Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 43i Áramót ...Tímamót. í upphafi ársins kvaddi elskulegur frændi minn, hann Addi Pé, þetta jarðlíf. Ævintýramaður og ferðalangur er farinn að kanna ný mið. I endur- minningunni lifir vaskur, glaðvær maður sem alltaf var að koma eða fara. Frændi keyrði vörubíl milli Akureyrar og Reykjavíkur lengst af sínum starfsferli. Þegar ég var barn var Addi frændi einkar kær- kominn gestur, stór og stæðilegur maður í erfiðisvinnu þurfti stað- góða fæðu og væri móðir mín ekki heima reyndi _ ég krakkinn að bjarga málum. I fyrsta skipti á æv- inni reyndi ég að spæla egg og það tókst ekki betur en svo að öll skurnin fylgdi með, en þetta borð- aði hann frændi minn með bestu lyst án þess að mögla. Virðing hans og velvild gagnvart fólki, börnum jafnt sem fullorðnum, laðaði að honum fólk. Hann var einstaklega barngóður og óþreytandi að hafa okkur krakkagi'islingana með sér í alls kyns útréttingum, t.d. að lesta og losa bílinn milli ferða. Þetta þætti eflaust mörgum þreytandi og streituvaldandi, en slíkir hlutir vöfðust ekki fyrir Adda Pé. Hápunktur sumarsins hjá mér og mömmu minni í gamla daga voru árvissai' ferðir til Akureyi’ar í stóra rauða vöi-ubflnum hans Adda. A þessum árum var bílaeign lands- manna ekki almenn og ferðalög til útlanda nokkuð sem fáir útvaldir gátu veitt sér, að minnsta kosti þótti Akureyrarferð stónnerkfleg í minni götu. Slík ferð átti sér lang- an undii'búnings- og tilhlökkunai’- tíma. Að jafnaði var þetta tveggja daga ferð, gist var á leiðinni í Hreðavatnsskála, Fornahvammi eða á Blönduósi, jafnvel í Vai-ma- hlíð, eftir því hvað klukkan sló. Nú þegar ég mörgum áðui' síðar hef tekið pi'óf úr Leiðsöguskólan- um sé ég hve hann frændi minn hafði hina svokölluðu leiðsögu- tækni fullkomlega á valdi sínu. Hann sagði skemmtilega frá stað- háttum þar sem ekið var um, flétt- aði saman landafræði, jarðfi'æði, þjóðsögum og skemmtisögum af mönnum og málefnum og miðaði fi'ásögn sína við hópinn, sem oft voru jú krakkar á ýmsum aldi'i. Þetta var í þá gömlu góðu daga þegar vegii'nir voru verðug við- fangsefni leikinna ökumanna, knappar beygjur, þröngar brýr, torfæi'ir fjallvegir, já, og alltaf var viss spenna í loftinu, skyldi „Stóri- Rauður" hafa Bólstaðai'hlíðai’- brekkuna? Á veturna var þetta virkilega töff, þá grófu menn sig gegnum snjóskaflana með handafli og oft gátu ferðirnar tekið allt að tíu til fjói’tán daga milli höfuðstað- anna. Þegar rennt var inn í bæ „til fyr- irheitna landsins" fannst mér alltaf jafn tilkomumikið að aka inn Hafn- arstrætið þar sem „Bakkahöllin“ trónaði í öllu sínu veldi. Bakkahöll- in er nafn á húsi því er þeir bræður Addi, Jón og Haukur byggðu á ár- unum 1945-46, þegar „standa þurfti í biðröð eftir hverjum nagla“ eins og Dísa frænka orðaði það. Nafn stói'hýsisins í Hafnarstræti 47 var dregið af því að Pétur afi hafði tekið sig upp frá Jökuldal og flutt í hinn gjöfula Eyjafjörð og var með búskap á Kaupvangsbakka. Ef til vill hafa þeir bi-æður líka minnt einhverja á samnefnda bræður úr Skagafirði, að ráðast í svona, að því er virtist, óraunhæft stórvirki. Jón og Haukur fluttu síðar suður en inn í húsið fluttu aðrir ættingjar, Dísa frænka og Guðjón og um tíma bjó Óli sonur Adda í kjallai'anum með konu sinni og fyrsta barni. Addi bjó í sinni höll allt til dauða- dags, en Ólöf drottningin hans hef- ur vegna veikinda dvalið nokkur ár á Selinu við Sjúkrahús Akureyi-ar. Seinna meir eftir lát móður minnar flutti ég inn í „ævintýra- höllina“ til Adda og Ölafar og dvaldi þar í góðu yfu'læti, þar til ég lauk stúdentsprófi frá MA. Elsku Addi, nú ert þú fai-inn á vit nýrra ævintýra. Ég þakka þér fyi'ir allt sem þú hefur gefið mér. Góða ferð. Aðalbjörg Helgadóttir (Adda). VALDÍS VALSDÓTTIR + Valdís Valsdóttir fæddist á Húsavík 17. september 1958. Hún Iést af slysförum 4. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hakadalkirke, Nittedal í Noregi, 4. nóvember. Af bleiku engi burt er slitin rós, sem birtu þráði, yl og sólarljós. I bernsku sinni blöðum lyfti hátt. Brosti hlýtt og horfði í sólarátt. Hún naut sín best í sól og sumaryl þá sannarlega er gott að vera til. En vetur kom og vindur blés um grund, hún visnaði og blöðin felldi um stund. En þó að þú sért fallin, fagra rós er furðulega skært þitt lífsins ljós. Nú einn ég sit og klökkur þakka þér, og þerra tár af fólum vanga mér. (Ó. Valsson) Mig langar með þessum fátæklegu orðum að minnast elskulegrar systur minnar, Valdísai' Valsdóttur sem lést 4. október síðastliðinn og var jarðsungin frá Hakadalkii’kju mánuði síðar. Það var þögull systkinahópui' sem sat í litlu stofunni hjá foreldi-um okkar að kvöldi 4. nóvember sl. Við höfðum kvatt systur okkar hinstu kveðju fyrr um daginn, nokkuð sem okkur óraði ekki fyrir að við ættum eftir að upplifa. Valdís lést langt um aldur fram, hún hafði nýlega haldið upp á fertugsafmæli sitt með dætrum sínum, Úlfhildi og Andi-eu, og er það huggun harrni gegn að sú hinsta minning sem þær systur eiga um móður sína er bundin gleði og góðri stund. Það voni þung spor fyrir okkur systkinin að ganga er við bárum kistuna þína, Valdís mín, út úr kii’kjunni og að gröf þinni, sem stendur hátt og með útsýni yfir fallegan Nittedalinn sem þér þótti svo vænt um. Minningamar þutu um hugi voi'a og vai' það erfitt að skilja það að þú værir dáin og \ið fengjum aldrei að sjá þig meir. Við minnumst góðra daga og gleðistunda þegar við voi'um lítil heima á Baughól, eins og við sögðum svo oft. Það koma upp í huga mér ýmis pi'akkai'astrik sem við bræður gerðum þér til ama, eins og að boi'ða karamellui'nar sem þú varst búin að bjástra við að búa til inni í eldhúsi og hafðir sett út á stétt til kælingar, en þú leystir það mál með því að kenna okkur að búa til okkar eigin karamellur og ég á meira að segja uppskriftina ennþá. Það er af mörgu að taka og oft gustaði eins og gengur og gerist í stórum fjölskyldum en hjartalag þitt var gott og öll vandamál voru leyst í bróðemi. Það er stórt skarð höggvið í okkar systkinahóp, skarð sem aldrei verður fyllt en við vorum heppin að fá að eiga þessi ár með þér, elsku Valdís mín, og munum aldrei gleyma þér. Þegar ég kvaddi þig í síðasta skipti sagði ég við þig, „vertu sæl, og farðu vel með þig“, og þú svai'aðir á móti „sömuleiðis, Óðinn minn, og passaðu þig á að keyra þig ekki út á vinnu". Þú varst að hugsa um litla bi'óður þinn, að hann myndi ekki hvflast nóg en þú gleymdir því að þú þurftir að hvflast sjálf, vegna þess sjúkdóms sem þú gekkst með nánast ft'á fæðingu og rændi þig oft hvfld og svefni. En núna ert þú sofnuð svefninum langa og færð þá hvfld sem þú þarft og eftir sitjum við hin, fátækait yfii' því að hafa þig ekki hjá okkur en ítk af minningum um góða systur sem gaf okkur mikið í sínu jarðneska lífi. Þakka þér fyrir allt, elsku systh', og guð blessi minningu þína og börnin þín og Svein, sem þú skildir eftir hjá okkur og eiga um sáxt að binda vegna fráfalls þíns. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug vegna andláts Valdísar, fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum, guð blessi ykkur öll. Fyitr hönd systkina, Óðinn Valsson, Ósló. Formáli minnmgar- greina ÆSKILEGT er að minningar- gi-einum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og stöif og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BIRGIS BREIÐFJÖRÐS PÉTURSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir góða umönnun. Einnig starfsfélögum og öllum þeim, er veittu honum ómældan stuðning í veikindum hans. Erla Gísladóttir Lovísa Birgisdóttir, Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, Guðmundur Jónasson, Pétur Birgisson, María Aðalbjarnardóttir, Gísli Kristján Birgisson, Anna Kristfn Kristinsdóttir, Ágústa Hera Birgisdóttir, Haukur Sigurðsson, Hlynur Freyr Birgisson, Stefanía Arnardóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Nestúni 4, Hvammstanga. Guðmundur Gíslason, Ása Guðmundsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Þorgerður Guðmundsdóttir, Kristján Björnsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Sigurður P. Björnsson, og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS EINARSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2-B, Hrafnistu. Guð blessi ykkur. Lovísa Jónsdóttir, Svanhildur Stefánsdóttir, Guðmundur Rúnar Magnússon, Rafn Stefánsson, Guðlaug E. Guðbergsdóttir, afa- og langafabörn. Markmið Útfararstofu islands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfarar- stofa íslands er aðstandendum Innan handar um alla þá þætti, er hafa ber I huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna ( kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegan Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Lfkbrennsluheimild. Duftker ef likbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar tengdaföður, afa og langafa, ELÍASAR ÞORKELSSONAR frá Nýjabæ í Meðallandi. Guð blessi ykkur öll. Þórhildur Elíasdóttir, Konráð Ingi Torfason, Inga Elíasdóttir, Gunnar Jóhannsson, Eyþór Elíasson, Eygló Pála Sigurvinsdóttir, Árni Jón Elíasson, Lára Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdasonar og bróður, SIGURÐAR HAFÞÓRS SIGURÐSSONAR, Grænabakka 4, Bíldudal. Guðrún Sigurðardóttir, Eva Björg Sigurðardóttir, Þröstur Þór Sigurðsson, Sigurður Ingibergur Bergsson, Þorbjörg Ólafsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.