Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sólborgarmál
/■
Hávar Sigur-
jónsson skoðaði helstu
heimildir málsins og kann-
aði hvern innblástur skáldin
Matthfas Johannessen og
Thor Vilhjálmsson hafa sótt
Sólborgarmál.
síS S • Élí f
SVALBARÐ í Þistilfirði um aldamótin síðustu. Þama áttu Sóiborgarmál sér stað. Kirkjan stendur enn.
FRÚ Ástríður
Petersen
(1867-1957).
SÉRA Ólafur
Petersen
(1865-1898).
Og
skáldskapminn
SVIPLEG örlög hálfsystkin-
anna, Sólborgar og Sigur-
jóns, á Svalbarði í Þistilfirði í
lok síðustu aldar urðu þjóð-
inni drjúgt umræðuefni
fyrstu áratugina á eftir.
Ekki síst þar sem höfuð-
skáldið Einar Benediktsson,
þá settur sýslumaður Þingeyinga, hélt hendi
um örlagasprotann; í hlut hans kom að rann-
saka málið og kveða upp dóm í héraði. Fylgdi
þetta mál Einari ævilangt og var það hjátrú
margra að draugur Sólborgar fylgdi honum
þétt á hæla ævina á enda. Einai’ mun hafa
lagt trúnað á þessar sögur, var sagður myrk-
fælinn og draughræddur frá unga aldri og
magnaðist sá ótti um allan helming eftir
skelfilega reynslu hans af Sólborgarmálinu í
janúar 1893.
Hinn dularfulli blær sem hvílt hefur yfir
Sólborgarmáli allar götur hlýtur að hluta að
rekjast til draugatrúarinnar sem kviknar í
kjölfar þess, því frá upphafí var ekkert í mál-
inu sjálfu sem orkaði tvímælis og skýrar játn-
ingar lágu fyrir um öll málsatvik áður en lauk.
Að hinu leytinu virðist sem þjóðarsálin hafi
tekið mjög tilfinningalega afstöðu til Sólborg-
armálsins enda felast í því flest kennimörk
dramatískrar ástarsögu. Forboðnar ástir hálf-
systkinanna og hi-yllileg örlög barnsins,
ávaxtar hinnai’ forboðnu ástar, ásamt niður-
stöðu málsins eru í samræmi við lögmál hins
klassíska harmleiks þar sem hin seka móðir
tekur sitt eigið líf eftir að faðirinn/bróðirinn
hefur guggnað frammi fyrir yfirvaldinu og
játað á sig sakirnar. Ekki er því að undra að
tvö af höfuðskáldum þjóðarinnar á seinni
hluta þessarar aldar hafi tekið Sólborgarmál
upp á arma sína í skáldskap; Matthías Jó-
hannessen verður fyi-stur til og semur hvort
tveggja smásögu og leikrit, Burðurinn sem
birtist í 3. tbl. Eimreiðarinnar 1974 og leikrit-
ið Sólborg. Ellefu árum síðar sendir Thor Vil-
hjálmsson frá sér skáldsöguna Grámosinn
glóir og gerir Sólborgarmál að þungamiðju
sögu sinnar. Loks verður Sólborgarmál
kveikjan að mynd Egils Eðvarðssonar Dóms-
degi sem sýnd var í Sjónvarpinu á jóladag og
hefur vakið hörð viðbrögð vegna útlegginga
höfundarins á málsatvikum og hlut þeirra er
máiinu tengdust.
Sögulegar heimildir
Það gegnir reyndar nokkuiri furðu að þrátt
fyrir hið mikla umtal sem Sólborgarmálið
fékk um land allt og þjóðsöguna er kviknaði í
kjölfarið urðu fáir til að festa málsatvik á blað
eða gera sér mat úr því á annan hátt í langan
tíma þar á eftir. Líklega varð Tómas Guð-
mundsson fyrstur til að rifja málið upp og
rekja gang þess í þætti er hann skrifar í bók
þeirra Sverris Kristjánssonar, Undir haust-
stjörnum og út kom 1965. Voru bækur þeirra
Sverris mikið lesnar og þáttur Tómasar um
Sólborgu varð kveikjan að nýrri bylgju um-
ræðna og upprifjunar um málið. Er þáttur
Tómasar skáldlega innblásinn en öllum stað-
reyndum mun haldið rétt til skila. Aðrir sem
rakið hafa Sólborgarmál eru Gils Guðmunds-
son í bók sinni um Einar Benediktsson Vær-
inginn mikli (1990) og Guðjón Friðriksson í
fyrra bindi ævisögu Einars Benediktssonar
(1997). Guðjón sviðsetur atburði en óhætt
mun að treysta heimildargildi frásagnar hans.
Þá reifar Matthías Johannessen málsatvik í
eftirmála að bókinni Fjaðrafok og önnur leik-
EINAR Benediktsson (1864-1940). Mynd-
in er tekin u.þ.b. ári eftir Sólborgarmál.
rit er m.a. hefur að geyma leikritið Sólborg og
kom út 1975. Verða nú aðdragandi Sólborgar-
máls eins og hann snéri að Einari Benedikts-
syni og málaferlin sjálf rakin eftir þessum
heimildum, þó einungis verði staldrað við
helstu málsatvik. Skáletraður texti eru beinar
tilvitnanir í málskjöl Sólborgarmáls.
Dulsmál á Svalbarði
Einar Benediktsson lauk lögfræðiprófi frá
Hafnarháskóla vorið 1892 og kom heim um
haustið og fór beint norður að Héðinshöfða á
Tjörnesi þar sem hann leysti fóður sinn af
tímabundið sem sýslumaður þann vetur. Þann
9. nóvember er Einar settur sýslumaður í
Þingeyjarsýslu og í byrjun desember fær
hann í hendur bréf frá Hirti Þorkelssyni,
hreppstjóra í Svalbarðshreppi, dagsett 25.
nóvember 1892, „þess efnis að almennur
orðrómur hefði legið á því þar í sveitinni, að
vinnukona á Svalbarði, ógift, Sólborg Jóns-
dóttir, hefði síðari hluta næstliðins sumars,
eftir að menn í lengri tíma hefðu þótzt sjá
merki þess, að hún væri vanfær, fyrirfarið
fóstii sínu, og hefði það verið tilgátur sumra,
að hálfbróðir hennar, Sigurjón Einai-sson,
vinnumaður á Svalbarði, mundi e.t.v. vera fað-
iiinn. “„Þetta er leiðindamál sem Einar vonar
að sé aðeins söguburður," segir Guðjón Frið-
riksson. Um hug Einars til þessa „leiðinda-
máls“ segir Tómas Guðmundsson. „Um það
vitum vér ekki neitt, en sennilega hefur hann
gert sér vonir um, að sakai’efnin mættu reyn-
ast verulega orðum aukin eða ef til vill hug-
smíði ein.“
Á prestsetrinu Svalbarði í Þistilfirði situr
ungur prestur, Ólafur Petersen, ásamt eigin-
konu sinni Ástríði Sigríði Stefánsdóttur
Stephensen, og áttu þau tæplega ársgamlan
son, frumburðinn Stefáp, er fæddur var 29.
mars 1892. Ólafi og Ástríði varð fjögurra
barna auðið, hið síðasta fætt í október 1897.
Þeir Ólafur og Einar voru skólabræður úr
Lærða skólanum, samstúdentar og nær jafn-
aldra, Einar 28 ára og Ólafur nýorðinn 27 ára.
Ólafur lést fimm árum síðar aðeins 32 ára að