Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 58

Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 58
t68 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 Nú eru tiiboðsdagar í Soldis. Silkitré, auk blómapotta, kerta og fallegrar gjafavöru eru með 10- 40% afslætti þessa viku. Soldis er sérverslun með silkitré. Tré sem líta út eins og raunverulegar plöntur, eru sígræn og alltaf jafn falleg en þurfa hvorki vatn né aðra umhyggju. Þú getur valið um margar tegundir trjáa í öllum stærðum og verðflokkum. Komdu í verslunina í Kirkjuhvoli (við Dómkirkjuna) og líttu á úrvalið. Opið mán.-fös. kl. 12-18 lau. kl. 11-14 Sími 551 2040 MORG.UNBLAÐIÐ Al Hirschfeld hefur teiknað stjörnurnar í 70 ár Colleen kannaðist ekki við eigin kjálka AL HIRSCHFELD hefur unnið í myrkrinu lengur en hann kærir sig um að rifja upp, en núna þegar hann er orðinn 95 ára segist hann loksins vera orðinn góður í sínu fagi. Hirschfeld, sem lítur út eins og bandaríski jólasveinninn með sitt síða, hvíta skegg, er mesti grín- teiknari bandarísks leikhúss. Enginn hefur náð opineygðum undrunarsvip Carol Channing eða reiðisvip Zero Mustel á sviðinu á sama hátt og Hirschfeld. Hann byrjar alltaf teikningar sínar í dimmu leikhúsinu á æfingum sýn- ingarinnar, og fullgerir þær síðan í vinnustofu sinni með svörtu bleki. „Þegar ég kem með frumdrögin úr leikhúsinu líta þau út eins og lauslegur uppdráttur sem ég síðan fínpússa og breyti í Iínur og myndir. Aðalatriðið er að teikningin líkist leikaranum sem ég er að fást við í hvert skipti. En ég þarf að stroka út heilmikið áður en ég get byrjað að nota blekið í myndina. Þetta er ekki snyrtilegt ferli,“ segir Hirschfeld. Núna í vikunni var sýndur þáttur um Hirschfeld í þáttaröðinni Amer- ican Masters á opinberu bandarísku sjónvarpsstöðinni (PBS) og nefndist hann Línukóngurinn. Einnig var að koma út nýtt safn af teikningum hans hjá Applause Books sem heitir „Hirschfeld on Line“. Leitin að Ninu I hverri viku í sjötíu ár hefur New York Times birt teikningar Hirschfeld, en sumar þeirra hafa fengið leikkonur til að fella tár en þeir sem gaman hafa af þrautum leggja sig í líma að finna orðið „Nina“ falið einhvers staðar í teikn- ingunum, en Nina er nafn dóttur Hirschfeld og teiknarinn hefur gert sér það að vörumerki sínu að hafa nafn hennar ávallt faiið einhvers staðar í myndun- um. Síðan gefur hann les- endum vísbendingar um hvar næsta „Nina“ verði fal- in því við hlið undirskriftar hans er tala sem gefur til kynna hversu oft nafnið kem- ur fyrir í myndinni. „Leitin að Ninu er orðin þjóðargeðveiki," sagði Hirschfeld hálffýlulega í við- talinu sem var í sjónvarps- þættinum American Masters á dögunum. „Ritstjóri Times hafði eitt sinn samband við mig og trúði mér fyrir því að sér hefði verið tjáð að nafnið kæmi stundum oftar en einu sinni fyr- ir í hverri mynd og hvort ég gæti ekki gefið fjöldann til kynna með einhverjum hætti. Ég náttúru- lega gerði það sem ég var beðinn um.“ Líklega var það minna mál fyrir Hirschfeld að verða við bón rit- stjórans heldur en fyrír þá 100 flugmenn sem tóku þátt í tilraun á vegum varnarmálaráðuneytisins. Þeir höfðu aðeins 20 sekúndur til að finna Ninu-orðin í einni mynda hans sem varpað hafði verið á stóran skjá. „Þessi tilraun átti víst að þjálfa þá íyrir sprengjuárásir. Und- ur þessa heims eru óendanleg. Þessi sérviska mín með Ninu hófst á sak- leysislegan hátt en hefur undið upp á sig. Ég gerði eitt sinn þau mistök að setja nafnið Liza í eina myndina, en hún er dóttir vinar míns og átti afmæli. Stuttu síðar skrifaði dálka- höfundurinn Walter Winchell að ég og kona mín ættum von á öðru barni.“ Hirschfeld segist ekki hafa hug- mynd um hversu margar myndirn- ar hans eru orðnar frá því að hann hóf að teikna í leikhúsinu á þriðja JOEL Grey og Liza Minelli úr kvikmyndinni Cabaret. AL Hirschfeld í vinnustofu sinni. , *,ien eins og U" komu Hirseui . Annie Hatt. áratug aldarinnar. En hann veit þó að þær eru orðnar nokkuð margar. Vinnudagur rithöfundar „Ég hitti W. Somerset Maugham fyrir mörgum árum og ég spurði hann hvernig hann háttaði vinnu- degi sínum. Hann sagði mér að hann færi á fætur á milli kl. níu og tíu á morgnana, fengi sér morgun- mat, færi síðan í bæinn og fengi sér rakstur, af því hann lærði aldrei að raka sig sjálfur. Síðan kæmi hann heim, fengi sér hádegismat, legði sig eftir matinn og vaknaði síðan og skemmti gestum,“ segir Hirschfeld. Hann bætir því við að sjálfur vinni hann tæpa tvo tíma daglega alla daga ársins og vinnan hlaðist upp. „í upphafi ferils míns hélt fólk að ég reyndi að láta það líta illa út, en það hefur aldrei verið ætlun mín. En eftir að ég varð þekktur er hverri teikn- ingu frá mér tekið með lófataki og hún talin tákna að sá leikari, eða sú leikkona sé nú komin í hóp fræga fólks- ins.“ Reyndar viðurkennir hann að hann hafi jú orðið betri skopteiknari með ár- unum. „A sjötíu árum væri ekki annað hægt, nema maður væri algjör auli,“ segir hann. „Þetta er spurningin um aga og skilning og það að geta beðið eftir því að myndin geri sig, sem getur gerst á einu augnabliki. Hann bætir því við að Colleen Dewhurst hafi aldrei vitað að hún hefði kjálka fyrr en hann teiknaði hana. Margo Feiden, sem rekur gallerí á Madison Avenue á Manhattan, hefur einbeitt sér að teikningum Hirschfeld. Hún segir að teikningar hans hafi sífellt orðið betri með árunum, línurnar þynnri og hreinari. „Hepburn sagði að hún hefði vitað að nú væri hún orðin fræg eftir að Hirschfeld teikn- aði hana. En þegar hann teiknaði mynd af mér læsti ég hana inni í skáp í þrjár vikur vegna þess að hann teiknaði mig með svo langan háls. í dag er ég ákaflega hreykin af myndinni því ég uppgötvaði að með þessum langa hálsi var Hirschfeld að segja mér að ég bæri höfuðið hátt, væri stolt,“ segir Feiden. Hún segir að mjög margir biðli til Hirschfeld um að teikna þá, eða ást- vini þeirra, sem tákn um að þeir hafi einnig barist í gegnum andlits- lausan múginn og orðið frægir. FÓLK í FRÉTTUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.