Morgunblaðið - 10.01.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 37
þróunarsjóðurinn að stuðla að
vöruþróun, markaðssetningu ís-
lenski'a sjávarafurða og nýsköpun.
Það eni því miklar líkur á að fram-
lög þróunarsjóðsins yrðu skoðuð
sem mótframlag Islands á móti
framlagi Evrópusambandsins til
sjávarútvegs undir markmiði 6 eða
tilsvarandi markmiði sem um yrði
samið fyrir Island í aðildarviðræð-
um. Nú er hins vegar ljóst að varla
verður framhald á starfsemi þró-
unarsjóðsins en ég tek hann sem
dæmi um hvemig þetta gæti virk-
að.
Rétt er að hafa í huga að fátt
bendir til þess að Island verði full-
gildur aðiÚ að Evrópusambandinu
á því þróunartímabili sem nú
stendur yfir og lýkur í árslok 1999.
Það er yfirlýst stefna Evrópusam-
bandsins að draga úr styi-kjum til
atvinnulífsins þegar fram líða
stundir. Hvað sjávanítveg varðar
þá eiga styrkir til hans að heyra
fortíðinni til árið 2002. Hvort sem
það gengur eftir eða ekki má ljóst
vera að líkurnar á að fá styrki úr
sjóðum Evrópusambandsins fara
minnkandi eftir því sem fram líða
stundir. Kemur það m.a. til út af
því að samkvæmt þeim tillögum
sem em á borðinu í dag verður
kostnaði við stækkun sambandsins
til austurs ekki svarað með aukn-
um álögum á núverandi aðildarríki
(sem em 1,2% af vergri þjóðar-
framleiðslu). I stað þess á m.a. að
endurskipuleggja styrkjakerfíð og
á tímabilinu 2002 til 2006 koma
mörg svæði sem njóta styrkja í dag
til með að sjá á eftir þeim til upp-
byggingar svæða í Austur-Evrópu.
Framkvæmd
fiskveiðistjórnunar
Þróun sjávarútvegsstefnu Evr-
ópusambandsins sýnir ljóslega að
engar reglur era meitlaðar í stein.
Stefnan hefur tekið breytingum og
undanþágur hafa verið gerðar til
að ná fram sáttum og til að koma
til móts við ólíka hagsmuni aðild-
arríkja.
Reglan um jafnan aðgang allra
aðildarríkja að fískimiðum hvers
annars er ein af mörgum birting-
armyndum pólitísks eðlis Evrópu-
sambandsins. Þetta ákvæði var
sett inn í sjávarútvegsstefnuna ár-
ið 1970, aðeins nokkram klukku-
stundum áður en aðildarviðræður
hófust við Bretland, írland, Dan-
mörk og Noreg. Markmið þáver-
andi aðildarríkja (stofnríkjanna
sex) var fyrst og fremst að tryggja
sér aðgang að fiskimiðum umsækj-
endanna. Krafan var rökstudd
með vísan í ákvæði Rómarsáttmál-
ans sem kveður á um bann við mis-
munun á grandvelli þjóðernis. Rík-
in sem sóttust eftir aðild höfðu öll
töluverðra hagmuna að gæta á
sviði sjávarútvegs og töldu sig ekki
geta fallist á ákvæðið um jafnan
aðgang að óbreyttu máli. Aðildar-
ríkin sex vora því vart búin að
setja stafina sína undir það plagg
þegar ákveðið var, að kröfu þeirra
ríkja sem sóttust eftir aðild, að
gera undanþágu frá ákvæðinu fyr-
ir svæði sem sérstaklega era háð
sjávarútvegi. Frá árinu 1983 hefur
meginreglan um jafnan aðgang
sætt veralegum takmörkunum.
Birtast þær m.a. í því að aðgangur
að veiðisvæði er bundinn kvóta
sem aftur byggist á veiðihefð.
Þetta gerir það að verkum, eins og
þegar hefur komið fram, að Is-
lendingar fengju svo til allan þann
kvóta sem heimilt yrði að veiða við
strendur íslands. Ákvörðun um
leyfílegan heildarafla á Islands-
miðum yrði tekin í ráðherraráðinu
þar sem stuðst yrði við ráðlegging-
ar vísindamanna. Engin ástæða er
til að ætla að önnur sjónarmið en
íslendinga yrðu ráðandi við þá
ákvarðanatöku þar sem engin önn-
ur ríki hefðu af því verulega hags-
muni. Eftir sem áður myndi Haf-
rannsóknastofnun veita sjávarút-
vegsráðherra Islands vísindalega
ráðgjöf. Ráðherrann myndi, að
höfðu samráði við hagsmunaaðila,
móta tillögur um hámarksafla á Is-
landsmiðum. Formleg ákvörðun
færi síðan fram á vettvangi ráð-
herraráðsins. Islendingar gætu
svo úthlutað aflanum eftir því kerfí
sem þeim hugnaðist best og sett
strangari reglur en Evrópusam-
bandið um veiðar og þannig haldið
í raun uppi íslenskri fiskveiði-
stefnu innan fiskveiðistefnu Evr-
ópusambandsins. Þetta er sá vera-
leiki sem blasir við án þess að
nokkuð yrði sérstaklega að gert til
að formfesta sérhagsmuni Islands
í aðildarsamningi. Það er hins veg-
ar deginum Ijósara að kröfur okk-
ar Islendinga yrðu síst minni en
Norðmanna.
Eins og kom fram í umfjöllun
minni um aðildarsamning Norð-
manna þá fóra þeir fram á að fisk-
veiðistjórnunarkerfi þeirra norðan
62. breiddargi’áðu héldist óbreytt.
Norðmenn, og Emma Bonino,
túlkuðu það samkomulag sem gert
var þannig að ekki færi á milli
mála að í framtíðinni yrði byggt á
því stjórnkerfi sem fyrir væri. Við
endurskoðun á reglum sambands-
ins átti að taka mið af gildandi
norskum reglum þannig að Norð-
menn hefðu eftir sem áður lagt lín-
urnar í stjórnun fiskveiða norðan
62. breiddargráðu. Engar tækni-
legar breytingar yrðu gerðar þar
á. Af hverju? Jú, vegna þess að
máli sínu til stuðnings gátu Norð-
menn bent á góðan árangur við
fiskveiðistjórnun á svæðinu, nokk-
uð sem væri afar mikilvægt fyrir
strandhérað Noregs, og á þá stað-
reynd að þeir yrðu eina strandríki
Evrópuambandsins á þessu svæði.
Islendingar hafa náð góðum ár-
angri við fiskveiðistjórnun. Sjávar-
útvegur snertir gi-undvallarhags-
muni þjóðarinnar og ef af inn-
göngu yrði væri Island eina
strandríkið á svæðinu sem ætti
hagsmuna að gæta. Ekkert bendir
því til annars en að Islendingar
ættu að ná fram í aðildarsamning-
um ákvæðum sem tryggðu
óbreytta fiskveiðistjómun á ís-
landsmiðum til frambúðar. Jean-
Luc Dehane, forsætisráðherra
Belgíu, hefur þegar viðrað hug-
mynd þess eðlis að gera íslenska
fiskveiðistjórnunarkerfið hluta af
sjávarútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins (þ.e. ef til aðildarvið-
ræðna kæmi). Hann segir að for-
dæmi séu fyrir því að önnur
stjórnunarkerfi gildi á ákveðnum
hafsvæðum, eins og t.d. á svæðum
við Irland og Hjaltlandseyjar.
(John Maddison, sendiherra ESB í
Noregi og á íslandi, hefur ljáð
máls á svipuðum hugmyndum).
Evrópusambandið hefur vikið frá
meginstefnu sinni í sjávarútvegs-
málum. Það nær til tilvika þar sem
ekki getur orðið um að ræða mis-
munun á grandvelli þjóðernis
vegna staðbundinna stofna sem
einungis era nýttir af innlendum
aðilum. Þannig er opnað fyrir þann
möguleika að aðildarþjóðir Evr-
ópusambandsins taki stjórn fisk-
veiða í eigin hendur við sérstakar
aðstæður, þ.e. þar sem um er að
ræða staðbundna stofna sem ein-
ungis era nýttir af einu strandríki.
Þetta eru einmitt þær aðstæður
sem era ríkjandi hér við land. Af
þessu sést að margs konar undan-
þágur eru við lýði og skapast hefur
fordæmi fyrir því að tekið sé tillit
til sérþarfa einstakra svæða og
byggðarlaga sem háð era fiskveið-
um.
I rannsókn minni fer ég í til-
komu og þróun þess hluta Evrópu-
samvinnunar sem snýr að sjávar-
útvegsmálum. Þegar umræðuna
um hugsanlega aðild Islands að
Evrópusambandinu ber á góma
strandar hún oft og iðulega á þess-
um málaflokki. Látið er í veðri
vaka að það sé með öllu óvinnandi
að ná viðunandi niðurstöðu um
sjávarútvegsmál í viðræðum við
Evrópusambandið. Vísbendingar
um að gengið yrði að kröfum okk-
ar Islendinga sé hvergi að finna og
á meðan svo sé er heildarmyndin
óskýr og málið ekki á dagskrá.
I þessari rannsókn hefur aftur á
móti verið sýnt fram á að hræðslu-
áróðurinn um að Evrópusamband-
ið muni sölsa undir sig fiskimiðin
kringum Island eigi ekki við nein
rök að styðjast. Ummæli Þorsteins
Pálssonar sjávarútvegsráðherra
sem birtust í Morgunblaðinu 28.
september 1996 era lýsandi fyrir
þann hræðsluáróður sem haldið er
á lofti. Þar segir Þorsteinn:
Ef samkomulag myndi nást í að-
ildarsamningum um aflahlutdeild
sem íslendingar gætu sætt sig við
þá þyrfti jafnframt að tryggja að
ekki yrði hægt að breyta þeirri
aflahlutdeild síðar nema með sam-
þykki Islendinga. Engar slíkar
tryggingar er hins vegar unnt að
fá.
Hér er Þorsteinn að fullyrða um
flókið lagalegt ágreiningsmál, þ.e.
hvort einstök atriði aðildarsamn-
ings, í þessu tilfelli hlutfallslegi
stöðugleikinn, séu ígildi Rómar-
sáttmálans. Þessi umræða var tek-
in fyrir í tengslum við aðildar-
samning Norðmanna. Niðurstaðan
varð sú að aðildarsamningur hefur
klárlega ígildi Rómarsáttmálans
og honum verður því ekki breytt
nema með einróma samþykki allra
aðildarþjóða. Varðandi þetta ein-
staka atriði var talið að um fræði-
legan, en ekki raunsannan, mögu-
leika væri að ræða.
Slíkt samræmist ekki hagsmun-
um sambandsins og það hefur
aldrei þótt góð pólitík þar á bæ að
grafa undan lífsviðurværi aðildar-
þjóða, þvert á móti. Evrópusam-
bandið byggist á sameiginlegum
ákvörðunum sjálfstæðra ríkja sem
taka þátt í samstarfinu af fúsum
og frjálsum vilja. Ef teknar yrðu
ákvarðanir sem snertu grandvall-
arhagsmuni aðildarríkis, þvert á
vilja þess, myndi annað af tvennu
gerast: Viðkomandi ríki myndi
segja skilið við Evrópusambandið
og það hefði fordæmisgildi og gæti
stefnt samstarfinu í voða. Hinn
möguleikinn, og sá líklegri, er að
viðkomandi ríki myndi vinna gegn
sambandinu innanfrá og gæti það
þannig lamað starfsemi sambands-
ins í öllum veigamestu málunum
þar sem samhljóða ákvörðunar er
krafist. Með þessar staðreyndir í
huga geta menn síðan velt fyrir
sér möguleikanum á að Evrópu-
sambandið myndi breyta ákvæð-
inu um hlutfallslegan stöðugleika
með það sem markmið að ganga á
hlut okkar Islendinga, ættum við
fulla aðild að sambandinu.
Sjávarútvegsstefna Evrópusam-
bandsins hefur marga stóra galla,
rétt eins og íslenska fiskveiði-
stjórnunarkerfið, sem erfiðlega
hefur gengið að sníða af. Hins veg-
ar er sameiginlega sjávarútvegs-
stefnan einstök tilraun ríkja sem
hafa sameiginleg markmið við fisk-
veiðistjómun á fiskistofnum sem
þau deila sín á milli. Það er ekkert
sem segir að við Islendingar get-
um ekki verið þátttakendur, og
haft áhrif á þessa tilraun, samhliða
því að tryggja hagsmuni okkar á
sviði sjávarútvegs. Kröfur Evrópu-
sambandsins um veiðiheimildir í
lögsögu annarra ríkja verða að
byggjast á sögulegum rétti. Evr-
ópusambandið viðurkennir að að-
ildarríki þess eigi engan sögulegan
rétt til veiðiheimilda innan ís-
lenskrar efnahagslögsögu. Sjávar-
útvegsstefna sambandsins snýst
um sameiginlega nýtingu á sam-
eiginlegri lögsögu og sameiginleg-
um fiskistofnum. Efnahagslögsag-
an íslenska er algerlega aðgreind
frá lögsögu Evrópusambandsins
og við nýtum enga sameiginlega
fiskistofna innan lögsögunnar.
Þess vegna getur enginn með rök-
um fullyrt neitt fyrirfram um nið-
urstöðu aðildarsamninga varðandi
sjávarútvegsmál, íyrir utan það
eitt að samningsstaða Islendinga
er sterk. Hversu sterk hún raun-
verulega er kemur ekki í ljós nema
að við Islendingar sækjum form-
lega um aðild að Evrópusamband-
inu.
Höfundur stundar framhaldsnám í
stjómmálafræði við Katholike Uni-
versiteit Leuven íBelgíu. Grcinarn-
ar eru unnar upp iír BA-vcrkefni
frá HÍ
V
MINNINGAR
GUÐBJORG HELGA
SIGURBJÖRNSDÓTTIR
+ Guðbjörg Helga
Sigurbjörnsdótt-
ir var fædd í Glerár-
skógum í Hvamms-
sveit 27. febrúar
1912. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð á nýárs-
dag síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helga Ásgeirs-
dóttir, f. 12.12. 1871
í Ásgarði í Hvamms-
sveit, d. 16.10. 1965,
og seinni maður
hennar Sigurbjörn
Magnússon, f. 12.6.
1871 í Glerárskógum, d. 7.12.
1925. Þau bjuggu allan sinn bú-
skap í Glerárskógum og Helga
allt til ársins 1939.
Fyrri maður Ilelgu var Sigurð-
ur Magnússon hálfbróðir Sigur-
björns. Systkini Guðbjargar, sem
öll eru látin, voru: Sigríður, f.
1895, Magnús, f. 1900 (lést í
frumbemsku), og Geir, f. 1902,
Sigurðarbörn. Magnús og Sigur-
borg Sigurbjörnsbörn. Guðbjörg
Helga var næstyngst. Fóstur-
bróðir Guðbjargar er Sigurbjörn
Alexandersson, f. 1927.
Eiginmaður Guðbjargar var
Ebbi Jens Guðnason frá Valþúfu
á Fellsströnd, f. 3.6. 1910, d. 29.6.
1997. Börn þeirra eru 1) Lind, f.
1938, gift Jóni Ólafssyni, f. 1935.
Börn þeirra eru a) Kolbrún, gift
Páli Jóhanni Hilmarssyni, þau
eiga Lilju Lind og Hilmar, b)
Birgir, c) Brynja, í sambúð með
Ásgeiri Eggertssyni, þau eiga
Hrefnu, 2) Sigur-
veig, f. 1940, gift
Haraldi Hanssyni, f.
1940. Sonur Sigur-
veigar er Sigvaldi
Elfar Eggertsson,
kvæntur Guðmundu
Signýju Þórisdóttur,
hún á Signýju og
saman eiga þau Þóri
Helga. Börn Sigur-
veigar og Haraldar
em a) Helgi Björg-
vin, b) Hanna Lovísa,
c) Ástþór Atli, 3)
Gerður, f. 1950, gift
Benedikt Óskari
Sveinssyni, f. 1951. Synir þeirra
era a) Sveinn Rúnar, b) Bergur
Ebbi, 4) Jón, f. 1952, d. 1984.
Guðbjörg ólst upp í Glerár-
skógum. Veturinn 1936-37
stundaði hún nám við Kvenna-
skólann á Blönduósi. Árið 1939
hófu þau Guðbjörg og Ebbi bú-
skap í Hólum í Hvammssveit, þau
bjuggu þar til ársins 1964 er þau
bragðu búi og fluttust til Akra-
ness. Þau bjuggu á Akranesi í
áratug eða allt til ársins 1974, en
þá fluttust þau til Reykjavíkur. Á
yngri árum vann Guðbjörg við bú
móður sinnar. Að ævistarfí var
hún húsmóðir í sveit og bæ. Síð-
ustu ár ævi sinnar dvaldist Guð-
björg á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi.
títför Guðbjargar fer fram frá
Kópavogskirkju á morgun,
mánudaginn 11. janúar, og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
Ég berst á fái fráum
fram um veg,
mót fjallahlíðum háum
hleypi ég,
og golan kyssir kinn
og á harða, harða spretti
hendist áfram klárinn minn.
Þannig liðu æsku- og búskaparár
þeirrar merku konu er kvaddi þenn-
an heim á nýársdag. Hún fæddist,
ólst upp og bjó í landnámi Auðar
djúpúðgu í Dölum vestur. Fyrstu
þrjá áratugina á æskuheimilinu að
Glerárskógum í Hvammssveit og
næsta aldarfjórðunginn á eigin búi
að Hólum í sömu sveit. Ung missti
hún föður sinn af slysforum og
markaði það djúp spor í huga henn-
ar svo aldrei greri um heilt. Áður en
hún stofnaði eigið bú gafst henni
kostur á að dvelja vetrarlangt á
Húsmæðraskólanum á Blönduósi.
Það var lærdómsríkur tími fyrir
hana og þar kynntist hún góðum
vinkonum sem hún hélt tryggð við
alla tíð. í Dölunum átti hún sínar
bestu unaðsstundir. Þar fann hún
sinn góða lífsföranaut, Ebba bónda
frá Valþúfu á Fellsströnd. Þau festu
kaup á jörðinni Hólum, byggðu
hana upp af myndugleik og eignuð-
ust fjögur mannvænleg börn. Af bú-
stofninum voru það hestarnir sem
heilluðu hana mest. Ófáar voru sög-
ur hennar af skemmtilegum og
örvandi útreiðartúram í frjálsum
faðmi Dalanna.
Á miðjum aldri urðu þau hjón að
bregða búi vegna heilsubrests og
ytri aðstæðna. Það var um margt
erfitt fyrir þau að yfirgefa Dalina en
þau eignuðust nýtt og notalegt
heimili á Akranesi og bjuggu þar
um tíu ára skeið. Þar eignuðust þau
marga góða og trausta vini og áttu
góðar minningar frá þessum árum.
Eftir að börn þeirra öll voru flutt til
höfuðborgarsvæðisins fylgdu þau á
eftir og bjuggu þar rúma tvo sein-
ustu áratugina. Það var ekki fyrr en
í upphafi þessa lífsskeiðs Guðbjarg-
ar eða Guggu eins og hún var jafnan
kölluð að ég kynntist henni, en þá
nældi ég í yngstu dóttur hennar.
Hún og þau hjón bæði tóku mér
strax vel enda var stráksi sveita-
maður með svipaðan uppruna og
áhugamál.
Gugga tengdamamma var falleg
og skarpgreind kona. Hún var hag-
mælt og ljóðelsk og hafði gott skop-
skyn. En hún hafði líka fastmótaðar
skoðanir á ýmsum hlutum og gat
þannig verið hörð í horn að taka og
því vorum við fjarri alltaf sammála.
En vinskapur okkar var þó alltaf
einlægur og gagnkvæmur.
Seinustu æviárin vora henni mjög
erfið. Minnisleysi braut niður per-
sónu þessarar myndarlegu, stoltu
konu svo hún varð algjörlega upp á
aðra komin. En æskuáranum í Döl-
unum gleymdi hún ekki. Ef minnst
var á hesta mátti alltaf kalla fram
fallegt bros og mildan hlátur og
vora þessar minningar með sein-
ustu lífsneistunum sem slokknuðu.
Á þessum tíma naut hún frábærrar
umönnunar á hjúkrunarheimilinu í
Sunnuhlíð og eru starfsfólki þar
færðar sérstakar þakkir fyrir þá
þolinmæði, virðingu og hlýju sem
henni var þar sýnd.
Ég þakka Guggu tengdamömmu
fyrir gæfurík og gefandi ár og vona
að fákar eilífðarinnar beri hana
glaða um „Dali“ himnasala.
Benedikt Ó. Sveinsson.
Ég ætla í fáum orðum að kveðja
hana ömmu mína, Guðbjörgu Helgu
Sigurbjörnsdóttur.
Ég fæddist á heimili hennar og
íyrstu árin tók hún stóran þátt í
uppeldi mínu, enda fannst henni
hún eiga í mér hvert bein, þó svo að
nefið og hökuskarðið væru í alveg
sérstöku uppáhaldi. Þau voru ör-
ugglega ófá skiptin sem hún amma
hljóp á eftir mér sem litlum dreng,
því seinna sagði hún mér að ég hefði
verið sérstaklega duglegur við að
kanna heiminn. Ekki hefur hún
hastað mikið á guttann því í minn-
ingunni var amma alltaf svo hlý og
góð.
Síðan fluttumst við mamma í
Kópavoginn og þá var það alltaf
mildð tilhlökkunarefni að fara í
heimsókn til ömmu og afa, það var
svo gaman að setjast niður við eld-
húsborðið með ömmu og spjalla um
heima og geima.
Amma var mjög ljóðelsk og mig
langar að enda á hennar eigin lýs-
ingu á því sem henni þótti skemmti-
legast:
Á völdum gæðing vera til,
og vorsins hylla mátt.
Er Harpa þenur hófaspil,
við hjartans undirslátt.
Sigvaldi. ^