Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kúreki
í Kúbudeilu
Myrkir músíkdagar
Sigrún og
Snorri Sig-
fús leika ís-
lensk verk
SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðlu-
leikari og Snorri Sigfús Birgis-
son píanóleikari leika saman á
öðrum tónleikum Myrki-a
músíkdaga í Salnum í Tónlist-
arhúsi Kópavogs á mánu-
dagskvöld kl. 20.30.
A efnisskránni eru verk eftir
sex íslensk tónskáld. Fyrst er
Ceciliana eftir Misti Þorkels-
dóttur, þá verður frumflutt
verk Þórðar Magnússonar,
Trois Piéces, og einnig er um
frumflutning að ræða á verki
Finns Torfa Stefánssonar, sem
nefnist Þættir ‘98. Eftir hlé
verður leikið verk Atla Heimis
Sveinssonar, THOR: 1985-08-
12, þá verður frumflutt Mó-
netta eftir Kjartan Olafsson og
að lokum G-svíta eftir Þorkel
Sigurbjömsson.
ERLEJVDAR
REKUR
Spennusaga
„CUBA LIBRE“
eftir Elmore Leonard. Penguin-
útgáfan 1998. 343 síður.
ÓHÆTT er að segja að banda-
ríski rithöfundurinn Elmore Leon-
ard sé einn af vinsælustu krimma-
höfundum í heiminum. Hann er
kominn vel á áttræðisaldurinn og
hefur sent frá sér fjölda bóka frá
því hann gerði krimmaskrifin að
aðalstarfi sínu á sjöunda áratugn-
um. Bækur hans hafa alltaf þótt
gott kvikmyndaefni, en það er ekki
fyrr en núna á seinustu árum sem
kvikmyndagerðarmönnum hefur
tekist sæmilega að filma sögurnar
hans og ber sérstaklega að nefna í
því sambandi Náið þeim stutta eða
„Get Shorty" og Úr augsýn eða
„Out of Sight“. Flestar gerast sögur
Leonards í samtímanum og segja
frá lífi og örlögum smákrimma og
því kemur nokkuð á óvart að
nýjasta sagan hans, „Cuba Libre“,
er kom út í vasabroti hjá Penguin-
útgáfunni fyrir skemmstu, gerist
um síðustu aldamót á Kúbu um það
bil sem Bandaríkjamenn heyja þar
blóðuga styrjöld við Spánverja.
Frjáls Kúba
En þótt sögusviðið sé kannski
óvenjulegt frá hendi Leonards í
„Cuba Libre“ eru persónur hans
ekki svo frábrugðnar þeim sem
finna má í samtímasögunum.
Höfundurinn er einstaklega fær í
því að fjalla um lánlausa
smákrimma, ofbeldisfulla ribbalda,
svikahrappa og ótæti ýmisleg í
bland við undarleg ráðabrugg sem
öll tengjast peningagi-æðgi, á þann
hátt að vekur bæði kátínu og
nokkra spennu. Því er einmitt svo
farið í nýjustu sögunni, þótt kannski
megi greina í henni alvarlegri tón
en oft áður vegna sögutímans og
sögusviðsins. Leonard virðist hafa
kynnt sér talsvert staðhætti og
væringar á Kúbu um síðustu
aldamót og lýsir þeim af trúverðug-
leika auk þess sem hið mjög svo
sérstaka samband á milli Kúbu og
Bandaríkjanna á síðari hluta þess-
arar aldar spilar auðvitað inn í sög-
una þannig að hún verður í raun
ekki svo fjarri í tíma.
„Cuba Libre“ hefst á því að band-
aríska herskipinu Maine er sökkt í
höfninni í Havana og lýkur um það
bil sem Teddy Roosevelt vinnur sig-
ur á Spánverjunum og segir frá
aumum kúreka úr bandaríska vestr-
inu sem þvælist í ýmsar hættur.
Hann er kominn til landsins að selja
auðmanni hross en lendir í útistöð-
um við hermenn á staðnum og áður
en hann veit af er hann lentur í
fangelsisholu. En hann er ekki öll-
um gleymdur. Þokkadís nokkur,
ástmær auðmannsins, sér aumur á
einmana kúreka úr vestrinu og sér
einnig möguleika á að nota hann í
ráðabrugg gegn karlinum sínum
sem snertir 40.000 dollara úttekt af
reikningi hans. En þeir eru fleiri
sem sækjast eftir þessum litla fjár-
sjóði og ekki allir eins fallegir og
þokkadísin.
Ævintýrasaga
„Cuba Libre“ er ekta ævintýra-
saga sögð með látlausum húmor og
þeirri fölskvalausu frásagnargleði
sem einkennir allar sögur Leon-
ards. Kúrekinn, Ben Tyler, er hin
dæmigerða söguhetja höfundarins,
réttsýnn bæði og heiðarlegur inn
við beinið jafnvel þótt hann sé
þekktur sem bankarænjngi í heima-
landi sínu og má í rauninni ekkert
aumt sjá án þess að grípa til að-
gerða. Hann er auðvitað veikur fyr-
ir fallegum konum og þær reyndar
ekki síður fyrir honum og veikur
fyrir réttum málstað þótt fyrst og
fremst hugsi hann um sína eigin
hagsmuni.
Aðrar persónur eru ekki síður
dregnar skýrum en einföldum
dráttum. Leonard virðist aldrei
eyða orði í óþarfa og bera per-
sónulýsingar og samtöl þess eink-
um merki. Ferðalagið til Kúbu um
aldamótin virkar sem ágætis
nýbreytni frá hendi hins sískrif-
andi Leonards og er prýðileg
afþreying.
Arnaldur Indriðason
KVDLDl
KOFAVOGS^
NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 1999
TUNGUMÁL
11 vikna námskeið
22 kennslustundir
Kennt er í byrjenda-,
framhalds- og
taiæfingaflokkum
ENSKA
Enska I
Enska I frh
Enska II
Enska II frh
Enska IV frh
Tal- og leshópur
DANSKA
Danska I - II
Tal- og leshópur
NORSKA
Norska I - II
Tal- og leshópur
SÆNSKA
Sænska I - II
Sænska III
FRANSKA
Franska I
Franska I frh.
Franska III
ÍTALSKA
ítalska I
ítalska frh
SPÆNSKA
Spænska I
Spænska I frh
Tal- og leshópur
ÞÝSKA
Þýska I
Þýska I frh.
Tal- og leshópur
KATALÓNSKA
ÍSLENSKA
íyrir útlendinga
Byrjendur
Framhald
11 vikna námskeið
22 kennslustundir
BÓKBAND
10 vikna námskeið
40 kennslustundir
GLERLIST
10 vikna námskeið
40 kennslustundir
KÖRFUGERÐ
1 viku námskeið
10 kennslustundir
LEIRMÓTUN
6 vikna námskeið
25 kennslustundir
SKRAUTRITUN I
9 vikna námskeið
18 kennslustundir
LJÓSMYNDATAKA
3 vikna námskeið
9 kennslustundir
FRAMKÖLLUN OG
STÆKKANIR
2 vikna námskeið
16 kennslustundir
SILFURSMÍÐI
(skartgripagerð)
9 vikna námskeið
36 kennslustundir
TRÉSMÍÐI
9 vikna námskeið
36 kennslustundir
TRÖLLADEIG
4 vikna námskeið
16 kennslustundir
ÚTSKURÐUR
9 vikna námskeið
36 kennslustundir
VATNSLITAMÁLUN
8 vikna námskeið
32 kennslustundir
VIDEOTAKA
1 viku námskeið
14 kennslustundir
BÚTASAUMUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
BÚTASAUMSTEPPI
4 vikna námskeið
18 kennslustundir
FATASAUMUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
KÁNTRÝ - FÖNDUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
BÓKHALD
smærri fyrirtækja
4 vikna námskeið
24 kennslustundir
VÉLRITUN
9 vikna námskeið
18 kennslustundir
RÉTTRITUN OG
MÁLFRÆÐI
8 vikna námskeið
16 kennslustundir
Tölvunámskeið:
WORD og WINDOWS
fyrir byrjendur
4 vikna námskeið
20 kennslustundir
WORD II
3 vikna námskeið
20 kennslustundir
EXCEL
fyrir byijendur
3 vikna námskeið
20 kennslustundir
INTERNETIÐ OG
TÖLVUPÓSTUR
1 viku námskeið
8 kennslustundir
POWER POINT
1 viku námskeið
8 kennslustundir
GÓMSÆTIR
bauna-, pasta- og
grænmetisréttir
3 vikna námskeið
12 kennslustundir
FITUSNAUTT
GRÆNMETISFÆÐI
3 vikna námskeið
12 kennslustundir
FRÖNSK MATARGERÐ
2 vikna námskeið
8 kennslustundir
ÍTÖLSK MATARGERÐ
2 vikna námskeið
8 kennslustundir
HÖNNUN Á ELDHÚSI
OG BAÐI
LITUR OG LÝSING
2 vikna námskeið
12 kennslustundir
GÖNGUFERÐIR f
ÓBYGGÐUM
2 vikna námskeið
8 kennslustundir
HEIMILISGARÐURINN
2 vikna námskeið *
8 kennslustundir
TRJÁKLIPPINGAR
1 viku námskeið
6 kennslustundir
Starfsmcnntunarsjóðir ýmissa stcttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs,
t.d. BSRB, BHMR, Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag, VR og Starfsmannafélag Kópavogs.
Kennsla hefst 25. janúar.
Innritun og ttpplýsingar um námskeiðin 11.- 21.janúar kl. 17-21
í símum 564 1507, 564 1527 og 554 4391 og á skrifstofú Kvöldskólans í Snælandsskóla.
Skál fyrir
hinum dauðu!
KVIKMYNDIR
Háskólabfó
VOLEUR DE VIE
irk
Leikstj: Yves Angelo. Handrit: Yves
Angelo og Nancy Huston eftir
Tímaþjófnum, bók Steinunnar Sig-
urðardóttur. Aðalhlutverk: Sandrine
Bonnaire, Émanuelle Béart, André
Dussolier, Éric Ruf og Vahina
Giocarde. Film par film 1998.
ÉG bjóst fastlega við að þegar ís-
lensk bókmenntaverk og franskar
kvikmyndir myndu samræmast að
þar yrði allt barmafullt af ljóðrænu
og tilgerð. En svo reyndist ekki við
áhorf Tímaþjófsins og mikið varð
ég glöð. Reyndar er myndatakan
afskaplega falleg og ljóðræn, sem
er mjög jákvætt, og einnig vottaði
fyrir tilgerðarlegum samtölum, en
þau er nú einu sinni einkenni
franskra mynda, svo ekki má svipta
þær þeim alveg.
Myndina út í gegn er leikið með
lífið og dauðann. Þar segir frá
systrunum Öldu og Olgu sem búa
ásamt Siggu, dóttur Olgu, í af-
skekktu stóru húsi sem tilheyrt
hefur fjölskyldunni kynslóðum
saman og er í miðjum kirkjugarði.
Alda elskar alla karlmenn og er
tákn lífsins, á meðan Olga er mun
hlédrægari og lokuð. Hún á að vera
dauðinn. Þetta gengur kvikmyndin
að mestu út á og söguþráður sem
slíkur er ekki sérlega sterkur né
áberandi.
Bæði Olga og Alda eru mjög
flóknar persónur. Sandrine
Bonnaire leikur Olgu sérstaklega
vel, en hún hefur lengi verið í upp-
áhaldi hjá frönskum kvik-
myndaunnendum. Émanuelle Bé-
art leikur Öldu ekki af jafnmiklu
næmi, en er þó sannfærandi. Ég
veit reyndar ekki hvað höfundarnir
voru að hugsa en mér finnst Alda
mjög köld og fráhrindandi persóna,
sem virðist ekki taka sérlega nærri
sér þegar elskhugi hennar fremur
sjálfsmorð. Það var bara að finna
næsta fórnarlamb. Að nota fólk og
hafa tilfínningar þeirra að háði og
spotti finnst mér ekki vera að lifa.
Frekar að drepa. Olga finnst mér
mun meira lifandi manneskja með
allar þær góðu og slæmu tilfinning-
ar sem hún burðast með í gegnum
lífið. Það er nú einu sinni það sem
skilur að hina dauðu og lifandi; að
finna til.
Útlit myndarinnar er allt mjög
flott. Litirnir kannski full daufir,
þótt kvikmyndatakan sé falleg. Mér
sýnist myndin tekin á Bretaníu-
skaga, og margt þar ekki ólíkt Is-
landi, og því skemmtilega viðeig-
andi í þessari mynd. Það var líka
býsna skondið að heyra þessar
frönsku persónur heita íslenskum
nöfnum eins og Alda og Steindór.
Það er margt vel gert í þessari
frekar furðulegu, og hálf tilgangs-
lausu mynd. Ég get ekki sagt að ég
hafi komið reynslunni ríkari út af
henni. Bara siðferðislega rugluð í
ríminu.
Hildur Loftsdóttir
Dagskrá um Brúðu-
heimili Ibsens
í LISTAKLÚBBI Leikhús-
kjallarans verður haldin dagskrá
í tengslum við sýningu Þjóðleik-
hússins á Brúðuheimili Ibsens
mánudagskvöldið 11. janúar kl.
20.30.
Umsjón með dagskránni hefur
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, sem
flytur inngang um verkið. Leikin
verða atriði úr sýningunni og
dagskránni lýkur með umræðum
gesta og aðstandenda sýningar-
innar um verkið og leiksýningu
Þjóðleikhússins.
Leikstjóri Brúðuheimilis er
Stefán Baldursson, leikmynd
gerði Þórunn Sigríður Þorgiíms-
dóttir, en hún gerði einnig bún-
inga ásamt Margréti Sigurðar-
dóttur, og lýsingu hannaði Bjöm
B. Guðmundsson. Sveinn Einars-
son þýddi. Með hlutverk Nóru og
Þorvaldar Helmers fara þau Elva
Ósk Ólafsdóttir og Baltasar Kor-
mákur. Aðrir leikendur í sýning-
unni eru Þröstur Leó Gunnars-
son, Edda Heiðrún Backman,
Pálmi Gestsson, Margrét Guð-
mundsdóttir og Halldóra Björns-
dóttir.