Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Síðar sögðu margir: Nýja Kína varð til í ljóði og margir menntamenn hrifust af þv£.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg SENDIHERRA Kína á ís- landi, Wang Ronghua, er ekki aðeins stjórnarerind- reki heldur líka skáld. Hann hefur ort um hugleiðingar sem spruttu þegar hann ók um Hvalfjarðargöngin. Þar líkir hann göngunum við risastóran dreka er geri gys að tímanum sem hann hafi drepið með því að leika sér að perlum en orðið leiður á því. Til að tryggja að allir yrðu ánægðir hafi drekinn boðið öllum að aka frítt um búk sinn fyrsta daginn. Wang kom hingað til lands fyrir 10 mánuðum og segist lítið hafa vitað um landið áður en hann var sendur hingað. Hann er fæddur 1945 og á eiginkonu og tvær dætur í Peking. „Önnur dóttir mín starfar hjá auglýsingastofu en sú yngri stund- ar nám í viðskiptafræði. Sjálfur er ég frá héraðinu Shenyang og ólst upp í borginni Tientshin en er menntaður í viðskiptafræði við há- skólann í Peking. Eg byrjaði ungur að vinna í ut- anríkisráðuneytinu. Á níunda ára- tugnum var ætlunin að ég færi til starfa í Jórdaníu en þá var faðir minn mikið veikur svo að ég komst ekki en var svo sendur hingað til íslands í fyrra. Satt að segja bjóst ég frekar við að verða sendur til Afríkulands en þetta varð niður- staðan,“ segir hann brosandi. Kínverjar lýstu á sínum tíma yfir mikilli vanþóknun er varaforseti Taívans kom hingað til lands en Pekingstjórnin harðneitar að sætta sig við alla sjálfstæðistilburði ey- ríkisins. Sendiheirann segist telja að samskipti íslendinga og Kín- verja séu nú með ágætum og gagn- kvæmar heimsóknir ráðamanna landanna hafi átt sinn þátt í því. Engar meiri háttar deilur séu milli ríkjanna og oft styðji þau tillögur hvort annars hjá Sameinuðu þjóð- unum. Einnig séu viðskipti þeirra báðum í hag. Aukin viðskipti Nokkrir Kínverjar hafa fengið menntun hér á landi í jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og lýsir Wang ánægju með þau samskipti. Kín- versk skipasmíðastöð er nú að smíða stórt fiskiskip fyrir íslenska útgerð og viðskipti landanna hafa vaxið hratt síðustu árin enda upp- gangur verið mikill í þeim báðum. Kínverskir ráðamenn hafa í heim- sóknum sínum hingað rætt um möguleika á að Kínverjar fjárfesti í orkufrekum iðnaði á íslandi. Wang er spurður hvemig þau mál séu stödd. „Það er lítil hreyfing á þeim núna. Kínverskt stórfyrirtæki í málmiðnaði hefur kannað mögu- leikana á að fjárfesta í áliðnaði hér en niðurstaðan, að minnsta kosti núna, er sú að þetta muni ekki reynast hagkvæmt fyrir það. En ég held að ekki sé búið að slá hug- myndina endanlega af og til greina kemur að þá verði leitað markaða fyrir framleiðsluna annars staðar en í Kína. Eitt af hlutverkum sendiráðsins er að kanna möguleika af þessu tagi fyrir kínversk fyrirtæki og áhuginn er mikill þar.“ Sendiherrann segir að ástæðan fyrir því að ekki hefur orðið úr um- ræddum fjárfestingum sé ekki minnkandi hagvöxtur í Kína en minnir þó á að kreppan í Asíu hafi valdið erfíðleikum í landinu. Út- flutningur til annarra Asíulanda hafi dregist mjög saman en reynt sé að bregðast við því með því að auka innanlandsneyslu. Aðspurður segir hann að vissu- lega sé enn fátækt og ólæsi í Kína. Þar séu nú samkvæmt opinberum tölum um 40 milljónir manna undir fátæktarmörkum sem eru þó mun lægri en hjá okkur en íbúarnir eru alls um 1.200 milljónir. Skáldið og byltingarhetjan Wang er mikill áhugamaður um skáldskap og yrkir sjálfur þegar andinn kemur yfir hann. Hann vann á sínum tíma að verkefnum er vörð- uðu Kanada og hefur þýtt kanadísk- ar smásögur. „Eg var spurður hvort ég treysti mér til að skrifa kaflann um kanadísk leikhúsverk í kín- versku alfræðiorðabókma-.-~Enginn annar var til taks og ég sló því til! Einnig hef ég þýtt ævisögur banda- rísku kvikmyndaleikkonunnar Katherine Hepbum og Alfreds Hitchcocks á kínversku, sú seinni var gefín út í Hong Kong og þær seldust mjög vel.“ Hann ræðir ljóðlist byltingarleið- togans Mao Zedongs en var Mao kannski betra skáld en stjómmála- maður? Wang segir ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Það sé rétt að persónudýrkunin hafi verið afleit og Mao hafi gert mistök. En það breyti því ekki að hann hafi verið mikill stjómmálaleiðtogi og flestir Kín- verjar eigi honum skuld að gjalda. Og skáld hafi hann svo sannarlega verið. „Mao var áreiðanlega eitt af mestu skáldum í sögu Kína. Árið 1945 bað Chiang Kai Chek, leiðtogi þjóðernissinna, sem þá vora við völd, Mao að koma frá Yenan til friðarviðræðna í stjómarsetrinu Chungking. Um sama leyti vora hermenn stjórnarinnar að reyna að ganga á milli bols og höfuðs á her- liði kommúnista víða í landinu. Chiang bjóst ekki við að Mao kæmi en það gerði hann samt, öllum til undrunar. Hann birti þá ljóðið Snjó. Það var ort um miðjan fjórða áratuginn og hefur verið sagt að ekki einu sinni á tíma Sung-ættar- innar, fyrir meira en þúsund árum, hafi verið betur ort. Hann segir þar Drekinn gepin gys að tímanum ✓ Kínverski sendiherrann á Islandi, Wang Ronghua, hefur hug á að kanna möguleika á fjárfestingum kínverskra stórfyrirtækja hérlendis og segir samskipti ríkjanna nú -----7----------------------------------- góð. I samtali við Kristján Jónsson kemur fram að sendiherrann hefur þýtt ævisögu vestrænnar kvikmyndastjörnu á móðurmál sitt, er mikill áhugamaður um skáldskap Maos Zedongs og tjáir sig stundum sjálfur í ljóði. meðal annars að leita verði að af- reksmönnum í nútímanum en ekki í fortíðinni. Chiang sagði í viðræðunum að honum fyndist sem Mao væri efni í keisara en hann svaraði og sagðist ekki vilja verða keisari, hann væri aðeins í forystu fyrir hópi óeirða- seggja!“ segir Wang og hlær. Snjór varð undir eins þekkt og vinsælt að sögn Wangs og reyndu mörg skáld að yrkja undir sama hætti, reyndu að svara Mao. Á veit- ingastöðum í Chungking voru meii-a að segja fest upp spjöld með ljóðinu. „Síðar sögðu margir: Nýja Kína varð til í ljóði og margir mennta- menn hrifust af því.“ I Chungking hitti Mao meðal annars þekkt og mjög virt skáld, Liu Yatzu, og gaf honum Ijóðið sitt; sá hinn sami sagði Mao vera afburða skáld og hann hefði breytt ljóðinu í vopn. Liu mun þó aldrei hafa orðið kommúnisti en hann lést 1958. En er hægt að gagnrýna ofstæki og afbrot menningarbyltingarinnar án þess að gera Mao um leið ábyrg- an? Og hvað með ógeðfelldar lýsing- ar á einkalífi Maos sem koma fram í endurminningum líflæknis hans, var hann ekki neitt valmenni? „Ég hef ekki lesið þessa bók en ég hef séð kvikmyndir þar sem Mao er lýst sem mjög góðum manni. Hann sendi á sínum tíma son sinn til að taka þátt í Kóreustríðinu og hann féll. Upp úr 1960 áttu Kínverj- ar við mikla erfiðleika að stríða og þá neytti hann aðeins óbrotinnnar fæðu. Sama er að segja um árin fyr- ir sigurinn 1949, hann deildi alltaf kjöram með mönnum sínum.“ Mao bar ábyrgð En er þetta ekki allt hluti af dýrðaróði sem var sunginn leiðtog- anum, er hægt að treysta svona frá- sögnum? „Það er engin þörf á því að tráa á Mao, það vildi hann ekki. Hann var mjög ákveðinn, vissi alveg hvað hann vildi og var mikill persónu- leiki. Mao gerði það sem hann vildi sjálfur. En það er engin spurning að hann bar ábyrgð, hann kom menn- ingarbyltingunni af stað og við við- urkennum að það voru mistök." Wang er spurður hvort átök séu í forystu kommúnistaflokksins milli harðlínumarxista og þeirra sem vilja markaðshyggju. Hann segir það ekki vera að sínu mati. „Það er mikil eining í forystunni núna, þeir styðja allir þá stefnu sem fylgt er af hálfu Jiangs Zemins forseta og Zhus Ronggjis forsætisráðherra." Sendiherrann er minntur á ummæli eins af öldungunum úr Göngunni miklu sem nýlega sakaði leiðtoga landsins um að feta sig inn á veg kapítalismans. „Það getur verið að rætt sé um slíkt en ekki í forystunni sjálfri. Fólk verður að átta sig á því hvern- ig nútímalegur marxismi er. Marx- isminn er lifandi hugsun með marg- víslegum kennisetningum. Kín- verski kommúnistaflokkurinn er mjög fær í að tengja grundvallarat- riði marxismans við raunveraleik- ann. Við eram núna að byggja upp sósíalískt markaðskerfi en það merkir ekki að við flytjum inn kap- ítalisma. Við fylgjum enn stefnu sósíalism- ans en eram á frumstigi hans. Bæta verður kjör fólksins og eigi stefnan að ganga upp verður að veita fram- leiðsluöflunum frelsi.“ Er einhver munur á þessu og blönduðu hagkeifi Vesturlanda? „Það tel ég, það er munur. Við er- um að reyna að byggja upp sósíal- isma með kínverskum sérkennum og markmiðið er að minnka muninn á kjöram ríkra og fátækra. Við reynum nú að bæta þau í sveitunum en eftir sem áður eru um 40 milljón- ir manna undir fátæktarmörkum. Strandhéraðin, sem eru auðugi-i, reyna að aðstoða hin héruðin." Hann segir aðspurður að Kín- verjar viðurkenni hiklaust að ýmis- legt sé að. Leita beri sannleikans með því að huga að staðreyndum. Þetta hafi komið fram í ræðu Jiangs forseta fyrir skömmu er hann gerði upp tveggja áratuga reynslu af um- bótastefnunni. Hann hefði sagt að sums staðar væri óánægja meðal fólksins. Mannréttindi og umbætur Kínverski drekinn tekur það oft óstinnt upp ef hann er gagnrýndur en Wang heldur ró sinni þegar hann er spurður um mannréttindi í Kína og segir að kommúnistaflokkurinn hafi upprunalega verið frumkvöðull í að koma á lýðréttindum í landinu. Þess vegna hafi hann orðið svo öfl- ugur, hann hafi áunnið sér stuðning þjóðarinnar. „Við teljum að Kína sé nú lýðræð- islegt land. Þar eru átta stjórnmála- flokkar sem stjórna ásamt okkur, kommúnistaflokkurinn ráðgast við þá. Hinir flokkarnir era að stækka og eiga fulltráa á þjóðþinginu. Hvemig væri líka hægt að tryggja stöðugleika í samfélaginu ef ekki væri neitt lýðræði? I sumum verksmiðjum ákveða starfsmenn, ekki stjórnendur, hver skuli vera forstjóri. Búið er að setja lög um fyrirtækjarekstur. I einni verksmiðjunni var skipt um for- stjóra og starfsmenn fóra með mál- ið fyrir dómstóla. Þeir vildu hafa áfram sama forstjórann og unnu málið. Það era kosningar hjá okkur í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.