Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sólborgarmál /■ Hávar Sigur- jónsson skoðaði helstu heimildir málsins og kann- aði hvern innblástur skáldin Matthfas Johannessen og Thor Vilhjálmsson hafa sótt Sólborgarmál. síS S • Élí f SVALBARÐ í Þistilfirði um aldamótin síðustu. Þama áttu Sóiborgarmál sér stað. Kirkjan stendur enn. FRÚ Ástríður Petersen (1867-1957). SÉRA Ólafur Petersen (1865-1898). Og skáldskapminn SVIPLEG örlög hálfsystkin- anna, Sólborgar og Sigur- jóns, á Svalbarði í Þistilfirði í lok síðustu aldar urðu þjóð- inni drjúgt umræðuefni fyrstu áratugina á eftir. Ekki síst þar sem höfuð- skáldið Einar Benediktsson, þá settur sýslumaður Þingeyinga, hélt hendi um örlagasprotann; í hlut hans kom að rann- saka málið og kveða upp dóm í héraði. Fylgdi þetta mál Einari ævilangt og var það hjátrú margra að draugur Sólborgar fylgdi honum þétt á hæla ævina á enda. Einai’ mun hafa lagt trúnað á þessar sögur, var sagður myrk- fælinn og draughræddur frá unga aldri og magnaðist sá ótti um allan helming eftir skelfilega reynslu hans af Sólborgarmálinu í janúar 1893. Hinn dularfulli blær sem hvílt hefur yfir Sólborgarmáli allar götur hlýtur að hluta að rekjast til draugatrúarinnar sem kviknar í kjölfar þess, því frá upphafí var ekkert í mál- inu sjálfu sem orkaði tvímælis og skýrar játn- ingar lágu fyrir um öll málsatvik áður en lauk. Að hinu leytinu virðist sem þjóðarsálin hafi tekið mjög tilfinningalega afstöðu til Sólborg- armálsins enda felast í því flest kennimörk dramatískrar ástarsögu. Forboðnar ástir hálf- systkinanna og hi-yllileg örlög barnsins, ávaxtar hinnai’ forboðnu ástar, ásamt niður- stöðu málsins eru í samræmi við lögmál hins klassíska harmleiks þar sem hin seka móðir tekur sitt eigið líf eftir að faðirinn/bróðirinn hefur guggnað frammi fyrir yfirvaldinu og játað á sig sakirnar. Ekki er því að undra að tvö af höfuðskáldum þjóðarinnar á seinni hluta þessarar aldar hafi tekið Sólborgarmál upp á arma sína í skáldskap; Matthías Jó- hannessen verður fyi-stur til og semur hvort tveggja smásögu og leikrit, Burðurinn sem birtist í 3. tbl. Eimreiðarinnar 1974 og leikrit- ið Sólborg. Ellefu árum síðar sendir Thor Vil- hjálmsson frá sér skáldsöguna Grámosinn glóir og gerir Sólborgarmál að þungamiðju sögu sinnar. Loks verður Sólborgarmál kveikjan að mynd Egils Eðvarðssonar Dóms- degi sem sýnd var í Sjónvarpinu á jóladag og hefur vakið hörð viðbrögð vegna útlegginga höfundarins á málsatvikum og hlut þeirra er máiinu tengdust. Sögulegar heimildir Það gegnir reyndar nokkuiri furðu að þrátt fyrir hið mikla umtal sem Sólborgarmálið fékk um land allt og þjóðsöguna er kviknaði í kjölfarið urðu fáir til að festa málsatvik á blað eða gera sér mat úr því á annan hátt í langan tíma þar á eftir. Líklega varð Tómas Guð- mundsson fyrstur til að rifja málið upp og rekja gang þess í þætti er hann skrifar í bók þeirra Sverris Kristjánssonar, Undir haust- stjörnum og út kom 1965. Voru bækur þeirra Sverris mikið lesnar og þáttur Tómasar um Sólborgu varð kveikjan að nýrri bylgju um- ræðna og upprifjunar um málið. Er þáttur Tómasar skáldlega innblásinn en öllum stað- reyndum mun haldið rétt til skila. Aðrir sem rakið hafa Sólborgarmál eru Gils Guðmunds- son í bók sinni um Einar Benediktsson Vær- inginn mikli (1990) og Guðjón Friðriksson í fyrra bindi ævisögu Einars Benediktssonar (1997). Guðjón sviðsetur atburði en óhætt mun að treysta heimildargildi frásagnar hans. Þá reifar Matthías Johannessen málsatvik í eftirmála að bókinni Fjaðrafok og önnur leik- EINAR Benediktsson (1864-1940). Mynd- in er tekin u.þ.b. ári eftir Sólborgarmál. rit er m.a. hefur að geyma leikritið Sólborg og kom út 1975. Verða nú aðdragandi Sólborgar- máls eins og hann snéri að Einari Benedikts- syni og málaferlin sjálf rakin eftir þessum heimildum, þó einungis verði staldrað við helstu málsatvik. Skáletraður texti eru beinar tilvitnanir í málskjöl Sólborgarmáls. Dulsmál á Svalbarði Einar Benediktsson lauk lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla vorið 1892 og kom heim um haustið og fór beint norður að Héðinshöfða á Tjörnesi þar sem hann leysti fóður sinn af tímabundið sem sýslumaður þann vetur. Þann 9. nóvember er Einar settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu og í byrjun desember fær hann í hendur bréf frá Hirti Þorkelssyni, hreppstjóra í Svalbarðshreppi, dagsett 25. nóvember 1892, „þess efnis að almennur orðrómur hefði legið á því þar í sveitinni, að vinnukona á Svalbarði, ógift, Sólborg Jóns- dóttir, hefði síðari hluta næstliðins sumars, eftir að menn í lengri tíma hefðu þótzt sjá merki þess, að hún væri vanfær, fyrirfarið fóstii sínu, og hefði það verið tilgátur sumra, að hálfbróðir hennar, Sigurjón Einai-sson, vinnumaður á Svalbarði, mundi e.t.v. vera fað- iiinn. “„Þetta er leiðindamál sem Einar vonar að sé aðeins söguburður," segir Guðjón Frið- riksson. Um hug Einars til þessa „leiðinda- máls“ segir Tómas Guðmundsson. „Um það vitum vér ekki neitt, en sennilega hefur hann gert sér vonir um, að sakai’efnin mættu reyn- ast verulega orðum aukin eða ef til vill hug- smíði ein.“ Á prestsetrinu Svalbarði í Þistilfirði situr ungur prestur, Ólafur Petersen, ásamt eigin- konu sinni Ástríði Sigríði Stefánsdóttur Stephensen, og áttu þau tæplega ársgamlan son, frumburðinn Stefáp, er fæddur var 29. mars 1892. Ólafi og Ástríði varð fjögurra barna auðið, hið síðasta fætt í október 1897. Þeir Ólafur og Einar voru skólabræður úr Lærða skólanum, samstúdentar og nær jafn- aldra, Einar 28 ára og Ólafur nýorðinn 27 ára. Ólafur lést fimm árum síðar aðeins 32 ára að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.