Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 1
58. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MGRGUNBLAÐSINS
„Enginn árangur“ af fundi Holbrookes með Júgóslavíuforseta
Milosevic fellst ekki
gæslulið í Kosovo
Belgrad, Ivaja. Reuters.
SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, ítrekaði í gær andstöðu sína
við erlent gæslulið í Kosovo í viðræðum sínum við Richard Holbrooke,
sendimann Bandaríkjastjórnar. Var það haft eftir júgóslavnesku frétta-
stofunni Tanjug. Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður sagði í gær-
kvöld, að fundur þeirra Holbrookes og Miiosevic hefði mistekist.
Vilja veiða
sex háhyrn-
inga
Ósló. Morgunblaðið.
TALSMENN alþjóðlegra um-
hverfísverndarsamtaka og
hagsmunaaðila í norskum
ferðaiðnaði mótmæltu í gær
óskum, sem komnar eru frá
eigendum sædýrasafns í Jap-
an, um leyfi til að veiða sex há-
hyrninga við strendur Noregs
og flytja þá lifandi í safnið.
Fulltrúar sædýrasafnsins
ætla að fara til Noregs í næstu
viku til að ræða við þarlend
stjórnvöld. Ráðgert er að opna
skemmtigarð við safnið eftir
tvö ár og koma þar fyrir sex
lifandi háhyrningum til að laða
að ferðamenn.
Ekki er þó víst að norsk
stjómvöld vilji ræða við Japan-
ina enda eru háhyrningar frið-
aðir í Noregi. „Við höfum enga
þörf fyrir slíkan fund og höfum
vísað þeim á sjávarútvegsráðu-
neytið,“ sagði embættismaður
í norska umhverfisráðuneyt-
inu.
Veiðum mótmælt
Talsmaður ferðamiðstöðvar-
innar í Týsfirði á Norðlandi
sagði í gær, að nær væri fyrir
Japanina að fara í skipulagða
hvalaskoðunarferð en reyna að
fangelsa dýrin og undir það
tók Alþjóðanáttúruverndar-
sjóðurinn, WWF, sem sagði, að
yrði Japönunum leyft að veiða
háhyrningana myndi það verða
Norðmönnum til skammar.
Samtök, sem berjast fyrir
auknum hvalveiðum við Noreg,
eru lfka andvíg hugmyndum
Japananna og segja, að vilji
þeir hval, geti þeir fengið nóg
af hvalkjöti og rengi.
Olía hækkar
London. Reuters.
OLÍUVERÐ hækkaði verulega í
verði í gær vegna þeirra yfirlýsinga
framleiðenda í Persaflóaríkjunum,
að nausynlegt væri að draga mikið
úr framleiðslunni.
A fundi olíumálaráðherra ríkj-
anna í Sádí-Arabíu var ákveðið að
vinna að því, að olíuríki innan og ut-
an OPEC drægju mikið úr fram-
leiðslunni og varð það til þess, að
heimsmarkaðsverðið hækkaði næst-
um um einn dollara og fór hæst í
12,63 dollara.
■ Verðlækkanir/C8
Benjamin Gilman, fonnaður
nefndar alþjóðlegra samskipta í
fulltrúadeildinni, sagði í gærkvöldi
á fundi um Kosovo og hafði eftir
embættismönnum í utanríkisráðu-
neytinu, að „alls enginn árangur"
hefði orðið af fundi Holbrookes og
Milosevic.
Holbrooke fór til Belgrad til að
reyna að sannfæra Milosevic um
nauðsyn þess, að um 30.000 manna
NATO-herlið héldi uppi gæslu í
Kosovo næðust samningar um
friðartillögurnar, sem lagðar voru
fram á ráðstefnunni í París í síð-
asta mánuði. A hún að hefjast aft-
ur á mánudag. Vestrænir stjórnar-
erindrekar segja, að Milosevic sé
að reyna að skilja á milli friðar-
samninganna og friðargæslunnar
eða með öðrum orðum að koma í
veg fyrir árásir NATO-hersins án
þess að hleypa honum inn í
Kosovo.
Lögðu þorpin í rúst
Barist var í Kosovo í gær en í
fyrradag lögðu serbneskir her-
menn þorpið Ivaja í rúst og drápu
allan búpening þar. Fundu frétta-
menn nokkur lík í bænum en flest-
ir þorpsbúanna komust undan á
flótta. Ibúar í öðru þorpi, Kotlina,
segja, að serbnesku hermennimir
hafi komið þangað í fyrradag og
byrjað á því að stela öllu steini
léttara. Síðan drápu þeir skepn-
ui-nar og þegar íbúamir, sem flýðu
inn í skóginn, komu aftur stóð ekki
steinn yfir steini í þorpinu.
Fullyrt hefur verið síðustu daga,
að fulltrúar Frelsishers Kosovo
muni skrifa undir friðartillögurnar
á hverri stundu en það er þó
tvennt, sem þeir setja fyrir sig.
Annars vegar ákvæði um, að þeir
afvopnist og hins vegar, að ekki
skuli neitt ákveðið með þjóðarat-
kvæðagreiðslu síðar um fullt sjálf-
stæði.
Reuters
ALA al-Hams, 18 ára gamall palestínskur unglingur, var jarðsettur á
Gaza í gær, sama dag og hann féll fyrir byssukúlum palestínskra lög-
reglumanna. Féll einnig annar unglingur, 17 ára, en þeir tóku þátt í
mótmælum, sem brutust út eftir að liðsmaður í Hamas-hreyfing-
unni var dæmdur til dauða.
Kristnir menn og múslimar berjast í Indónesíu
„Stríðsástand44 í Ambon
Jakarta. Reuters.
KRISTNIR menn og múslimar
börðust á götum Ambon-borgar í
Indónesíu í gær og beittu jafnt
bensínsprengjum sem sveðjum og
spjótum. Skutu hermenn á flokk-
ana til að stía þeim sundur og féllu
þá tveir menn og að minnsta kosti
50 særðust. í Jakarta, höfuðborg
Indónesíu, komu um fimm hundr-
uð námsmenn saman og í borginni
Bandung, sem er um 140 kíló-
metra suðaustur af höfuðborginni,
ki’öfðust um eitt þúsund manns
þess að Wiranto, hershöfðingi og
yftrmaður hersins, yrði dreginn til
ábyrgðar á ástandinu og ráðleysi
hersins.
„Hér er stríðsástand,“ sagði
einn íbúanna í Ambon þegar hann
leit yfir vígvöllinn í gær að átökun-
um loknum en meira en 200 manns
hafa látið lífið í tveggja mánaða
löngum ófriði milli kristinna
manna og múslima í Ambon-borg
og á Ambon-eyju. Hefur ástandið
kynt undir mikilli heift meðal
indónesískra múslima, sem eru
langfjölmennasti trúarhópurinn í
landinu, og hafa þeir efnt til mót-
mæla næstum daglega og stundum
hvatt til heilags stríðs gegn
kristnu fólki.
Undirrót átakanna er í raun
ekki trúarleg, heldur efnahagsleg
og stafar af aukinni fátækt vegna
efnahagserfiðleikanna í landinu. I
skýrslu sem Alþjóðabankinn birti í
gær segir að ólgan í Indónesíu geti
gert að engu þann litla vísi sem sjá
megi að efnahagsbata.
Reuters
MÚSLIMSKIR námsmenn efndu til mótmæla í borginni Bandung á
Jövu í gær vegna átakanna í Ambon. Hér heldur einn þeirra á dag-
blaði þar sem hvatt er til heilags stríðs gegn kristnum mönnum.
Sótt að Habibie
Ráðgert er að forsetakosningar fari
fram í Indónesíu í nóvember og
hafa forystumenn Golkar-flokksins,
sem fer með völdin í landinu, birt
lista með nöfnum fimm hugsan-
legra frambjóðenda. Er B.J. Hab-
ibie, forseti landsins, einn þeirra og
líklegastur til að verða útnefndur.
Margir óttast þó að hann njóti ekki
nægilegs stuðnings meðal almenn-
ings og vilja því eiga kost á að velja
einhvem annan.
Mótmæli
og átök
íl (jrílZíl
Gaza. Reuters.
PALESTÍNSKIR öryggislögreglu-
menn skutu í gær til bana tvo ung-
linga á Gazasvæðinu. Tóku þeir þátt í
miklum óeirðum, sem brutust út eftir
að palestínskur dómstóll hafði dæmt
til dauða einn liðsmann Hamas-
hreyfingarinnar. Var hann fundinn
sekur um að hafa myrt lögreglu-
mann.
,Arafat, kallaðu hundana þína
heim,“ kallaði mannfjöldinn, sem tók
þátt í mótmælunum í gær, og grýtti
lögreglumennina. Beittu þeir skot-
vopnum og féllu þá tveir unglingar,
annar 18 ára en hinn 17 ára. Fyllti
reykjarsvæla frá brennandi dekkjum
loftið og var ástandið líkast því, sem
það var í uppreisn Palestínumanna
gegn ísraelum á árunum 1987-1993.
Til óeirðanna kom eftir að Raed al-
Attar, 25 ára liðsmaður í Hamas-
hreyfingunni, var dæmdur til dauða
fyrir að myrða palestínskan lögreglu-
mann í febrúar sl. Var félagi hans
dæmdur í ævilangt fangelsi og annar
í fangelsi í 15 ár.
Skyndiréttarhöld gagnrýnd
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, getur mildað dóminn yfir Att-
ar og Ahmed Yassin, stofnandi
Hamas-hreyfingarinnar, kvaðst vona,
að hann gerði það. Sagði hann dóm-
inn yfir Attar óréttlátan og neitaði
jafnframt, að Hamas-hi'eyfingin bæri
nokki-a ábyrgð á dauða lögreglu-
mannsins. Engin vitni báru, að Attai'
hefði skotið lögreglumanninn og al-
þjóðleg manm-éttindasamtök hafa oft
gagnrýnt skyndiréttarhöldin, sem
palestínska heimastjórnin ástundar.