Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 9
__________FRÉTTIR________
Nýjar fjármögnunar-
leiðir til mælimerkinga
~Tilbunir íaukappap mikicí u^val
Við ráðleggjum
og saumum fyrir þig
Skipholti 17a, sími 551 2323
JÓHANNES Sturlaugsson fiski-
fræðingur hjá Veiðimálastofnun
hefur síðan 1995, í samvinnu við
fleiri fiskifræðinga, rannsakað at-
ferli sjóbirtings og sjóbleikju með
mælimerkjum. Merkingarnar,
sem hafa farið fram í Fitjaflóði í
Landbroti og Hópinu í Húnaþingi,
hafa verið kostaðar af Veiðimála-
stofnun, viðkomandi veiðifélögum,
merkjaframleiðandanum Stjörnu-
Odda og að stórum hluta með
styrk frá Rannsóknan'áði Islands,
Fiskræktarsjóði og Lýðveldis-
sjóði.
Fjármögnun mælimerkinga með
styrkjum lýkur á þessu ári og á að
reyna nýjar fjáröflunarleiðir til að
halda þeim áfram, enda telja ílski-
fræðingar að slík verkefni fái auk-
ið vægi með hverju árinu „vegna
aukinna möguleika sem skapast til
að ráða í gönguhegðun og vöxt
fiskanna með hliðsjón af áramun
og umhverfisaðstæðum,“ eins og
haft er eftir Jóhannesi Sturlaugs-
syni.
Jóhannes segir enn fremur að
stefnt sé að því nú, að megnið af
grunnkostnaði rannsóknanna verði
greitt af fýrirtækjum, félögum og
einstaklingum sem tækju beinan
þátt í rannsóknunum sem styrkt-
araðilar þeirra. Meginhugmyndin
sé sú að styrktaraðilar kaupi
merkingu á sjóbleikju eða sjóbirt-
ingi í þeim vatnakerfum sem nefnd
hafa verið og verða áfram vett-
vangur rannsóknanna vegna góðr-
ar reynslu og fyrirliggjandi upp-
lýsinga.
JÓHANNES Sturlaugsson býst
til að sleppa mælimerktum sjó-
birtingi í Fitjaflóð.
Kaup á merkingu munu væntan-
lega fara þannig fram, að fyrii'
hvern merktan fisk greiðast 30-35
þúsund krónur sem duga til að
veiða fiskinn og merkja hann.
Samhliða myndu styrktaraðilar
taka þátt í samkeppni þar sem
möguleikar aukast með aukinni
þátttöku.
Keppnin væri í því fólgin að
styrktaraðilarnir litu á fiska sína
sem nokkurs konar liðsmenn sem
kepptu m.a. í því hvaða fiskur kaf-
aði dýpst, hver gengi fyrstur til
sjávar, hver aftur í ferskvatn, hver
væri lengst í sjó, hver yxi mest og
hraðast og þannig mætti áfram
telja. Styrktaraðilar gætu síðan
fylgst með spennandi keppni og
þeir sem áhuga hefðu gætu slegið
upp á heimasíðu keppninar á Net-
inu, séð þar gang mála og jafn-
framt fræðst um styrktaraðila.
Eltimerki á laxa
Veiðimálastofnun ætlar einnig
að bjóða fjársterkum styrktaraðil-
um að kosta merkingar fiska með
elti-rafeindamerkjum, en veiðifé-
lög og fleiri gætu þannig fengið í
hendur gögn um gönguferil eins
eða fleiri físka í viðkomandi ám
eða vatnakerfum. Til stendur að
fylgja merktum fiskum eftir með
beinum hætti í ferskvatni frá ár-
bakkanum. Þannig verður hægt að
staðsetja fisk með ákveðnu milli-
bili, t.d. einu sinni í viku eða hálfs
mánaðarlega og einnig verður
hægt að fylgja fiskinum eftir innan
sólarhrings, t.d. einu sinni yfir
tímabilið til þess að líta á ferðir
hans miðað við birtustig. Annar
kostur er að tvímerkja laxa þar
sem bæði væri notað eltimerki og
mælimerki. Við endurveiði, t.d. að
aflokinni hrygningu, mætti bæta
mælimerkjaupplýsingum við nið-
urstöður eltimerkisins.
Flís- og bómullarpeysur
fyrir börn og fullorðna nýkomnar
ifefel buðinI
Garöatorgi, sími 565 6550.
Borðstofuhúsgögn "'"''v Sófar
Bókahillur / \ Antíksmámunir
(^tnrn \
■ 43tofnnö 1974- IHUltlt *
A
Urval góðra gripa
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Nýkomin sending
SHOOX
.995
/(á/cm- oojf /m/m/a/cov-, mi/f'/ {}m)cr/
Tegund: 3366
Litur: Svart
Stærðir: 36-41
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
GJAFIR & HUSGOGN
Suðurlandsbraut 54, sími 568 9511
(við hliðina á McDonalds)
OPIÐ LAUGARDAGA 10-16
ÞAÐ ER KOMINN FULLUR GAMUR AF BANDARISKU LEXINGTON-HUSGÖGNUNUM.
AÐ ÞVÍ TILEFNI BJÓÐUM VIÐ NÝ OG ELDRI HÚSGÖGN Á SÉRSTÖKU KYNNINGARTILBOÐI.
ÖLL LEXINGTON-HÚSGÖGN ERU FRAMLEIDD í BANDARÍKJUNUM ÚR GEGNHEILUM VIÐ.