Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 23

Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 23 Kynþátta- hatari í lífstíðar- fangelsi AUSTURRÍKISMAÐUR var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að valda dauða fjögurra og særa á annan tug manna með því að senda þeim bréfa- sprengjur. Hinn seki, Franz Fuchs, hrópaði ókvæðisorð og slagorð kynþáttahatara í hvert skipti sem hann steig í vitna- stúku á meðan á réttarhöldun- um stóð og var að lokum réttað án hans. Meðal fórnarlamba Fuchs var Helmut Zilk, fyrr- verandi borgarstjóri í Vín, sem missti tvo fingur er bréf- sprengja sprakk í höndunum á honum. * Utvarpsþættir um stríðs- hrjáð börn HEIMSÞJÓNUSTA BBC hyggst senda út 70 útvarps- þætti á níu tungumálum um hlutskipti stríðshrjáðra bama í heiminum. I þáttunum verða leikin viðtöl við börn sem tekið hafa þátt í eða orðið vitni að hömiungum stríðsrekstrar. Meðal efnis eru viðtöl við drengi sem rænt var til hemað- ar í Sierra Leone og börn sem lifðu af helförina i Rúanda árið 1994. Þættirnir era gerðir í samvinnu við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og breska utanrikisráðuneytið. Samið um þvaglátshlé SÆNSKIR strætisvagnabíl- stjórar sömdu um 6% launa- hækkun og réttinn til að gera reglulegra hlé á starfi sínu til þess að kasta af sér þvagi, að loknu 13 daga verkfalli. Gert er ráð fyrir 6-11 mínútna hléi að loknum akstri í tvær klukku- stundir og 8-15 mínútna hléi að loknum akstri í 3,5 klukku- stundir. Talsmaður bílstjór- anna segir þetta fyrirkomulag mjög til bóta en áður hafi þeir þurft að stöðva vagnana hvar sem var til þess að létta á sér. Rangt lík í kistunni ÚTFÖR var stöðvuð í miðjum klíðum í Danmörku er ættingj- ar hins látna sáu að ástvinur þeirra lá ekki í líkkistunni. Konan, sem fylgja átti til graf- ar, hafði verið grafin tveimur dögum fyrr íyrir einhvem mis- skilning en þó án þess að upp um kæmist við útfórina. I ljós kom að starfsfólk sjúkrahúss hafði ruglað saman líkum með fyrrgreindum afleiðingum. Afganar að samning’a- borði VIÐRÆÐUR um frið hefjast í dag á milli afganskra stríðs- herra í Ashgabat í Túrkmenist- an. Þetta er önnur lota samn- ingaviðræðna á mOli Talebana og bandalags stríðsherra er hafa norðurhluta Afganistans á sínu valdi. Viðræðurnar fara fram að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna. Reglulegt kynlíf held- ur manni unglegum Lundúnum. The Daily Telegraph. AÐ stunda kynlíf að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku er ein bezta leiðin til að viðhalda ung- dómnum, samkvæmt niðurstöð- um vísindalegrar könnunar sem birtar voru í Bretlandi í gær. Líkamleg og andleg þjálfun stuðlar bezt að góðu heilbrigði, en pör sem stunda kynlíf a.m.k. þrisvar í viku að meðaltali eru mun líklegri til að halda ung- legu útliti en fólk sem „gerir það“ sjaldnar. Að sögn rannsakandans líta þau pör út fyrir að vera tíu árum yngri en jafnaldra meðal-Jónar sem stunda kynlíf einungis tvisvar í viku. Þetta er meðal niður- staðna könnunar sem gerð var á meðal 3.500 manns á aldrinum 18 til 102 ára í ýmsum löndum Evrópu og í Bandaríkj- unum og greint er frá í The Daily Telegraph. Þátttakendur í könnuninni svöruðu auglýsingu í tímaritinu New Scientist árið 1988 þ.s. spurt var: Lítur þú út fyrir að vera yngri en þú ert, og líður þér þannig líka? Fjöllyndi spillir David Weeks, sérfræðingur í taugasálarfræði við konunglega háskólasjúkrahúsið í Edinborg, hafði yfirumsjón með könnun- inni sem tók 10 ár í fram- kvæmd. í niðurstöðunum, sem Weeks hefur tekið saman í bók- inni „Superyoung: The proven way to stay young forever“, slær hann siðferðilegan varnagla; hann segir Ijöllyndi ekki duga eins vel í þessu sam- bandi og ástríkt kynlífssam- band. „Gæði sambandsins hafa mikið að segja í því að viðhalda unglegu útliti," hefur Daily Tel- egraph eftir Weeks. „Ég tel að frægt fólk með unglegt útlit, svo sem Goldie Hawn, Helen Mirren og Joan Collins, stundi allt mjög virkt og heilbrigt kynlíf,“ segir hann. ÖRYGGISPÚO! HÁTTOGLÁGT DRIF BYGGÐUR Á GRIND ÖFLUG DÍSILVÉL RAFKNÚIN STJÓRNTÆKI Galloper er þægilegur sjö manna jeppi. Hann KEMST ÓTRAUÐUR UM ÍSLENSKA VEGI OG VEGLEYSUR OG ER ÞVÍ FRÁBÆR FERÐABÍLL. GALLOPER ER FRAMLEIDDUR MEÐ LEYFI OG UNDIR EFTIRLITI MlTSUBISHI MOTORS. Galloper -mikiljl jeppi á fólksbílaverði. ABS HEMLAKERFI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.