Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.01.1999, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB OG ÍSLENSKUR SJÁVARÚTYEGUR EF TIL aðildarviðræðna kæmi er líklegt að markmið Islendinga yrðu í grundvallaratriðum þau sömu og Norðmanna, þ.e. að tryggja veiðimöguleika Islendinga til frambúðar og áframhaldandi ábyrga stjórn fiskveiða innan ís- lenskrar efnahagslögsögu. Ahersl- ur Islendinga yrðu samt að mörgu leyti aðrar en Norðmanna og á það sér efnahagslegar og landfræðileg- ar skýringar. Hlutur sjávarátvegs í þjóðarbúskap Norðmanna er mun minni en á Islandi. Sem dæmi má nefna að norskur sjávarátvegur stendur fyrir um 7,2% aí vöraút- flutningi landsins. A Islandi er hlutur sjávarátvegs um 75% af vöruútflutningi (55% af gjaldeyris- tekjum). Það gefur því augaleið að Islendingar myndu leggja áherslu á að um þjóðarhagsmuni væri að ræða en ekki svæðisbundna hags- muni eins og Norðmenn gerðu. Norðmenn deila fiskistofnum með Evrópusambandinu þar sem efna- hagslögsögur þeirra og sambands- ins liggja saman. Samningsstaða íslendinga er því töiuvert frá- bragðin samningsstöðu Norð- manna. Aðild að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Ef til aðildarviðræðna kæmi er ekki raunhæft að gera ráð fyrir að íslendingar gætu staðið utan við sjávarátvegsstefnu ESB til fram- búðar. Fiskveiðistefnan er hiuti af lagasafni Evrópusam- bandsins (acquis communautaire) og því yrðu Islendingar væntanlega að gang- ast undir þá sameigin- legu sjávarútvegs- stefnu sem gilti við inngöngu. Um þetta er þó ekkert hægt að full- yrða en ef tekið er til- lit til reynslu Norð- manna og ummæla Emmu Bonino verður að teljast ólíklegt að íslendingar gætu fengið varanlega und- anþágu frá stefnunni í heild sinni. Spurningin er hins vegar sú hvort Islendingar geti tryggt forræði sitt yfir fiski- miðunum innan sameiginlegu sjáv- arátvegsstefnunnar í samningavið- ræðum - og jafnvel hagnast á henni. Hér ber að árétta að aðild- arsamningur er ígildi Rómarsátt- málans og verður því ekki breytt nema að fengnu samþykki viðkom- andi þjóðar. Veiðiréttindi og aflahlutdeild Efnahagslögsaga fslendinga liggur hvergi að efnahagslögsögu Evrópusambandsins og era flestir nytjastofnar innan íslenskrar lög- sögu staðbundnir. Á milli íslend- inga og Evrópusambandsins eru því engir samningar í gildi um nýt- ingu á deilistofnum í lögsögu hvors annars líkt og er á milli Norð- manna og sambands- ins. í tengslum við EES- samninginn gerðu ís- lensk stjórnvöld samn- ing við Evrópusam- bandið um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Sam- kvæmt honum hefur Evrópusambandið rétt til að veiða allt að þrjú þúsund tonn af karfa (sem jafngildir 1.500 þorskígildum) á af- mörkuðu svæði _ í ís- lenskri lögsögu. Á móti fá íslendingar að veiða 30 þúsund tonn af loðnu (1.800 þorskígildi) sem Evrópusambandið hefur feng- ið frá Grænlendingum. Um veiðar Ég get fullyrt, segir Ulfar Hauksson í þriðju grein sinni, að í sögu Evrópusambands- ins hefur aldrei verið gengið þvert á grund- vallarhagsmuni aðildarríkis. Evrópusambandsins gilda mjög strangar reglur og hefur eftirtekja skipa Evrópusambandsins verið mjög rýr. Árið 1996 náðu þau ein- ungis að veiða um 220 tonn af þeim þrjú þúsund sem þau hafa heimild til að taka úr sjó. Hvað varðar aðrar veiðiheimildir Evrópusambandsþjóða á íslands- miðum má geta þess að Belgar höfðu um tíma rétt til að veiða allt að fjögur þúsund tonn af botnfiski hér við land. Síðustu árin náðu þeir einungis að nýta rám þúsund tonn. Sú veiðireynsla sem Evrópusam- bandið hefur innan íslenskrai- lög- sögu, og byggt yrði á við úthlutun kvóta, er því sáralítil. Reglan um Yfir 1.200 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthrDun Fréttagetraun á Netinu mbl.is __ALLTAe en~rHVrAÐ HÝTT hlutfallslegan stöðugleika myndi því tryggja að lítil breyting yrði á úthlutun veiðiheimilda til íslenskra skipa í íslenskri lögsögu. I aðildarviðræðum má gera ráð íyrir að lágmarkskrafa Islendinga yrði sú að aflaheimildir Evrópu- sambandsins myndu ekki aukast frá því sem nú er. Þessi krafa er sambærileg þeirri sem Norðmenn settu fram en þeim tókst að tryggja svo til óbreytta stöðu mála frá EES-samningnum. Leiða má líkur að því að Evrópusambandið myndi gera kröfu um að því yrði gert tæknilega mögulegt að veiða þau þrjú þúsund tonn af karfa sem það hefur rétt á samkvæmt EES- samningnum. Líkleg niðurstaða í aðildarvið- ræðum yrði sú að Evrópusamband- inu yrði gert tæknilega mögulegt að veiða upp í ákvæði EES-samn- ingsins. I stað þess að semja um fasta aflatölu er líklegt að samið yrði um ákveðna prósentutölu af leyfilegum karfaafla líkt og gert var um þorskafla í Barentshafi í norska samningnum. Islendingar myndu svo að sjálfsögðu halda hlutdeild sinni í loðnukvóta Evr- ópusambandsins. I aðildai-viðræð- unum yrði því um að ræða nánari útfærslu á gildandi samningi við sambandið um gagnkvæm fisk- veiðiréttindi. Norðmenn náðu að ti-yggja svo til óbreytta stöðu frá EES-samkomulaginu og engin ástæða er til að ætla að árangur okkar Islendinga yrði lakari í við- ræðum við Evrópusambandið. Engin ástæða er heldur til að ætla að Evrópusambandið fari fram á að við greiðum „aðgangseyri" að sam- bandinu í formi veiðiheimilda frek- ar en Norðmenn. I EES-samn- ingnum féll Evrópusambandið frá öllum kröfum sínum um veiðiheim- ildir í íslenskri lögsögu í skiptum fyrir aðgang að mörkuðum. Sam- komulagið sem gert var í tengslum við EES-samninginn er ekki hægt að túlka sem tollafríðindi í skiptum fyrir veiðiheimildir. Evrópusam- bandið féll frá öllum kröfum um slíkt en gerði hins vegar kröfu um gagnkvæm skipti á veiðjheimildum. Þetta tvennt er ólíkt. í EES-sam- komulaginu staðfesti Evrópusam- bandið „gífurlegt mikilvægi fisk- veiða fyrir Island“ og viðurkennir að sjávarátvegur sé „grundvöllur efnahagsstarfseminnar". Engin ástæða er til að ætla að sambandið sneri við blaðinu hvað þetta verðar ef til aðildarviðpæðna kæmi um fulla inngöngu Islendinga í Evr- ópusambandið. Aðgangur að fiskveiðilögsögum Hvað varðar aðgengi Evrópu- sambandsflotans að Islandsmiðum má slá því föstu að Islendingar myndu fara fram með sömu áhersl- ur og Norðmenn; þ.e. krefjast að aðgangur fiskveiðiflota Evrópu- sambandsins að íslenskri lögsögu myndi hvorki aukast né að hann gæti sótt í vannýttar tegundir. Hér að ofan vora líkur leiddar að því að Evrópusambandið færi fram á að fiskiskipum þess yrði gert tækni- lega mögulegt að veiða upp í þær aflaheimildir sem samið var um í tengslum við EES-samkomulagið og að komið yrði til móts við þær kröfur. Að öðru leyti er engin ástæða til að ætla að sókn Evrópu- sambandsins á Islandsmið myndi aukast frá því sem nú er. Fjárfestingar í sjávarútvegi og áhrif styrkjakerfisins Ætla má að íslendingar myndu leggja töluvert upp úr því að ákvæði EES-samningsins um var- Sölustjóri á íslandi Norskt fyrirtæki, sem hefur átt vinsældum að fagna í heimasölu, leitar að sölustjóra/söluleyfishafa (franchise) á íslandi. Vörurnar okkar eru snyrti- og húðvörur, sem innihalda náttúruleg efni og jurtaolíur. Við getum boðið þér gæðavörur og örugga afhendingu, sölu- og upplýsingakerfi af bestu gerð, góðan stuðning og frelsi til að byggja upp sölukerfi í landinu og tryggja þér ágóða. Við gerum ráð fyrir að þú hafir reynslu af MLM eða heimasölu og að þú sjáir um að móta gott sölukerfi. Við óskum eftir skriflegri umsókn í bréfi eða á faxi á ensku eða dönsku/norsku/sænsku. Við hlökkum til að taka við umsókn þinni, helst fyrir lok janúar. INE Shine A/S, PB 23, 1322 Hevik, Norge Sími 0047 6710 2190 Fax 0047 6710 2199 anlega undanþágu frá fjárfesting- um útlendinga í sjávarátvegi yrði fest í aðildarsamningi og hefði þá stöðu frumréttar eins og Rómar- sáttmálinn. Öraggt má telja að tímabundin undanþága fengist en erfitt er að leggja mat á hvort krafa um varanlega undanþágu næði fram að ganga. Þó má benda á að í tengslum við EES-samning- inn héldu talsmenn Evrópusam- bandsins því fram, allt fram á síð- ustu stundu, að slík undanþága væri óhugsandi. Jafnframt má benda á skýra undanþágu sem Danir fengu frá ákvæðum Ma- astricht-samningsins um fjárfest- ingar útlendinga í sumarbústaðar- löndum. Hins vegar hafa verið uppi raddir um að slaka beri á núver- andi löggjöf og leyfa a.m.k. óbeina eignaraðild útlendinga. Talsmenn þessa sjónarmiðs eru á þeirri skoð- un að bannið sé okkur Islendingum ekki í hag; sjávarátvegur sé meira en bara veiðar og frumvinnsla. Þeir telja sjávarátveg háþróaðan mat- vælaiðnað þar sem dreifing fram- leiðslunnar og markaðssetning leiki stórt hlutverk. Það sé því Is- lendingum í hag að nýta erlenda þekkingu og fjármagn á þessu sviði. Af því sem hér hefur komið fram virðist því um þrjá kosti að ræða sem gnmdvöll í samningum um takmarkanir á fjárfestingum er- lendra aðila í sjávarátvegi ef Is- lendingar kjósa að hefja aðildarvið- ræður við Evrópusambandið: Að fá varanlega undanþágu líkt og nú er að finna í EES-samningnum. Að fá ótvírætt leyfi til að setja lög sem binda heimild til fjárfestinga í sjávarátvegi við búsetu - svipað og danska sumarbústaðaákvæðið. Að fá heimild til að setja lög sem kveða á um sterk efnahagsleg tengsl á milli útgerðar og vinnslu við heimahöfn skips - svipað og túlkun norskra stjórnvalda á sam- eiginlegri yfirlýsingu þeirra og Evrópusambandsins um kvóta- hopp. Styrkjakerfi Evrópusambands- ins hefur áhrif á íslenskan sjávar- útveg hvort sem við Islendingar stöndum utan sambandsins eða geramst fullir aðilar að því. Gangi Island í Evrópusambandið mun ís- lenskur sjávarátvegur verða styrk- hæfur samkvæmt almennum regl- um sem í gildi eru um þróunarsjóði sambandsins. Nánari skilgreining á rétti íslensks sjávarútvegs til fjárstuðnings færi fyret 0g fremst eftir því hvernig Island yrði skil- greint sem efnahagslegt þróunar- svæði. Það yrði gert í aðildarsamn- ingnum og er því samningsatriði. Eins og staðan er í dag er líklegt að Island sem heild myndi falla undir svokallað markmið 6. Það má gera því skóna að ef Islendingar myndu leggja fram þróunaráætlun um niðurskurð flotans gætu þeir átt von á umtalsverðum styrkjum í tengslum við það verkefni. Þar að auki mætti vænta stuðnings við uppbyggingu á annarri atvinnu- starfsemi í þeim byggðarlögum þar sem röskun yrði á atvinnulífi í kjöl- far niðurskurðarins. Þá má ætla að styrkir fengjust til uppbyggingar og endurbóta á hafnaraðstöðu, til verndunaraðgerða og til sértækra aðgerða eins og könnunarleið- angra, tilraunaverkefna og til- raunaveiða. Að auki ættu Islend- ingar að eiga kost á styrkjum til vöraþróunar og markaðsmála í sjávarútvegi. Styrkveitingarnar væra svo háðar mótframlagi ís- lenskra stjórnvalda og greinarinn- ar sjálfrar en almenna reglan er sú að þau nemi um helmingi af heild- arupphæð. Hvort um slíkt yrði að ræða og hversu hátt mótframlagið yrði, ef þetta yrði raunin, er ómþgulegt að segja nokkuð til um. Á íslandi er starfandi þróunar- sjóður sjávarútvegsins sem hefur í raun sama hlutverk og styrkjakerfi Evrópusambandsins, þ.e. að kaupa fiskvinnslustöðvar og framleiðslu- tæki þeirra og greiða styrki fyinr úreldingu fiskiskipa til að draga úr afkastagetu í greininni. Auk þess á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.