Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
LAUFEY K. BJÖRNSDÓTTIR
frá Viðey,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 13. janúar kl. 13.30.
Magnús Óttar Magnússon, Carol Magnússon,
Björn Haukur Magnússon,
Laufey Björnsdóttir, Rúnar Þór Guðjónsson,
Sigurður Guðni Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR (GÓGÓ),
Austurbrún 6,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum á gamlársdag,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 11. janúar kl. 15.00.
Katrín Guðbrandsdóttir,
Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Magnús Jóhannsson,
Benedikt Guðbrandsson, Jónína Róbertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og lang-
amma,
ÁLFHILDUR ERLA GESTSDÓTTIR,
Heiðarholti 18,
Keflavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju-
daginn 5. janúar, verður jarðsungin frá Kefla-
víkurkirkju þriöjudaginn 12. janúar kl. 13.30.
Lára Yngvadóttir, Geir Garðarsson,
Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, Lúðvík Jóelsson,
Ingunn Erla Yngvadóttir, Ragnar Margeirsson,
Brynjólfur Yngvason, Gróa Ingvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN HERMANNSSON
fyrrverandi loftskeytamaður,
Hlíðarvegi 46,
(safirði,
sem lést á Landspítalanum mánudaginn
4. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 13. janúar
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimaaðhlynningu Krabbameins-
félagsins.
Inga Ruth Olsen,
Magný Kristín Jónsdóttir, Reynir Sigurðsson,
Hermann Símon Jónsson, Merete Strom,
Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hjörtur Marteinsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR
frá Viðey,
Hæðargarði 29,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu-
daginn 11. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim, sem
vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast
bent á Krabbameinsfélagið.
Þorvaldur ísleifur Helgason,
Haukur H. Þorvaldsson,
Málfríður Á. Þorvaldsdóttir,
Helgi Þorvaldsson,
Margrét Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur (. Þorvaldsson,
Sigurður Þorvaldsson,
Guðleif Sigurðardóttir,
Stefán Pálsson,
Aileen A. Þorvaldsson,
Guðmundur Gíslason,
Hrefna Brynjólfsdóttir,
Guðrún S. Reynisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ASFRIÐUR
GÍSLADÓTTIR
+ Ásfríður Gísla-
dóttir fæddist í
Viðey 5. ágúst: 1924.
Hún lést á heimili
sínu 31. desember
síðastliðinn eftir erf-
iða sjúkdómslegu.
Foreldrar hennar
voru hjónin Gísli
Gislason, f. 14. maí
1871, d. 10 desember
1948 og Svava J. Sig-
urðardóttir, f. 27.
ágúst 1881, d. 17. júlí
1959. Systkini henn-
ar eru: Sigurður, f.
23.4. 1905, d. 22.9.
1958, Ragnar, f. 3.10. 1906, d. 10.
maí 1981, Margrét, f. 23.11. 1908,
d. 16. júlí 1964, Elísabet Sigur-
laug, f. 7.2. 1911, d. 4.2. 1965,
Olga, f. 7.5. 1912, Gísli, f. 3.10.
1913, d. 16.5. 1996, Svavar, f.
2.12. 1914, Þórunn, f. 1.9. 1917, d.
4.2. 1991, Ottó, f. 9.4. 1921 og
Sigurrós, f. 28.8. 1926.
Eftirlifandi eiginmaður Ásfríð-
ar er Þorvaldur ísleifur Helga-
son, fyrrverandi verkstjóri,
fæddur 13. september 1920. Þau
giftust 26. desember 1942. For-
eldrar hans voru hjónin Helgi
Sigurðsson, f. 23.7. 1878, d. 15.
júlí 1959 og Málfríður Ágústa
Runólfsdóttir, f. 27.8. 1884, d.
23.12. 1974. Börn þeirra Ásfríðar
og Þorvaldar eru: 1)
Haukur Hafsteinn, f.
28.8. 1942, maki
Guðleif Sigurðar-
dóttir, þau eiga þijú
börn og fjögur
barnabörn, 2) Mál-
fríður Ágústa, f.
5.11. 1944, maki
Stefán Pálsson, þau
eiga tvö börn og þijú
barnabörn, 3) Helgi,
f. 26.10. 1946, maki
Aileen Ann Þor-
valdsson, þau eiga
tvo syni, 4) Margrét,
f. 23.2. 1953, maki
Guðmundur Gíslason, þau eiga
þrjú börn en eitt lést, f frum-
bernsku og barnabörnin eru tvö,
5) Þorvaldur ísleifur, f. 31.7.
1958, maki Hrefna Brynjólfsdótt-
ir, þau eiga þrjú börn, 6) Sigurð-
ur, f. 27.10. 1960, maki Guðrún
Sigríður Reynisdóttir, þeirra
börn eru þrjú. Tvö börn þeirra
Ásfríðar og Þorvaldar létust í
fæðingu.
Ásfríður og Þorvaldur bjuggu
lengst af í Ásgarði 107, en nú síð-
ustu árin bjuggu þau í Hæðar-
garði 29.
títför Ásfríðar fer fram frá Bú-
staðakirkju mánudaginn 11. jan-
úar og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Þetta ljóð Ingibjargar Sigurðar-
dóttur kom mér í huga við andlát
tengdamóður minnar, Ásfríðar
Gísladóttur, og segir meira en mörg
orð um kynni okkar. Það er vissu-
lega mikil gæfa að hafa notið sam-
fylgdar tengdamóður sem búin var
slíkum mannkostum. Eg minnist
vinsemdar hennar og hlýju í minn
garð frá fyrstu kynnum. Hún var
traust, hreinskiptin og alltaf tilbúin
að veita aðstoð og hjálp þegar á
þurfti að halda og gera öðrum lífíð
auðveldara. Þó okkur sem yngri
vorum þætti oft vandamálin vera
nokkur eins og oft vill verða á lífs-
leiðinni. Þá hélt hún því gjaman
fram að þolinmæði, þrautseigja og
umfram allt vinnusemi, væri besta
ráðið til að vinna bug á vandamálum
hins daglega lífs.
Ásta var gæfusöm að eiga góðan
eiginmann og góð börn. I Ásgarðin-
um bjó hún þeim myndarlegt heim-
ili. Ásta var einstakur snillingur í
matargerð, hannyrðum og öllu hús-
haldi. Ásgarðurinn var miðstöð fjöl-
skyldunnar í þau ár sem þau bjuggu
þar. Þar hittist stórfjölskyldan jafnt
á hátíðum sem í önn dagsins og þá
var Ásta tengdamóðir mín ánægð
og naut sín vel, þegar allir voru
saman komnir.
Æskuárin í Viðey voru Ástu ætíð
ofarlega í huga og hvenær sem
tækifæri gafst fór hún yfir „Sundin
blá“ og sté á land í eyjunni sinni.
Þar var grasið grænna og alltaf gott
veður, og ef hún komst ekki yfír um
lét hún sér nægja að horfa yfir í eyj-
una sína frá Sundahöfninni. Margar
skemmtilegar og fróðlegar sögur
sagði hún okkur frá bernskuárun-
um í Viðey, sem gott er að eiga í
minningunni.
Kæri tengdapabbi, þessar síðustu
vikur hafa verið þér erfiðar, en þú
hefur staðið eins og klettur við hlið
Ástu þinnar og létt henni síðustu
stundimar. Megi minningin um far-
sælt 56 ára hjónaband veita þér
styrk á þessari stundu.
Elsku Ásta, hafðu þökk fyrir allt
og hvíl í Guðs friði.
Guðleif Sigurðardóttir.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Ásfríðar Gísladótt-
ur, sem lést að morgni gamlársdags
að heimili sínu, Hæðargarði 29 í
Reykjavík. Ásta var hún alltaf köll-
uð nema ef mikið lá við. Eg kynntist
Ástu fyrir 34 árum þegar ég kom
fyrst í Ásgarðinn með unnustu
minni, Málfríði. Mér var bara vel
tekið þótt svo að ég væri ekki í bolt-
anum og lítill áhugamaður á því
sviði en þar var fullt hús af Þróttur-
um. Ásta talaði oft um æskustöðv-
arnar sem voru í Viðey og var hún
hreykin af því að hafa fæðst á fal-
legu eyjunni við sundin blá. Ásta
fluttist upp á meginlandið á fimmt-
ánda ári vegna breyttra aðstæðna.
Við fórum nokkrum sinnum saman
út í Viðey og veit ég ýmislegt um
eyjuna eftir þær ferðir. Ásta starf-
aði í nokkur ár með kvenfélagi Bú-
staðasóknar og naut hún sín _ vel
með þessum góðu konum. Ásta
fluttist fyrir fimm árum að Hæðar-
garði 29 í yndislega íbúð sem pass-
aði betur en sú í Ásgarðinum en sú
íbúð var frekar óhentug fyrir roskið
fólk. Á nýja staðnum er félagsmið-
stöð í næsta húsi og var oft farið út
að spila og föndra. Fyrir einu og
hálfu ári greindist Ásta með sjúk-
dóm sem hún barðist við af mikilli
þrautseigju og æðruleysi og tölu-
vert lengur en flestir þorðu að vona
en læknavísindin ná ennþá ekki
nógu langt á þessu sviði þótt þau
séu mikils megnug. Elsku tengda-
mamma, nú ert þú farin, ég þakka
þér fyrir allt. Guð veri með þér.
Stefán Pálsson.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Guð sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku amma, það er sárt að
hugsa til þess að þú sért farin frá
okkur og komir ekki aftur. Undan-
famar vikur vom þér erfiðar, þú
varst orðin mjög lasin og á endan-
um fékkst þú hvíldina sem þú þráð-
ir. Við erum afar þakklát fyrir að
hafa komið suður og verið með þér
yfir jólin. Það sýndi best hve sterk
þú varst þegar þú komst í fjöl-
skylduboðið á jóladag þrátt fyrir
veikindin og áttir notalegan dag í
faðmi fjölskyldunnar. Stuttu eftir að
við vorum komin norður aftur, eða
að morgni gamlársdags, sofnaðir þú
svefninum langa.
I Ásgarðinum, þar sem þú og afi
höfðuð búið frá því við munum eft-
ir okkur var alltaf kátt á hjalla.
Þangað var alltaf gott að koma og
þar kom þessi stóra fjölskylda
ósjaldan saman. Amma var af-
bragðs húsmóðir og dvaldi löngum
stundum í eldhúsinu þar sem hún
útbjó mat og drykk ofan í skarann.
Þaðan var engum hleypt út nema
að hafa fengið sér bita. Allt lék í
höndunum á ömmu, hún prjónaði
peysur, sokka og vettlinga á hóp-
inn ásamt því að sauma og föndra
ýmislegt, allt var þetta ákaflega
vandað og fallegt. Fyrir um fimm
árum færðu amma og afi sig um
set í Bústaðahverfinu og fluttu inn
í nýja íbúð í Hæðargarði. Þar
eyddi amma síðustu ævidögum sín-
um þar sem afi stóð sig eins og
hetja við að gera þá sem allra
besta með aðstoð barna þeirra og
fleira góðs fólks. Við viijum biðja
góðan Guð að gefa afa styrk í sinni
miklu sorg, svo og fjölskyldunni
allri. Minning þín lifir að eilífu.
Bless elsku amma.
Gísli, Linda og Ilulda.
Elsku amma, að kveðja þig í
hinsta sinn er þrautin þyngii, sárt
er hjartað og hugurinn fullur af
minningum úr Ásgarði, Hæðó,
mannamótum eða bara úr bænum.
Hvað við höfðum gaman af því að
fara saman í bæjarferð þrír ættliðir
og jafnvel fjórir í seinni tíð sem end-
aði yfirleitt inni á kaffihúsi með
kaffí og fíneríi, þar var rætt um
heima og geima allt mögulegt og
ómögulegt. Oft hvein í, því ekki vor-
um við alltaf sammála um lífsins
nauðsynjar en aldrei þó ósátt. Það
vakti oft kátínu að afi skildi aldrei
neitt í neinu hversu langan tíma það
tók að fara í bæinn í eina eða tvær
búðir.
Allar minningarnar úr Ásgarði;
þegar við systkinin vorum lítil og
þið afi voruð að passa okkur vorum
við ávallt í aðalhlutverki og allt vék
sem þurfti að gera á heimilinu
þangað til við vorum sofnuð eftir
nokkrar bænir og sögur af þér sem
lítilli stelpu í Viðey.
Elsku amma það er erfitt að
koma því á blað hversu sárt við
söknum þín og hversu vænt okkur
þykir um þig en minning um góða
og yndislega ömmu lifir að eilífu.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Megi góður Guð geyma þig, elsku
amma okkar.
Ásta Birna og Þorvaldur.
Það var á gamlársdag er barns-
faðir minn og kona hans komu til
mín og færðu mér þá sorgarfrétt að
hún Ásta væri dáin.
Það varð mikið tómarúm í huga
mínum og fannst mér hluti af sjálfri
mér hafa farið með henni.
Ég sá Ástu síðast á jóladag í boði
hjá syni sínum og var hún þá svo
skýr og friðsæl. Á miklum styrk
hafði Ásta það af að fara alla leið til
Hafnarfjarðai- og samgleðjast fjöl-
skyldu sinni á jólunum. Hún var svo
dugleg að berjast við þennan illvíga
sjúkdóm en hún varð að láta undan
að lokum, því miður.
Ásta var mikið góð kona og leið
mér alltaf svo vel í návist hennar.
Hún bjó yfir svo miklum þokka og
dugnaði. Ég er þakklát fyrir þær
stundir sem ég átti með henni og
minningar um hana geymi ég í
hjarta mínu.
Elsku Valli og fjölskylda, ég votta
ykkur mína innilegustu samúð.
Hvíl þú í friði.
Aldís.
Elsku amma mín.
Mér þykir það svo sorglegt að þú
sért farin frá mér, og að þú sért far-
in frá okkur öllum. En þó að það sé
sorglegt var þetta það besta fyrir
þig því nú ertu í friði hjá englunum.
Ég man að þegar pabbi, ég og bróð-
ir minn komum til þín, fórstu alltaf
inn í eldhús og bakaðir bestu
pönnukökur í heimi. Ég borðaði