Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI ASGEIR LARUSSON Ásgeir Lárasson full- trúi, Hlíðargötu 4, Nes- kaupstað, er 75 ára í dag. Asgeir er fæddur í Neskaupstað og ólst þar upp hjá foreldram sínum og 11 systkinum í Sjávarborg s. st., en foreldrar hans voru þau Láras Ásmundsson, ættaður úr Vöðlavík, og Dagbjört Sigurðardótt- ir, ættuð úr Mjóafirði. Ásgeir sótti skóla í Neskaupstað og lauk __ gagnfræðaprófi þaðan. Á yngri áram stundaði Ásgeir sjóinn svo sem títt var í þá daga og var m.a. á síldveiðum og síðar einnig um tíma á farskipi. Npkkru eftir seinna stríð eignaðist Ásgeir forláta Austin-vörabifreið og var hún um árabil notuð við margvísleg verkefni á Norðfirði. Hann var um tíma olíuafgreiðslumaður í Nes- kaupstað. Framkvæmdastjóri Pöntunarfélags alþýðu var hann í tvö ár og sá þá um rekstur verslun- arinnar Pan í Neskaupstað sem seldi matar- og vefnaðarvörar svo °g byggingavörar. I 14 ár var Ás- geir fréttaritari Morgunblaðsins í Neskaupstað. Ásgeir hóf störf sem fulltrúi hjá bæjarfógetaembættinu í Neskaup- stað 1. ágúst 1959, síðar sýslu- mannsembættinu s. st., og hefur starfað þar allar götur síðan eða í tæp fjörutíu ár. Á þessum tíma hef- ur hann gegnt nánast öllum störf- um sem undir sllkt embætti falla og var m.a. alloft settur bæjarfógeti í Neskaupstað í fjarveru reglulegs bæjarfógeta, en slíkt telst óvana- legt þar sem hann er ólöglærður og slíkur ráðahagur útilokaður nú á dögum. Þetta lýsir því vel hve ráðu- neyti dómsmála bai- mikið traust til Ásgeirs. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Neskaupstaðar í fjögur ár og var formaður Lionsklúbbs Neskaup- staðar í fjögur ár. Ásgeir er mikill áhugamaður um leiklist og starfaði með leikfélagi Neskaupstaðar í 18 ár. Hann er einnig mikill tónlistarannandi og söng með ýmsum kóram í Nes- kaupstað í ein 30 ár og einnig hefur hann fengist við að leika á mand- ólín. Hinn 25. desember 1955 kvæntist Ásgeir Unni Bjarnadóttur, en hún er dóttir Bjarna Sveinssonar, sem ættaður var úr Viðfii’ði, og Guðrún- ar Friðbjörnsdóttur, sem ættuð var úr Skriðdal. Pau eignuðust fjögur börn og era tvö þeirra á lífi: Oskírð dóttir, fædd og dáin 22. september 1951, Heimir, f. 1. júní 1955, verk- stjóri í Neskaupstað, maki Theresa Ásgeirsson ræstitæknir, fædd á Bretlandi, og eiga þau þrjú börn, Sævar, f. 4. desember 1959, en hann lést í snjóflóði í Norðfírði 1978, og Sveinn, f. 18. ágúst 1964, tannlæknir í Reykjavík, maki Hólmfríður Brynjólfs- dóttir tannlæknir og eiga þau þrjú böm. Sá sern þetta ritar kynntist Ásgeiri fljót- lega eftir að hafa hafið störf sem fulltrúi sýslumannsins á Eski- firði árið 1983, en tals- verð samskipti hafa verið með embættun- um í gegnum tíðina og hefur sú vinátta sem fljótlega skap- aðist haldist síðan. Undirritaður hefur starfað með Ásgeiri alloft sem settur bæjarfógeti í Neskaup- stað og loks sem sýslumaður s. st. frá 1. júlí 1992 til 1. okt. 1998. Ás- geir er mjög drífandi og traustur starfsmaður en hann hefur lagt mikinn metnað í að halda öllu til haga og fylgjast með að hin ýmsu verkefni embættisins gangi snurðu- laust fyrir sig og án óþarfa dráttar. Útivist og íþróttir skipa veglegan sess hjá Ásgeiri og hann fer dag- lega í langar gönguferðir með Unni, en þau era nýlega hætt að stunda badminton. Hann fylgist af miklum áhuga með helstu íþrótta- viðburðum og þá sérstaklega knatt- spyrnu og situr ekki á skoðunum sínum um framgang einstakra leikja og annarra viðburða og er ákaflega gaman að skiptast á skoð- unum við hann um íþróttir, en við þær rökræður ríkir engin logn- molla af hálfu afmælisbarnsins. Ásgeir er ákaflega raddmikill og fer ekki í grafgötur með skoðanir sínar sem hann tjáir með sinni hljómmiklu rödd og fer aldrei á milli mála hver þar er á ferðinni og er hann hrókur alls fagnaðar á góðri stundu. I Neskaupstað er starfræktur einstakur gufubaðs- klúbbur sem stofnaður var hinn 14. október 1948, en það ár var sund- laug Neskaupstaðar tekin í notkun og hefur Ásgeir verið félagi í hon- um um 30 ára skeið. Mikið er skraf- að og skeggrætt í þeim ágæta karlaklúbbi og þætti mörgum fróð- legt að vera fluga á vegg þegar ým- is málefni eru tekin fyrir og þau brotin til mergjar að hætti „Elsta og virðulegasta gufubaðsklúbbs bæjarins", en svo kallast klúbbur- inn af alkunnri hógværð félaga hans. Að lokum vill undirritaður þakka Ásgeiri fyrir einstaka viðkynningu og samstarf á liðnum áram jafn- framt því að óska honum tO ham- ingju með afmælið og þeim Unni alls velfarnaðar í framtíðinni. Á afmælisdaginn munu þau Ás- geir og Unnur dveljast hjá syni sín- um, Sveini Ásgeirssyni, í Grófarseli 28 í Reykjavík. Bjarni Stefánsson. Aðsendar greinar á Netinu v^>mbl.is _ALLTAf= e/TTHVAO HÝTT ^USI% SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 49. MYNDLISTANAMSKEIÐ fyrir börn, unglinga og fullorðna - byrjendur og lengra komna. Teikning, málun (vatnslitir, akríl, olía, silkimálun), myndvetnaður, teiknimyndasögur og fjöltækninámskeið fyrir börn og unglinga. UPPLÝSINGAR OG INNRITUN í SÍMA 562 2457 OG 552 6570 Þú fiefur áJirif á síefnu Sjálfsfaeðisflokksins 33. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn 11. - 14. mars n.k. Næstu daga halda eftirtaldar málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins opna fundi þar sem drög að ályktunum landsfundar verða kynnt. W Fundirnir eru opnir öllum sjálfstæðismönnum. Fundarstaður er Valhöll og eru fundartímar sem hér segir: AVánudagur 11. janúar: KI. 17.15 íþrótta-, æskulýðs- og tómstundanefnd Kl. 17.15 Landbúnaðarnefnd Kl. 17.15 Menningarmálanefnd Kl. 17.15 Tryggingamálanefnd Þriðjudagur 12. janúar: Kl. 17.15 Heilbrigðisnefnd Kl. 17.15 Iðnaðarnefnd Kl. 17.15 Skattamálanefnd Kl. 17.15 Skóla-og fræðslunefnd AViðvikudagur 13. janúar: Kl. 17.15 Jafnréttisnefnd Kl. 17.15 Nefnd um samgöngu- og fjarskiptamál Kl. 17.15 Réttarfars- og stjórnskipunarnefnd Kl. 17.15 Sveitarstjórnar- og byggðanefnd Fimmfudagur 14. janúar: Kl. 17.15 Ferðamálanefnd Kl. 17.15 Nefnd um upplýsingamál Kl. 17.15 Umhverfis- og skipulagsnefnd Kl. 17.15 Vinnumarkaðsnefnd Fösfudagur 15. janúar: Kl. 17.15 Fjölskyldumálanefnd Kl. 17.15 Nefnd um málefni aldraðra Kl. 17.15 Orkunefnd Kl. 17.15 Viðskipta- og neytendanefnd /VYánudagur 18. janúar: Kl. 17.15 Sjávarútvegsnefnd Allar frekari upplýsingar um fundina er hægt að fá á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 5151700 eða á heimasíðu flokksins www.xd.is SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN Lokað mánudaginn 11. janúar l þrið; J.tS3.1^n hefst judaginn 12. janúar ^ l ♦ ♦ ^3 C3 Tískuverslun • Kringlunni 8-12 • Sími 553 3300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.