castro njóti enn mikilla vin- sælda, sem einkum eiga rætur að rekja til þjóðernishyggju og sjálfstæðisbaráttu, fer því fjarri að allir séu sáttir við stjórn hans; ein milljón Kúbana, hið minnsta, hefur flúið þetta „sæluríki sósíalismans“ í valdatíð Ca- stros. A fertugsafmælinu verður engu spáð um framtíð byltingarinnar á Kúbu. Hún stendur vissulega höllum fæti, einkum á sviði efna- hagsmála og framtíðin getur tæpast talist sérlega björt. Styrkur hennar er í senn helsti veikleiki hennar;hún er gjörsamlega bundin við einn mann. An Castros hefði byltingin aldrei orðið og efasemdir hljóta að ríkja um að hún fái haldið velli eftir hans dag. Stórmerkur ár- angur f heil- brigðismálum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.