Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 51 I DAG BRIDS I iiis íon (iiMlmundiir I’áll Arnarsun VESTUR opnar á hindrun í hjarta og kemur svo út með hjartatíuna (þriðja frá brot- inni röð) gegn þremur gröndum suðurs: Vestur gefur; allh- á hættu. Noröur ♦ DG54 ¥ - ♦ G62 ♦ Á107653 Suður AK3 ¥ KD84 ♦ ÁKD7 *G92 Vestur Norður Auslur 3 hjörtu Pass Pass Suður 3grönd Þessi þraut er komin frá Skotanum Hugh Kelsey, en þrautir hans eru yfirleitt í þyngri kantinum og ekki er legan alltaf góð! Kelsey kemm- lesandanum af stað: laufi er hent úr borði og drepið á hjartakóng. En hvað svo? Sagnhafi nær ekki nema átta slögum með því að fara í spaðann, svo það virðist sem hann þurfi að sækja laufið. En það getur orðið vandasamt ef austur hggur með hjónin þriðju í bak- hendinni. Útspjl vesturs er greinilega frá ÁG10, svo þar á vörnin tvo slagi og annan á spaðaás, og því má ekki gefa tvo á lauf. Segjum að sagnhafi spih strax laufi og lendi í þessari legu: Norður * DG54 ¥ - * G62 * Á107653 Austur Vestur * 1072 ¥ ÁG109752 ♦ 95 *4 * A986 ¥ 63 * 10843 * KD8 Suður *K3 ¥ KD84 ♦ ÁKD7 + G92 Austur drepur og spilar spaða! Austur veit að sagn- hafi á fjórlit í hjarta og sér því ekki tilgang i því að spila hjartanu strax. En eft- ir þessa byrjun er spilið óvinnandi. Lausnin er fólgin í því að spila smáu hjarta til baka strax í öðrum slag! Ef vest- ur tekur tvo slagi á hjarta fær sagnhafi annan slag á htinn og getur þá sótt sér tvo á spaða. Og taki vestur ekki hinn hjartaslaginn sinn getur sagnhafi fríað laufíð í rólegheitum, því sambandið í hjartalitnum er rofið. Það er of seint að rjúfa sambandið í hjartahtnum ef sagnhafi byrjar á laufinu, því vestur mætir því með því að sækja spaðann á móti og vörnin fær þá tvo slagi spaða. Arnað heilla OáAÁRA afmæli. í dag, O V/sunnudaginn 10. jan- úar, verður áttræð Sigrún I. Sigurþórsdóttir frá Eiðum. Hún tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Háteigs- kirkju, Háteigsvegi, Reykjavík, í dag á milli kl. 15 og 18. f* /AÁRA afmæli. Á morg- OUun, mánudaginn 11. janúar, verður sextugur Ár- mann Pétursson, verkefna- stjóri Almannavarna Reykjavíkur, Eyjabakka 24, Reykjavik. Eiginkona hans er Kristín Dagbjartsdóttir. Þau eru stödd erlendis. fT /\ÁRA afmæli. Á tlVfmorgun, mánudaginn 11. janúar, verður fimmtug Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri, Brekkubæ 39, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Kristján Már Sig- urjónsson. Þau taka á móti gestum í Listasafni Ás- mundar Sveinssonar við Sigtún, á mihi kl. 17-19 á af- mælisdaginn. pT/\ÁRA afmæii. í dag, O Usunnudaginn 10. janú- ar, er fimmtugur Valtýr Þór Hreiðarsson, Mánahlíð 12, Akureyri. Hann og kona hans, Katrín Jónsdóttir, eru að heiman á afrnæhsdaginn. HOGNI HREKKVISI // 446iorhjolifr hans ifóré t>en£jj%lauzt." ORÐABÓKIN Þriðjungur - fjórðungur í pisth 20. des. sl. var vik- ið að klukkunni og nokkrum orðum í sam- bandi við hana, sem ég hafði tekið eftir í Ríkdsút- varpinu og komu mér, Sunnlendingnum, allmjög á óvart. Þá sagði ég um orðið stundartjórðungur, sem hefur heyrzt notað fyrir no. korter, þegar verið er að kynna klukk- una, að ég byggist ekki við, að þeir væru margir, sem svo segðu. Nú verð ég að taka orð mín aftur að einhverju leyti, a.m.k. gagnvart Eyfirðingum. Aðalsteinn Sigurðsson fískifræðingur, sem ætt- aður er úr Sölvadal, segir mér, að amma sín og raunar flestir þar um slóðir hafi talað um fjórð- ung, en ekki korter. Var þeim þetta eiginlegt mál og það svo, að honum hafi komið ókunnuglega að heyra no. korter, þegar hann kom í aðra staði. Þá var einnig algengt að segja sem svo, að klukk- an væri þriðjung gengin í þrjú eða vantaði þriðjung í þrjú. I Islensku máh Gísla Jónssonar frá 30. des. sl. kemur einnig fram, að honum er þetta tamt mál úr Svarfaðar- dal, þvi hann þakkar Rík- isútvarpinu fjW að segja „klukkuna vantar Qórð- ung í sjö“ og getur þess um leið, að „svo talaði amma mín, f. 1869“. Sjálf- sagt er að hafa það, sem sannara reynist, og vissu- lega eru þessi orð góð og gild og hafa skemmti- legra yfirbragð en korterið. En hvað segja annars aðrir lesendur á Norðurlandi um þessi orð? - J.A.J. STJÖRMJSPA eftir Erances llrake STEINGEIT AfmæUsbarn dagsins: Þú ert hreinskilinn oggefur þig allan í það sem þú tek- ur þér fyrir hendur. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Það er nauðsynlegt að eiga einhvem til þess að deila með gleði og sorg því það er engum hollt að byrgja allt Naut (20. apríl - 20. maí) Gerðu þér far um að gleðja aðra og láttu það eftir þér hvað svo sem einhverjir kunna að hafa um það að segja því sjálfan þig gleður þú mest. Tvíburar (21. maí - 20. júnf) efn. Öðrum kann að virðast erfítt að fylgja þér eftir og finnast þú segja eitt í dag og annað á morgun. Hafðu þetta í huga og taktu mark á réttlátri gagnrýni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Farðu þér hægt í að velja nýjar leiðir því það er í mörg horn að líta og engin ástæða til breytinga breytinganna vegna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) W Láttu ekki ýmsa smámuni vefjast svo fýrir þér að þú getir ekki sinnt því sem máli skiptir. Láttu aðra um þau verk sem þú þarft ekki að sinna. Meyja (23. ágúst - 22. september) (jfeL Betur sjá augu en auga svo vertu bara þakklátur þegar samstarfsmenn þínir vilja rétta þér hjálparhönd. (23. sept. - 22. október) m Það er stundum erfiðara að standa á sannfæringu sinni en láta berast með straumn- um en þegar upp er staðið hefur sá einn hreinan skjöld sem er trúr sjálfum sér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Dagdraumar geta verið skemmtilegir en best er þó að sinna sínu í raunveruleik- anum og uppskera þar ár- angur erfiðis síns. Bogmaður % ^ (22. nóv. - 21. desember) nT/ Það er margur leyndardóm- urinn sem manninn langar til að fínna. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni. Steingeit (22. des. -19. janúar) <«■? Það er óþarfi að taka alla hluti svo bókstaflega sem heimurinn sé einhuga á móti þér. Líttu á björtu hliðarnar og þá sérðu að margt er f góðu lagi. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Þig langar til að brjótast út úr viðjum vanans. Láttu það eftir þér því að vilji er allt sem þarf til þess að stefna í rétta átt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér er margt til lista lagt og nú er rétti tíminn til þess að velja það sem þig langar til þess að einbeita þér að í framtíðinni. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekfd byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. YOGA HAFNARFIRÐI Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16.45 Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20.00 Leiðbeinandi Sesselja K. Karlsdóttir, kripaluyogakennari, hjúkrunarfræðingur og Phoenix Rising Yoga þerapisti. Upplýsingar og skráning í síma 565 0095. Sundfélagið Ægir SUNDNÁMSKEIÐ fyrir börn 5—8 ára í Breiðholtslaug. Upplýsingar hjá þjálfara á staðnum milli kl. 17 og 19 þriðjudaga og fimmtudaga eða í síma 581 1020. KRAFTGANGAI OSKJUHUÐ Ö • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna Boðið verður uppá þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. Leiðbeinandi Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199 eða 565 8009 á morgun, mánudaginn 11. janúar, frá kl. 9—12 og þriðjudaginn 12. janúar, frá kl. 9—12. NAMSKEIÐ I LISTMEÐFERÐ (MYNDÞERAPÍA) Verklegt námskeið sem veitir raunhæfa æfingu í: að skapa eigin myndir, að skoða eigin tilfinningar og líðan út frá viðkomandi myndum, að miðla af eigin reynslu og deila með öðrum í hópnum, að efla eigin skapandi hugsun, sjálfsþekkingu, sjálfstraust og innsæi. Sérstök kunnátta í myndlist er óþörf. Námskeiðið gæti reynst sérstaklega áhugavert fyrir fólk úr hinum ýmsu stétt- um á menntamála-, heilbrigðismála-, og félagsmálasviðum til að kynnast, í gegnum eigin reynslu, eðli listmeðferðar. Ennfremur getur námskeiðið verið gagnlegur undirbúningur fyrir réttindanám í listmeðferð. Hámarksfiöldi 8 manns. Kennari er Sigríður Björnsdóttir, löggiltur listmeðferðarsérfræðingur og meðlimur í „The British Association of Art Therapists" (BAAT). Innritun og nánari upplýsingar í síma 551 7114 firá kl. 10.00-12.30 næstu daga og flest kvöld vikunnar. BRTDSSKÓLINN (T) (5) Námskeið fyrir byrjendur og spilakvöld í framhaldsílokki hefjast 19. og 21. janúar. Byrjendanámskeiðið verður á fimmtudagskvöldum, 10 skipti, frá kl. 20.00-23.00 og hefst 21. janúar. Framhaldsnámskeiðið verður á þriðjudagskvöldum, einnig 10 skipti, frá kl. 19.30-23.00 og hefst 19 janúar. Byrjendanámskeið: Það geta allir lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að ná tökum á grundvallarreglum Standard-sagnkerfisins. Á byijendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunn- áttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sækir skólann. Láttu slag standa! Framhaldsnámskeið: Að þessu sinni verður námskeiðið sambland af kennslu og spilamennsku. f upphafi hvers kvölds er farið yfir heimaverk- efni, en síðan verða spiluð sérvalin æfingaspil, sem brotin verða til mergjar í lok kvöldsins. Kjörið fyrir þá sem vilja taka stórstígum framförum. VA44. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands íslands, Þönglabakka 1, í Mjódd, þriðju hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.