Morgunblaðið - 10.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 39
Þú komst og fórst
sem óort æskuljóð,
en eftir varð
hin sára Ijúfa þrá.
Éggeymiþigí
mínum minjasjóð,
en mun þig aldrei
aldrei framar sjá.
(Margrét Jónsdóttir)
Guð geymi þig, Víðir minn, ég
mun aldrei gleyma þér.
Þín vinkona
Guðný Þorsteinsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinirnir fo'eðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Nú er okkur horiinn ástkær vinur
og félagi, Víðir Oli Guðmundsson.
Við vorum svo heppnar að fá að
kynnast Víði Ola og njóta samvista
við hann. Hann mun ávallt lifa í
minningunni sem okkar besti vinur.
Við kynntumst fyrst þegar við vor-
um sextán ára að hefja mennta-
skólagöngu okkar og á þeim árum
voru samverustundir okkar ófáar.
Ætli við höfum ekki gert það sem
aðrir menntaskólakrakkar gera,
sitja á kaffíhúsum, reyndar var það
bara eitt tiltekið kaffihús, og ræða
um um lífið og tilveruna og þótt-
umst við vita allt um þennan heim
og aðra. Hann hafði mikla leikhæfi-
leika og notaði þá oft til að skemmta
sér og öðrum sem voru nálægir.
Hann samdi sjálfur sín leikverk á
staðnum og við og aðrir vegfarend-
ur voru með í leikritinu, hvort sem
þeir vissu af því eða ekki. Einn
venjulegan vetrardag tókum við upp
á því að nú værum við í Danmörku.
Heilan dag töluðum við dönsku og
Reykjavík fékk á sig aðra ásýnd
vegna áhrifa ímyndunarinnar. Það
var hæfileiki hans að lita hversdags-
leikann. Hann náði að snerta líf og
hjörtu okkar allra með þessum
hætti. Samverustundir okkar með
Víði einkenndust af smitandi lífs-
gleði hans. Hann gekk til móts við
lífið með bros á vör og hafði sterk
áhrif á alla þá er hann hitti á leið
sinni. Hann gat tekið upp á því að
fara að syngja og dansa úti á götu
og fékk okkur vini sína oft til að fífl-
ast á slíkan hátt, sama hversu lag-
laus við vorum. Hann var ekki að
þessu fyrir athyglina heldur bjó
hann yfir óendanlegri orku sem
varð að veita útrás og leikur og
sprell var oft sá vettvangur. En lífið
var ekki endalaus fíflagangur. Vin-
átta okkar byggðist á ást og trausti,
þar sem bæði var hlegið og grátið.
Víðir hafði einnig aðra og alvarlegri
hlið og var þenkjandi um það sem
honum bjó í brjósti. Þó svo að líf
hans hafi virst á yfirborðinu ein-
kennast af gleði þurfti hann eins og
aðrir að takast á við erfiðleika.
Síðustu ár hefur þú, elsku Víðir,
þurft að kljást við erfiðustu þraut
lífs þíns. Nú er þeirri baráttu lokið,
þú hefur nú loks verið leystur undan
þjáningum þínum. Við erum þakk-
látar fyrir að hafa kynnst þér, þú
hefur gert líf okkar svo litríkt, við
hugsum til þín brosandi. Þú varst
góður vinur.
Við sendum fjölskyldu þinni sam-
úðarkveðjur.
Æ, hvar er leiðið þitt lága,
ljúfasti bróðir?
Þar sem þú tárvota vanga
á vinblíða móður
mjúklega lagðir, er lífið
lagði þig, bróðir minn kæri,
sárustu þyrnunum sínum,
þótt saklaus þú værir og góður.
Æ, hvar er leiðið þitt lága?
Mig langai1 að mega
leggja á það liljukrans smáan,
því liljumar eiga sammerkt með sálinni þinni
og sýna það vinur minn besti,
að ástin er öflug og lifir,
þótt augun í dauðanum bresti.
(Jóhann Sigurj.)
Ólöf Ósk og Sigríður Rún.
• Fleiri minningargreinar um Víði
Óla Guðmundsson bíða birtingar og
niunu birtast í blaðinu næslu daga.
FINNUR
JÓNSSON
+ Finnur Jónsson
var fæddur á
Siglufirði 16. janúar
1922 og hann and-
aðist þar 31. desem-
ber síðastliðinn.
Hann var áttunda
barn af tíu börnum
hjónanna Jóns Frið-
rikssonar og Sigríð-
ar Friðbjarnardótt-
ur. Af þeim hópi
eru nú 8 börn látin
en eftir lifa bræð-
urnir Alfreð og Æg-
ir.
Sem kornabarn
fór Finnur í fóstur til hjónanna
Daníels Bjarnasonar og Unu
Símonardóttur sem bjuggu í
Saurbæ í Siglufirði. Finnur var
á fermingaraidri þegar Daníei
féll frá og dvaldist hann eftir
það um nokkurra ára skeið á
heimili Jóns Daníelssonar, fóst-
urbróður síns, og
Ástu, konu hans.
Finnur stundaði
almenna vinnu á
Siglufirði um leið
og hann fékk
þroska til en síðar
gerðist hann sjó-
maður og sigldi
hann á stríðsárun-
um á vélskipinu
Bjarka frá Siglu-
firði. Eftir það vann
hann um nokkurt
skeið við bygging-
arframkvæmdir á
Siglufirði, í Svíþjóð
og víðar en á miðjum sjötta ára-
tugnum flutti hann til Grímseyj-
ar og bjó þar þangað til hann
flutti á ný til Siglufjarðar á ár-
inu 1996. Finnur var ókvæntur
og barniaus.
títför Finns fór fram frá
Siglufjarðarkirkju 9. janúar.
Við andlát Finns Jónssonar rifjast
upp minningar um hlýjan og nota-
legan mann, sem vann sitt lífsstarf
af trúnaði og kunni þá list að létta
öðrum lífið með góðu skapi og gam-
ansemi. Finnur kom til Grímseyjar
til að heimsækja bróður sinn, Guð-
mund, sem kvæntur var Steinunni,
móðursystur minni. Líkaði honum
svo vel við eyjuna og eyjarskeggja
að hann settist þar að og bjó þar
samfleytt þar til hann var orðinn
aldraður og heilsan farin að bila.
Fékk hann þá skjól á ellideild
Sjúkrahúss Siglufjarðar, þar sem
hann naut góðrar umönnunar til
æviloka. I Grímsey tók hann að sér
ýmis störf og sá m.a. um olíudreif-
ingu til heimila og fiskibáta í eyj-
unni. Skömmu eftir að Finnur kom
til Grímseyjar flutti þangað þriðji
bróðirinn fí-á Siglufirði, Alfreð, sem
síðar varð oddviti Grímseyinga um
langt árabil. Byggðu þeir Finnur
íbúðarhús á jörðinni Básum og
bjuggu þar síðan í nyrsta íbúðarhúsi
lanclsins.
Eg var á unglingsái'um þegar ég
kynntist Finni og gamansemi hans
og eftir á að hyggja finnst mér illa
farið, að úrval af gamansemi hans
skuli ekki hafa verið skrásett og gef-
ið út. En kannski hefði gamansemin
glatast á prenti eða í flutningi ann-
arra. Eg minnist þess til dæmis þeg-
ar hann við fyrstu kynni okkar út-
listaði fyrir mér hvernig hann hygð-
ist standa að eggjatöku í fuglabjörg-
um eyjarinnar. Hann ætlaði að fá
sér apaketti eins og notaðir væru til
að sækja kókoshnetur í há pálmatré
í útlöndum. Hann myndi svo temja
apana til þess að safna eggjum í
bjarginu og leggja þau í körfur, sem
síðan væi-u dregnar upp á bjarg-
brún. Þetta sagði Finnur með
glampa í augum, en ungir áheyrend-
ur göptu eins og sjálf Lína
langsokkur væri mætt á staðinn í
eigin persónu. Finnur varð reyndar
fljótlega mjög liðtækur við bjargsig
í Grímsey . Hann seig í bjargið til
eggjatöku um áratugi og átti þátt í
því að þróa nýjungar í búnaði sig-
manna.
Finnur vann sín öll verk af dugn-
aði og samviskusemi um leið og
hann virti samtíð sína og umhverfi
íyrir sér með skopskyni og bjart-
sýni. Þegar hafís gerðist nærgöngull
við siglingaleiðir og veiðislóðir norð-
anlands í marsmánuði 1968 fóru
ýmsir að verða áhyggjufullir um að
ísinn ræki að landi og ylli þar vand-
ræðum. Ég var þá bæjarstjóri á
Húsavík og reyndi því á degi hverj-
um að afla mér áreiðanlegra upplýs-
inga um ísinn. Einn daginn hringdi
ég til Grímseyjar í Finn og spurði
hann um ástand og horfur í hafís-
málum við eyna.
Jú, Finnur sagði að víst væri hafís
nærri, en hann skyldi glaður snæða
stígvélið sitt ef ísinn ætti efth' að
reka að landi og skyldi ég engar
gi'illur gera mér um alvarlega haf-
ískomu. Síðar sama dag hringdi
Stefán Jónsson, fréttamaður Ríkis-
útvai'psins, til mín í því skyni að
kanna stöðu mála og flutti ég honum
þá orð Finns um hafísinn og nefndi
hann á nafn sem áreiðanlegan mann
er ekki færi með fleipur. Þessu var
svo útvarpað, en fáum dögum síðar
fyllti hafísinn alla firði og flóa norð-
anlands. Finnur sagði mér síðar að
það hefði verið erfitt fyrir sig að
koma til Siglufjarðar nokki-um mán-
uðum seinna, þegar nánast hver
maður sem hitti hann á förnum vegi
spurði hann „hvernig stígvélið hefði
bragðast“. En ekki erfði Finnur það
við mig, að koma honum í þessi
vandræði.
Þannig lifir Finnur Jónsson sem
ánægjulegur og skemmtilegur sam-
ferðamaður í minningu okkar sem
kynntumst honum á lífsleiðinni.
Hann hafði stundum haft orð á því á
sinn gamansama hátt, að þegar
hann dæi vildi hann hafa „fír-
verkerí". Það rættist, þegar hann
fékk hægt andlát nokki-um mínútum
áður en áramótahátíðin gekk í garð.
Blessuð sé minning hans.
Björn Friðfinnsson.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda gi'einarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfiiegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textasla'ár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
+
Móðir okkar,
KRISTBJÖRG REYKDAL,
Bakkahlíð 39,
áður til heimilis
í Aðalstræti 10, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 1. janúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Arnald Reykdal, Ásta Þórðardóttir,
Gréta Guðvarðardóttir, Steinþór Oddsson,
Trausti Reykdal, Helga Einarsdóttir,
Guðfinna Guðvarðardóttir, Valgarður Stefánsson,
Snorri Guðvarðsson, Auður Eyþórsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SALÓME BJÖRG BÁRÐARDÓTTIR,
Bugðulæk 2,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 29. desember síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun.
Steinar Freysson,
Björg Freysdóttir, Grímur Antonsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Eiginkona mín, systir okkar og móðir,
RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR,
REICHENFELD,
andaðist í Ottawa, Kanada, fimmtudaginn
7. janúar.
Hans.F. Reichenfeld,
Bjarni Einarsson,
Þorgrímur Einarsson,
Margrét Guðmundsdóttir
og börn hinnar látnu.
+
Systir okkar,
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR,
Bakkagerði 9,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem
vildu minnast hennar, er bent á Hjálparstofnun
kirkjunnar.
Systkini og aðrir vandamenn.
+
Bróðir okkar,
BJARNIJÓNSSON
stýrimaður,
Álfhólsvegi 133a,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd systkina hins látna,
Halldór Jónsson.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður og tengdamóður okkar,
ÁSTU FJELDSTED,
Jökulgrunni 3,
Reykjavfk.
Sigríður Sveinsdóttir,
Margrét Price,
Sveinn Sveinsson,
Sighvatur Sveinsson,
Ingvar Sveinsson,
John Price,
Ragnhildur Þóroddsdóttir,
Erna Jónsdóttir,
Arna Borg Snorradóttir,
Kristín Lárusdóttir.