Morgunblaðið - 10.01.1999, Page 55

Morgunblaðið - 10.01.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 55- FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Myndbönd Auður og völd Tilboðið (The Proposition)_________ Drama ★y2 Framleiðsla: Ted Field, Diane Nab- atoff og Scott Kroopf. Handrit og leikstjórn: Lesli Linka Glatter. Kvik- myndataka: Peter Sova. Tónlist: Stephen Endelman. Aðalhlutverk: Kenneth Brannagli, Madeleine Stowe, William Hurt og Robert Loggia. 114 múi. Bandarísk. Háskólabíd, desem- ber 1998. Bönnuð innan 12 ára. A f PROrÖSITION MIKILL stjörnufans er saman kominn í þessari dramatísku mynd um kynlíf, tryggð, trú, ást, ætterni og vináttu. Ágætur leikur nægir þó alls ekki til að bjarga bjálfalegri sögunni. Tilgerð er hugtak sem nær ágætlega að lýsa þessari þreyt- andi vitleysu. Efniviðurinn gæti e.t.v. hentað betur _______________ í skáldsögu, þar sem hægt væri að stoppa í stærstu götin með ýtarlegri persónusköpun. En þótt þær geti ver- ið dálítið fyndnar á köflum þá eru vit- leysumar í frásögninni svo slæmar að þær hljóta að draga myndina niður. Sem dæmi má nefna að presturinn sem Brannagh leikur er sögumaður í myndinni og tilgangurinn með frá- sögn hans er að segja lögfræðingi, persónu Loggia, frá viðburðaríkri fjölskyldusögu. Presturinn segir m.a. frá því hvað lögfræðingurinn var að hugsa þegar hann hitti persónur sög- unnar, löngu áður en hann svo mikið sem hitti fólkið sjálfur. Og alltaf er lögfræðingurinn jafn hissa og forvit- inn. En útlit myndarinnar er óneitan- lega glæsilegt og hlutverkaskipanin sömuleiðis, sem nægir til að halda henni frá botni pyttsins. Guðmundur Ásgeirsson Eftirminnilegt símtal (A Call to Remember) ★★1/2 Fjallað af næmi, reynslu og innsæi um fólk sem glímir við tilveruna eftir að hafa lifað af hörmungar. Gott drama en léleg afþreying. Bófar (Hoodlums) ★★1/2 Gamaldags bófamynd um átök glæpa- gengja í New York. Sagan kunnugleg eins og nöfn bófaforingjanna en helst til þunglamaleg. Harður árekstur (Deep Impact) ★★★ Sú betri af tveimur myndum um loft- stein sem grandar lífi á jörðinni. Góð- ur leikur og leikstjórn og laus við röð formúlukenndra hetjudáða. U-beygja (U-Turn) ★★★1/2 Vægðarlaus spennumynd sem byggir á þræði og minnum úr „Film Noir“- hefðinni og Oliver Stone bindur inn í glæsiiega stílheild. Hálfbakaður (Half Baked) ★★1/2 Sprenghlægileg vitleysa sem fjallar um marjúana og kemur vh'kilega á óvart. Kundun ★★★ Nýjasta mynd bandaríska meistarans Martin Scorsese um sögu Dalai Lama og Tíbet frá 1937-1959. Ákaflega vönd- uð, löng og alvarleg úttekt á sögu fram- andi þjóðar og menningar. „U.S. Marshals" ★★1/2 Algjör formúlumynd en gott dæmi um hvernig slíkar myndir geta heppnast. Tommy Lee Jones er frá- bær að vanda, mikill hasar og mikil læti. Hinn mikli Lebowski (The Big Le- bowski) ★★★■/> Bráðíyndin og vel gerð gamanmynd frá Coen-bræðrum sem einkennist af hugmyndaauðgi og einstakri næmni fyrir sérbrigðum mannlífsins. Farðu núna (Go Now) ★★★ Áhrifaríkt breskt drama sem sviðsett er í verkamannabænum Bristol. Leik- stjórinn Winterbottom gefur mynd- inni ferskt og óvenjulegt yfirbragð. Endurskin (Afterglow) ★★★ Fáguð mynd um öngstræti ástarsam- banda prýdd merkingarhlöðnum og margræðum samtölum. Julie Christie og Nick Nolte eru hreinasta afbragð. Söngdísirnar (Heroines) ★★1/2 Kraftmikil tónlistarmynd sem fjallar á dramatískan hátt um frægð, vináttu og mannkosti. Skemmtileg tilbreyt- ing, einkum fyiir yngiá kynslóðina. Þveröfugt við kynlíf (The Opposite of Sex) ★★★ Áhugaverð og vel leikin kvikmynd sem byggir á vönduðu handriti, þar sem sjálfsvísandi fi’ásagnarhætti er beitt á einkar hugmyndaiíkan máta. í garði góðs og ills (Midnight in the Garden og Good and Evil) ★★‘A Að mörgu leyti framúrskarandi kvik- mynd sem miðlar töfrum Suðurríkj- anna. Líður fyrir gríðarlegt umfang skáldsögunnar sem hún er byggð á. Á niðurleið (Down Time) ★★1/2 Bresk hasarmynd að bandarískri fyiir- mynd þar sem ferskt sjónarhom á Hollywoodlummur nýtur sín vel. Dreymi þig með fiskum (Dream with the Fishes) ★★★'/: Ovenjuleg og heillandi kvikmynd um stórar spurningar. Skemmtileg þrátt fyrir alvarlegt viðfangsefni, skrifuð og leikin af innsæi og væntumþykju. Washingtontorg (Washington Square) ★★★ Óvenju góð lÁúkmyndaútgáfa skáld- sögu Henry James í höndum einvala liðs fagmanna undfr stjórn úrvals leik- stjóra. Minnfr á andrúmsloftið í „The Age of Innocence" en sagan er betri. Hækkandi hiti (Mercury Rising) ★ ★’/2 Bruce Willis er finn sem enn einn sterki, þögli harðjaxlinn. Margir góðir sprettir, en myndin líður nokkuð fyrh- klisjukennda tilfinningasemi. Guðmundur Ásgeirsson, Heiða Jóhannsdóttir og Ottó Geir Borg. Reykjavíkur Allir kennarar eru sérstaklega þjólfaðir í kennslu og hafa mikla reynslu. Viðurkenndir af Karatesambandi Islands. Meðlimir í INTERNATIONAL OKINAWAN GOJU-RYU KARATE-DO FEDERATION Yfirþjálfari: Sensei George Andrews, 6. dan K.F.R. er aðili að Karatesambandi íslands og Í.S.Í. Karatefélag Stofnað 1973 Sundlaugarhúsinu Laugardal Innritun hafin í síma: 553-5025 ATH. Byrjenda- námskeið hefjast 11. janúar Frítt fyrir félagsmenn í sund eftir æfingar. i.o. g.k.f- Karate. öflug sjálfsvörn, íþrótt og vi&horf. • Karate byggir upp mikinn líkamsstyrk, lipurð og andlegt jafnvægi. Æfóu Karate byggðu upp sjálfsöryggi og sjálfsaga. • Karate er hægt að stunda sem keppnisíþrótt. STUND hamingjunnar í myndi„ni „Washington Square“. Ódýrt bensín ► Snorrabraut ► Fjarðarkaup ► Arnarsmári í Reykjavík í Hafnarfirði í Kópavogi ► Starengi Holtanesti ► Brúartorg í Grafarvogi \ Hafnarfirði í Borgarnesi Opið allan sólarhringinn Os ódýrt bensín Sun^ið í hljóðiiema undir leiðsö^i i’asýneitnfaðra kennara. Mikil áhersla lö^ð á söngjtækni túlkun. Byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir: io-ii ára 17-19 ára 12-13 ára 20áraogeldri 14-16 ára EINKATÍMAR Tónleikar í lok hvers námskeiðs. Geisladiskur með afrakstri hvers hóps! Kennsla hefst 18. janúar. Innritun t síma 861-6722 Engjateig II (við hliðina á Listhúsinu) 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.