Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 4

Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 4
4 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/6 -13/6 ►TAL hf. hyggst hefja sím- þjónustu til útlanda fyrir al- menna neytendur fyrir 15. janúar nk. og á gjaldskrá fyrirtækisins að vera að jafn- aði 20% lægri en núgildandi gjaldskrá Landssímans. Gjaldskrá millilandasímtala liefur lækkað að meðaltali um 62%-77% seinustu tíu ár. ►BJÖRK Guðmundsdóttir söngkona hélt tvenna tón- leika í Þjóðleikhúsinu, á þriðjudag og miðvikudag, ásamt íslenskum strengja- oktett og breska tónlistar- manninum Mark Bell. Tón- leikarnir þóttu takast með mikhim ágætum og fögnuðu gestir Björk lengi að þeim loknum. ►ÓFREMDARÁSTAND var í Hagaskóla i liðinni viku vegna ítrekaðra sprenginga á skoteldum innan veggja skólans. Raskaðist skólahald dag hvern frá áramótum vegna þessa. Skólastjóri skólans óskaði eftir því að lögregla stæði vörð í skólan- um á föstudag til að tryggja eðlilegt skólastarf. I fyrra- kvöld var flugeldum skotið að gluggum Hagaskóla og brotnuðu við það tvær rúð- ur. Lögreglan þurfti enn að hafa afskipti af unglingunum í Vesturbænum. ►MIKIL eftirspurn var eftir vinnuafli seinasta ár og er víða orðinn umtalsverður skortur á starfsfólki, ekki síst á sviði hugbúnaðar og tæknimenntunar. Farið er að bera á að íslendingar erlend- is leiti sér starfa hér heima. ►FASTEIGNAFYRIRTÆKI Ð Þyrping, sem er í eigu tjölskyldu Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, hefur keypt Hótel Esju og Hótel Loftleiðir af Flugleiðum hf. Kaupverðið er um 2 miRjarð- ar. Þyrping leigir Flugleið- um hótelin til 15 ára. Veðdeildin býður íbúðalán VEÐDEILD Landsbankans mun bjóða upp á almenn íbúðalán á þessu ári í samvinnu við Ibúðalánasjóð. Lánstími veðdeildarlána bankans verður mjög svipaður því sem fólk þekkir frá tíma Húsnæðisstofnunar og þeirri starfsemi sem veðdeildin hefur annast umsýslu fyrir fram til þesssa. Miðað er við að vextir verði markaðsvextir. Tónlistarhús fyrir fjóra milljarða RÍKISSTJÓRNIN og Reykjavíkur- borg tilkynntu á þriðjudag að þessir aðilar hygðust beita sér fyrir bygg- ingu tónlistarhúss og ráðstefnumið- stöðvar í Reykjavík. Kostnaður er tal- inn geta numið á milli 3,5 og 4 millj- arðar kr. og er talið að mannvirkið verði í fyrsta lagi tilbúið eftir 5 ár. Fyrsta sérhannaða tónlistarhús lands- ins var tekið í notkun í Kópavogi laug- ardaginn 2. janúar. Byggingarkostn- aður þess er talinn nema um 400 millj- ónum króna. Smábátasjómenn geta valið um leiðir SJÁVARÚTVEGSNEFND Alþingis leggur til að smábátasjómenn geti valið milli mismunandi leiða við stjórn físk- veiða. Ágreiningur var í nefndinni og þurfti að fresta fundum Alþingis af þeim sökum, en niðurstaðan varð sú að leyfa trillukörlum að velja um þær leiðir sem um var deilt. Valið stendur á milli dagakerfís og kerfis sem byggir á þorskaflahámarki. Menningarhús á lands- byggðinni RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að styðja byggingu fimm menningarhúsa á landsbyggðinni á næstu árum. Þau verða byggð á Isafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Viðskipti hafin í evrum ELLEFU aðildarþjóðir Evrópusam- bandsins, ESB, tóku um áramótin upp sameiginlegan gjaldmiðil, evruna, og hófust viðskipti með hana á fjármála- mörkuðum á mánudag. Stjómmálamenn og kauphallarfjárfestar í Evrópu og um allan heim fögnuðu tilkomu evrunnar sem sögulegum tímamótum í efnahags- legri samrunaþróun álfunnar. Á alþjóð- legum gjaldeyrismörkuðum hefur hin nýja mynt þegar haslað sér völl sem eft- irsóttur gjaldmiðill og mikið gengissig Bandaríkjadollara gagnvart japanska jeninu í vikunni er m.a. rakið til tilkomu evrunnar. Gengi hlutabréfa í evru-ríkj- um hækkaði strax töluvert. Almenning- ur tók tímamótunum annars með jafnað- argeði, enda rata seðlar og mynt í evrum fyrst í vasa hans árið 2002. í Danmörku og Svíþjóð sýna nýjustu skoðanakann- anir að meirihluti styður aðild að mynt- bandalaginu, en hingað til hafa andstæð- ingar þess verið í meirihluta. Tilhögun réttarhalda yfír Clinton ákveðin ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti á föstudag áætlun um tilhög- un réttarhalda yfir Bill Clinton Banda- ríkjaforseta vegna ákærunnar á hendur honum til embættismissis. Samkvæmt henni er hugsanlegt að vitnum verði stefnt fyrir réttinn en það verður ekki ákveðið endanlega fyrr en undir lok mánaðarins og meirihluti öldungadeild- arinnar þarf að samþykkja vitnastefn- urnar. Verði vitni kölluð fyrir er talið lík- legast að Monica Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlka í Hvíta húsinu, verði þar á meðal. Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Tom Daschle, leið- togi demókrata, sögðust bjartsýnni en áður á að réttarhöldin gætu farið fram án þess að þau einkenndust um of af deil- um milli flokkanna. Gert er ráð fyrir að málflutningur saksóknara, sem eru 13 fulltrúadeildarþingmenn repúblikana, hefjist á fimmtudag. ►VOPNAEFTIRLITSNEFND Sameinuðu þjóðanna í írak (UNSCOM) skiptist á upplýs- ingum við fjórar þjóðir, auk Bandaríkjamanna, um vopna- búr íraka, að því er haft var eftir Scott Ritter, fyrrver- andi starfsmanni nefndarinn- ar, á föstudag. Á miðvikudag neitaði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, fregnum þess efnis að hann hefði und- ir höndum órækar sannanir fyrir því að starfsmenn UNSCOM hefðu stundað njósnir í landinu fyrir hönd Bandaríkjamanna. ►JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, sagði á mið- vikudag að framkvæmda- stjórnin myndi ekki segja af sér ef tilskilinn tveggja þriðju hluta meirihluti næst ekki í atkvæðagreiðslu um van- traust á hana, sem efnt verð- ur til í vikunni í Evrópuþing- inu, jafnvel þótt einfaldur meirihluti styðji tillöguna. Hún er til komin vegna ásak- ana um spillingu sem einkum beinast að tveimur meðlimum framkvæmdastjórnarinnar. ►HARKA er þegar farin að færast í kosningabaráttuna í ísrael, í sömu vikunni og boð- að var til þingkosninga 17. maí nk. Amnon Lipkin- Shahak, fyrrverandi yfirmað- ur ísraelshers, lýsti því yfir á þriðjudag að hann hygðist bjóða sig fram gegn Net- anyahu forsætisráðherra og stofna nýjan miðflokk. ►ÞRÍR serbneskir lögreglu- menn féllu og þrír óbreyttir borgarar særðust í skotbar- daga í suðurhluta Kosovo á föstudag og er óttast að átök- in í héraðinu magnist og nýtt strið blossi upp milli Serba og aðskilnaðarsinnaðra Kosovo-Albana. FRÉTTIR Nýjar íbúðir fatlaðra í fjölbýlishúsi Búseta fatlaðra verði Morgunblaðið/RAX Stuðningur á hálum ís sem eðlilegust LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp hafa fengið afhentar sex félagslegar íbúðir í nýju fjölbýlishúsi á Skúla- götu 46 í Reykjavík. Fimm íbúðanna eru einstaklingsíbúðir sem leigðar verða fötluðum en sú sjötta er þjón- ustuíbúð. „Tilgangur okkar með þessu er að stuðla að bættri búsetu fatlaðra og að búseta þeirra verði sem eðlileg- ust,“ segir Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. „Þetta er hluti af hugmyndafræði þessara samtaka; að stefna að blöndun fatlaðra og ófatl- aðra í sem allra ríkustum mæli.“ Friðrik segir að markmið Þroska- hjálpar sé að fatlaðir, og ekki síst þroskaheftir, hafi möguleika á að búa í eigin íbúðum. „Sambýli hafa oft á tíðum verið þannig að eina einka- rýmið sem menn hafa er í raun og veru svefnherbergi. Síðan þurfa menn að deila eldhúsi, stofu og baði með öðrum. Það að deila eldhúsi með öðrum þýðir til dæmis það líkast til að menn verða einnig að deila matar- smekk með öðrum. Við erum að halda áfram að reyna að þróa þessa búsetu úr stofnunum og líka svolítið frá sambýlunum þar sem hver ein- staklingur hefur í raun og veru ekki fullan sjálfsákvörðunarrétt." Húsnæðið er fjármagnað með lán- um frá Félagsíbúðardeild Húsnæðis- stofnunar ríkisins og með framlagi frá Reykjavíkurborg og Fram- kvæmdasjóði fatlaðra. Leigjendur í félagslegu íbúðunum munu njóta þjónustu frá Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra í Reykjavík og Félags- þjónustu Reykjavíkurborgar. Heildarkostnaður við íbúðimar er um 42 milljónir króna. ÞAÐ er gott að hafa einhvern til að leiða sig þegar fyrstu skrefín eru stigin á hálu svell- inu. Enginn ætti reyndar að fara út á ísinn á Tjörninni nema að athuga fyrst hvort lögreglan telur hann öruggan. I gær var ísinn talinn of þunn- ur til að ráðlegt væri að vera þar á ferð-inni, en líkur þóttu vera á því að hann væri orðinn nógu þykkur í dag. 89,4% íbúa eru í þjóð- kirkjunni ALLS voru 89,4% íbúa á landinu í þjóðkirkjunni 1. desember síðast- liðinn, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Islands. Þá voru 3,6% í fríkirkjum, 3,3% í öðrum skráðum trúfélögum, 1,6% í óskráðum trúfélögum og með ótil- greind trúarbrögð og 2,1% var ut- an trúfélaga. Samtals voru 246.012 í þjóð- kirkjunni. í Fríkirkjunni í Reykjavík voru 4.927 manns, eða 1,8% landsmanna, í Óháða söfnuð- inum 1.895, eða 0,7% og í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði voru 3.185, eða 1,2%. Alls eru 18 önnur trúfé- lög skráð og voru flestir í kaþ- ólsku kirkjunni, eða 3.513, sem eru 1,3% landsmanna. I Hvíta- sunnusöfnuðinum voru 1.349, eða 0,5%, aðventistar voru 723, eða 0,3%, og í fríkirkjunni Veginum var 721, 0,3%, en færri í öðrum trúfélögum og fæstir í baptista- kirkjunni eða 4. GUÐMUNDUR Ragnarsson, formaður Þroskahjálpar, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar, við afliendingu nýrra íbúða samtakanna við Skúlagötu. Formaður LIU um breytmgartillögur sjávarútvegsnefndar Tillit tekið til sér- sjónarmiða útgerða KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að sumar tillögur sjávar- útvegsnefndar um breytingar á regl- um um veiðar smábáta einkennist af því að verið sé að taka tillit til sér- sjónarmiða einstakra nefndarmanna. Þeirra sjónarmið sé að setja fram til- lögur sem taki mið af hagsmunum ákveðinna útgerða sem hafi fjárfest út frá þeirri forsendu að þær gætu áfram veitt án þess að búa við þær takmarkanir sem aðrir búa við. Kristján sagði að með breytingar- tillögum sjávarútvegsnefndar væri verið að búa til þrjú kerfi fyrir smá- bátaflotann, aflamarkskerfi, afla- markskerfi með tiltekinni útfærslu og dagakerfi. Hann sagði að útvegs- menn hefðu alla tíð gert mestar at- hugasemdir við dagakerfi smábáta- sjómanna. Nú ætti að gera þessa daga framseljanlega. Utvegsmenn hefðu á síðasta fundi sjávarútvegs- nefndar spurt hvort fyrh-hugað væri að smábátasjómenn gætu framselt alla daga sem þeir fengju úthlutað án þess að fara nokkurn tímann á sjó, en við því hefðu ekki fengist skýr svör. Ekki tekið tillit til stærðar báta Kristján sagði einnig óeðlilegt að ekkert tillit væri tekið til stærðar eða ganghraða smábáta við úthlutun sóknardaga. Kristján sagði greinilegt að í til- lögum sjávarútvegsnefndar væri tekið tillit til sérsjónarmiða ein- stakra nefndarmanna sem leituðust við að búa til reglur sem hentuðu ákveðnum útgerðum sem hefðu fjár- fest út frá þeirri forsendu að þær fengju áfram að spila frítt. Þarna væri því ekki verið að gæta al- mennra sjónarmiða heldur sérsjón- armiða. Áfram ætti að gæta sérsjón- armiða varðandi þann hluta smá- bátaflotans sem hefði verið á þorskaflahámarki en fengið að stunda frjálsar veiðar á öðrum teg- undum. Þetta fyrirkomulag væri auðvitað óviðunandi fyrir aðra hluta flotans sem byggju við takmarkaðar veiðai-. Kristján sagði greinilegt að mikilli orku hefði verið varið til að sníða regl- ur fyrir lítinn hluta smábátaflotans. Þessi hluti flotans skipti takmörkuðu máli í heildarveiðinni en hann hefði hins vegar verið mjög fyrirferðamikill í umræðu um stjóm veiðanna. Kristján sagði að LÍÚ hefði alla tíð haft vantrú á öllum jöfnunarpottum vai’ðandi úthlutun veiðiheimilda. Hann sagði hins vegar að úr því að á annað borð var verið að fara út á þessa braut fagnaði hann því að tekið hefði verið tillit til tillagna LÍÚ um að bátar upp að 200 tonnum að stærð yrðu með í pottinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.