Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu með kynningarfund um breytta fískveiðistjórnun Lausnin er að taka upp markaðskerfí NUVERANDI fiskveiðistjórnar- kerfi er hróplega ranglátt og þess vegna verður að breyta því og bylta. Lausnin er að taka upp markaðskerfi því þá sitja allir við sama borð án lögboðinna forrétt- inda. Þetta var efnisleg niðurstaða kynningarfundar Ahugahóps um auðlindir í almannaþágu um breytta fiskveiðistjómun í fyrra- kvöld, að mati Dagfinns Svein- bjömssonar, framkvæmdastjóra hópsins og fundarstjóra á um- ræddum fundi. I liðinni viku kynnti hópurinn tillögur sínar í sjávarútvegsmálum á blaðamannafundi og hélt áfram á sömu braut á fyrmefndum fundi sem um 50 manns sóttu. Dagfínn- ur rakti gang mála, sagði frá að- draganda þess að hópurinn hefði komið saman og lagt fram tillögur til úrbóta en síðan kynnti Vil- hjálmur Þorsteinsson hugbúnaðar- hönnuður stefnuna. Hann sagði m.a. ljóst að útgerðin gæti ekki borgað uppsett verð fyrir allan kvótann en tillögur hópsins gjör- breyttu myndinni. „í okkar kerfi fer allur kvóti á markað og útgerð- in borgar ekki meira en hún get- ur,“ sagði hann. Sigurður Björnsson, sem starfar við atvinnuráðgjöf, nálgaðist efnið út frá reynslusögum og viðbrögð- um stjórnmálamanna, sem hann sagði óskiljanleg. Hann sagði að kjami málsins væri að vegna ein- okunar væri aðeins samkeppni um kvótann og eina leiðin væri að selja hann. „Ef ekki tekst að snúa kvótakerfinu til betri vegar á næstu misserum stöndum við frammi fyrir hræðilegum hlutum,“ sagði Sigurður. Þorvaldur Gylfason prófessor fjallaði um efnahagsleiðina. Hann sagði að öll rök varðandi breytingu á stjórn fiskveiða væm löngu kom- in fram en það eina sem vantaði væri að hrinda málinu í fram- kvæmd á vettvangi stjórnmálanna. Þorvaldur benti á rökin fyrir veiði- gjaldi, fór yfir stöðu mála í útflutn- ingi 1960 til 1997, útskýrði hvað hefði gerst þegar sjávarútvegur- inn var tekinn af ríkisframlagi 1959 til 1961, sýndi að skuldir út- vegsins 1986 til 1998 hefðu aldrei verið meiri en nú og greindi frá þróun afla og flota 1945 til 1997. Hann sagði síðan að um þrjár leið- ir væri að ræða við útfærslu veiði- gjalds og aðalatriðið væri að blanda þeim saman til að sætta ólík sjónarmið. „Þeir stjórnmála- menn og flokkar sem þrífast á misvægi atkvæðisréttar mega ekki til þess hugsa að allir Islendingar sitji við sama borð við úthlutun fiskveiðiréttinda," sagði hann. „Þessir menn þekkja ekki muninn á röngu og réttu og veldi þeirra þarf að hnekkja." Að loknum framsöguræðum fóru fram umræður, þar sem m.a. Ellert B. Schram, Jónas Elíasson, Jón Sigurðsson, Jón Magnússon, Þorsteinn Vilhjálmsson og Markús Möller svöiTiðu fyrirspurnum auk frummælenda. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hefst í dag UNDIRBÚNINGUR landsfundar Sjálfstæðisflokksins er í fullum gangi en fundurinn hefst í dag með ræðu formanns Sjálfstæðis- flokksins, Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra. Töluvert á annað þúsund manns á rétt til setu á lands- fundi, samkvæmt upplýsingum Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdasijóra flokksins. Hann sagði að ekki væri annað að sjá en fundarsókn yrði góð. Mikill áhugi væri fyrir landsfundinum, en þar færi fram lokaundirbún- ingur kosningabaráttunnar sem framundan væri. Á föstudagsmorguninn munu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum, en eftir há- degi þann dag verður starfsemi og skipulag flokksins til umræðu. Um þrjátíu nefndir eru að störf- um á fundinum og fer afgreiðsla þeirra ályktana sem fyrir fundin- um liggja fram á laugardag og sunnudag, en fúndinum lýkur með kosningu flokksforystunnar síðdegis á sunnudag. Öll dagskrá fundarins verður send út í beinni útsendingu á net- inu, en heimasíða flokksins er www.xd.is. Ford Focus selst vel 165 MANNS hafa skráð sig fyrir bflum af gerðinni Ford Focus frá því bfllinn var fyrst kynntur 19. febrúar síðastliðinn. Egill Jó- hannsson framkvæmdastjóri hjá Brimborg, umboðsaðila Ford á Is- landi, segir að þetta séu betri við- tökur en menn höfðu búist við. Bú- ist er við að 80 af þessum bflum verði komnir á götuna í mars og afgangurinn í vor. Ford Focus var valinn bíll ársins í Evrópu 1999 fyrir skemmstu. Egill segir að viðtökurnar nú séu þær þriðju bestu í sögu fyrirtækis- ins. Aðeins hafi verið meiri sala á skemmri tíma þegar fyrirtækið fékk bfla á niðursettu verði frá Hollandi 1979 og frá Júgóslavíu 1991. Fyrirtækið pantaði 170 bfla fram í maí og er nú unnið að því að fá fleiri bíla frá framleiðanda. Egill kvað áætlanir hafa gert ráð fyrir sölu á 300 bflum á árinu en allt út- lit væri fyrir að 450-500 bílar seld- ust. Enn ætti eftir að kynna þrennra og fernra dyra bílana og einnig allar útgáfur með 1,4 lítra vél og sjálfskiptingum. Morgunblaðið/Árni Sæberg mmmm Samið við leikara Borgarleikhússins Lægstu laun hækka um 19-24% NÝR kjarasamningur, sem undir- ritaður hefur verið milli leikara við Borgarleikhúsið og leikhúsráðs, fel- ur í sér umtalsverða launahækkun að sögn Björns Inga Hilmarssonar formanns annarrar deildar Félags íslenskra leikara. Lægstu laun hækka að meðaltali um 19-24% en hæstu laun hækka um 11%. Grunn- kaupið hefur verið um 86 þús. en fer í 100 þús. Björn sagði að nýju samningarnir væru mjög breyttir miðað við fyrri samninga. Grunnkaup hækkaði verulega en það hefur verið um 86 þús. á mánuði og hækkar í 100 þús. Greitt er fyrir hvert verkefni sem leikarinn tekur þátt í, sýningarkaup hækkaði og leikurum er gefinn kostur á að semja um sumarleyfi. „Það er tveggja mánaða sumarleyfi hjá leikurum og ef leikhúsið vill nýta leikarann er hægt að semja við hann um að taka það á öðrum tíma eða fá greitt fyrir það,“ sagði hann. Á móti launahækkuninni eru þrjár sýningar í mánuði inni í vinnu- skyldunni. „Þetta er kjarabót fyrir okkur því þó svo við látum af hendi einhverjar sýningar og sýnum ókeypis þá kemur á móti sá tími sem fastráðinn leikari er ekki að sýna en það geta verið fimm mánuð- ir á ári,“ sagði hann. „Þannig lagað er þetta mjög góð kjarabót auk þess sem þú færð hærra kaup fyrir þær sýningar, sem þú sýnir fram yfir þessar þrjár.“ Björn Ingi sagði að samningamir næðu einnig til lausráðinna leikara og að þeir fælu í sér mikla kjarabót. Til þessa hafa mánaðarlaun þeirra lækkað eftir fjóra mánuði niður í 55% af mánaðarlaunum eftir fjóra mánuði en nú héldu þeir fullum launum þann tíma sem þeir séu ráðnir. -------------- Avísanasvikamálið Gæsluvarðhald framlengl DÓMARI við Héraðsdóm Reykja- víkur hefur framlengt til 24. mars gæsluvarðhald Nígeríumanns sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar handtöku Nígeríumannsins sem innleysti falsaðar ávísanir fyrir á tólftu milljón króna í íslands- banka um síðustu mánaðamót. Nígeríumennirnir sitja því báðir í gæsluvarðhaldi en gæsluvarðhaldi þess sem innleysti ávísanimar lýkur 18. mars. Rannsókn málsins stendur yfir af fullum krafti hjá ríkislögreglustjóra í samvinnu við alþjóðalögregluna Interpol. Ómissandi hverjum málnotanda >1) !<) r OrAéékim hioiskaraátootiun m Orðastaður er fyrsta íslenska orðabókin sem samin ertil að lýsa málnotkun og orðtengslum. • 11.000 uppfiettiorð • 45.000 orðasambönd • 15.000 notkunardæmi 100.000 samsett orð Orðastaður á heima við hlið j íslenskrar orðabókar. Mál og menning Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Siðumúla 7 • Sími 510 2500 Brjóst- mynd af dr. Jóni Gíslasyni AFHJÚPUÐ hefur verið brjóst- mynd af dr. Jóni Gíslasyni, fyrr- verandi skólastjóra Verslunar- skóla íslands, í skólanum. Það var Minningarsjóður dr. Jóns Gísla- sonar sem lét gera brjóstinyndina en formaður sjóðsins er Árni Her- mannsson. Sjóðurinn hefur staðið fyrir ýmsu til þess að minnast dr. Jóns og keypti m.a. styttu gerða af Bertil Torvaldsen. Sjóðurinn stendur einnig að því að verð- launa nemendur við brottfarar- próf. Er brjóstmyndin var afhjúp- Morgunblaðið/Þorkell uð fluttu nemendur skólans tón- list. Dr. Jón Gíslason var skóla- sljóri við Verslunarskóla Islands frá 1952 til 1979. Myndin er frá athöfninni er brjóstmyndin var af- hjúpuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.