Morgunblaðið - 10.01.1999, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VÍÐIR ÓLI
GUÐMUNDSSON
+ Víðir Óli Guð-
mundsson fædd-
ist á Siglufirði hinn
7. mars 1974. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 2. janúar
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 8.
janúar.
Okkur langar að
minnast hans Víðis Óla
frænda okkar með
nokkrum orðum.
Pað eru margar
minningamai’ sem
fljúga í gegnum hugann þegar við
hugsum aftur til áranna sem þú
varst í sveit heima í Langhúsum og
þeim verða aldrei gerð nægileg skil í
stuttri grein sem þessari. Þú varst
bara smá patti þegar þú fórst að
vera hjá okkur í sveitinni og við
minnumst þess þegar þú grést
heima á Sigluíirði og sagðist vilja
fara til sköllótta frænda í sveitinni.
Því miður lágu leiðir okkar ekki mik-
ið saman eftir að við komumst á full-
orðinsárin, við systurnar fórum að
heiman og þú hafðir í nógu að snúast
í Reykjavík við nám og störf, þar til
þú veiktist. En þú hefur þó alltaf átt
ákveðinn sess í hugum okkar og við
minnumst þín eins og þú varst þá,
ungur drengur heima í sveitinni.
Þú varst mjög saklaus og hrein-
lyndur drengur og máttir hvergi
neitt aumt sjá. Því voru hversdags-
legir hlutir í sveitinni oft erfíðir íyrir
þig og minnumst við þess þegar við
komum eitt sinn að ykkur Dóm þar
sem þið höfðuð fundið dáinn fugl úti
í móa og voruð að jarðsyngja hann.
Þið höfðuð sett hann í skókassa, búið
’ honum gröf og útbúið kross úr spýt-
um og yfir gröfinni stóðuð þið tárvot
og trölluðuð „sálmá', en þegar nær
var komið heyrðum við að þið voruð
að tralla brúðarmarsinn.
Þar sem þú varst svo saklaus og
góð sál áttum við krakkarnir auðvelt
með að fá þig með í alls
kyns prakkarastrik og
stríðni og var þér þá
ekki alltaf hlíft frekar
en öðrum. Þú varst líka
mjög glaðlyndur piltur
og sást alltaf spaugi-
legu hliðamar á málun-
um þó auðvitað leiddist
þér stundum og þú
saknaðir fjölskyldunn-
ar. Það vai- líka alltaf
hátíð þegar mamma þín
og Gauti komu í heim-
sókn eða einhver systra
þinna og alltaf nutum
við líka góðs af þeim
heimsóknum því alltaf var komið
með nóg góðgæti handa öllum, sama
hversu mörg bömin vora í sveitinni í
það og það skiptið.
Þú varst alltaf að flýta þér. Ekk-
ert bam hefur eins oft rúllað niður
stigann í Langhúsum, annaðhvort
steigstu á tærnar á þér eða varst bú-
inn að gleyma því að þú máttir ekki
hlaupa niður stigann á ullarsokkun-
um. Gleðin tók þó alltaf fljótt völdin
eftir þessar byltur sem aðrar.
Við minnumst þín ekki bara við
leik í sveitinni heldur einnig við
störfin sem vora margvísleg. Þér
þótti heiður að því að vera yfirkúa-
smali eða „kúarektor" eins og þú
kallaðir þig og við heyskapinn minn-
umst við þín með hrífu í hendi að
raka rökin eftir afa. Gaman þótti
okkur að liggja uppi á heyvagninum
þegar verið var að keyra heim bögg-
unum og var þá oft slegið á létta
strengi og yfirleitt stríddum við eldri
krakkarnir ykkur yngri.
Við kveðjum þig, kæri frændi,
með söknuði. Þú áttir alltof fá ár á
meðal okkar en við þökkum fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og eiga
með þér þessi sumur í sveitinni.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá.
Það verður dásamleg dýrð handa mér.
BJARNI
GUÐMUNDSSON
+ Bjarni Guð-
mundsson fædd-
ist. á Hesteyri við
Isafjarðardjúp 26.
júlí 1900. Hann Iést
á Hrafnistu í
Reykjavík 4. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Þeófíl-
usson, f. 8.11. 1869,
d. 24.3. 1917, og
Ketilríður Guðrún
Veturliðadóttir, f.
10.11. 1879, d. 29.7.
1959. Systkini
Bjarna voru Vetur-
liði Jakob, f. 27.1. 1899, d. 24.8.
1942, Sigurlína, f. 9.12. 1901, d.
24.11. 1990, Margrét, f. 29.5.
1904, d. 1.12. 1992, Ólafur
Helgi, f. 5.3. 1906, d. 15.8. 1956,
Jóna Sigurveig, f. 11.1. 1911, d.
20.5. 1991, Mikael, f. 13.9. 1912,
d. 25.12. 1971, Kristinn Ehas, f.
13.2. 1916, d. 19.3. 1916, og
Guðmundur Elías, f. 16.5. 1917,
d. 16.6. 1985.
Hinn 7. mars 1936 kvæntist
Bjarni Svanhild Vatle, f. 29.
apríl 1901, d. 21. janúar 1980.
Kjördóttir þeirra er Ragnheið-
ur, f. 20.9. 1923, maki Guð-
mundur Benjamín
Árnason f. 27.10.
1926, d. 17.4. 1979,
og er dóttir þeirra
Elísabet J., f. 3.9.
1953, maki Jóhann-
es Ágústsson, f.
24.9. 1955, og eiga
þau tvo syni. Börn
Ragnheiðar og Þor-
steins Þorgeirsson-
ar frá fyrri sambúð
eru Jón Helgi, f.
12.3. 1945, ókvænt-
ur, Gunnar, f. 16.3.
1946, maki Arndís
Eva Bjarnadóttir, f.
2.11. 1946, þau eiga þrjá syni og
eitt barnabarn, Katrín, f. 12.10.
1948, maki Eyjólfur Vilbergs-
son f. 4.11. 1948, þau eiga tvær
dætur og eitt barnabarn.
Bjarni og Svanhild bjuggu
lengst af á Reynimel 43 í
Reykjavík. Bjarni stundaði sjó-
mennsku mestan hluta ævi sinn-
ar. Siðustu 17 ár starfsævinnar
var Bjarni verkstjóri hjá Tog-
araafgreiðslunni í Reykjavík.
Utför Bjarna fer fram frá
Neskirkju á morgun, mánudag-
inn 11. janúar, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku Bjarni frændi, eins og við
kölluðum þig alltaf. Þá er komið að
leiðarlokum hjá þér eftir langa ævi.
Okkur langar að þakka þér fyrir
samfylgdina. Betri frænda og vin er
ekki hægt að hugsa sér. Það var
alltaf gott að koma til ykkar Svan-
hild á Reynimelinn og til þín eftir að
þú varðst einn.
Þú tókst því með jafnaðargeði
þegar heilsan fór að bila og þú flutt-
‘ist á Hrafnistu í Reykjavík. Þar und-
ir þú vel þínum hag og hélst þínum
virðuleik fram á síðasta dag, með að-
stoð þess frábæra fólks sem þar
vinnur.
Það var gaman að hlusta á þig
segja frá uppvaxtaráram þínum á
Hesteyri, bæði í gamni og alvöra.
Við vitum að þér líður vel þar sem þú
ert núna. Hafðu þökk fyrir allt.
Blessuð sé minning þín.
Gunnar og Arndfs Eva.
Elsku Billa, Ingi og systkinin. Við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar.
Ríkey, Guðbjörg, Birna og
Þorlákur frá Langhúsum.
Einhvers staðar djúpt niðri bíða
strengir í sálum okkar, strengir sem
fyrst voru slegnir í bernsku eða
æsku, strengir sem ómuðu svo sárt
og sterkt að við óttuðumst sláttinn
alltaf síðan. „Fýkur yfir hæðir og
frostkaldan mel“, er strengur orða
sem hefur titrað í höfðinu á mér frá
því að fráfall nemanda míns og vin-
ar okkar í Kvennaskólanum í
Reykjavík bar fyrir eyran þessa
dagana.
Hugrenningatengsl yfir tO
Stjörnu, fölrauðrar og glófextrar
hryssunnar sem endaði í mállausri
einsemdinni eiga sjálfsagt heldm-
ekkert skylt við Víði Óla annað en
þetta sama að þau eru hluti löngu
byrgðra tilfinninga sem brjótast nú
fram, sár kuldinn og hryggðin.
Hinn 20. maí 1994 hefur sjálfsagt
ekki mátt á milli sjá hvor okkar Víð-
is lagði meira stolt og gleði í síðasta
handtakið - daginn sem hann út-
skrifaðist. Hann hafði ríka ástæðu
til, fáir ef nokkur nemenda minna
vann stærri sigra á sjálfum sér
þessi stuttu fjögur ár sem leiðir
okkar lágu saman svo margra.
Líklega verður hópurinn allur
okkur minnisstæðari en margur
annar. Hann var óvenjulegur bæði
sem hópur og einstaklingar - líklega
má aftur sækja til Stjörnu hans
Þorgils gjallanda líkinguna af
hrossahópnum, „sum voru ótamin
og sum bráðstygg", rásgjörn og
bágræk.
Ekki átti það þó oft við um Víði
Óla. Hann var ljúflingur, seintekinn
kannski, en viðmótsþýður, hjálp-
samur og fylginn sér. Hann greip í
vinnu hjá okkur á skrifstofunni,
hann lék í leikritum Fúríu af hjart-
ans lyst, hann stökk alheill út úr
efahyggju, tilgangsleysi og leit ung-
lingsáranna. Ösjálfrátt hlakkaði ég
til að fylgjast með honum. Aldrei
fyiT eða síðar fundum við hjá okkur
hvöt til að verðlauna nemanda út-
skriftardaginn, eiginlega bara fyrir
það að vera til og að hafa verið á
meðal okkar. Við ættum öll að varð-
veita gleði þeirrar stundar. Sú gleði
getur ein hamlað á móti sortanum
sem hvolfdist yfir fáum viku síðar -
sortanum sem maður í raun gat
aldrei horfst í augu við eða lýst upp
með neinum hætti.
Nú er hann laus allra mála en við
hin ekki. Strengurinn hans í brjósti
okkar titrar og kallar okkur til lið-
veislu við þá sem koma í sporin
hans.
Aðalsteinn Eiríksson.
Okkur systumar langar með
nokkrum orðum að minnast vinar
okkar Víðis Óla Guðmundssonar.
Víðir var yndislega litríkur persónu-
leiki sem leiftraði af lífsgleði og
fjöri. Hann hafði mikil áhrif á líf
allra sem þekktu hann og flestum
ber saman um að þar hafi farið ein-
stök manneskja. Það er erfitt að
lýsa Víði Óla með orðum á blaði,
nánast ómögulegt, en það sem
kemst kannski næst því er að segja
að hann gaf lífi fólksins í kringum
hann lit. Þegar Víðir útskrifaðist úr
Kvennaskólanum sem stúdent voru
honum veitt verðlaun fyrh einmitt
það að gefa lífinu lit.
Okkar lífi gaf hann lit með því að
vera alltaf til staðar þegar við þurft-
um á honum að halda, hlusta og
benda svo ævinlega á ljósu punkt-
ana í hverju máli. Víðir sá alltaf
ljósu punktana og góðu hliðarnar á
öllu og öllum, og reyndi að fá aðra
til að sjá þetta líka. Hann gafst
aldrei upp, sama hve á móti blés og
heillaði fólk upp úr skónum með
framkomu sinni og festu. Það var
sama hvort hann var að leika,
syngja, mála eða læra, hann komst í
gegnum allt með brosi á vör.
Það er með miklum söknuði sem
við systurnar kveðjum þennan ynd-
islega vin, í bili, en fullvissan um að
við hittumst aftur þótt síðar verði
gefur kraft.
Elsku Billa og fjölskylda, Guð
veri með ykkur alla tíð og gefi ykk-
ur styrk til að takast á við missinn.
Arndís Dögg og Tinna Björk.
Þakka þér fyrir fagrar samveru-
stundir, kæri Víðir. Þær munu ætíð
vera í huga mínum. Þakka þér fyrir
að lána mér eina uppáhaldsbókina
þína um andann í regnskóginum,
sem langaði svo til að prófa að vera
maður.
Þakka þér fyrir stundina við
Seljalandsfoss, þegar við sátum
saman með vatnslitina og teiknuð-
um blóm og foss.
Þú gafst mér svo mikið þann
stutta tíma sem ég fékk að vera
með þér. Núna finnst mér það svo
mikil gæfa að hafa fengið að kynn-
ast þér.
Einu sinni lásum við Rúnabókina
saman, rökræddum tvö ljóð sem
höfðuðu mest til okkar. Þér fannst
þetta Ijóð fallegra:
Úr uppsprettu Ijóss í huga guðs
megi ljós streyma í huga manna.
Megi ljós berast til jarðai'.
Úr uppsprettu ástar í hjarta guðs
megi ást streyma í hjörtu manna.
Megi Kristur koma til jarðar.
Þaðan sem vilji guðs er þekktur
megi tilgangur leiða vilja manna.
Tilgangur sá er meistararnir þjóna.
Þaðan sem við köllum mannkynið allt
megi áform ljóss og ástar koma fram.
Og loka gáttum illra vætta.
Megi Ljós og Ast og Kraftur
endurvekja Aform guðs á jörðu.
(Úr Búnabókinni.)
Ég sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til mömmu þinnar,
systkina og fósturföður, sem stóðu
ávallt við hlið þér í þínum erfiðu og
langvinnu veikindum.
Auður Elva Kjartansdóttir.
„Er stór ég verð og eignast böm
og buru,“ söngst þú 11 ára gamall í
söngleiknum „Litla stúlkan með
eldspýturnar“ í Melaskóla. Það var
þá sem ég kynntist þér og kynni
okkar áttu eftir að ná í gegnum
Melaskóla, Hagaskóla og loks
Kvennaskólann í Reykjavík. Á
þessum árum lékum við saman í
þremur söngleikjum og einu leik-
riti. Við stríddum hvort öðra milli
þess sem við sungum eins og englar
í „Litlu stúlkunni". Við könnuðum
Þjóðleikhúsið frá toppi til táar í leit
að leynigöngum þegar við sungum
saman í „Vesalingunum“ og döns-
uðum fílaballett í danssalnum. Þeg-
ar við lékum saman í „Línu
Langsokki" náði brallið á okkur há-
marki. Við fóram áður ókannaðar
leiðir í förðunartækni og þú spilaðir
pönklagið Lollypop fyi'ir alla leik-
húsgesti þegar þú hélst að enginn
heyrði nema ég og þú. Eftir „Línu“
skildu leiðir okkar þar til í Kvennó.
Þar tókumst við á við leikritið „Sjö
stelpur“ sem var hádramatískt leik-
rit, en þó ekki of dramtískt fyrir
okkur, við höfðum bara gleðina og
grínið út af fyrir okkur baksviðs.
Það eru ekki margir sem geta stát-
að sig af svona vinskap á þessum
aldri enda ósjaldan sem við röbbuð-
um um þennan skrítna vinskap milli
sýninga á „Línu Langsokki" eða
þegar við sátum á Hressó að spila
og þamba kaffi. Ég þakka þér fyrir
að leyfa mér að vera vinkona þín.
„Þú hefur gengið meðal okkar og
skuggi anda þíns hefur verið Ijós
okkar.“ (Spámaðurinn.)
Þinn leikvinur
Eva Hrönn.
Elsku Víðir Óli minn. Ég minnist
þín ætíð sem litla, tilfinninganæma
en fjöruga stráksins sem ég kynnt-
ist í barnaskóla.
Þú varst alltaf svo fullur af orku
og fjöri og uppfullur af hugmyndum
og draumum. Leiðir okkar lágu
saman þegar við lékum saman í
jólaleikriti í Melaskóla. Þá strax
komu í ljós áhugi þinn og hæfileikar
á leiklist og sönglist og ég varð þess
heiðurs aðnjótandi að fá bæði að
leika með þér í nokkram skólaleik-
ritum og að fylgjast með þér í öðr-
um og stærri verkum.
Við urðum fljótlega góðir vinir,
reyndar varstu besti vinur minn í
nokkur ár. Við áttum svo margt
sameiginlegt sem ekki allir gátu
skilið og við sökktum okkur í
drauma okkar og pælingar um lífið
og tilveruna.
Við vorum bæði hugfangin af öllu
yfirnáttúrulegu og eyddum flestum
okkar stundum í að kynna okkur
þessi mál, á milli þess sem við grét-
um á öxlinni hvort á öðru vegna ein-
hvers sem við vorum skotin 1, því
hjartað er viðkvæmt þegar maður
er ungur.
Við gerðum allt til að svala fróð-
leiksþörf okkar um hið óútskýran-
lega og það var ekki sú bók sem við
komumst yfir sem var ekki lesin og
ekki sú hugsun sem ekki var brotin
til mergjar. Manstu þegar við fór-
um í Landsbókasafnið að leita af
bókum um líf eftir dauðann og vörð-
urinn rak okkur út með þeim orðum
að börn mættu ekki vera þarna? En
nú þarft þú engar bækur til að
svara þeim spurningum sem við
vorum að leita eftir svörum við þá.
Við vorum vinir í mörg ár. Þau ár
sem skiptir hvað mestu máli að eiga
góðan vin, árin sem maður er að
breytast úr barni í ungling og mað-
ur heldur að maður sé að verða full-
orðinn. Ég gleymi aldrei kvöldinu
fýi'ir 16 ára afmælið mitt.
Við vorum á ferðalagi á Akureyri
á vegum félagsmiðstöðvarinnar
Frostaskjóls. Við fórum ein út að
ganga, það var snjór yfir öllu en
milt og gott veður. Við gengum upp
að kirkjunni og settumst þar niður
og biðum þess að klukkan slægi 12
á miðnætti. Þá hrópuðum við húrra
fyrir afmælinu mínu því við töldum
að þar sem ég væri nú orðin 16 ára
væri ég orðin fullorðin og það væri
nú það besta í heiminum og svo
hentum við okkur í snjóinn og velt-
um okkur niður brekkuna. Svo rölt-
um við aftur upp í félagsmiðstöðina
og hinir krakkarnir skildu ekkert
hvers vegna við vorum alveg eins
og snjókarlar. Stundum vildi ég
óska þess að maður yrði aldrei full-
orðinn að maður fengi alltaf að
njóta sakleysis bernskunnar eins
og við gerðum þegar við þekkt-
umst.
Við fóram að fjarlægjast fljótlega
eftir þetta. Það var kannski ekki
það besta í heimi að vera að verða
fullorðin. Ég var eldri en þú svo ég
fór í framhaldsskóla næsta haust og
eignaðist nýja vini, þú áttir líka fullt
af góðum vinum í þínum skóla enda
alltaf kátur og hress. Við héldum
lauslega sambandi í einhvern tíma
en það minnkaði og minnkaði eftir
því sem á leið og varð á endanum að
engu.
Ég frétti samt alltaf af þér og
fylgdist með þér úr fjarlægð og ein-
staka sinnum rakst ég á þig á götu-
horni og fékk að faðma þig og
kyssa. Og alltaf sögðum við að við
yrðum nú að hittast, hringdu í mig
við tækifæri, kíktu í heimsókn. En
aldrei varð neitt úr því. Síðast þeg-
ar ég sá þig áður en þú veiktist var
á Þorláksmessukvöldi fýrir fimm
árum niðri á Laugavegi. Þú varst
svo hress og líflegur að sjá að mig
hefði aldrei granað að aðeins hálfu
ári síðar myndir þú veikjast. Mér
brá því illilega og grét þegar ég
frétti af veikindum þínum og ég
hélt að þú myndir hverfa fljótt. Ég
lofaði því sjálfri mér því að heim-
sækja þig um leið og ég gæti áður
en það yrði of seint.
Én dagarnir breyttust í vikur og
vikurnar í ár og nú ert þú farinn og
ég hitti þig aldrei aftur á götuhorni
og nú er of seint að kíkja í heim-
sókn.
En ég hugga mig við það að ég
veit að þú ert kominn á betri stað
þar sem þú ert ekki lengur veikur
og ert aftur fjörugi og káti strákur-
inn sem ég kynntist fyrir 15 árum.
Þúhvarfstméreinsog
lítið fagurt ljós,
sem lítið sólarbros,
er kom og fór,
sem bliknað lauf,
er blöðin fellir rós,
sem blóm, er hylur
kaldur vetrarsnjór.