Morgunblaðið - 10.01.1999, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Islenskir vísindamenn þróa nýtt efni
Auðveldar
bólusetningu
með nefuða
SVEINBJÖRN Gizurarson, lekt-
or í lyfjafræði við Háskóla ís-
lands, og samstarfsmenn hans hjá
fyrirtækinu Lyfjaþróun hf. hafa
sótt um einkaleyfi á nýrri efna-
blöndu sem auðveldar mjög bólu-
setningu með nefúða. Líkur eru á
að nýja efnið geti gagnast við
bólusetningu alnæmissjúklinga.
Efnið hvetur til myndunar
ónæmis við notkun nefúða og
hjálpar bóluefninu að komast í
gegnum slímhimnu nefsins. Það
dugar mun betur en eldra efni og
veldur minni ertingu í nefi.
Rannsóknir eru að hefjast á
notkun nefúða við bólusetningu á
vegum Aiþjóða heilbrigðisstofn-
unarinnar, WHO, og í tilrauna-
verkeftii verður stuðst við verk-
efni Sveinbjöms og samstarfs-
manna hans. Mjög erfitt er að
bólusetja þá vegna þess hversu
ónæmiskerfið er illa farið, en svo
lítur út sem betri árangur náist
með nefúða.
Sveinbjörn hefur um árabil
stundað rannsóknir á bólusetn-
ingu af þessu tagi. Hann segir
kosti hennai’ meðal annars vera
að hún er einfaldari en stungu-
bólusetningar og ekki er hætta af
endurnotkun nála, sem víða er
vandamál í fátækari löndum.
■ Þróun/28
Islandsflugi heimilað
flug til Bandaríkjanna
ISLANDSFLUGI hefur verið veitt
heimild til flugs til Bandaríkjanna
en félaginu barst í gærmorgun stað-
festing þessa efnis frá bandarískum
stjórnvöldum. Ómar Benediktsson
framkvæmdastjóri segir að fyrsta
ferðin verði farin næstkomandi
mánudag milli Guadalupe og Miami
og að félagið geti nú hafið af alvöru
kannanir á leiguflugsverkefnum
milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Forráðamenn Islandsflugs hafa
síðustu misserin unnið að því að fá
flugleyfi til Bandaríkjanna. Segir
Ómar Benediktsson fyrsta skrefíð
hafa verið að fá samþykki íslenskra
stjórnvalda fyrir því að geta sótt
um. I framhaldinu voru bandarísk-
um stjómvöldum sendar ýtarlegar
upplýsingar um félagið. Leyfið
heimilar Islandsflugi almennt flug
til Bandaríkjanna og segir Ómar
fyrstu flugin tengjast verkefni fé-
lagsins íyrir Air Guadalupe og Air
Martinique. Því sinnir félagið með
737-200 þotu. Bjóst hann við að
einkum yrði um að ræða flug til
borga á Flórída eða annars staðar á
austurströnd Bandaríkjanna.
Auk þessa ráðgera forráðamenn
Islandsflugs nú að bjóða fram þjón-
ustu sína vegna flugs milli Evrópu
og Bandaríkjanna. Segir Ómar slíka
markaðskönnun taka langan tíma
og verði af einhverjum langtíma-
verkefnum myndi þeim trúlega
sinnt með annarri þotugerð en fé-
lagið hefur yflr að ráða í dag.
Leiguflug til Kaupmannahafnar
í sumar
í sumar annast íslandsflug leigu-
ferðir milli Keflavíkur og Kaup-
mannahafnar fyrir danska ferða-
skrifstofu. Hefjast ferðirnar síðasta
fimmtudag í maí, verða tvær í viku,
á fimmtudögum og sunnudögum, og
þeim lýkur í byrjun september.
Samvinnuferðir-Landsýn annast
sölu farmiða hérlendis. Ómar segir
sætaframboð félagsins á þessari leið
aðeins nema um 5% af heildinni.
Meirihlutinn er á vegum Flugleiða
og SAS ráðgerir að fljúga eina ferð
á viku í sumar. Notuð verður
Boeing 737-þota félagsins sem ann-
ast hefur fraktflutninga að nætur-
lagi milli Islands og Evrópu en hún
hefur einnig verið notuð í farþega-
flug að deginum.
Þá hefur Air Franee nú rekstur
íslandsflugs til skoðunar með tilliti
til hugsanlegra verkefna. Ekkert er
þó afráðið í þeim efnum en skoðuð
eru öryggismál, skipulag flug-
rekstrar, starfsmannamál og hvað-
eina er viðkemur rekstrinum og
segir Ómar þetta mjög ýtarlega og
nákvæma skoðun.
Búnaðarbank-
inn eignast
sláturhús
_ Alft á vetr-
arfóðrum í
fjárhúsi
Laxamýri. Morgiinbladið.
FUGLAR á húsi geta verið af ýms-
um toga en ekki mun algengt að
menn hýsi álftir og fóðri að vetr-
inum í fjárhúsi. Svo er þó farið í
Árbót í Aðaldal, þar sem ein álft
hefur vetursetu, en hún fannst
sem ungi fyrir nokkrum árum á
væginum við Víðidal á FjöIIum.
Álftin er spök og býr í fjárhúskró
með gæsum og öndum en fer út
þegar hlýtt er og opnað er fyrir
henni. Á sumrin dvelst hún á Lax-
árbökkum en kemur stundum
heim undir bæ. Á myndinni er Óli
Hákonarson í Árbót með Óla Víði,
®cn svo er álftin nefnd og virðist
fara vel á með þeim.
Morgunblaðið/Atli Vigfusson
GENGIÐ hefur verið frá kaupum
Búnaðarbankans á sláturhúsi Slát-
ursamlags Skagfirðinga hf. á Sauð-
árkróki. Bankinn tók húsið upp í
skuldir.
Að sögn Smára Borgarssonar,
framkvæmdastjóra Slátursamlags-
ins, keypti bankinn sláturhúsið á
32 milljónir kr. með yfirtöku þeirra
skulda sem á húsinu hvfla. Er það
nokkru hærri fjárhæð en bókfært
verðmæti fasteignarinnar í reikn-
ingum Slátursamlagsins.
Enn skuldar Slátursamlagið um
20 milljónir kr., þar af tæpar 13
milljónir vegna nauðasamninga frá
1993 sem ekki hefur tekist að
standa við. Eymundur Þórarinsson
í Saurbæ, formaður stjómar Slát-
ursamlagsins, segir að stjórnin sé
að leita leiða til að gera upp félagið
án þess að það verði gert gjald-
þrota. Segir hann að það komi í ljós
í mánuðinum hvort það takist.
Lítil starfsemi hefur verið hjá
Slátursamlaginu í vetur en vegna
fjárhagserfiðleika var ákveðið að
taka ekki þátt í almennri sauðfjár-
slátran í haust.
Tekjur af flugumferð á íslenska úthafsflugumferðarsvæðinu 1,5 milljarðar
13,5% aukning í flugum-
ferð um svæðið milli ára
FLUGVÉLUM sem fóru um ís-
lenska úthafsflugstjómarsvæðið árið
1998 fjölgaði um 13,5% frá því árið
1997. Þetta samsvarar því að að með-
altali 27 fleiri flugvélar á dag hafi far-
ið um svæðið. Flugvélunum fjölgaði
um 9.949 á mflli ára, úr 73.355 í
83.294.
Áætlað er að tekjur íslendinga af
flugumferð á íslenska úthafsflugum-
ferðarsvæðinu sl. ár nemi um 1,5
milljörðum króna. Stærsti viðskipta-
vinurinn á ái-inu var Flugleiðir með
13% umferðarinnar í ferðum talið.
Næst komu British Airways og Luft-
hansa, hvort um sig með 6%. SAS og
bandarískt einkaflug voru hvort um
sig með 5% og United Airlines,
American Airlines, KLM, Air
Canada og bandaríski flugherinn
áttu hver 4% af hlutdeildinni.
Flugumferð tvöfaldast frá 1984
Aukningin í flugumferð um ís-
lenska úthafsflugstjómarsvæðið á
síðasta ári var rúmlega helmingi
meiri en reiknað hafði verið með í
áætlunum.
Flugumferð um svæðið hefur rúm-
lega tvöfaldast frá árinu 1984 en um
þriðjungur allra flugvéla sem eiga
leið yfir N-Atlantshaf fer um svæði
Islands. Svæðið er eitt hið stærsta í
heiminum, samtals 5,3 milljónir fer-
kílómetra, sem samsvarar rúmlega
helmingi af flatarmáli Bandarikj-
anna. Tekur það Boeing 747-þotu að
meðaltali um þrjár og hálfa klukku-
stund að fljúga þvert yfir svæðið frá
austri til vestur en það nær frá norð-
urpólnum, suður að ströndum Skot-
lands, upp undir strendur Kanada í
vestri og að Noregsströndum í austri.
Hagstæð eftiahagsþróun, fjölgun
nýrra flugleiða og ferða á milli með-
alstórra borga í Bandaríkjunum og
Evrópu og hagstæð veðrátta og vind-
áttir eru taldar helstu meginskýring-
arnar á aukningu flugumferðar um
svæðið á milli áranna 1997 og 1998,
að mati Flugmálastjórnar. Gífurleg
aukning hefur orðið á flugumferð um
svæðið síðustu áratugi og fóru jafn
margar flugvélar um íslenska svæðið
fyrstu fimmtán dagana í desember
1998 og allt árið 1950.