Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 48
18 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
Ferdinand
’I P0NTKN0U)
WHO'5 H1PIN6
BEHINDTHAT
TKEE WITH A
. SNOtUBALL...
m WHOEVERIT 15
BETTER6ETRIPOF IT
B6CAU5E IF HE THROWSIT
ATME, l‘M SONNA POUNP
HIM INTOTHE 6R0UNP.'
/2- /5-97
Ég veit ekki hver er að fela sig á En hver sem það er þá er best
bak við þetta tré með snjóbolta ... fyrir hann að losa sig við hann,
því að ef hann kastar boltanum (
mig þá kýli ég hann niður!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Líffræði
fréttamaima
Frá Bimi S. Stefánssyni:
LÍFFRÆÐINGAR hafa ólík sjón-
arhorn til að álykta um velferð líf-
vera eftir því hvort þær eru ofan
sjávar eða neðan. Líffræðingar,
þsir á meðal búfræðingar, sem og
læknar og dýralæknar, sem athuga
jurtir eða dýr ofan sjávar, gá
gjama að því hvort lífveran sýni
merki um næringarskort allt frá
því að hún varð til, hvert sem at-
hugunarefnið annars er. Þeir at-
huga ástand allra árganga, þegar
þeir meta stofn dýra eða gróður-
þekju. Fyrr telja þeir sig ekki geta
sagt til um horfur fyrir stofninn
eða gróðurinn né hvernig hagnýt-
ing er ráðlegust. Þá kemur til at-
hugunar hvort tímgun hafi tekist
vel, þ.e. hvort fræ séu nægilega
mörg eða of mörg miðað við gróð-
urskilyrði, eða hvort ungar, ef um
dýr er að ræða, séu of margir mið-
að við næringarskilyrði. Síðan
kemur til mats hvort bæta þurfi
skilyrði hverrar lífveru með því að
fækka þeim, sem keppa um nær-
inguna, með einhverjum ráðum,
svo sem með veiði dýra, höggi ung-
trjáa og grisjun garða eða hvort
bæta skuli næringuna með áburði
eða fóðri.
Þannig er ekki staðið að áður en
ályktað er um velferð og nýtingu
fiska hafsins. Fréttamenn, sem
komast í færi við rannsóknarmenn
hafsins, yrðu þarfir framþróun
heimfærðrar líffræði ef þeir legðu
íyrir rannsóknarmenn fiska hafs-
ins spurningar, sem sjálfsagt þyk-
ir, að kunnáttumenn eigi svör við
þegar um er að ræða lífverur ofan
sjávar.
Fyrsta spurningin, sem oftast á
við, byggist á því, að flestar lífver-
ur tímgast svo ört, að aðeins nokk-
ur hluti þeirra getur notið lífsins,
eins og þeim er eiginlegt. A þessu
eru sveiflur vegna breytilegs ár-
ferðis. Gott árferði kemur á stað
stórum árgöngum, sem kunna að
mæta vondu árferði, þegar nálgast
fullorðinsár, svo vondu, að þeir fái
ekki notið sín, heldur veslast. Það
sjónarhorn gefur tilefni til að
spyrja hvemig næring einstakra
árganga sé og hvort ungviðinu
fækki nægilega til að það, sem eftir
lifir, njóti nægilegrar næringar.
Rannsóknarmenn tala um nýlið-
un þorsks, en eiga í raun við styrk
þriggja ára þorsks. Aðeins ofurh'tið
brot af því, sem klekst út af þorski,
getur notið hfsins. Hitt verður öðr-
um sjávardýrum að bráð, veslast
upp af næringarskorti, sem bitnar
líka á þeim, sem lifa af, eða það
drepst með því, að maðurinn á
veiðum tortímir seiðum og ung-
fiski, en þá nýtur það, sem lifír af,
góðra skilyrða og verður fallegur
fiskur í sjó, á vinnsluborði og á
búðarborði. Með tilliti til þessa
þurfa fréttamenn að spyija, hvaða
áhrif skyndilokanir fiskislóða, sem
iðulega eru boðaðar, hafa á þetta
eða seiðaskiljur eða önnur ákvæði
um veiðarfæri, svo sem um stærð
möskva, sem koma í veg fyrir, að
ungviði tortímist. Með því að
spyrja þannig mundu þeir gera ráð
fyrir, að næringarfræði ofansjávar-
dýra ætti einnig við neðansjávar.
Svo mættu þeir spyrja hvað
rannsóknarmenn geri tU að meta
hversu margt sé nauðsynlegt að
drepist ungt til að lífvænlegt verði
fyrir það, sem kemst á veiðialdur,
og hvað menn geti gert til þess að
hafa áhrif á það. I því sambandi á
við að spyrja, hvort ekki væri hag-
ur í því, að samtök þorskveiði-
manna beittu sér fyrir framlögum
til þeirra, sem veiddu smáfisk í
bræðslu. Kúabændur sjá sér sem
kunnugt er hag í því að slátra kálf-
um og láta þá ekki alla ná fullum
þroska og hið sama á við stóð-
bændur, að fæst folöldin, sem mer-
ar þeirra kasta, eru sett á vetur og
verða tryppi. Það er gert með því
að meta fóðurkostnað og gera sér
grein fyrir tjóni, sem hlýst af því
að eiga lítið fóður á hvern grip.
Raunar mundi það bæði varða við
lög um forðagæslu og dýravernd
að setja á alla kálfa og öll folöld án
tillits til fóðurs. í hafinu er líka fóð-
urkostnaður, því að fæðan er tak-
mörkuð og nýtist því ver til vaxtar
fiskanna sem fleiri eru um við-
haldsfóðrið.
Fólki stendur ógn af stórvirkum
veiðitækjum. Hlutverk rannsókn-
armanna er að setja tölur í hlutfalli
á það, sem er í húfi, svo að í stað
órökstudds ótta komi vitneskja,
sem leiði til hyggilegra ályktana
um nýtingu hafsins, eins og líffræð-
ingar (fóðurfræðingar, beitarfræð-
ingar, skógfræðingar) álykta um
nýtingu lands. Eg nefni rækjuna
sem dæmi. Þrátt fyrir velútbúinn
og stóran flota mun minnst af
rækjunni fara í mannsmaga, en
miklu meira fer í kjaftinn á öðrum
sjávardýrum. Þar er spurning
handa fréttamönnum á fundi með
rannsóknarmönnum hafsins hvort
rækjuveiðar, sem eru takmarkaðar
af stjórnvöldum, en ekki af hag-
kvæmnisástæðum útgerðarinnar,
skih ekki að óþörfu góðgæti í maga
annarra sjávardýra og hvað rann-
sóknarmenn geri til að meta lík-
urnar á því, að rækja, sem ekki er
veidd, geti bætt hag útgerðar á
annan hátt. A sama hátt á við að
spyrja, hversu mikið þorskur, sem
er hlífst við að veiða, spillir hag
rækjuútgerðar með rækjuáti.
Spumingamar geta verið marg-
ar. Líffræðingum ofansjávar og
neðan hefur ekld tekist að ná sam-
an um líkan við rannsóknir. Þeir
lifa hvorir í sínum fræðaheimi. Það
er vitaskuld ekki sæmandi fyrir
nokkra fræðigrein, að menn hafi
ekki sama sjónarhom um gmnd-
vallarrök hennar. Fréttamenn
gætu smám saman með vel undir-
búnum spurningum haft þau áhrif,
að sama líffræðihkan yrði notað.
Það er ekki að sjá, að aðrir verði til
þess.
BJÖRN S. STEFÁNSSON,
Kleppsvegi 40, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.